Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Valur
3
0
KR
Ásdís Karen Halldórsdóttir '6 1-0
Arna Sif Ásgrímsdóttir '50 2-0
Mist Edvardsdóttir '78 3-0
10.06.2022  -  19:15
Origo völlurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Sól og blíða, frábærar aðstæður!
Dómari: Jóhann Atli Hafliðason
Maður leiksins: Arna Sif Ásgrímsdóttir
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen ('78)
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('78)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
15. Hailey Lanier Berg ('66)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('66)
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('66)

Varamenn:
12. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('66)
10. Elín Metta Jensen ('66)
13. Cyera Hintzen ('78)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('78)
22. Mariana Sofía Speckmaier ('66)
24. Mikaela Nótt Pétursdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Mark Wesley Johnson

Gul spjöld:
Lára Kristín Pedersen ('62)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+2

Þá er flautað til leiksloka!

Valur er á leið í undanúrslit Mjólkurbikarsins.
90. mín
+1

Elín Metta reynir skot fyrir utan teig sem fer yfir markið.
90. mín
Venjulegur leiktími að fjara út.

Að minnsta kosti 2 mínútum bætt við.
88. mín
Ída Marín með hörkuskot í varnarmann og framhjá eftir smá klafs í teignum. Valur fær horn!

Anna Rakel með hornspyrnuna og Mist rís hæst í teignum og skallar boltann yfir markið.
82. mín
Ída Marín með skot sem Cornelia ver í horn.
81. mín
Inn:Brynja Sævarsdóttir (KR) Út:Hildur Lilja Ágústsdóttir (KR)
78. mín
Inn:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur) Út:Lára Kristín Pedersen (Valur)
78. mín
Inn:Cyera Hintzen (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
78. mín MARK!
Mist Edvardsdóttir (Valur)
Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
Hornspyrnan fer yfir allan teiginn, Lára eltir boltann og kemur með aðra fyrirgjöf sem fer beint á Mist sem skallar boltann í netið!
77. mín
Valur fær hornspyrnu.
75. mín
Valur í færi!

Elísa með sendingu fyrir markið á Mariönu Sofíu sem er beint fyrir framan markið en skallar boltann yfir!
73. mín
Valur fær hornspyrnu.

KR hreinsar frá.
72. mín
Rasamee nær að koma boltanum í gegn á Róbertu en hún er réttilega flögguð rangstæð.
68. mín
Valur fær hornspyrnu.
66. mín
Inn:Mariana Sofía Speckmaier (Valur) Út:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Þreföld skipting hjá Val.
66. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Valur) Út:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
66. mín
Inn:Ída Marín Hermannsdóttir (Valur) Út:Hailey Lanier Berg (Valur)
62. mín Gult spjald: Lára Kristín Pedersen (Valur)
Fyrir brot á Rasamee.
61. mín
Inn:Ásta Kristinsdóttir (KR) Út:Bergdís Fanney Einarsdóttir (KR)
Tvöföld skipting hjá KR.
61. mín
Inn:Rut Matthíasdóttir (KR) Út:Hildur Björg Kristjánsdóttir (KR)
59. mín
Brookelynn aftur með skot, nú af styttra færi, en Cornelia slær boltann yfir markið og Valur fær hornspyrnu.

Ásdís setur boltann aftur á fjær þar sem Arna Sif nær skallanum en varnarmenn KR ná að vera fyrir, það verður darraðadans í teignum sem KR ná að lokum að koma frá.
57. mín
Brookelynn með skot fyrir utan teig sem fer beint á Corneliu.
55. mín
Nú á Elísa fyrirgjöf á Þórdísi Hrönn sem á skalla beint á Corneliu.
54. mín
Valskonur liggja núna á KR og eru að ná að skapa hættu í teignum án þess að koma boltanum inn.
50. mín MARK!
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
Arna Sif!!

Það er stutt á milli í þessu. Valur fær hornspyrnu á hinum enda vallarins, Ásdís Karen setur hann á fjær þar sem hver önnur en Arna Sif skallar hann í netið!
49. mín
KR fara þarna illa með mjög góða stöðu!

Hildur Björg með boltann fyrir framan varnarlínuna og Ólöf tilbúin í hlaupið, hún nær svo að setja boltann í gegn en sendingin er alltof föst og Sandra kemur út og hirðir boltann.
47. mín
Úff Þórdís Hrönn í færi!

Brookelynn með fyrirgjöf og Þórdís er alein fyrir framan markið en setur boltann yfir markið.
46. mín
Inn:Róberta Lilja Ísólfsdóttir (KR) Út:Marcella Marie Barberic (KR)
KR gerir breytingu í hálfleik.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Jóhann Atli dómari til hálfleiks.

Valskonur með eins marks forystu eftir mark á 6. mínútu.

Leikurinn verið frekar kaflaskiptur, Valur haft nokkur tækifæri til að skora fleiri mörk og KR sömuleiðis haft tækifæri til að skora.
45. mín
Þórdís Hrönn fær boltann út til vinstri og kemur boltanum inn í teig þar sem Ásdís Karen tekur við honum og kemur sér í skotfæri en setur boltann framhjá markinu.
41. mín
Þórdís Hrönn með fyrirgjöf sem Cornelia kýlir í innkast.
40. mín
Elísa með fast skot fyrir utan teig, rétt framhjá markinu.
38. mín
Inn:Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir (KR) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (KR)
Gumma getur ekki haldið leiknum áfram. Vondar fréttir fyrir KR liðið og glatað fyrir hana sjálfa.
37. mín
Valur er að fá hérna þrjár hornspyrnur í röð.

Nú kemur boltinn út í teiginn og Anna Rakel kemur honum að markinu þar sem Bryndís kemst í hann en nær ekki að stýra boltanum á markið.
36. mín
Ásdís Karen með fyrirgjöf sem Cornelia skutlar sér á en nær ekki að halda boltanum, boltinn berst á Elísu sem reynir að koma boltanum fyrir en sækir hornspyrnu.
34. mín
Gumma liggur eftir og virðist sárþjáð, sjúkraþjálfarinn kemur inn á og Sandra markvörður Vals situr hjá henni. Virðist vera puttinn eða höndin á henni.
33. mín
Mikill kraftur í KR liðinu þessar mínúturnar, þær sækja grimmt.
31. mín
KR í dauðafæri!!

Bergdís Fanney gerir vel í baráttunni úti vinstra megin og vinnur boltann, kemur boltanum upp á Marcellu sem á fullkomna sendingu bakvið miðverði Vals á Gummu sem kemur á fleygiferð en setur boltann framhjá markinu!
29. mín
Marcella liggur eftir og leikurinn er stöðvaður. Lenti í samstuði við Öddu sýndist mér.

Hún þarf ekki á aðhlynningu að halda og leikurinn heldur áfram.
28. mín
Valur í færi!

Mist með langan bolta inn á teig á Bryndísi sem tekur hann á kassann og fer beint í skotið, rétt yfir markið. Virkilega vel gert hjá Bryndísi og mátti ekki miklu muna!
27. mín
Ásdís Karen reynir skot fyrir utan teig en Cornelia ver.
24. mín
Anna Rakel með fyrirgjöf sem Ásdís Karen skallar á markið en hún nær ekki krafti í skallann og Cornelia á ekki í neinum vandræðum með þetta.
22. mín
Þórdís í fínu færi! Fær sendingu inn í teig og getur farið nær en lætur vaða en skotið er beint í fangið á Corneliu.
18. mín
Inga Laufey með fyrirgjöf sem Sandra grípur.
16. mín
Valur í hættulegri sókn. Fyrst á Anna Rakel fyrirgjöf sem varnarmenn KR koma frá en boltinn berst á Þórdísi Hrönn sem nær að koma boltanum fyrir markið en aftur hreinsa KR-ingar.
15. mín
KR mikið að leita af sendingum í gegnum vörn Vals en þessar sendingar hafa ekki verið að ganga upp, of langar eða engin í hlaupinu.
13. mín
Elísa kemur upp hægri vænginn og setur boltann inn í teig beint á Bryndísi sem á skalla rétt framhjá markinu! Gott færi þarna.
6. mín MARK!
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
Valskonur komnar yfir!!

Valur kemst í yfirtölu á vinstri vængnum, Adda með sendingu út á Önnu Rakel sem keyrir að teignum og finnur Ásdísi Kareni á auðum sjó, hún hefur mikinn tíma og leggur hann fyrir sig áður en hún smellir honum upp í samskeytin!
5. mín
Þórdís Hrönn með góða fyrirgjöf en boltinn fer í gegnum allan teiginn og KR fer í sókn.
3. mín
Rasamee með skelfilega sendingu til baka sem Þórdís Hrönn kemst inn í og Valur fær tækifæri á skyndisókn, sem þær ná svo ekki að nýta sér.
2. mín
Rasamee með skot fyrir utan teig sem Sandra ver án vandræða.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru gestirnir úr Vesturbænum sem hefja leik.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völl og allt að verða klárt!
Fyrir leik
Byrjunarliðin

Valur gerir fjórar breytingar á liði sínu frá stórsigrinum á Aftureldingu í deildinni.

Brookelynn, Þórdís Hrönn, Bryndís Arna og Ásgerður Stefanía koma inn í liðið og Ída Marín, Elín Metta, Cyera og Þórdís Elva taka sæti á bekknum.

KR gerir tvær breytingar frá tapinu gegn Þrótti. Laufey Björns og Inga Laufey koma inn fyrir Margaux Marianne Chauvet og Ísabellu Söru, en Ísabella fór meidd af velli snemma í síðasta leik.
Fyrir leik
Leiðin í 8-liða úrslitin

KR fór upp á Skaga í 16-liða úrslitunum og unnu 6-0 sigur á ÍA.

Mörk KR skoruðu Rasamee Phonsongkham, Bergdís Fanney (2), Ísabella Sara (2) og Laufey Björns.

Fyrir leik
Leiðin í 8-liða úrslitin

Í 16-liða úrslitunum fór Valur til Sauðárkróks og sló Tindastól úr keppni með 4-1 sigri.

Ásdís Karen, Þórdís Hrönn, Ída Marín og Cyera skoruðu mörkin fyrir Val.

Fyrir leik


Dómari leiksins er Jóhann Atli Hafliðason og honum til aðstoðar eru Helgi Hrannar Briem og Ásgeir Viktorsson.
Fyrir leik


Liðin mættust í deildinni þann 19. maí s.l. þar sem Valur fór með 9-1 stórsigur.

KR fær gott tækifæri til að svara fyrir það í dag, ég trúi ekki öðru en að við fáum jafnari leik!
Fyrir leik
Liðin eru á sitthvorum enda töflunnar í Bestu-deildinni, Valur í efsta sætinu og KR í því neðsta.

Það getur allt gerst í bikarnum og skiptir staðan í deildinni því litlu máli!
Fyrir leik


Góða kvöldið kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Origo vellinum.

Hér mætast Valur og KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og hefst leikurinn kl. 19:15!
Byrjunarlið:
23. Cornelia Baldi Sundelius (m)
Hildur Björg Kristjánsdóttir ('61)
Bergdís Fanney Einarsdóttir ('61)
2. Kristín Erla Ó Johnson
4. Laufey Björnsdóttir
6. Rebekka Sverrisdóttir (f)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir ('38)
8. Hildur Lilja Ágústsdóttir ('81)
10. Inga Laufey Ágústsdóttir
10. Marcella Marie Barberic ('46)
16. Rasamee Phonsongkham

Varamenn:
1. Bergljót Júlíana Kristinsdóttir (m)
4. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Brynja Sævarsdóttir ('81)
14. Rut Matthíasdóttir ('61)
15. Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir ('38)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir

Liðsstjórn:
Arnar Páll Garðarsson (Þ)
Christopher Thomas Harrington (Þ)
Ásta Kristinsdóttir
Hjalti Valur Þorsteinsson
Róberta Lilja Ísólfsdóttir
Baldvin Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: