Kópavogsvöllur
föstudagur 10. júní 2022  kl. 20:00
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: 16 gráður og smá vindur - toppaðstæður
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Hildur Antonsdóttir
Breiðablik 3 - 1 Þróttur R.
1-0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('16, víti)
2-0 Hildur Antonsdóttir ('25)
2-1 Katla Tryggvadóttir ('53, víti)
3-1 Hildur Antonsdóttir ('86)
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
0. Heiðdís Lillýardóttir ('11)
2. Natasha Moraa Anasi
9. Taylor Marie Ziemer
10. Clara Sigurðardóttir ('65)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Karen María Sigurgeirsdóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir
19. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('65)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('90)
21. Hildur Antonsdóttir ('90)

Varamenn:
55. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
7. Írena Héðinsdóttir Gonzalez
22. Melina Ayres ('90)
23. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('65)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir ('90)
25. Anna Petryk ('11)
28. Birta Georgsdóttir ('65)

Liðstjórn:
Sonný Lára Þráinsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson
Sigurður Frímann Meyvantsson
Hermann Óli Bjarkason

Gul spjöld:
Taylor Marie Ziemer ('37)
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('45)
Ásmundur Arnarsson ('75)
Anna Petryk ('82)

Rauð spjöld:
@GunnarBjartur Gunnar Bjartur Huginsson
94. mín Leik lokið!
Breiðablik fer áfram í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna. Flottur sigur en Þróttur sýndi karakter og barðist að lokaflautinu.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti fjórar mínútur.
Eyða Breyta
90. mín Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik) Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
90. mín Melina Ayres (Breiðablik) Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
86. mín MARK! Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Hildur að gera út um leikinn?!
Álfhildur í stökustu vandræðum á miðsvæðinu og Hildur nær til boltans. Hún geysist upp völlinn og klárar snyrtilega.
Eyða Breyta
85. mín
Birta veður inn á teiginn og vörnin alveg ráðalaus en nær ekki krafti í skotið.
Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Anna Petryk (Breiðablik)
Anna fer af miklum krafti í Ísabellu sem liggur eftir.
Eyða Breyta
78. mín
Katla þeytist upp völlinn og sólar vörnina upp úr skónum, en er á svo miklum hraða að hún nær ekki krafti í boltann.
Eyða Breyta
77. mín
Helena Ósk á skot á flottum stað eftir mistök hjá Álfhildi en nær ekki nægilega miklum krafti í skotið.
Eyða Breyta
75. mín Gult spjald: Ásmundur Arnarsson (Breiðablik)
Ási fær gult spjald fyrir tuð.
Eyða Breyta
70. mín Mist Funadóttir (Þróttur R.) Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
65. mín Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz (Breiðablik)
Tvöföld skipting.
Eyða Breyta
65. mín Helena Ósk Hálfdánardóttir (Breiðablik) Clara Sigurðardóttir (Breiðablik)
Tvöföld skipting.
Eyða Breyta
64. mín
Anna tekur spyrnuna sjálf og skýtur í vegginn.
Eyða Breyta
63. mín
Brotið er á Önnu Petryk rétt fyrir utan teig. Gott skotfæri.
Eyða Breyta
61. mín
Þróttur heldur betur að vakna til lífsins.
Eyða Breyta
59. mín
FÆRI!
Andrea á geggjaða sendingu á Guðrúnu, sem skýtur, en Telma ver.
Eyða Breyta
57. mín
Kristjana stingur sér inn fyrir og er ein á móti markmanni en Íris virkilega snögg og nær í knöttinn.
Eyða Breyta
54. mín Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.) Sæunn Björnsdóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
53. mín Mark - víti Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Nú er þetta leikur!!
Katla setur boltann í vinstra hornið og Telma giskar á rangt horn.
Eyða Breyta
52. mín
ANNAÐ VÍTI!
Taylor brýtur á Freyju inn á teignum.
Eyða Breyta
48. mín
Hildur á skot rétt framhjá markinu!
Eyða Breyta
46. mín
Leikurinn hafinn á ný. Blikar byrja með boltann.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Blikar leiða þegar liðin ganga til búningsherbergja.
Eyða Breyta
45. mín
Uppbótartíminn fimm mínútur, að minnsta kosti.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Missti boltann og reyndi að sparka í andstæðinginn. Þetta viljum við ekki sjá. Fær réttilega gult spjald.
Eyða Breyta
43. mín Guðrún Gyða Haralz (Þróttur R.) Murphy Alexandra Agnew (Þróttur R.)
Murphy meiddist er Taylor Ziemer braut á henni.
Eyða Breyta
41. mín
MARK... eða hvað?
Karen á skot sem Íris er í miklum vandræðum og ver hann beint í fætur Clöru sem skorar en Eydís dæmir rangstæðu.
Eyða Breyta
38. mín
Sæunn með fyrirgjöf inn á teiginn sem Telma handsamar auðveldlega.
Eyða Breyta
37. mín Gult spjald: Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
Taylor brýtur ansi harkalega á Murphy Agnew og uppsker gult spjald fyrir vikið.
Eyða Breyta
34. mín
Kristjana sækir horn fyrir Blika.
Eyða Breyta
32. mín
Natasha brýtur á hættulegum stað. Fyrirgjöf í vændum.
Eyða Breyta
29. mín
Katla á flott skot fyrir utan teig, sem Telma þarf að hafa fyrir og ver í hornspyrnu!
Eyða Breyta
25. mín MARK! Hildur Antonsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Ásta Eir Árnadóttir
Frábært mark!
Ásta gefur hann fyrir á Hildi sem stendur alein inn á teignum og stangar þennan í netið.
Eyða Breyta
24. mín
Sending kemur inn á teiginn og Kristjana nær til hans en Íris lokar vel.
Eyða Breyta
23. mín
Karen sækir hornspyrnu, í þetta skiptið tekur Áslaug Munda.
Eyða Breyta
19. mín
Karen María sækir hornspyrnu. Clara tekur.
Eyða Breyta
16. mín Mark - víti Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
FRÁBÆRT VÍTI!
Áslaug setur boltann í marknetið og Íris á ekki séns.
Eyða Breyta
16. mín
VÍTI!
Brotið á Kareni í teignum og Vilhjálmur bendir á punktinn!
Eyða Breyta
13. mín
Þróttur er í vandræðum með pressu Blika og Íris finnur sig knúna til þess að sparka boltanum í innkast.
Eyða Breyta
11. mín Anna Petryk (Breiðablik) Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Sjúkraþjálfarinn biður um að láta skipta Heiðdísi útaf. Óskum henni góðs bata.
Eyða Breyta
9. mín
Nú liggur Heiðdís eftir. Ekki vitað hvað er að hrjá hana.
Eyða Breyta
7. mín
Leikurinn er stöðvaður. Sóley María liggur eftir að hafa fengið knöttinn í andlitið af stuttu færi.
Eyða Breyta
6. mín
Þróttur er meira með boltann þessa stundina og sækja innkast.
Eyða Breyta
2. mín
Áslaug fær boltann nálægt miðlínunni en Katla mætir grimm í boltann og gefur hann fyrir markið en boltinn lekur útaf. Markspyrna.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Jæja, nú byrjar ballið. Gestirnir sækja í átt að Fífunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góð stemning fyrir heimaleikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nik gerir sömuleiðis enga breytingu á liði sínu. Áhugavert.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Ási Arnars gerir enga breytingu á sínu liði frá seinasta leik gegn Selfossi. Líklega verið sáttur með frammistöðuna í þeim leik.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjun Blikakvenna á Íslandsmótinu hefur að einhverju leyti komið fólki í opna skjöldu. Liðið situr sem stendur í 4. sæti Bestu deildar kvenna, einu stigi á eftir gestunum. Fyrir lið eins og Breiðablik eru þetta líklega vonbrigði þar sem að liðið hefur tröllriðið deildinni síðustu ár ásamt Valskonum.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Síðustu viðureignir liðanna benda til þess að Blikar muni fara með öruggan sigur af hólmi í kvöld, en nú eru tímarnir aðrir. Liðin hafa ekki enn mæst á tímabilinu og því má búast við góðum leik í kvöld.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómarar leiksins eru sóttir úr efstu hillu. Dómari leiksins er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Honum til aðstoðar er Magnús Garðarsson, sem gegnir hlutverki aðstoðardómara 1. Með honum er Eydís Ragna Einarsdóttir, sem er aðstoðardómari 2.
Varadómari er svo Andri Vigfússon.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Mikið er undir í kveld. Liðin eru að mætast í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og keppast um sæti í undanúrslitum.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Gott kvöld og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli. Búist er við hörkuleik.

Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
0. Jelena Tinna Kujundzic
2. Sóley María Steinarsdóttir
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir
12. Murphy Alexandra Agnew ('43)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Katla Tryggvadóttir
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('70)
23. Sæunn Björnsdóttir ('54)

Varamenn:
20. Edda Garðarsdóttir (m)
3. Mist Funadóttir ('70)
10. Danielle Julia Marcano
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
21. Lea Björt Kristjánsdóttir ('54)
24. Ragnheiður Ríkharðsdóttir
25. Guðrún Gyða Haralz ('43)
77. Gema Ann Joyce Simon

Liðstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Egill Atlason
Jamie Paul Brassington (Þ)
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Angelos Barmpas

Gul spjöld:

Rauð spjöld: