Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Breiðablik
3
1
ÍA
0-1 Gísli Laxdal Unnarsson '54
Kristinn Steindórsson '62 1-1
Damir Muminovic '65 2-1
Ísak Snær Þorvaldsson '71 3-1
01.08.2022  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Dagur Dan Þórhallsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('76)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson ('76)
14. Jason Daði Svanþórsson ('85)
16. Dagur Dan Þórhallsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('85)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Mikkel Qvist
5. Elfar Freyr Helgason
13. Anton Logi Lúðvíksson ('76)
19. Sölvi Snær Guðbjargarson ('85)
30. Andri Rafn Yeoman ('76)
67. Omar Sowe ('85)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Alex Tristan Gunnþórsson
Ásdís Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('31)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jóhann Ingi flautar til leiksloka og það eru heimamenn sem fara með 3-1 sigur af hólmi.

Viðtöl og skýrsla væntanleg seinna í kvöld.
92. mín
Dagur Dan Þórhallsson valinn maður leiksins á vellinum og ég er bara alls ekkert ósammála því. Verið virkilega öflugur.
91. mín
Blikar að þræða Omar Sowe í gegn en flaggið á loft.
91. mín
Uppbótartíminn er a.m.k 3 mínútur.
90. mín
Styttist í að við förum að sigla inn í uppbótartíma.
85. mín
Inn:Daniel Ingi Jóhannesson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
85. mín
Inn:Sigurður Hrannar Þorsteinsson (ÍA) Út:Kaj Leo Í Bartalstovu (ÍA)
85. mín
Inn:Omar Sowe (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
85. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
81. mín
Viktor Karl með skot/fyrirgjöf sem Ísak Snær nær að stýra á rammann en Árni Marinó ver.
77. mín
Blikar skapa ursla með hornspyrnu en Skagamenn hreinsa.
76. mín
Inn:Kristian Lindberg (ÍA) Út:Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
76. mín
Inn:Haukur Andri Haraldsson (ÍA) Út:Christian Köhler (ÍA)
76. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Út:Oliver Stefánsson (ÍA)
76. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
76. mín
Inn:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
74. mín
Jón Þór að undirbúa þrefalda skiptingu.
71. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stoðsending: Dagur Dan Þórhallsson
BLIKAR BÆTA VIÐ!

Brotið á Viktor Karl en Jóhann Ingi beitir hagnaði og Dagur Dan fer á ferðina upp vinstra meginn og finnur Ísak Snær í teignum sem setur hann framhjá Árna Marinó í fjærhornið
68. mín
Gísli Eyjólfs með skottilraun sem Árni Marinó grípur.
66. mín Gult spjald: Johannes Vall (ÍA)
65. mín MARK!
Damir Muminovic (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
BLIKAR ERU BÚNIR AÐ SNÚA ÞESSU!!

Höskuldur með frábæra hornspyrnu beint á kollinn á Damir Muminovic sem sneiðir boltan í færhornið.
62. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
BLIKAR JAFNA!!!

Höskuldi er stungið innfyrir en Árni Marinó gerir vel og nær að loka á hann en boltinn berst til Kidda Steindórs sem hefur bara varnarmenn fyrir framan sig til að reyna setja boltann framhjá og í netið og bregst ekki bogalistinn þarna.
60. mín Gult spjald: Árni Marinó Einarsson (ÍA)
Strax byrjaður að tefja.
59. mín
Þessi leikur hefur verið svolítið stöngin út fyrir Blika hingað til en þekkjandi Blikana þá eiga þeir fleirri gíra til að keyra sig upp í svo það skal aldrei vanmeta þá.
58. mín
Höskuldur með tilraun í þverslánna!
54. mín MARK!
Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Stoðsending: Eyþór Aron Wöhler
SKAGAMENN KOMAST YFIR!!!

Sýndist það vera Eyþór Aron Wöhler sem átti sendinguna fyrir markið á Gísla Laxdal sem kom á fjarstöngina.
54. mín
Viktor Karl með bjartsýnistilraun en beint á Árna Marinó.
51. mín
Það er að færast smá hiti í þetta. Erlendur að reyna fá Jón Þór til að róa sig örlítið á hliðarlínunni sem var ekki sáttur með að sjá Blika fá aukaspyrnu.
50. mín
Blikar skora með herkjum þar sem boltinn lekur inn en flaggið fór á loft við litla hrifningu Ísak Snærs og Jason Daða aðalega.
49. mín
Damir og Eyþór Aron lenda eitthvað saman og Jóhann Ingi tekur þá í tiltal. Sleppa við spjald.
46. mín
Ísak Snær gerir vel í að halda boltanum og kemur honum á Dag Dan sem reynir að finna Kidda Steindórs en Oliver Stefánsson potar boltanum aftur fyrir.
46. mín
Kiddi Steindórs sparkar síðari hálfleikinn í gang.
45. mín
Hálfleikur
+1

Jóhann Ingi flautar til leikhlés.
Skagamenn fara líklega sáttari til búningsklefa með stöðuna en Blikar hafa virkað örlítið ragir.
45. mín
Klaufagangur í vörn Blika en Skagamenn ná ekki að gera sér mat úr því.
45. mín
Kiddi Steindórs með flottan sprett upp völlinn og lætur vaða en framhjá markinu fer boltinn.
43. mín
Viktor Karl með tilraun beint á Árna Marinó.
41. mín
ÍSAK SNÆR!!

Dagur Dan gerir frábærlega og finnur Höskuld sem hleður í skot sem Ísak Snær hleypur á og kemur fæti í boltann sem smellur í þverslánni!
37. mín
Kaj Leo kemst að endamörkum en var eins og hann hefði sjálfur enga trú þegar hann reyndi að senda fyrir markið og Blikar koma þessu frá.
36. mín
Oliver með flotta aukaspyrnu fyrir markið sem finnur Damir en skallinn yfir markið.
33. mín
Dagur Dan hefur verið virkilega líflegur í liði Blika og óhræddur að taka menn á.
31. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
28. mín
Blikar með aukaspyrnu fyrir markið sem Árni Marinó missir en blessunarlega fyrir hann og Skagamenn var enginn á fjær tilbúinn í að ráðast á boltann.
26. mín
Slök sending frá Kristni Steindórs ratar á Gísla Laxdal sem keyrir að marki Blika og sendir fyrir markið á Eyþór Aron Wöhler sem kemur tánni í boltann en yfir markið.
24. mín
Skagamenn passa að láta alveg finna fyrir sér í návígjum.
22. mín
Eyþór Aron Wöhler og Viktor Örn Margeirsson í góðu kapphlaupi þar sem Eyþór Aron hefur betur og vinnur boltann en nær ekki að gera sér mat úr því.
20. mín
Blikar eru í smá basli með að brjóta á bak aftur þétta Skagamenn.
14. mín
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands er meðal áhorfenda hér í dag.
13. mín
Höskuldur tekur spyrnuna og nær yfir vegginn en Árni Marinó gerir vel og ver í horn.

Blikar taka hornið stutt og finna Höskuld aftur úti í teig sem lætur vaða af miklum krafti en Árni Marinó ver vel í annað horn.

Ekkert verður svo úr þeirri hornspyrnu.
11. mín
Blikar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Brotið á Ísaki Snæ.
7. mín
Skagamenn sýnt góða pressu en Blikarnir þolinmóðir með boltann og spila vel sín á milli.
4. mín
Aftur reynir Ísak Snær að hæla boltann framhjá Árna Marinó en í hliðarnetið fór hann í þetta skiptið.
3. mín
Kristinn Steindórsson með fyrirgjöf fyrir markið sem Ísak Snær reynir að hæla inn en Árni Marinó grípur.
1. mín
Það eru gestirnir af Skaganum sem byrja þennan leik. Steinar Þorsteinsson á upphafssparkið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðar.

Blikar gera eina breytingu á sínu liði frá síðasta Evrópuleik gegn Buducnost Podgorica. Inn í liðið kemur Jason Daði Svanþórsson.

Skagamenn gera þá 3 breytingar á sínu liði frá leiknum gegn Fram en inn koma Árni Marínó Einarsson, Christian Köhler og Gísli Laxdal Unnarsson.
Fyrir leik
Jóhann Ingi Jónsson mundar flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Andri Vigfússon og Ragnar Þór Bender.
Erlendur Eiríksson er fjórði dómari og sér um að stilla til friðar á bekknum sem og útfæra skiptingar og verður þá til taks ef eitthvað kemur upp.
Viðar Helgason er þá eftirlitsdómari.

Fyrir leik
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar í Lengjudeildinni, leit yfir leiki 15.umferðarinnar og spáir hann í spilin.

Breiðablik 4 - 1 ÍA
270 slagurinn er hægt að kalla þennan leik því mörkin verða tvö frá Jasoni, eitt frá Ísaki og Antoni Loga. Wöhlerinn klórar í bakkann fyrir Skagamenn.

Fyrir leik
Það verður áhugavert að sjá hvernig Breiðablik mun nálgast þennan leik og hvort Istanbul Basaksehir rimman verði einhver truflun fyrir mannskapinn en það verður svakalegur slagur í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur og alvöru prófraun.
Fyrir leik
Breiðablik

Staða: 1.sæti
Leikir: 14
Sigrar: 11
Jafntefli: 2
Töp: 1
Mörk skoruð: 38
Mörk fengin á sig: 14
Markatala: +24

Síðustu leikir:

FH 0-0 Breiðablik
Keflavík 2-3 Breiðablik
ÍBV 0-0 Breiðablik
Breiðablik 4-0 KR
Breiðablik 4-1 KA

Markahæstu menn:

Ísak Snær Þorvaldsson - 11 Mörk
Jason Daði Svanþórsson - 7 Mörk
Kristinn Steindórsson - 4 Mörk
Höskuldur Gunnlaugsson - 4 Mörk
Viktor Karl Einarson - 3 Mörk
Dagur Dan Þórhallsson - 3 Mörk
Omar Sowe - 2 Mörk
Anton Logi Lúðvíksson - 2 Mörk
* Aðrir minna

Fyrir leik
ÍA

Staða: 12.sæti
Leikir: 14
Sigrar: 1
Jafntefli: 5
Töp: 8
Mörk skoruð: 13
Mörk fengin á sig: 32
Markatala: -19

Síðustu leikir:

ÍA 0-4 Fram
ÍA 0-3 Stjarnan
Víkingur R. 3-2 ÍA
Leiknir R. 1-0 ÍA
ÍA 1-1 FH

Markahæstu menn:

Kaj Leo í Bartalstovu - 3 Mörk
Eyþór Aron Wöhler - 3
Ingi Þór Sigurðsson - 2 Mörk
Gísli Laxdal Unnarsson - 2 Mörk
* Aðrir minna

Fyrir leik
Viðreignir þessara liða hafa oft þótt skrautlegar og skemmtilegar.

Þessi lið mættust í 4.umferð Bestu deildarinnar á Akranesi og fóru Blikar þá með sannfærandi sigur af hólmi 1-5.
Ísak Snær Þorvaldsson skoraði þar tvö mörk gegn sínum gömlu félögum en einnig skoruðu í þeim leik Dagur Dan Þórhallsson, Anton Logi Lúðvíksson og þá gerði Árni Snær Ólafsson sjálfsmark.
Mark Skagamanna í þessum leik var einnig sjálfsmark en það skoraði Viktor Örn Margeirsson.

Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkominn í þráðbeina textalýsingu frá leik Breiðabliks og ÍA í bestu deild karla.

Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson
2. Tobias Stagaard
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson ('76)
7. Christian Köhler ('76)
10. Steinar Þorsteinsson ('85)
11. Kaj Leo Í Bartalstovu ('85)
19. Eyþór Aron Wöhler ('76)
22. Árni Salvar Heimisson

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
13. Daniel Ingi Jóhannesson ('85)
16. Brynjar Snær Pálsson ('76)
18. Haukur Andri Haraldsson ('76)
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('85)
39. Kristian Lindberg ('76)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:
Árni Marinó Einarsson ('60)
Johannes Vall ('66)

Rauð spjöld: