Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Þróttur R.
2
1
Víkingur R.
Katla Tryggvadóttir '68 , víti 1-0
1-1 Sigdís Eva Bárðardóttir '70
Sæunn Björnsdóttir '75 2-1
27.05.2022  -  18:00
Þróttarvöllur
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Sól og blíða
Dómari: Kristján Már Ólafs
Áhorfendur: 178
Maður leiksins: Katla Tryggvadóttir
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('46)
12. Murphy Alexandra Agnew ('56)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Katla Tryggvadóttir
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
3. Mist Funadóttir
7. Brynja Rán Knudsen
10. Danielle Julia Marcano ('46)
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
21. Lea Björt Kristjánsdóttir ('56)
24. Ragnheiður Ríkharðsdóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
77. Gema Ann Joyce Simon

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Egill Atlason
Jamie Paul Brassington
Edda Garðarsdóttir
Angelos Barmpas

Gul spjöld:
María Eva Eyjólfsdóttir ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þróttur kemst áfram í 8-liða úrslit.

Viðtöl og skýrsla kemur inn seinna í kvöld.
90. mín Gult spjald: María Eva Eyjólfsdóttir (Þróttur R.)
Verðskuldað og gott gult spjald hjá Maríu, stoppar skyndisókn Víkings.
90. mín
+3

Danielle kemst upp hægri vænginn með góðu hlaupi og sendir inn fyrirgjöf sem virðist fara í hönd varnarmanns Víkings, ekkert dæmt.
90. mín
+2

Dauðafæri fyrir Víking

Víkingur fengu hér gott færi til að jafna leikinn sem vörn Þróttar hendir sér fyrir boltann í tvígang og ná að hreinsa.
90. mín
Þróttur eru nú að róa niður leikinn lítið er um færi hjá hvoru liði.
88. mín
Það er kominn smá hiti í leikinn, Krisján er þó að leyfa leiknum að fljóta og dæmir ekki mikið.
87. mín
Allt í góðu hjá Sæunni sem heldur nú leik áfram, Þróttur tekur horn og við höldum áfram.
86. mín
Leikurinn er stoppaður hér meðan Sæunn fær aðhlynningu, hún lá niðri í langan tíma. Bæði lið héldu áfram að spila meðan hún lá.
85. mín
Samstuð hérna hjá Dagbjörtu og Sæunni, Dagbjört virðist hafa ýtt í bakið á Sæunni sem leiddi til þess að Sæunn í magann og liggur hér niðri. Krisján dæmir þó ekki brot.
82. mín
Inn:Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingur R.) Út:Kiley Norkus (Víkingur R.)
78. mín
Þróttur fá horn.
75. mín MARK!
Sæunn Björnsdóttir (Þróttur R.)
Færin hætta ekki að koma í þessum leik!

Skot frá Þrótti sem Andrea ver út á fjærstöng og þar er Sæunn á réttum stað og kemur boltanum inn í markið.
73. mín
Sláin!

Það hefur aldeilis kviknað upp í þessum leik.

Danielle fær sendingu í gegn, hún þeytist framhjá Dagbjörtu og nær góðu skoti í slánna og yfir.
70. mín MARK!
Sigdís Eva Bárðardóttir (Víkingur R.)
Svakalegt mark!

Víkingsstelpur eru alls ekki hættar!

Eftir góða sókn dettur boltinn fyrir Sigdísi og hún hamrar boltanum í slána niður slána og inn, ekkert sem Íris gat gert.
68. mín
Inn:Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.) Út:Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)
68. mín Mark úr víti!
Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Öruggt víti hjá Kötlu. Rennur boltanum í neðra hornið hægra megin, sendir Andreu í rangt horn.
68. mín
Víti!

Þróttur fær víti!
65. mín
Langt innkast frá Danielle á fjærstöng og Freyja er í vandræðum með að hreinsa boltann en endar þó í lófum Andreu.
64. mín
Aftur ver Andrea!

Enn og aftur kemur Andrea Víking til bjargar, nú ver hún í stöngina og út. Okkur í fjölmiðlaboxinu sýnist Katla hafi átt skotið.

Þróttur eru að taka aftur yfir leikinn!
63. mín
Varið á línu

Mikið klafs kemur úr horninu, Sóley María skallar boltann yfir Andreu en Víkingur nær að bjarga á línu. Þróttur vill fá mark en þær fá það ekki.
59. mín
Þróttur fær horn.
57. mín
Andrea Rut kemst í fínt færi og nær skoti en Andrea Neves ver frá henni.
56. mín
Inn:Sigdís Eva Bárðardóttir (Víkingur R.) Út:Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir (Víkingur R.)
56. mín
Inn:Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.) Út:Murphy Alexandra Agnew (Þróttur R.)
55. mín
Tvö dómaraatvikm fyrst vilja Þróttara fá aukaspyrnum en Kristján lætur leikinn ganga. Víkingur kemst í sókn, Unnbjörg sendir boltann í gegn á Christabel sem að dettur. Christabel vill fá brot rétt fyrir utan teig en aftur dæmir Krstján ekki.
54. mín
Fyrsta skot seinni hálfleiksins.
Danielle gerir vel og hleypur upp völlinn, finnur Danielle í fætur, sem snýr með boltann en beint í hendur Andreu.
52. mín
Hálfleikurinn hefst á svipuðum nótum og sá fyrri, bæði lið að halda boltanum og lítið um færi.
48. mín
Gestirnir hefja síðari hálfleikinn eins og þann fyrri, með hápressu. Hafa náð að vinna boltann í nokkur skipti en ekki getað nýtt það nógu vel.
46. mín
Þróttur gerði eina skiptingu í hálfleik, Freyja Karín fór út af og Danielle kemur hér inná.
46. mín
Inn:Danielle Julia Marcano (Þróttur R.) Út:Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
46. mín
Seinni hálfleikur hefst

Gestirnir hefja hér leik á ný.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Laugardalum.

Þetta leit út fyrir að vera léttur leikur Þróttar eftir fyrstu 10 mínúturnar en Víkingskonur hafa svo sannarlega komist aftur inn í leikinn.

Mjög jafn leikur, færin hafa þó verið fleiri hjá Þrótti.

Komum aftur með síðari hálfleikinn að vörmu spori!
45. mín
Færi
+2

Víkingur nær ekki að hreinsa boltann og hann endar beint fyrir fætur Kötlu sem að á gott skot sem rúllar rétt framhjá.

Þetta virðist hafa verið lokasnerting hálfleiksins.
45. mín
Víkingur með annað skot af löngu færi, þetta var þó betra og þurfti Íris að hafa meira fyrir því að grípa boltann en áðan.
44. mín
Freyja Karín næstum því komin ein í gegn en Emma Steinsen stoppar hana.
42. mín
Það er vel mætt á völlinn, stuðningsmenn Þróttar láta heyra í sér í fyrsta skipti í leiknum. Það endist þó stutt. Róleg stúka í dag.
40. mín
Samstuð hérna hjá Kötlu og Kiley, Katla liggur niðri en Kristján dæmir aukaspyrnu fyrir Víking.
39. mín
Fyrsta skot Víkings í leiknum, þó af löngu færi og Íris Dögg er í engum vandræðum við að verja.
37. mín
Frábær varsla
Aftur ver Andrea vel.

Þróttur sendir langan bolta á fjær sem að flýgur yfir vörn Víkings og fyrir fætur Maríu Evu sem rúllar boltanum á Freyju Karín sem á gott innanfótarskot í nærhornið, Andrea ver og handsamar boltann.
32. mín
Það kom mikið klafs í teig Þróttar eftir hornspyrnuna, Þróttur nær þó að lokum að hreinsa boltann.
32. mín
Freyja sendir inn boltann að teig Þróttar og hann er skallaður í horn.
31. mín
Leikurinn hefur að mestu leiti farið framm á miðsvæðinu, hvorugt lið hefur náð að skapa sér einhver færi síðan í byrjun leiks.
27. mín
Víkingskonur eru hér komnar meira inn í leikinn, þessi fundur hefur greinilega hjálpað. Þær hafa þó enn ekki náð að brjóta sig í gegnum vörn Þróttar.
25. mín
Horninu er skallað burt í annað horn.
25. mín
Góð sókn Víkings leiðir til þess að þær fá sína aðra hornspyrnu.
21. mín
Leikurinn hefst að nýju.
20. mín
John Andrew kallar saman lið sitt í stuttan fund á meðan leikurinn er stopp.
20. mín
Freyja Katrín virðist hér liggja niðri eftir samstuð í teignum. Dómarinn stöðvar hér leikinn á meðan hún fær aðhlynningu.
19. mín
Fín sókn Víkings leiðir til þess að gestirnir fá sitt fyrsta horn leiksins.
17. mín
Þróttur fær sitt fimmta horn.
16. mín
Þróttur í sókn og boltinn lendir fyrir Kötlu sem dansar framhjá nokkrum varnarmönnum en rangstaða er dæmd.
13. mín
Víkingsliðið er byrjað að falla neðar á völlinn og vonast til að geta nýtt hraða Christabel Oduro frammi fyrir skyndisóknir.
Þróttur hefur stoppað þær hingað til.
11. mín
Laust skot af löngu færi rétt eftir hornið en Andrea missir boltann og Þróttur fær sitt fjórða horn.
10. mín
Murphy Agnew aftur í góðu færi en Andrea ver aftur á nærstöng og í horn.
8. mín
Færi
Fyrsta færi leiksins.
Murphy Agnew hleypur upp vinstri vænginn og nær góðu skoti í nærhornið. Góð varsla hjá Andreu.
6. mín
Þróttur virðist hér snemma hafa tök á leiknum, góð sókn upp vinstri kantinn gefur þeim aðra hornspyrnu.
2. mín
Þróttur fær fyrsta horn leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Heimakonur hefja hér leik.
Fyrir leik
Liðin labba hér út á völl. Örfáar mínútur í að leikurinn hefjist.
Fyrir leik
Breytingar

Þróttur gerir aðeins eina breytingu á liði sýnu frá seinasta leik, Jelena Tinna kemur inn í liðið fyrir Gema Ann Simon.

Hins vegar eru fjórar breytingar á liði Víkings frá seinasta deildarleik. Brynhildur, Christabel, Unnbjörg, Bergdís koma allar inn í liðið.
Fyrir leik
Dómararnir

Aðaldómari leiksins er Kristján Már Ólafs og honum til aðstoðar eru þeir Przemyslav Janik og Kjartan Már Másson.


Fyrir leik
Víkingur

Víkingur hóf bikarævintýri sitt í fyrstu umferð með sannfærandi 5-0 útivallarsigri á Fram. Í annari umferð unnu Víkingur 2-1 gegn Grindavík, aftur á útivelli. Þessi leikur verður því þriðji útivallarleikur Víkings í Mjólkurbikarnum í ár.


Fyrir leik
Þróttur

Þróttur, sem og önnur Bestu deildarlið hefja bikarævintýri sitt í 16-liða úrslitum. Þetta verður því fyrsti leikur Þróttar í Mjólkurbikarnum í ár.



Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og veriði velkomin í beina textalýsingu frá leik Þróttar og Víkings í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarins.
Byrjunarlið:
1. Andrea Fernandes Neves (m)
Dagbjört Ingvarsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir
9. Christabel Oduro
13. Kiley Norkus ('82)
14. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir ('56)
19. Tara Jónsdóttir
26. Bergdís Sveinsdóttir ('68)
32. Freyja Friðþjófsdóttir

Varamenn:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir
8. Arnhildur Ingvarsdóttir
16. Helga Rún Hermannsdóttir
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('68)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir
24. Sigdís Eva Bárðardóttir ('56)
27. Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('82)

Liðsstjórn:
John Henry Andrews (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
Telma Sif Búadóttir
Lisbeth Borg

Gul spjöld:

Rauð spjöld: