Valur
6
1
Stjarnan
0-0 Emil Atlason '20 , misnotað víti
Haukur Páll Sigurðsson '21 , sjálfsmark 0-1
Patrick Pedersen '30 1-1
Aron Jóhannsson '35 2-1
Patrick Pedersen '42 3-1
Tryggvi Hrafn Haraldsson '49 4-1
Tryggvi Hrafn Haraldsson '65 5-1
Patrick Pedersen '66 6-1
14.08.2022  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Allt upp á 10 á Hlíðarenda
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1107
Maður leiksins: Tryggvi Hrafn Haraldsson
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('69)
2. Birkir Már Sævarsson ('78)
3. Jesper Juelsgård
6. Sebastian Hedlund
7. Aron Jóhannsson
9. Patrick Pedersen ('78)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
19. Orri Hrafn Kjartansson ('64)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
5. Birkir Heimisson ('64)
8. Arnór Smárason ('78)
13. Rasmus Christiansen ('78)
18. Lasse Petry ('69)
21. Sverrir Þór Kristinsson
23. Arnór Ingi Kristinsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:
Sebastian Hedlund ('20)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Flugeldasýningu lokið hér á Hlíðarenda þar sem að Valsmenn PAKKA Stjörnunni saman 6-1!

Þakka kærlega fyrir samfylgdina í kvöld og minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir!
87. mín
Inn:Örvar Logi Örvarsson (Stjarnan) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
87. mín
Inn:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan) Út:Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
86. mín
Aftur er það næstum 7!!

Ágúst Eðvald sem hefur verið geggjaður í kvöld fær boltann, fer inn á völlinn og rennir boltanum inn fyrir á Smáradonna sem kemst einn gegn Halla í markinu en sem og áður gerir Halli sig breiðan og ver þetta vel!
82. mín
Næstum 7!!

Siggi Lár með geggjaðan sprett upp kantinn þar sem að Ágúst mætir á fjær og á skot sem Haraldur ver virkilega vel!
78. mín
Inn:Rasmus Christiansen (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
Heiðursskipting, og sú er verðskulduð!
78. mín
Inn:Arnór Smárason (Valur) Út:Birkir Már Sævarsson (Valur)
77. mín
Þórarinn Ingi og Ísak Andri með ágætis samleik inn á teig þar sem að Ísak nær svo góðu skoti en Scram-vélin ver þetta virkilega vel og Juelsgard hreinsar frá!
76. mín
Sindri Þór með sendingu upp hægri kantinn þar sem að Siggi Lár er í þvílíku brasi, Eggert kemst upp að endamörkum og á sendingu fyrir markið þar sem að tveir leikmenn Stjörnunnar missa af boltanum!
74. mín Gult spjald: Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
73. mín
Eggert Aron með frábæra takta þar sem hann labbar framhjá svona 3-4 leikmönnum Valsara og reynir skot sem fer í varnarmann!
69. mín
Inn:Lasse Petry (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
66. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Aron Jóhannsson
PEDERSEN ER MEÐ ÞRENNU TAKK FYRIR!!!!!

Sindri með sendingu á BBB sem er ÉTINN af Hauki Pál og Aron Jó kemst í átt að teignum og rennir bara boltanum á Patrick Pedersen sem klárar þetta frábærlega í nærhornið!

Þvílíkur leikur maður lifandi!!!
65. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
GUUUUÐ MINN GÓÓÓÐURRR!!

Gjörsamlega geggjuð aukaspyrna hjá Tryggva fyrir utan teig í samskeytin!!!

Þessi aukaspyrna var sturlun!
64. mín
Inn:Birkir Heimisson (Valur) Út:Orri Hrafn Kjartansson (Valur)
60. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (Stjarnan) Út:Elís Rafn Björnsson (Stjarnan)
Emil tognaður aftan í læri!
59. mín
Aftur vilja Stjörnumenn víti!!

Langur fram þar sem að Emil er í baráttu við Hedlund og hann kemst inn í teig og snýr baki í Schram og þeir hlaupast saman og þeir fara báðir niður en Helgi Mikael segir bara áfram með leikinn

Veit ekki með víti þarna
57. mín
Hmmm áhugavert!

Ísak Andri fær einn á einn stöðu gegn Birki Má, fer niður í teignum og Stjörnumenn hundfúlir að fá ekki víti en sömuleiðis Valsmenn brjálaðir og vilja gult fyrir dýfu!
52. mín
Hornspyrna frá Ísaki Andra inn á teig sem að Elís skallar í átt að markinu, ótrúlegt að Schram fór ekki út í þennan bolta sem dettur dauður í markteignum og þar skapast mikil hætta en Valsmenn hreinsa þetta frá!
49. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Stoðsending: Ágúst Eðvald Hlynsson
BÆNG!!!!

Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson með hræðilega sendingu í átt að hornfána sem Patrick kemst fyrir, finnur Ágúst Eðvald sem á geggjaða sendingu inn á teig sem Aron lætur fara á Tryggva sem klárar þetta snyrtilega í hornið!!

Svona á að byrja hálfleik!!
47. mín
Tryggvi!!

Langur fram á Patrick sem skallar boltann fyrir Aron Jó sem á sturlaða sendingu í fyrsta inn fyrir á Tryggva sem fær boltann skoppandi fyrir framan sig og á fast skot með vinstri en yfir markið fer boltinn!
46. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan)
46. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan) Út:Daníel Laxdal (Stjarnan)
46. mín
Seinni farinn af stað! Og tvöföld skipting hjá Stjörnumönnum í hálfleik!
45. mín
Hálfleikur
Geggjuðum fyrri hálfleik lokið hér á Origo-vellinum, þar sem Valsmenn fara með sanngjarna forystu í búningsklefana! Megi seinni hálfleikurinn vera alveg sama skemmtun takk.
44. mín
42. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
ÞEIR HAFA PEDERSEN!!!

Langur fram frá Schram, Aron Jó fær boltann og á geggjaða sendingu inn fyrir á Tryggva. Tryggvi og Patrick komast tveir gegn BBB, Tryggvi ískaldur og rennir boltanum á Patrick sem klárar þetta virkilega vel í fjærhornið!

Bongó, 19:15 KO, 4 mörk í fyrri... Það er bara takk frá mér.
38. mín

Mikið rétt hjá Kisanum!
35. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Valur)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
ARON!!! Þetta var negla!!!

Tryggvi fær flugbraut á vinstri kantinum og fer einn á einn gegn Sindra, Tryggvi fer inn á völlinn og sendir á Aron sem er inn í D-boganum fræga og á sturlað skot í nærhornið þar sem að Haraldur á ekki séns!!

Veisluleikur!!
34. mín
Trygvi!!!

Sturluð sending inn fyrir vörnina frá Jesper, Tryggvi tekur ágætlega á móti boltanum og kemst einn gegn Halla en missir boltann aðeins of langt frá sér og Halli kemur úr markinu og handsamar boltann!
30. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Ágúst Eðvald Hlynsson
"VI HAR PEDERSEN SYNGJA" VALSMENN!

Boltinn dettur út til Ágústs Hlynssonar sem reynir að renna boltanum á Aron, Guðmundur Baldvin reynir að tækla fyrir sendinguna og tæklar boltann bara beint í fæturna á PP sem er einn gegn Halla og klárar þetta snyrtilega í hægra hornið!

Game On!!
27. mín
Aðeins hægst á hlutunum eftir markið en Stjörnumenn eru heldur betur búnir að rífa sig í gang eftir ansi hæga byrjun!
21. mín SJÁLFSMARK!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Hvað er í gangi hérna!!!

Guðmundur Baldvin með hornspyrnu sem Elís skallar í átt að markinu og Haukur Páll bara flikkar boltanum í fjærhornið!!

Senur á Hlíðarenda!
20. mín Gult spjald: Sebastian Hedlund (Valur)
20. mín Misnotað víti!
Emil Atlason (Stjarnan)
HANN ER ROSALEGUR ÞESSI GAUR AÐ VERJA VÍTI!!!!!

Hægri fótur hægra horn en Frederik ÉTUR þetta!!!
19. mín
VÍTI FYRIR STJÖRNUNA!!!

Langur fram á Emil sem tekur sturlað vel á móti boltanum og Hedlund tekur hann niður í teignum!
13. mín
Danni Finns með afar misheppnaða fyrirgjöf sem endar sem hörku skot sem Frederik rétt nær að blaka yfir markið!
12. mín
Nú er komið að Stjörnumönnum!

Eggert Aron fær boltann fyrir utan teig, fer framhjá Hedlund og á skot framhjá markinu

Loksins komið smá líf í þennan leik!
11. mín
Valsmenn eru í fyrirgjafastuði!!

Aftur er það Siggi Lár með fyrirgjöf inn á teiginn sem Aron Jó ætlar að sneiða í fjær en rétt framhjá markinu fer boltinn!
9. mín
Aftur hætta!

Nú er það Orri með fyrirgjöf frá hægri inn á teiginn þar sem að Aron Jó nær að skalla boltann á markið en skallinn er nálægt Halla sem grípur þetta!

Stjörnumenn ekki búnir að anda að marki Valsara..
8. mín
Hætta á ferðum!

Siggi Lár með geggjaða fyrirgjöf inn á teig þar sem Patrick var að fara skalla boltann í netið en BBB skallar í hornspyrnu!
5. mín
Þetta fer ansi hægt af stað hérna í blíðunni á Hlíðarenda. Besta sem hefur gerst hingað til er að Gústi Gylfa reyndi að taka á móti boltanum þegar hann fór út af en touchið agalegt
1. mín
Leikur hafinn
Þessi veisluleikur er farinn af stað!
Fyrir leik
Tíðindi!

Danni Finns kemur inn í byrjunarliðið og Adolf Daði dettur út, líklega meiðsli í upphitun..
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin

Stjörnumenn gera skiljanlega engar breytingar frá stórsigrinum á Breiðablik í síðustu umferð. Ólafur Jóhannesson gerir tvær breytingar frá 2-0 sigrinum á FH en Hólmar Örn og Guðmundur Andri detta út. Orri Hrafn Kjartansson og Sebastian Hedlund koma inn.

Þess má geta að Hólmar & Gandri eru að taka út leikbann.
Fyrir leik
Maðurinn með flautuna

Það er enginn annar en Helgi Mikael Jónasson sem verður dómari þessa leiks og honum til aðstoðar verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Antoníus Bjarki Halldórsson. Varadómari er Ívar Orri Kristjánsson.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnarm, listasýning Aron Jó framundan

Ingólfur Sigðurðsson spáði í spilin fyrir þessa umferð og þetta hafði hann að segja.

"Valur 3 - 1 Stjarnan! Stjörnumenn flugu hátt eftir stórkostlegan sigur í síðustu umferð og munu lenda harkalega á Hlíðarenda í kvöld. Aron Jó heldur listasýningu.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna

Það var heldur betur dramatík milli þessara liða í fyrri leiknum. Það var hart barist allann leikinn og engin mörk komu þangað til á 92.mínútu þegar að Oliver nokkur Haurits kom og skoraði sigurmark Stjörnumanna.
Fyrir leik
Smá meðbyr með báðum liðum

Eftir innkomu Óla Jó hafa Valsmenn gert eitt jafntefli og unnið tvo leiki og í síðustu fjórum leikjum Stjörnunnar hafa þeir gert tvö jafntefli og unnið tvo og koma þeir líklega inn í þennan leik fullir sjálfstrausts eftir að hafa unnið frábæran sigur á Breiðabliki í síðustu umferð 5-2. Trúi ekki öðru en þetta verður geggjaður leikur!

Fyrir leik
Stórleikur á Hlíðarenda

Dömur og herrar veriði hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Hlíðarenda þar sem að Valsarar fá Garðbæinga í heimsókn í 17. umferð Bestu deildar karla.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson ('87)
7. Eggert Aron Guðmundsson
9. Daníel Laxdal ('46)
11. Daníel Finns Matthíasson ('46)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('87)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
21. Elís Rafn Björnsson ('60)
22. Emil Atlason
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
7. Einar Karl Ingvarsson ('46)
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('87)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson
17. Ólafur Karl Finsen ('46)
23. Óskar Örn Hauksson ('60)
32. Örvar Logi Örvarsson ('87)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Þór Sigurðsson

Gul spjöld:
Ólafur Karl Finsen ('74)

Rauð spjöld: