Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Vestri
3
3
Þór
0-1 Harley Willard '12
Nicolaj Madsen '19 1-1
2-1 Aron Birkir Stefánsson '22 , sjálfsmark
2-2 Nikola Kristinn Stojanovic '43
2-3 Harley Willard '74
Chechu Meneses '90 3-3
28.05.2022  -  14:00
Olísvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Gola og sól, hiti 11 gr.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 200
Maður leiksins: Harley Willard
Byrjunarlið:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
Daníel Agnar Ásgeirsson ('77)
5. Chechu Meneses
7. Vladimir Tufegdzic ('46)
11. Nicolaj Madsen
13. Toby King ('46)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('67)
23. Silas Songani
26. Friðrik Þórir Hjaltason ('35)
27. Christian Jiménez Rodríguez
55. Diogo Coelho

Varamenn:
10. Nacho Gil ('46)
16. Ívar Breki Helgason
19. Pétur Bjarnason ('46)
22. Elmar Atli Garðarsson ('35)
25. Aurelien Norest
77. Sergine Fall ('67)

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Friðrik Rúnar Ásgeirsson
Benedikt Jóhann Þ. Snædal
Christian Riisager Andersen

Gul spjöld:
Pétur Bjarnason ('61)
Jón Hálfdán Pétursson ('78)
Chechu Meneses ('84)
Nacho Gil ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Svakalegt líf í þessu í lokin. Jafntefli vísast sanngjörn úrslit eftir allt saman.
93. mín
Inn:Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór ) Út:Sammie Thomas McLeod (Þór )
93. mín
Nacho í dauðafæri, leggur hann of laust til hliðar og Aron Bjarki ver vel!
92. mín
Langt innkast og boltinn fer útúr teignum og Silas í fínu skotfæri en slæsar hann. Þórsarar við það að sleppa í gegn hinum megin en Marvin rétt nær út á undan. Fall kemst upp og leggur hann á Nacho sem skýtur í varnarmann. Allt að gerast hérna!
90. mín MARK!
Chechu Meneses (Vestri)
Stoðsending: Silas Songani
Hornspyrnan svífur inn á teig og Chechu Meneses gerir afar vel að rísa hæst og skallar hann í netið!
90. mín
Silas fer hér framhjá bakverði Þórs og kemst inn á teig. endar í hornspyrnu.
89. mín
Heimamenn hafa ekki náð neinum takti eftir að hafa lent undir. Mikið um brot og feilsendingar.
89. mín Gult spjald: Nacho Gil (Vestri)
84. mín Gult spjald: Chechu Meneses (Vestri)
Skellti sér í tæklingu með sólann á lofti.
83. mín
Fall kemst hér tvisvar í góða stöðu en fer illa með hana.
78. mín Gult spjald: Jón Hálfdán Pétursson (Vestri)
78. mín
Woo brýtur hér á Diogo og heimamenn vilja annað spjald á Kóreumanninn. Hann sleppur, Jón Hálfdán aðstoðarþjálfari Vestra fær áminnningu.
77. mín
Inn:Daniel Osafo-Badu (Vestri) Út:Daníel Agnar Ásgeirsson (Vestri)
75. mín
Pétur Bjarnason í fínu færi, sneiðir hann utanfótar beint á Aron.
74. mín MARK!
Harley Willard (Þór )
Harley Willard er of sterkur fyrir Vestramenn. Fær hann fyrir utan teig og leitar til vinstri þangað til hann finnur skotfæri og setur hann þéttingsfast niður í hornið!
72. mín
Willard setur hann í stöngina! Jafnvel samskeytin, Marvin stóð frosinn á línunni.
72. mín
Þór fær aukaspyrnu á hættulegum stað, skotfæri, rétt fyrir utan bogann.
70. mín
Chechu á skalla sem Nikola Kristinn bjargar frá, sennilega á leið framhjá en Nikola stóð við stöngina.
70. mín
Vestri á horn, eru ívið sterkaro hérna.
69. mín Gult spjald: Jewook Woo (Þór )
Hlýtur að vera met, sennilega búinn að vera inná í 3 sekúndur þegar hann nælir í áminningu.
69. mín
Inn:Jewook Woo (Þór ) Út:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Þór )
68. mín
Vestri á langa aukaspyrnu sem Aron kýlir út í teig, Madsen reynir að lyfta yfir hann í frákastinu en þetta fer hátt yfir.
67. mín
Inn:Sergine Fall (Vestri) Út:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri)
63. mín
Inn:Ásgeir Marinó Baldvinsson (Þór ) Út:Kristófer Kristjánsson (Þór )
61. mín Gult spjald: Pétur Bjarnason (Vestri)
Rífur í leikmann Þórs.Augljóst gult spjald.
60. mín
Meiri hiti að koma í leikinn. Mikið um brot og leikurinn að stoppa mikið.
55. mín Gult spjald: Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Þór )
Brýtur á bakverði Vestra.
54. mín
Bjarni kemst hér í góða stöðu, heimamenn stoppa og bíða eftir rangstöðu sem aldrei kemur, en Bjarni slæsar hann framhjá.
51. mín
Nacho er fyrrum leikmaður Þórs og virðist eiga erfitt með að hrista minningarar af sér, fyrstu tvær sendingar beint á menn í hvítu og rauðu.
50. mín
Silas og Guðmundur hafa skipt um kant, Nacho kemur á miðjuna hliðiná Daníel og Pétur Bjarnason er fremstur.
49. mín
Pétur í fínu skallafæri eftir hornspyrnuna en skallar hátt yfir.
48. mín
Madsen kemst upp að endamörkum og Vestri fá horn.
47. mín
Vestri skalla frá og eftir barning leikur Pétur boltanum aftur á Marvin sem grípur boltann. Þórsarar vilja óbeina aukaspyrnu en leikurinn heldur áfram.
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn kominn aftur af stað. Þór fær strax aukaspyrnu á fínum stað.
46. mín
Inn:Nacho Gil (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
46. mín
Inn:Pétur Bjarnason (Vestri) Út:Toby King (Vestri)
45. mín
Hálfleikur
Ákaflega skemmtilegum fyrri hálfleik lokið.
45. mín
3 mínútur í uppbótartíma hérna.
43. mín MARK!
Nikola Kristinn Stojanovic (Þór )
Nikola Kristinn fær boltann við vítateigshornið og lítil pressa á hann, hann tekur boðinu og skýtur hnitmiðað í fjærhornið og Þórsarar jafna verðskuldað!
42. mín
Sláin! Góð sókn gestanna og sending fyrir sem Nikola Stojanovic tekur í fyrsta og hamrar hann í slánna.
39. mín
Þórsarar herja á heimamenn. Þónokkrar fyrirgjafir en Vestri nær alltaf að hreinsa.
35. mín
Löng sending og Bjarni Brynjólfsson flikkar honum beint í fang Marvins. Þórsarar manni fleiri þessar 2-3 mínútur sem það tók að gera skiptinguna og hafa tekið völdin.
35. mín
Inn:Elmar Atli Garðarsson (Vestri) Út:Friðrik Þórir Hjaltason (Vestri)
31. mín
Friðrik Hjaltason liggur eftir. Sjúkraþjálfarinn er móðir hans og fær hann því sérlega góða umönnun. Friðrik er búinn sýnist mér og Elmar að gera sig kláran.
30. mín
Madsen með skalla eftir hornspyrnuna og boltinn á leiðinni á markið þegar hann fer í samherja hans. Klaufalegt hjá Vestra.
28. mín
Vestri fær hornspyrnu. Silas með magnaða tækni og fer upp að endamörkum en liggur nú eftir. Hann lítur vel út í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í deildinni.
27. mín
Bjarni Brynjólfsson í fínu færi! Skoppandi sending inn á teig, Bjarni er skringilega einn og setur hann framhjá af stuttu færi. Sennilega hélt hann að hann hefði minni tíma en hann hafði.
24. mín
Þór með aukaspyrnu inn í teig Vestra en Marvin gerir vel og kemur út og grípur boltann.
22. mín SJÁLFSMARK!
Aron Birkir Stefánsson (Þór )
Þykir það leitt að skrá þetta sem sjálfsmark á Aron Birki en held að þetta skráist svo. Vladimir Tufegdzic tekur spyrnuna, í stöngina og bakið á Aroni og boltinn lekur inn!
21. mín
Víti! Guðmundur Arnar felldur í teignum. Vestri á vítaspyrnu. Aftur gerir Christian Jimenez hægri bakvörður Vestra vel, sendir lágan boltan á vítateigspunktinn, Guðmundur tekur við og er að hlaða í skot þegar hann er tekinn niður.
19. mín MARK!
Nicolaj Madsen (Vestri)
Stoðsending: Silas Songani
Frábær sókn hjá Vestra. Christian hægri bakvörður gerir vel og fer upp kantinn og sendir á Silas í fyrirgjafastöðu. Silas með frábæra sendingu á silfurfati fyrir Madsen sem tekur hann í fyrsta og skorar!
12. mín MARK!
Harley Willard (Þór )
Harley Willard er búinn að koma Þór yfir! Þórsarar hreinsa hornspyrnuna frá og Willard kemst með hann upp allan völlinn og leggur hann í fjær. Afar vel gert hjá Willard en varnarleikur heimamanna afar slakur. Toby King missti hann illa fram hjá sér.
11. mín
Nicolaj Madsen fær endalausan tíma á boltanum, rekur hann að vítateigslínunni og skýtur en Aron Birkir blakar í horn.
10. mín
Liðin eru að koma sér í ágætis stöður en engin færi undanfarnar mínútur, en leikurinn byrjar vel.
4. mín
Dauðafæri. Aukaspyrnan er góð og Þórsarar skalla á markið, ekki nógu fastur skalli og Marvin ver hann beint fyrir fætur Hermanns Helga sem skóflar honum yfir af stuttu færi.
3. mín
Hætta hér við mark Vestra. Þórsarar komast inn í teig en sendingin eftir jörðinni hittir engan. Aftur koma Þórsarar og það er dæmd aukaspyrna í fyrirgjafarstöðu.
2. mín
Hornspyrnan siglir yfir allan pakkann í markspyrnu. Madsen er komin á ról aftur.
1. mín
Vestri frá strax horn en Madsen liggur eftir. Áhyggjuefni fyrir heimamenn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað. Vestri byrjar með boltann.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Engar breytingar á byrjunarliði Vestra sem hefur verið að kljást við þónokkur meiðsli. Nacho Gil, Pétur Bjarnason og Aurelien Norest hafa allir verið meiddir en eru að koma tilbaka og eru á bekknum í dag. Miklar breytingar á liði Þórs en að mér sýnist fjórir sem byrjuðu á Dalvík sem byrja hér í dag.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Engar breytingar á byrjunarliði Vestra sem hefur verið að kljást við þónokkur meiðsli. Nacho Gil, Pétur Bjarnason og Aurelien Norest hafa allir verið meiddir en eru að koma tilbaka og eru á bekknum í dag.
Fyrir leik
Bæði lið féllu úr leik í Mjólkurbikarnum í vikunni. Þór tapaði fyrir Dalvík/Reyni og Vestri tapaði í framlengingu gegn Aftureldingu. Hvorugt lið er í Evrópukeppni í ár þannig að þau geta nú sett fullan fókus á deildina eftir að hafa kvatt bikarkeppnina.
Fyrir leik
Einar Ingi Jóhannsson dæmir þennan leik í dag. Hann dæmdi líka síðasta leik þessara liða hér á þessum velli og það var rólegur leikur með einvörðungu 2 gulum spjöldum. Einar á sjálfur 110 leiki og 10 mörk sem leikmaður. Hans síðasta mark á ferlinum var hið mikilvæga áttunda mark í 9-0 sigri KFG á Keilu í C-riðli 3.deildar fyrir 13 árum.
Fyrir leik
Liðin eru bæði með 4 stig eftir þrjá leiki. Einn sigur, eitt jafntefli, eitt tap. Mikilvægur leikur þó stutt sé liðið á mótið, það lið sem vinnur í dag heldur í við toppliðin.
Fyrir leik
Leikir milli liðanna hafa jafnan verið harðir og oft hefur soðið upp úr. Í fyrra gerðu liðin 1-1 jafntefli fyrir norðan en Vestri vann 2-0 hérna á Olísvellinum í september.
Fyrir leik
Verið velkomin á leik Vestra og Þórs í Lengjudeildinni. Sumarið er loksins komið vestur og fá leikmenn blíðskaparveður í dag.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Orri Sigurjónsson
3. Birgir Ómar Hlynsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
6. Sammie Thomas McLeod ('93)
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('69)
8. Nikola Kristinn Stojanovic
11. Harley Willard
15. Kristófer Kristjánsson ('63)
18. Elvar Baldvinsson
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
6. Páll Veigar Ingvason
9. Jewook Woo ('69)
19. Ragnar Óli Ragnarsson
21. Sigfús Fannar Gunnarsson ('93)
23. Ásgeir Marinó Baldvinsson ('63)

Liðsstjórn:
Þorlákur Már Árnason (Þ)
Sveinn Leó Bogason
Gestur Örn Arason
Sigurður Grétar Guðmundsson
Jónas Leifur Sigursteinsson

Gul spjöld:
Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('55)
Jewook Woo ('69)

Rauð spjöld: