Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
1' 0
0
Valur
Kórdrengir
2
4
FH
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson '7 1-0
1-1 Steven Lennon '26
Sverrir Páll Hjaltested '29 2-1
2-2 Steven Lennon '33 , víti
2-3 Steven Lennon '42
2-4 Kristinn Freyr Sigurðsson '54
11.08.2022  -  18:00
Framvöllur
8-liða úrslit Mjólkurbikarsins
Aðstæður: Vel skýjað en þurrt og 11°
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Steven Lennon (FH)
Byrjunarlið:
1. Óskar Sigþórsson (m)
4. Fatai Gbadamosi ('68)
5. Loic Mbang Ondo (f)
9. Daníel Gylfason ('68)
14. Iosu Villar
15. Arnleifur Hjörleifsson
16. Morten Ohlsen Hansen
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Axel Freyr Harðarson ('86)
21. Guðmann Þórisson
77. Sverrir Páll Hjaltested

Varamenn:
12. Daði Freyr Arnarsson (m)
6. Hákon Ingi Einarsson
7. Marinó Hilmar Ásgeirsson
8. Kristján Atli Marteinsson ('68)
11. Daði Bergsson ('86)
19. Kristófer Jacobson Reyes
20. Óskar Atli Magnússon ('68)
33. Bjarki Björn Gunnarsson

Liðsstjórn:
Logi Már Hermannsson
Andri Steinn Birgisson
Heiðar Helguson
Jóhann Ólafur Schröder
Guðrún Marín Viðarsdóttir
Jóhann Ólafur Sveinbjargarson

Gul spjöld:
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('32)
Fatai Gbadamosi ('37)
Axel Freyr Harðarson ('63)
Guðmann Þórisson ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH eru komnir í undanúrslit bikarsins! Skemmilegum leik lokið hér þar sem FH voru mest megnis með boltan en bæði lið með prýðis frammistöðu.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld.
92. mín
FH næstum komnir með sitt fimmta mark eftir að Oliver setur Úlf í gegn en skotið hans fór í stöngina og út.
90. mín
Kristján Atli með skotið fyrir utan teig en það fer yfir.
87. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (Kórdrengir)
fyrir mótmæli
87. mín
Kódrengir skora eftir hornspyrnu en Atli markmaður FH fellur við inn í teig og dómarinn dæmri aukaspyrnu.

Kórdrengir langt frá því að vera sáttir við það.
86. mín
Inn:Daði Bergsson (Kórdrengir) Út:Axel Freyr Harðarson (Kórdrengir)
82. mín
Allt nálægt suðupunkti eftir að Villar og Jóhann skella saman.

Menn að ýta hvoru öðrum eftir á en engin spjöld fara á loft.
80. mín
Inn:Úlfur Ágúst Björnsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
78. mín
Lennon næstum kominn með fjórða markið sitt.

Ástbjörn kemur með frábæran bolta inn á teig og Lennon nær að koma við boltan nokkrum metrum fyrir framan markið en það var bara ekki nóg og skotið fór framhjá.
73. mín
Kórdrengir hársbreidd frá því að minnka muninn eftir að Axel tekur fyrirgjöf sem er á leið inn í markið en Atli rétt svo nær að blaka boltanum yfir.
72. mín
Inn:Finnur Orri Margeirsson (FH) Út:Matthías Vilhjálmsson (FH)
72. mín
Inn:Davíð Snær Jóhannsson (FH) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (FH)
68. mín
Inn:Óskar Atli Magnússon (Kórdrengir) Út:Daníel Gylfason (Kórdrengir)
68. mín
Inn:Kristján Atli Marteinsson (Kórdrengir) Út:Fatai Gbadamosi (Kórdrengir)
65. mín Gult spjald: Haraldur Einar Ásgrímsson (FH)
Missir boltan og tekur á sig spjald til að stoppa skyndisókn.
63. mín Gult spjald: Axel Freyr Harðarson (Kórdrengir)
FH fær aukapsyrnu í fínni stöðu

Endar með skoti frá Oliver sem fer yfir.
61. mín
Enn önnur hornspyrnan að skapa hættu.

Haraldur tekur spyrnuna fyrir FH og Ólafur Guðmunds rís hæst og nær skallanum en hann fer rétt yfir markið.
59. mín
FH með hornspyrnu sem skapar töluverða hættu.

Menn falla hvor um annan og boltinn berst svo út á Kidda fyrir utan teig en skotið hans er ekki nógu gott og Óskar ver frá honum.
58. mín
Kórdrengir fá hornspyrnu sem kemur á nærstöng. Skotið frá þeim er svo mjög lúmskt og fer rétt framhjá markinu.
54. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (FH)
Stoðsending: Matthías Vilhjálmsson
Kiddi aleinn inn í teig!

Matthías fær boltan hægra megin eftir innkast og kemur með frábæran bolta inn í teig.

Kristinn tók seint hlaup inn og það var enginn varnarmaður sem tók eftir því og Kiddi skallar boltan í markið.
52. mín
Aukaspyrna fyrir FH rétt fyrir utan teig sem Haraldur Einar tekur.

Skotið hans fer hinsvegar yfir markið.
50. mín
Inn:Atli Gunnar Guðmundsson (FH) Út:Gunnar Nielsen (FH)
Þetta gerðist í hálfleik enn missti af því, 2 áhugaverðar breytingar.
47. mín
Virkilega flott hlaup frá Oliver!

Hann þræðir sig í gegnum vörn Kórdrengja og alla leið inn í teig þar sem hann tekur skotið en það er rétt framhjá.
46. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
46. mín
Seinni hálfleikurinn farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Þetta var lokaspyrna hálfleiksins og virkilega skemmtilegum hálfleik lokið. Fyrstu 20 mínúturnar voru ansi daufar en svo lifnaði við þessu og miklu betra tempo komið í leikinn.

Óska eftir meira af því sama í seinni en við sjáumst eftir korter.
45. mín
Hornspyrna fyrir Kórdrengi í blálok fyrri hálfleiks.

Arnleifur tekur spyrnuna og Gunnlaugur tekur skotið úr teignum en það fór yfir markið.
42. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Lennon að klára þrennuna strax í fyrsta hálfleik

Haraldur tekur boltan upp vinstra megin og setur hann út á Kristinn sem misstígur sig hálfpartinn á boltanum.

Það heppnaðist þó lukkulega fyrir hann og boltinn slysast á Lennon sem kemst einn inn í teig og klárar með sjálfstrausti, eitthvað sem hefur vantað hjá honum lengi.
40. mín
Hornspyrnan er strax hreinsuð hjá FH og þeir bruna í sókn.

Oliver gerir listalega vel í því að fara framhjá fyrsta manninum en er svo kominn úr jafnvægi þegar hann nálgast teiginn og missir boltan þannig að þetta rennur út í sandinn.
39. mín
Kórdrengir með aukaspyrnu í góðri fyrirgjafstöðu vinstra megin við teigin.

Arnleifur tekur spyrnuna og enginn nær almennilega valdi á boltanum, þetta endar á að Gunnar Nielsen setur boltan út í horn.
37. mín Gult spjald: Fatai Gbadamosi (Kórdrengir)
Kórdrengir alveg brjálaðir þar sem þeir vildu fá aukaspyrnu bara rétt á undan þessu.
33. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (FH)
Lennon sendir Óskar í vitlaust horn og tekur virkilega öruggt víti niður í hægra hornið.
32. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Kórdrengir)
32. mín
VÍTI FYRIR FH!!

Björn Daníel fellur inn í teig eftir að Gunnlaugur hengur aftan í honum.
29. mín MARK!
Sverrir Páll Hjaltested (Kórdrengir)
Ólafur Guðmunds að gefa Kórdrengjum þetta mark

FH er að spila boltanum á milli sín og Sverrir pressar á Óla sem er alltof lengi að hugsa og Sverrir stelur af honum boltann.

Hann tekur þá á sprettinn frá miðlínu og er miklu fljótari en Eggert sem reynir að elta hann uppi.

Þá er hann einn á móti markmanni og klárar snyrtilega framhjá Gunnari í fjærhornið.
26. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Oliver Heiðarsson
Hrikaleg mistök frá Óskari gefur Lennon markið

FH á innkast hægra megin þar sem Ástbjörn kastar honum á Oliver á meðan Kórdrengja vörnin er ekki alveg tilbúin.

Oliver er fljótur að koma boltanum fast inn í teig þar sem Óskar virðist ætla handsama boltan en hann missir hann og Lennon fær opið markið til þess að pota boltanum inn.
24. mín
FH rígheldur í boltan og leikurinn spilast bara inn á vallarhelming Kórdrengja en þeir eru fastir fyrir og lítið um færi.
20. mín
Kiddi með flottan bolta inn á teig og Oliver gerir vel að ná til boltans og koma svo með fyrirgjöf en það er enginn sóknarmaður inn í teig til þess að koma með skotið.
18. mín
FH reynir að sækja mijkið upp hægta megin þar sem Oliver og Ástbjörn vinna saman á kantinum og Matthías færir sig til þeirra en það hefur ekkert virkað hingað til.
14. mín
Gengur verulega illa hjá FH að reyna brjóta niður sterka vörn Kórdrengja þessa stundina.
10. mín
Kórdrengir fá horsnpyrnu sem Arnleifur tekur.

En þá er dæmt á sóknarmenn og FH fær aukapsyrnu í eigin teig.
7. mín MARK!
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Kórdrengir)
Kórdrengir leiða eftir 7 mínútna leik!

Kórdrengir eiga aukaspyrnu hægra megin við teigin þar og það skapast mikill darraðadans eftir spyrnuna.

FH-ingar ná ekki að hreinsa og Gunnlaugur er fyrstur í boltan og skorar af einhverju 8 metra færi.
3. mín
Fyrsta skot leiksins lýtur dagsnins ljós.

Hronspyrna frá FH sem er tekin meðfram jörðinni inn á teig og Eggert nær skoti sem fer framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er leikurinn farinn af stað!
Fyrir leik
Smá breyting á liði FH.

Vuk Oskar Dimitrijevic meiddist í upphitun og Máni Austmann mun byrja í stað hans.
Máni Austmann Hilmarsson
Fyrir leik
Dómari leiksins

Maðurinn með flautuna í kvöld verður Jóhann Ingi Jónsson og honum til halds og trausts verða Andri Vigfússon og Kristján Már Ólafs.

Eftirlitsmaður er Kristinn Jakobsson og varadómari er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Jóhann Ingi Jónsson
Fyrir leik
Fyrsta skipti sem þessi lið mætast

Kórdrengir og FH hafa aldrei mæst í mótsleik en hafa þó spilað einu sinni áður í Lengjubikarnum þar sem FH fór með 2-1 sigur þann 13. febrúar í fyrra.
Fyrir leik
Stórveldi í krísu

FH er eins og flestir vita eitt af stærstu félögum landsins en þeir eru í bullandi fallbaráttu í Bestu deildinni. Þeir sitja eins og er í 10. sæti með 11 stig aðeins einu stigi frá fallsæti. Það hefur gengið alveg skelfilega að skora mörk þar sem þeir hafa ekki sett boltan í netið í síðustu 5 deildarleikjum og ekki unnið síðan í 16-liða úrslitum þessa bitkars.

Þetta er leikur liða sem hafa bæði átt erfitt mót og því mjög áhugavert að sjá hvað gerist í kvöld.
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH
Fyrir leik
Kórdrengir í erfðileikum í Lengjudeildinni

Það hefur ekki verið sami uppgangur á Kórdrengjum í ár eins og áður. Þetta er lið sem hefur verið á stanslausri uppleið í þónokkur ár núna en þeir virðast hafa hitt á einhvern vegg á sínu öðru tímabili í Lengjudeildinni. Þeir sitja eins og er í 9. sæti með 18 stig en eru þó ekki í mikilli hættu á því að falla. Því er þessi leikur líkast til þeirra stærsti leikur á tímabilinu enn sem komið er.
Davíð Smári þjálfari Kórdrengja
Fyrir leik
Góða kvöld og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Kórdrengja gegn FH úr Safamýrinni í kvöld.

Þetta er leikur í 8-liða úrslitum í Mjólurbikar karla og byrjar klukkan 18:00
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m) ('50)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson ('46)
7. Steven Lennon ('80)
8. Kristinn Freyr Sigurðsson ('72)
9. Matthías Vilhjálmsson (f) ('72)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
22. Oliver Heiðarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m) ('50)
8. Finnur Orri Margeirsson ('72)
11. Davíð Snær Jóhannsson ('72)
23. Máni Austmann Hilmarsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson ('80)
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson

Liðsstjórn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon
Fjalar Þorgeirsson
Jóhann Ægir Arnarsson
Jóhann Emil Elíasson
Steinar Stephensen

Gul spjöld:
Haraldur Einar Ásgrímsson ('65)

Rauð spjöld: