HS Orku völlurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Adam Ægir Pálsson
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
Adam Ægir Pálsson vann boltann og bíður eftir hlaupinu hjá Patrik og læðir boltanum svo á hann og núna bregst Patrik honum ekki!
Stoðsending: Rúnar Þór Sigurgeirsson
Frábær aukaspyrna frá Rúnari Þór beint á kollinn á Dani Hatakka.
Fred með mistök og sendir á Patrik Johannesen þakkar fyrir sig með góðu marki.
Keflavík leiðir sanngjarnt í hálfleik. Spurning hvort að Adam Ægir fái þessa stoðsendingu skráða en þá er hann jafn Tiago í baráttunni um Gullboltann.
Adam Ægir fær frábæra sendingu fyrir markið sem hann sker út á Patrik Johannesen sem lætur Stefán Þór verja frá sér en fær boltann aftur og lætur hann AFTUR! verja frá sér í yfirburðarstöðu!
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
Adam Ægir með boltann út í teig sem fer af Frammara, gott ef það er ekki varið út í teig af Stefán Þór og til Dags sem hefur nánast opið mark fyrir framan sig og leggur hann í netið.
Almarr Ormarsson leikrmaður Fram sem er í leikbanni í dag hefur lagt skónna á hilluna frægu.
Keflavík gerir tvær breytingar á sínu liði frá síðasta leik en inn koma Rúnar Gissurarson í markið fyrir Sindra Kristinn Ólafsson og Valur Ingi Valsson fyrir Frans Elvarsson sem tekur út leikbann.
Frammarar gera þá þrjár breytingar á sínu liði en inn koma einnig í markmannsskipti Stefán Þór Hannesson fyrir Ólaf Íshólm Ólafsson, Indriði Áki Þorláksson og Magnús Þórðarson fyrir Almarr Ormarsson sem tekur út leikbann og Jannik Pohl.
Jóhann Ingi Jónsson heldur utan um flautuna í kvöld en hann var valinn dómari ársins 2022 af Fótbolta.net. Annað árið í röð hlýtur hann þessa viðurkenningu. Honum til aðstoðar í dag verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Birkir Sigurðarson.
Elías Ingi Árnason verður á skiltinu og til taks ef eitthvað kemur upp.
Einar Örn Daníelsson er svo eftirlitsdómarinn hér í dag.
Frans Elvarsson leikmaður Keflavíkur og Almarr Ormarsson taka út leikbönn í dag og eru því ekki með.
1.Keflavík 34 stig (+4)
2.Fram 31 stig (-6)
3.ÍBV 29 stig (-8)
4.FH 25 stig (-9)
------------------
5.ÍA 22 stig (-28)
6.Leiknir 21 stig (-37)
Ein af nýjungum Bestu deildar karla og kvenna þetta árið verður afhending á nýjum verðlaunum àsamstarfi við NIKE á ÃÂslandi. Markahæstu leikmennirnir fá afhentan NIKE gullskóinn, Bestu markmennirnir fá gullhanska NIKE og leikmenn með flestar stoðsendingar fá gullbolta NIKE ⚽︠pic.twitter.com/SIxC9aMnWb
— Besta deildin (@bestadeildin) October 28, 2022
Sú Besta og stoðsendingar 🅰︠⤵ï¸ÂÂ
 ÃÂÂhugaverðar staðreyndir um ÃÂÂslenska knattspyrnu (@OReyndir) October 24, 2022
Tiago 1ï¸ÂÂ⃣3ï¸ÂÂ⃣ (metjöfnun)
Adam Ægir 1ï¸ÂÂ⃣2ï¸ÂÂ⃣
Atli Sigurjónsson ðŸâ€ÂŸ
Jason Daði 9ï¸ÂÂ⃣
ÃÂÂsak Snær 9ï¸ÂÂ⃣
Höskuldur Gunnlaugsson 9ï¸ÂÂ⃣
Pablo Punyed 9ï¸ÂÂ⃣
ÃÂÂsak Andri 8ï¸ÂÂ⃣
Sveinn Margeir 7ï¸ÂÂ⃣
Nökkvi Þeyr 6ï¸ÂÂ⃣
Albert Hafsteinsson 6ï¸ÂÂ⃣
Rúnar Þór Sigurgeirsson6ï¸ÂÂ⃣#SúBesta pic.twitter.com/QdteYLjDgb
Þegar allt annað er orðið klárt er enn barátta um einstaklingsverðlaunin og sú barátta fær hátt undir höfuð hér í dag.
Guðmundur Magnússon er jafn Nökkva Þeyr Þórissyni í baráttunni um gullskóinn en þeir eru jafnir með 17 mörk.
Guðmundur var valinn í lið ársins í deildinni af Fótbolta.net en það var opinberað fyrir viku síðan.
Kef 👀 pic.twitter.com/w1Fv21WIpS
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) October 22, 2022