Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
88' 2
1
Breiðablik
FH
1
0
Augnablik
Telma Hjaltalín Þrastardóttir '70 1-0
12.08.2022  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Geggjaðar; sól en örlítill vindur
Dómari: Soffía Ummarin Kristinsdóttir
Maður leiksins: Herdís Halla Guðbjartsdóttir (Augnablik)
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('45)
7. Berglind Þrastardóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir ('81)
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
14. Kristin Schnurr
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('60)
18. Maggý Lárentsínusdóttir
34. Manyima Stevelmans
40. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('70)

Varamenn:
3. Emma Björt Arnarsdóttir
7. Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('60)
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('45)
16. Tinna Sól Þórsdóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('70)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Dagur Óli Davíðsson
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir
Selma Sól Sigurjónsdóttir
Guðmundur Jón Viggósson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH leggur Augnablik en þetta var líklega erfiðara en þær gerðu ráð fyrir. Svekkjandi fyrir Augnablik eftir hetjulega baráttu.

FH færist nær þeirri Bestu!

90. mín
Kristin send í gegn en Herdís Halla gerir mjög vel í að koma út og hindra það að sóknarmaður FH komist í boltann.
90. mín
Uppbótartíminn er hafinn. Augnablik er að reyna að færa sig upp völlinn í leit að jöfnunarmarki. Þær hafa enn sem komið er ekkert reynt á Aldísi.
87. mín
Það er verið að hlúa að Valgerði sem er meidd á miðjum vellinum.

Það er athyglisvert að Telma, markaskorari FH, fer í það að aðstoða hana en hún er sjúkraþjálfari.
85. mín
Þetta er afskaplega þægilegt fyrir FH þessa stundina. Aldís hefur ekkert þurft að gera í markinu hjá þeim í þessum seinni hálfleik.
81. mín
Inn:Selma Sól Sigurjónsdóttir (FH) Út:Rannveig Bjarnadóttir (FH)
79. mín
Inn:Melkorka Kristín Jónsdóttir (Augnablik) Út:Sunna Kristín Gísladóttir (Augnablik)
78. mín
Augnablik er enn að spila með mjög lága línu og FH stjórnar ferðinni. Þær þurfa að taka meiri áhættur ef þær ætla sér að fá eitthvað úr þessum leik.
73. mín


Telma er búin að skora sjö mörk í 13 leikjum í sumar.
71. mín
Sunneva með skelfilegt skot sem fer í röð Z.
70. mín MARK!
Telma Hjaltalín Þrastardóttir (FH)
MARK!!!!!
Telma er allt í einu sloppin í gegn og hún klárar frábærlega. Þungu fargi létt af FH-ingum.

Ég sá ekki alveg hvað gerðist þarna, ég leit upp og þá var Telma sloppin í gegn. Hún kláraði færið óaðfinnanlega og enginn möguleiki fyrir Herdísi Höllu - sem hefur verið frábær í leiknum - að verja þetta.
70. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (FH) Út:Vigdís Edda Friðriksdóttir (FH)
69. mín
Augnablik er ekki mikið að halda í boltann og það getur verið erfitt til lengdar að verjast mikið ef þú nærð ekkert að halda í boltann.
67. mín
Inn:Kristín Kjartansdóttir (Augnablik) Út:Emilía Lind Atladóttir (Augnablik)
65. mín
Sóknarleikur FH virkar frekar hugmyndasnauður. Verið nokkuð þægilegt fyrir Augnablik varnarlega í seinni hálfleik.
64. mín
Sunneva með geggjaðan bolta inn á teiginn en Berglind nær ekki lveg að taka hann með sér og missir af honum.
61. mín
Virkilega gaman að sjá Telmu aftur á vellinum. Hún er búin að vera einstaklega óheppin með meiðsli á sínum ferli.

60. mín
Inn:Telma Hjaltalín Þrastardóttir (FH) Út:Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
Telma er búin að skora sex mörk í sumar. Getur hún náð inn markinu fyrir FH?
59. mín
Rannveig með hættulegan bolta inn í teiginn en Herdís Halla kemur út og handsamar þetta.
57. mín
Kristin í góðu skallafæri inn á teignum en hittir boltann ekki nægilega vel. Boltinn fer út að hliðarlínuna en ekki í áttina að markinu eftir þennan skalla.
56. mín
Þetta rosalega unga lið Augnabliks er bara að standa vel í topplið FH. Þetta kemur mér skemmtilega á óvart.
53. mín
SÍSÍ LÁRA!
Mundar skotfótinn fyrir utan teig en dregur það fram hjá. Þetta var tækifæri.
51. mín
Herdís Halla með enn eina vörsluna. Sú er að eiga góðan leik.
49. mín
Fyrirliðinn Sigrún með skot fyrir utan teig en það fer hátt upp og yfir markið.
47. mín
GEGGJUÐ VARSLA!!!
Sunneva með boltann fyrir og Rannveig - sýnist mér - nær góðum skalla en Herdís Halla er í banastuði og vera frábærlega!

46. mín
Valgerður fer í hægri bakvörð og FH-ingar eru þá komnir í fjögurra manna vörn.
46. mín
ÞETTA ER BYRJAÐ AFTUR
45. mín
Inn:Valgerður Ósk Valsdóttir (FH) Út:Margrét Sif Magnúsdóttir (FH)
45. mín
Hálfleikur
Liðin eru að koma aftur út á völl.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Soffía til hálfleiks. Augnablik hefur varist vel og Herdís Halla varið vel. 'Ultra attacking' sóknarleikur FH hefur ekki enn alveg borgað sig.

Komum aftur eftir 15 mínútur!
45. mín
Gleymdi að minnast á það áðan en dómarinn í dag er Soffía Ummarin Kristinsdóttir (gömul mynd af henni). Aðstoðarmenn hennar eru Brynjar Þór Elvarsson og Guðmundur B Jósepsson.

Það styttist í að hún flauti til hálfleiks hérna.

44. mín
GEGGJAÐ SKOT!
Kristin með skot af einhverjum 20 metrum sem smellur í slánni! Það leit út fyrir það að þetta skot væri á leiðinni inn.
43. mín
Harpa keyrir inn á teiginn og reynir skot úr þröngu færi sem Aldís á í engum vandræðum með að verja. Þarna hefði hún líklega getað sent boltann en kaus í staðinn að skjóta.
42. mín
Harpa reynir að þræða Díönu í gegn, en sendingin aðeins of föst. Það hefur verið meiri kraftur í Augnabliki síðustu mínúturnar.
41. mín
Olga Ingibjörg (ef hún er númer 3) og Bryndís Halla hafa leikið afskaplega vel í hjarta varnarinnar hjá Augnabliki til þessa.
40. mín
Júlía Katrín á miðsvæðinu hjá Augnabliki er búin að vera virkilega öflug hingað til. Var rétt í þessu að kjöta Manyima, varnarmann FH.
37. mín
Augnablik í sjaldséðri sókn; Júlía Katrín sendir fyrir og þar er Díana Ásta mætt á nærstöngina en hún setur boltann fram hjá markinu.
34. mín
Þess má geta að Augnablik hefur ekki gert eitt einasta jafntefli í sumar. Breytist það í dag?
34. mín
Manyima reynir sendingu fyrir en boltinn fer aftur fyrir endamörk.
32. mín
FH tekur hornspyrnu og það er í raun engin til baka. Það má líka þessu við það að þegar þú ert í tölvuleiknum FIFA og ferð í 'ultra attacking'.

Kannski smá skrítið svona snemma leiks og það eru tækifæri fyrir Augnablik að sækja hratt.
31. mín
Þjálfarar FH eru augljóslega ekki sáttir með leikinn hingað til. Staðan enn markalaus.
29. mín
Berglind í mjög góðu færi en Herdís sér við henni. Herdís búin að eiga mjög góðan leik til þessa.
28. mín
Ítreka það að FH er að spila gríðarlega sóknarsinnað kerfi. Þær eru með þrjá hafsenta og enga vængbakverði - bara kantmenn sem eru hátt upp á vellinum.
28. mín
Sunneva er frábær spyrnumaður, en þetta var ömurleg hornspyrna hjá henni - beint aftur fyrir.
26. mín
Sunneva með hornspyrnuna og Sísí nær skallanum en hann dettur ofan á þaknetið.
25. mín
Elísa Lana fer illa með varnarmann Augnabliks en Bryndís Halla kemur sér svo fyrir skotið á ögurstundu.
19. mín
Kristin í dauðafæri inn á teignum en skot hennar er beint á Herdísi í markinu. Hún gerir vel í að verja og handsama boltann.

Þess má geta að Herdís er í treyju númer 55 en ekki 12 eins og segir á þessari skýrslu.
19. mín
Sísí Lára með skot fyrir utan teig sem fer hátt yfir markið.

16. mín
En að leiknum, FH er búið að vera mikið sterkari aðilinn. Þær eru að reyna að finna glufur á vörn Augnabliks. Það hefur lítið gengið hingað til.

Sunna Kristín fékk besta færi leiksins hingað til, en Aldís sá við henni.
15. mín
Held að Katla þá ekki inn á, en mér gæti skjátlast. Hún hefur allavega verið númer 22 í öllum sínum leikjum hingað til og það er engin númer 22 inn á.
14. mín
Það er líka einhver númer þrjú hjá Augnabliki. Ætla að giska á það sé Olga Ingibjörg Einarsdóttir, en hún var í því númeri í síðasta leik. Hún er númer 17 á skýrslu en ég sé engan í því númeri inn á vellinum.

Þetta mætti vanda betur vegna umfjöllunar um leikinn.
12. mín
Bryndís Halla var númer fimm í síðasta leik og hún er það líklega aftur í dag. Hún er þá að spila miðvörð hjá Augnbliki. Katla var númer 22 í síðasta leik en það er engin í því númeri inn á vellinum. Mögulega hefur Sunna Kristín komið inn fyrir hana, mögulega einhver meiðsli í upphitun.
10. mín
Elísa Lana með skot yfir markið.
9. mín
Elísa Lana komin í fínt skotfæri en Herdís Halla sér við henni.
7. mín
FH er að spila mjög sóknarsinnað kerfi. Þær eru með þrjá varnarmenn og Sísi Láru þar aðeins fyrir framan. Svo eru allar hinar bara frammi. Besta leiðin til að lýsa þessu held ég.

6. mín
AUGNABLIK Í DAUÐAFÆRI
Allt í einu er Augnablik komið í algjört dauðafæri. Sunna Kristín Gísladóttir sem er komin inn í byrjunarliðið er komin ein gegn Aldísi en það er lítil yfirvegun í þessu slútti og Aldís gerir vel í að loka.

5. mín
Það er mikil stemning í þessu Augnabliksliði, þær eru að koma vel gíraðar inn í þennan leik.
4. mín
Sunneva með góðan bolta fyrir en Vigdís Edda rétt missir af honum.
2. mín
Augnablik stillir upp í 4-3-3. Þær eru að verjast aftarlega á vellinum og býst við því að það verði nóg að gera hjá þeim í varnarleiknum.

1. mín
Sísí Lára vinnur boltann hátt upp á vellinum og Kristin á svo fast skot fyrir utan teig sem fer rétt fram hjá markinu.
1. mín
Leikur hafinn
ÞETTA ER BYRJAÐ!
Fyrir leik
Það vekur athygli að Bryndís Halla Gunnarsdóttir og Katla Guðmundsdóttir eru ekki með númer á leikskýrslunni í dag.

Þær eru báðar tiltölulega nýkomnar til Augnabliks. Bryndís Halla er fyrrum leikmaður FH og er að mæta sínum gömlu félögum hérna í dag.
Fyrir leik
Það er verið að spila Black Eyed Peas fyrir leik. Alvöru stemning í þessu.
Fyrir leik
Það væri nú gaman að sjá fleiri áhorfendur í stúkunni. Það gengur ekki vel hjá karlaliði FH en kvennaliðið er að gera virkilega flotta hluti og það væri nú gaman fyrir þær að fá enn meiri stuðning.

Ástbjörn Þórðarson, leikmaður FH, er á meðal áhorfenda.

Fyrir leik
Meðalaldurinn 16,6 ár
Byrjunarlliðin fyrir þennan leik eru klár. Það vekur athygli að meðalaldurinn hjá byrjunarliði Augnabliks í þessum leik er 16,6 ár. Þetta eru ungar Blikastelpur sem eru að fá góða reynslu í meistaraflokki.
Fyrir leik
Ég mæli með því að kíkja á nýjasta þáttinn af Heimavellinum. Þar var rætt um alls konar tengt kvennaboltanum, meðal annars um Lengjudeildina.

Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella hérna.
Fyrir leik
Fyrir þennan leik er FH á toppnum með 33 stig, en þær hafa ekki enn tapað í sumar. Augnablik er í áttunda sæti með tólf stig.

Þetta verður erfitt verkefni fyrir Augnablik en eins og ég segi alltaf, þá er allt hægt í þessu.

Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og Augnabliks í Lengjudeild kvenna.

Endilega fylgist með!

Byrjunarlið:
Herdís Halla Guðbjartsdóttir
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir
4. Bryndís Gunnlaugsdóttir
5. Bryndís Halla Gunnarsdóttir
8. Sunna Kristín Gísladóttir ('79)
9. Viktoría París Sabido
10. Emilía Lind Atladóttir ('67)
11. Díana Ásta Guðmundsdóttir
13. Sigrún Guðmundsdóttir
16. Harpa Helgadóttir
20. Júlía Katrín Baldvinsdóttir

Varamenn:
21. Dísella Mey Ársælsdóttir (m)
7. Sara Rún Antonsdóttir
10. Hulda Sigrún Orradóttir
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
15. Kristín Kjartansdóttir ('67)
19. Melkorka Kristín Jónsdóttir ('79)
19. Ingunn Þóra Kristjánsd. Sigurz
22. Sveindís Ósk Unnarsdóttir
22. Katla Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Kristrún Lilja Daðadóttir (Þ)
Hilmar Þór Sigurjónsson (Þ)
Þórdís Katla Sigurðardóttir
Rebekka Sif Rúnarsdóttir
Kristófer Sigurgeirsson
Hermann Óli Bjarkason
Birta Hafþórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: