Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
Kórdrengir
4
0
Afturelding
Sverrir Páll Hjaltested '43 , víti 1-0
Sverrir Páll Hjaltested '50 2-0
Nathan Dale '65
Arnleifur Hjörleifsson '81 3-0
Axel Freyr Harðarson '86 4-0
10.09.2022  -  14:00
Framvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Væg rigning og 15 gráður
Dómari: Sveinn Arnarsson
Maður leiksins: Axel Freyr Harðarson
Byrjunarlið:
12. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Fatai Gbadamosi ('58)
5. Loic Mbang Ondo (f)
9. Daníel Gylfason ('63)
15. Arnleifur Hjörleifsson
16. Morten Ohlsen Hansen
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Axel Freyr Harðarson
22. Nathan Dale
33. Bjarki Björn Gunnarsson
77. Sverrir Páll Hjaltested ('71)

Varamenn:
1. Óskar Sigþórsson (m)
6. Hákon Ingi Einarsson
8. Kristján Atli Marteinsson ('58)
11. Daði Bergsson ('63)
14. Iosu Villar
19. Kristófer Jacobson Reyes
21. Guðmann Þórisson ('71)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Logi Már Hermannsson
Andri Steinn Birgisson
Heiðar Helguson
Jóhann Ólafur Schröder
Guðrún Marín Viðarsdóttir
Jóhann Ólafur Sveinbjargarson

Gul spjöld:
Nathan Dale ('32)
Fatai Gbadamosi ('38)
Loic Mbang Ondo ('61)

Rauð spjöld:
Nathan Dale ('65)
Leik lokið!
Sveinn flautar lokaflaut leiksins!

Það munaði ekki mikið á milli liðanna í fyrri hálfleik þó heimamenn væru einu marki yfir. Kórdrengir mættu mun tilbúnari en Afturelding í síðari hálfleik og skilaði það þremur mörkum og þremur punktum.

Viðtöl og skýrsla innan skams.
93. mín
Afturelding sækja og sækja en ná ekki að skapa sér neitt
90. mín
Skemmtilegt að sjá Daði Bergsson er að spila í sitthvorum skónum, sjaldséð.
88. mín
Axel Freyr liggur niðri og biður um skiptingu, en Kórdrengir gera hana ekki og Axel heldur áfram.
86. mín MARK!
Axel Freyr Harðarson (Kórdrengir)
Axel Freyr tekur vítið sjálfur og skorar!

Albons fer í rétta átt en vítið er það öruggt að hann á ekki séns.
Geggjað víti, fast og í hliðarnetið!
85. mín
Kórdrengir að fá annað víti!

Ýmir brýtur heimskulega á Axeli Frey og Sveinn dæmir réttilega víti.
81. mín MARK!
Arnleifur Hjörleifsson (Kórdrengir)
Arnleifur endanlega að klára leikinn!

Afturelding fær horn, Kórdrengir verjast því vel og fara í skyndisókn. Axel Freyr keyrir upp hægri kantinn á skot sem er varið en boltinn berst á Arnleif sem klárar vel í stöngina og inn.
Frábær skyndisókn hjá Kórdrengjum!
78. mín
Afturelding sækja meira þessa stundina en ná ekki að skapa sér nein almennileg færi.
74. mín
Inn:Sigurður Kristján Friðriksson (Afturelding) Út:Kári Steinn Hlífarsson (Afturelding)
74. mín
Inn:Jordan Chase Tyler (Afturelding) Út:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)
71. mín
Inn:Guðmann Þórisson (Kórdrengir) Út:Sverrir Páll Hjaltested (Kórdrengir)
Varnarsinnuð skipting hjá Kórdrengjum, markaskorarinn útaf og Guðmann Þórisson inn.
69. mín
Kórdrengir fá þrjú horn í röð, þeir taka sér mikinn tíma í að taka þau, en ekkert kom upp úr hornunum þremur.
65. mín Rautt spjald: Nathan Dale (Kórdrengir)
Nathan Dale rekinn hér af velli!!
Sá ekki hvað gerðist, en Kórdrengir eru ekki sáttir.
63. mín
Inn:Daði Bergsson (Kórdrengir) Út:Daníel Gylfason (Kórdrengir)
61. mín Gult spjald: Loic Mbang Ondo (Kórdrengir)
Gísli Martin kominn í frábæra stöðu við það sleppa einn í gegn en Loic Ondo tekur hann niður og fær verðskuldað gult spjald.
58. mín
Inn:Kristján Atli Marteinsson (Kórdrengir) Út:Fatai Gbadamosi (Kórdrengir)
Fatai Gbadamosi leggst aftur niður og biður um skiptingu eftir að Jökull Jörvar braut á honum.
55. mín Gult spjald: Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)
Jökull fær gult spjald fyrir brot á Fatai og hann liggur niðri í kjölfarið. Þetta leit ekki vel út hjá Fatai Gbadamosi, lítur út fyrir að vera sárþjáður.

Góðar fréttir Fatai er staðinn á fætur!
53. mín
Aftur er það Sverrir Páll, nú er hann í þröngu færi tekur skotið en Albons ver og í horn.
50. mín MARK!
Sverrir Páll Hjaltested (Kórdrengir)
Frábær útfærsla!!

Kórdrengir fá horn, Arnleifur tekur það stutt fær hann aftur og kemur með fastann bolta inn í teiginn beint á kollinn á Sverri sem stangar boltann í netið.
Geggjað mark!
46. mín
Inn:Guðfinnur Þór Leósson (Afturelding) Út:Hallur Flosason (Afturelding)
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað og heimamenn byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Sveinn flautar hér til hálfleiks.
Leikurinn er búinn að vera jafn hér fyrstu 45 mínúturnar, bæði lið búin að fá sinn skerf af færum.
En heimamenn leiða með marki úr víti rétt fyrir hálfleik.
43. mín Mark úr víti!
Sverrir Páll Hjaltested (Kórdrengir)
Sverrir Páll að koma Kórdrengjum yfir!
Mjög öruggt víti, fast til hægri og í hliðarnetið Sverrir sendir Esteve Albons fer í rangt horn.
Frárbært fyrir Kórdrengi að komast yfir rétt fyrir hálfleik.
42. mín
Víti!!!

Kórdrengir fá víti, brotið á Bjarka Birni. Sveinn tók sér góðann tíma í að hugsa sig um og dæma brotið.
38. mín Gult spjald: Fatai Gbadamosi (Kórdrengir)
Þessi tækling leit ekki vel út.
Fatai fer í stórhættulega tæklingu á Elmar Kára og uppsker gult spjald.
37. mín
Hættulegt færi Kórdrengja!
Sverrir Páll með góðan skalla rétt fyrir framan mark gestanna en Esteve Albons ver mjög vel.

Elvar Geir Magnússon
34. mín
Fatai er kominn í einn á einn stöðu við Esteve Albons í marki gestanna hann tekur skotið en Albons nær að gera sig stórann og ver skotið.
32. mín Gult spjald: Nathan Dale (Kórdrengir)
Nathan Dale fær að líta gula spjaldið fyrir brot á Elmari Kára.
30. mín
Hallur Flosa liggur niðri og er að kveinka sér, sýnist það vera hnéð sem er að hrjá hann.
23. mín
Gísli Martin!!

Gísli gerir þetta frábærlega, fer framhjá tveimur varnarmönnum Kórdrengja eins og ekkert væri auðveldara hann er kominn utarlega í teiginn í einn á einn stöðu við Daða, Gísli tekur skotið en Daði ver frábærlega.
18. mín
Kórdrengir fá horn eftir mikla baráttu milli Andi Hoti og Sverris Páls. Arnleifur tekur hornið en það fer yfir allann pakkann og í markspyrnu.
15. mín
Jökull Jörvar kemur með bolta út í teiginn frá endalínu og aftur er það Kári Steinn á viðstöðulaust skot en Daði Freyr ver örugglega.
14. mín
Kári Steinn kominn í gott færi við vítateig Kórdrengja tekur gott skot sem Daði Freyr ver vel og í horn.
6. mín
Stórsókn Kórdrengja!
Arnleifur gefur fyrirgjöf úr aukaspyrnunni sem ratar á Gunnlaug, hann nær góðum skalla á markið en Esteve Albons ver.
Kórdrengir halda í boltann og það verður mikill darraðadans í teig Aftureldingar og er það Morten Hansen sýnist mér sem fær boltann fyrir nánast opnu marki en skýtur framhjá.
5. mín
Brotið á Fatai rétt fyrir utan teig Aftureldingar, gott skotfæri fyrir Kórdrengi.
1. mín
Leikur hafinn
Sveinn flautar leikinn af stað og eru það gestirnir sem byrja með boltann og sækja í átt að safamýrinni.
Fyrir leik
Liðin ganga hér á völlinn með lagið ,,Í Reykjarvíkurborg" hátt stillt, núna má veislan hefjast.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn!

Síðasti leikur Kórdrengja var útileikur gegn Gróttu og unnu þeir fyrrnefndu góðann sigur 1-3, Davíð Smári heldur liðinu óbreyttu frá þeim leik.

Gestirnir í Aftureldingu gera 4 breytingar á sínu liði frá síðasta leik inn koma þeir Kári Steinn, Gísli Martin, Jökull Jörvar og Ýmir Halldórsson.
Út fara þeir Gunnar Bergmann, Siggi Bond, Guðfinnur Þór og mikilvægasti leikmaður liðsins Marciano Aziz.

Aziz er ekki með í dag.
Fyrir leik
Tríóið

Sveinn Arnarsson er maðurinn með flautuna í dag en honum til halds og trausts eru þeir Ragnar Þór Bender og Ragnar Arelíus Sveinsson.
Eftirlitsdómari leiksins er Bergur Þór Steingrímsson.


Sveinn Arnarsson
Fyrir leik
Afturelding

Afturelding er búið að eiga frábært sumar og eru meðal annars búnir að slá stigamet félagsins í Lengjudeildinni, Mosfellingar standa nú í 5. sæti með 29 stig.
Í liði Aftureldingar er einn af mest spennandi leikmönnum deildarinnar, Belginn knái Marciano Aziz sem er kominn með 10 mörk í 10 leikjum frá miðjunni.

Fyrir leik
Kórdrengir

Heimamenn í Kórdrengjum hafa verið á siglingu með 3 sigra í síðustu 4 leikjum. Þrátt fyrir það sitja Kórdrengir í 7. sæti deildarinnar með 27 stig, árangur sem þeir eru líklegast ekki nægilega sáttir með.
Markahæstu leikmenn Kórdrengja eru þeir Þórir Rafn Þórisson með 5 mörk og Sverrir Páll Hjaltested með 4 mörk á tímabilinu.


Þórir Rafn Þórisson
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð kæru lesendur og veriði velkomin í þráðbeina textalýsingu beint frá Safamýrinni!
Hér klukkan 14:00 munu Kórdrengir taka á móti Aftureldingu í 21. umferð Lengjudeildar karla.


Byrjunarlið:
1. Esteve Pena Albons (m)
7. Hallur Flosason ('46)
9. Javier Ontiveros Robles
10. Kári Steinn Hlífarsson ('74)
11. Gísli Martin Sigurðsson (f)
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('74)
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson
19. Sævar Atli Hugason
21. Elmar Kári Enesson Cogic
33. Andi Hoti
40. Ýmir Halldórsson

Varamenn:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
3. Breki Freyr Gíslason
4. Sigurður Kristján Friðriksson ('74)
8. Guðfinnur Þór Leósson ('46)
23. Pedro Vazquez
26. Hrafn Guðmundsson
28. Jordan Chase Tyler ('74)
32. Sindri Sigurjónsson

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Sævar Örn Ingólfsson
Steinunn Þórðardóttir

Gul spjöld:
Jökull Jörvar Þórhallsson ('55)

Rauð spjöld: