Samsungvöllurinn
sunnudagur 29. maí 2022  kl. 17:00
Besta-deild karla
Aðstæður: Bongó!
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Óli Valur Ómarsson
Stjarnan 1 - 0 ÍBV
1-0 Óli Valur Ómarsson ('60)
Atli Hrafn Andrason, ÍBV ('89)
Byrjunarlið:
1. Haraldur Björnsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
9. Daníel Laxdal ('69)
14. Ísak Andri Sigurgeirsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('90)
19. Eggert Aron Guðmundsson
22. Emil Atlason
24. Björn Berg Bryde ('76)
29. Adolf Daði Birgisson

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('76)
7. Einar Karl Ingvarsson ('69)
11. Daníel Finns Matthíasson ('90)
17. Ólafur Karl Finsen
23. Óskar Örn Hauksson
99. Oliver Haurits

Liðstjórn:
Hilmar Árni Halldórsson
Davíð Sævarsson
Rajko Stanisic
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson
Þór Sigurðsson
Egill Atlason

Gul spjöld:
Ísak Andri Sigurgeirsson ('25)

Rauð spjöld:
@kjartanleifursi Kjartan Leifur Sigurðsson
90. mín Leik lokið!
Leik lokið með sanngjörnum sigri Stjörnunnar.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
Eyða Breyta
90. mín
Stjarnan að sigla þessu heim
Eyða Breyta
90. mín Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)

Eyða Breyta
89. mín Rautt spjald: Atli Hrafn Andrason (ÍBV)
Atli Hrafn sem er nýfarinn af velli fér hér rautt spjald fyrir æsing á bekknum.
Eyða Breyta
86. mín Hans Mpongo (ÍBV) Atli Hrafn Andrason (ÍBV)

Eyða Breyta
83. mín
Emil Atlason hér í finu færi einn gegn Guðjóni sem ver aftur í enn eitt skiptið.
Eyða Breyta
82. mín
Aðstæður hafa snöggbreyst hér og sólin er farin. Mjög þungbúið í Garðabænum.
Eyða Breyta
80. mín
Stjörnumenn við styrið þessa stundina og jöfunarmark ekki í kortunum.
Eyða Breyta
80. mín Sito (ÍBV) Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)

Eyða Breyta
76. mín Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan) Björn Berg Bryde (Stjarnan)
Björn Berg fær hér aðstoð út af vellinum og virkar illa meiddur. Blóðtaka fyrir Stjörnuna.
Eyða Breyta
69. mín Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan) Daníel Laxdal (Stjarnan)
Daníel skilað fínu dagsverki í dag.
Eyða Breyta
66. mín Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV) Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Hemmi gerir hér skiptingu á liði sínu
Eyða Breyta
64. mín
Andri Rúnar!

Aukaspyrna lengst utan af velli og Andri þrumar á markið og Halli rétt nær að slá hann yfir.
Eyða Breyta
60. mín MARK! Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
Þvílíkt mark!!!

Óli Valur fær boltann úti hægra meginn og leikur sér að vörn Eyjamanna og skorar. Gjörsamlega magnað mark!

Stjörnumenn komnir yfir.
Eyða Breyta
55. mín
Guðjón Orri!!!
Eftir hornspyrnu fær Björn Berg boltann og spyrnir í fjærhornið. Virðist ætla inn en Guðjón Orri með frábæra vörslu.
Eyða Breyta
54. mín
Halldór Jón kemur boltanum á Andra Rúnar sem er í fínni stöðu og nær skoti en það er laust og Haraldur er öruggur.
Eyða Breyta
52. mín
Stjarnan mun ákafari í seinni hálfleik en þeim fyrri.
Eyða Breyta
49. mín
Stöngin!
Hornið er fínt og ÍBV nær ekki að hreina almennilega. Endar með skoti frá Adolf sem sleikir utanverða stöngina og fer framhjá.
Eyða Breyta
49. mín
Ísak tekur hér horn fyrir Stjörnuna.
Eyða Breyta
48. mín
Eggert Aron hér með fína skiptingu yfir á Ísak Andra sem sækir að markinu og reynir að snúa knöttinn í fjærhornið en rétt yfir fer boltinn.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Emil Atlason spyrnir þessu af stað á ný.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Pétur flautar hér til hálfleiks í leiknum. Leikurinn verið frekar tíðindalítill.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Stoppa hér hraða sókn Stjörnunnar.
Eyða Breyta
45. mín
2 mínútum bætt við hér.
Eyða Breyta
43. mín
Emil Atla sækir hér horn sem Eggert ætlar að taka.

Skringilega útfært og ÍBV fær boltann.
Eyða Breyta
41. mín
Emil!
Emil Atlason hér í fínu skallfæri eftir fyrirgjöf Ísaks en skallinn hans er rétt framhjá markinu.

Þarna skall hurð nærri hælum.
Eyða Breyta
38. mín
Tómas Bent hér í virkilega fínu færi en á eitthvern ótrúlegan hátt nær hann að skjóta boltanum í innkast.
Eyða Breyta
35. mín
Adolf Daði hér með fína takta og nær skoti en það er víðs fjarri markinu.
Eyða Breyta
34. mín
Óli Valur fer hér illa með vörn Eyjamanna og leggur hann fyrir Eggert Aron sem er í góðu færi en setur hann í varnamann og yfir.

Besta færi leiksins til þessa.
Eyða Breyta
31. mín
Alex nær hér að koma höfðinu í boltann eftir spyrnuna en boltinn fer yfir.
Eyða Breyta
30. mín
Eyjamenn fá hér aukaspyrnu á hættulegum stað. Atli tekur
Eyða Breyta
30. mín
Daníel Laxdal brýtur hér harkalega á Atla Hrafni og Eyjamenn vilja spjald en Danni sleppur
Eyða Breyta
27. mín Gult spjald: Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Fyrir Brot á miðjum velli. Smá hiti á vellinum þessa stundina.
Eyða Breyta
25. mín Gult spjald: Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
Ísak fellur hér í teignum og stúkan vill víti. Pétur á öðru máli og spjaldar ísak fyrir leiktilburði.
Eyða Breyta
23. mín
Emil sleppur hér skyndilega einn í gegn en Guðjón ver mjög vel frá honum.
Eyða Breyta
21. mín
Adolf á slaka senidngu hér sem Andri Rúnar kemst inn í. Andri sækir svo aukaspyrnu á álitlegum stað.
Eyða Breyta
17. mín
Atli Hrafn fer hér harkalega í Guðmund Baldvin sem steinliggur eftir á vellinum.
Eyða Breyta
15. mín
Eiður Aron á hér skot sem Haraldur ver vel í markinu.
Eyða Breyta
14. mín
Horn fyrir Eyjamenn.

Atli Hrafn tekur en spyrnan er skölluð í burtu.
Eyða Breyta
12. mín
Hornið er tekið af Ísaki Andra en spyrnan er hræðileg og fer aftur fyrir markið hinum meginn
Eyða Breyta
11. mín
Stjarnan fér hér horn.
Eyða Breyta
9. mín
Eiður Aron!
Emil Atla tekur hér spyrnuna og Guðjón er sigraður í markinu en þá mætir Eiður Aron og skallar þetta af línunni og í horn.
Eyða Breyta
8. mín
Eggert sækir aukaspyrnu á álitlegum stað. Hér verður líklega reynt að skjóta á markið.
Eyða Breyta
2. mín
Smá darraðadans í teignum eftir hornið og stúkan kallar eftir hendi og þar með víti en ekkert dæmt
Eyða Breyta
1. mín
ÍBV fær fyrsta horn leiksins.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
ÍBV byrja hér með boltann. Þetta er farið af stað.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikmenn eru komnir út á völl og nú styttist í leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Liðin hafa byrjað tímabilið á mjög mismunandi vegu. Spennandi lið Stjörnunnar sem stjórnað er af Ágústi Gylfasyni situr í þriðja sæti á meðan lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar eru í ellefta sæti og þar með fallsæti.

Enn einn leikinn í röð er reynsluboltinn Óskar Örn Hauksson á bekknum hjá liði Stjörnunnar.

Elvis Bwomono, leikmaður ÍBV, fékk rautt spjald í leiknum gegn ÍA og er því í banni í dag. Auk þess fara Jón Ingason og Guðjón Pétur Lýðsson úr liðinu en í stað þeirra þriggja koma Atli Hrafn Andrason, Halldór Jón Sigurður Þórðarson og Tómas Bent Magnússon inn.



Eyða Breyta
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
ÍBV

ÍBV hefur valdið miklum vonbrigðum í upphafi móts. Innkoma Andra Rúnars gaf Eyjamönnum ástæðu til þess að dreyma og markið var sett hátt. Hinsvegar er ÍBV í 11. sæti deildarinnar og þar með fallsæti eftir 7 leiki. Liðið er án sigurs líkt og Leiknismenn sem sitja einnig í fallsæti. Vonbrigðin héldu áfram síðastliðinn miðvikudag er liðið tapaði 2-1 gegn Lengjudeildar liðið Fylkis og féllu Eyjamenn þar með úr leik í Mjólkurbikarnum þetta árið. Ljóst er að Hermann Hreiðarsson bíður verðugt verkefni til að snúa við gengi Eyjamanna.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjarnan

Stjarnan hefur byrjað tímabilið nokkuð vel. Liðið situr þessa stundina í 3. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 7 leiki. Eins og alþjóð veit er mikil endurnýjun í gangi hjá Stjörnunni og það hefur verið virkilega skemmtilegt að fylgjast með leikjum liðsins. Markahæsti leikmaður liðsins er Emil Atlason sem hefur skorað 7 mörk og er markahæstur í deildinni ásamt Ísaki Snæ Þorvaldssyni leikmanni Breiðabliks. Seinasti leikur liðsins var í 32 liða úrslitum bikarsins þar sem liðið steinlá 3-0 gegn KR hér á Samsung vellinum.



Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð!

Hér fer fram bein textalýsing frá leik Stjörnunnar og ÍBV í 8. umferð Bestu deildar Karla.

Pétur Guðmundsson flautar leikinn í gang hér á Samsung vellinum á slaginu 17:00.


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
16. Tómas Bent Magnússon ('66)
22. Atli Hrafn Andrason ('86)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson (f)
25. Alex Freyr Hilmarsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('80)
99. Andri Rúnar Bjarnason

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason
5. Jón Ingason
9. Sito ('80)
14. Arnar Breki Gunnarsson ('66)
19. Breki Ómarsson
27. Hans Mpongo ('86)

Liðstjórn:
Óskar Elías Zoega Óskarsson
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Björgvin Eyjólfsson
David George Bell
Elías Árni Jónsson

Gul spjöld:
Felix Örn Friðriksson ('27)
Tómas Bent Magnússon ('45)

Rauð spjöld:
Atli Hrafn Andrason ('89)