Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
FH
1
2
ÍA
0-1 Gísli Laxdal Unnarsson '40
Úlfur Ágúst Björnsson '45 1-1
1-2 Eyþór Aron Wöhler '93
29.10.2022  -  13:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: Svalt og haustlegt um að litast. Skal engan undra í lok október.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Eyþór Aron Wöhler
Byrjunarlið:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
2. Jóhann Ægir Arnarsson
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Davíð Snær Jóhannsson ('80)
17. Baldur Logi Guðlaugsson
22. Oliver Heiðarsson ('90)
22. Ástbjörn Þórðarson
33. Úlfur Ágúst Björnsson ('90)

Varamenn:
16. Guðmundur Kristjánsson ('80)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
31. Ísak Atli Atlason
32. Bjarki Steinsen Arnarsson
37. Baldur Kári Helgason ('90)
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson
42. Gils Gíslason ('90)

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Jóhann Emil Elíasson
Heiðar Máni Hermannsson
Andres Nieto Palma

Gul spjöld:
Eggert Gunnþór Jónsson ('39)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Flautumark sem er ekkert nema sárabót fyrir ÍA sem hefur kvatt Bestu deildina í bili.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín MARK!
Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
Atli Gunnar ver skot Breka Þórs frá D-boganum beint fyrir fætur Eyþórs sem getur ekki annað en skorað aleinn fyrir opnu marki.

Skagamenn kveðja með sigri.
91. mín
Sveinn Svavar með skalla að marki FH en boltinn hátt yfir markið.
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti þrjár mínútur.
90. mín
Inn:Gils Gíslason (FH) Út:Oliver Heiðarsson (FH)
90. mín
Inn:Baldur Kári Helgason (FH) Út:Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
88. mín
Inn:Sveinn Svavar Hallgrímsson (ÍA) Út:Ármann Ingi Finnbogason (ÍA)
88. mín
Inn:Árni Salvar Heimisson (ÍA) Út:Aron Bjarki Jósepsson (ÍA)
86. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.

Atli hirðir boltann og hefur skyndisókn.
84. mín
Heimamenn eru að reyna að sækja sigurinn og setja pressu á gestina. Lítið komið út úr því til þessa en þeir fiska sem róa.
80. mín
Inn:Guðmundur Kristjánsson (FH) Út:Davíð Snær Jóhannsson (FH)
79. mín
Björn Daníel með skot úr teignum en Árni ver vel.
75. mín
Inn:Breki Þór Hermannsson (ÍA) Út:Haukur Andri Haraldsson (ÍA)
74. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað við D-bogan ögn til vinstri.
73. mín
Lennon hirðir boltann af Aroni Bjarka og kemst einn gegn Árna. Árni gerir vel í að mæta út á móti og þrengja færið og ver vel með hægri fæti.

Færin verið fleiri hjá FH sem hefur farið illa með þau nokkur.
70. mín
ÍA sækir hratt, boltinn fyrir markið frá hægri en Atli Gunnar kastar sér á boltann og handsamar hann.
68. mín
Inn:Sigurður Hrannar Þorsteinsson (ÍA) Út:Benedikt V. Warén (ÍA)
68. mín
Inn:Kaj Leo Í Bartalstovu (ÍA) Út:Brynjar Snær Pálsson (ÍA)
65. mín
Lennon i færi í teignum, fær boltann og nær að snúa en skot hans af varnarmanni og yfir markið.

Árni rís manna hæst og handsamar boltann úr horninu.
62. mín
Heimamenn fá hornspyrnu.

Drífur ekki yfir fyrsta varnarmann og gestirnir skalla frá.
61. mín
Ármann Ingi í fínni stöðu í teig FH en nær ekki að leggja boltann fyrir sig sem fer af honum og afturfyrir.
59. mín
Brynjar Snær Pálsson með skot frá hægra vítateigshorni en boltinn vel yfir markið.
55. mín
Stönginn

Oliver Heiðarsson fyrir opnu marki eftir frábæran undirbúning Lennon setur boltann í stöngina og út.

Þetta var færi!
54. mín
Baldur Logi með skot eftir undirbúning Olivers en eins og stundum áður hjá honum í dag. Beint á Árna sem á ekki í neinum vandræðum með að grípa boltann.
50. mín
Skagamenn fá hornspyrnu.

Sem ekkert kom út úr.
46. mín
Engar breytingar á liðunum í hálfleik en FH hélt áfram að heiðra mann og annan í hálfleik. Matthías Vilhjálssom fékk forláta treyju afhenta fyrir að hafa leikið 500 keppnisleiki á ferlinum.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Gestirnir sparka þessu af stað.
45. mín
Hálfleikur
Kraftaverkið enn fjarlægara fyrir gestina nú þegar flautað er til hálfleiks. Leikurinn framan af ekki mikið fyrir augað en lifnaði aðeins yfir þessu þegar á leið.

Vonandi að menn sleppi sér bara í seinni hálfleik og bjóði áhorfendum upp á taumlausa skemmtun í þessum lokaleik tímabilsins.
45. mín MARK!
Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Heimamenn bruna upp. Oliver Heiðarsson með boltann úti til hægri og líkt og Eyþór áðan fær hann nægan tíma til að virða fyrir sér stöðuna og finna Úlf í teignum sem klárar færið af fagmennsku framhjá Árna af stuttu færi.
44. mín
Benedikt Warrén með frábæran sprett og enn betra skot sem syngur í netinu. Flaggið þó fyrir lifandis löngu farið á loft.
43. mín
Baldur Logi í hörkufæri í teignum eftir snyrtilega sendingu frá Birni Daníel en setur boltann beint á Árna í markinu.

Sannkallað dauðafæri sem Baldur á einfaldlega að nýta.
42. mín Gult spjald: Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
Óþarfa brot á vallarhelmingi FH.
40. mín MARK!
Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Stoðsending: Eyþór Aron Wöhler
Einföld uppskrift sem ber árangur.

Langur bolti yfir varnarlínu FH fyrir Eyþór að elta. Eggert á ekkert í hann á sprettinum og fær Eyþór ágætan tíma til að líta inn á teiginn og finna þar Gísla sem tekur á móti boltanum og setur hann snyrtilega í hornið fjær. Alls ekki fast en vel út við stöng og Atli var sigraður.

9 í viðbót er það sem Skaginn þarf.
39. mín Gult spjald: Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
Setur öxlina á undan sér í skallabolta og uppsker fyrir það gult spjald.
35. mín
Björn Daníel með gott hlaup inn að teig ÍA en er stöðvaður. Boltinn afturfyrir og FH fær horn. Hornið skallað frá en FH kemur strax aftur. Boltinn fyrir markið á Lennon sem er helst til lengi að leggja boltann fyrir sig og gefur Árna sem ver skot hans tækifæri á að staðsetja sig vel.
33. mín
Baldur Logi með skot úr teignum en beint á Árna í markinu.
31. mín
Heimamenn fá hornspyrnu.
28. mín
Heimamenn í álitlegri stöðu úti til vinstri en Úlfur finnur ekki samherja í teignum. FH vinnur boltann þó strax aftur og heldur pressunni en dæmdir brotlegir stuttu seinna.
23. mín
Benedikt með hörkuskot af vítateig sem Atli Gunnar slær beint fyrir fætur Eyþórs, fyrsta snertingin svíkur Eyþór sem missir boltann of langt frá sér og gefur Atla tíma til að komast á fætur og verja skot hans úr þröngu færi.

Hættulegasta tilraun gestaliðsins til þessa.
20. mín
Og á hinum endanum skallar Hlynur Sævar boltann afturfyrir eftir fyrirgjöf Olivers og FH fær horn.
18. mín
Skagamenn sækja og uppskera horn. Þeirra fimmta til þessa ef talning mín er rétt.

Hornið yfir allt og alla í teignum of afturfyrir.
17. mín
Úlfur Ágúst í dauðafæri í teignum eftir að Björn Daníel vinnur boltann hátt á vellinum. Einn gegn Árna lætur hann vaða í teignum en setur boltann hárfínt framhjá stönginni.
13. mín
Skagamenn sækja hratt, Eyþór fær boltann i teignum en heimamenn hreinsa í horn.

Spyrnan svo beint í fang Atla.
11. mín
Oliver Heiðarsson sækir hornspyrnu fyrir FH.

Jóhann Ægir með hörkuskalla á markið eftir hornið en Árni ver vel í annað horn.

Ekkert kemur upp úr seinna horninu.
9. mín
Ármann Ingi nær að snúa við hægra vítateigshorni og skjóta á markið en boltinn talverst framhjá.
7. mín
Og það þriðja.

Haukur Andri með boltann að marki eftir spyrnuna en hvergi nálægt því að skapa nokkra hættu.
6. mín
Eyþór Wöhler í fínni stöðu í teig FH en nær ekki að koma boltanum framhjá Jóhann Ægi sem setur boltann afturfyrir í horn.

Atli Gunnar kýlir boltann frá eftir hornið en ÍA fær annað horn.
2. mín
Úlfur Ágúst með skot/sendingu fyrir markið frá vinstri. Árni lætur boltann fara sem rúllar rétt framhjá stönginni og var líklega heppinn að Oliver var ekki á tánum því hann hefði vel getað náð boltanum á stönginni fjær.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Kaplakrika. Örlítið á eftir áætlun.

Fyrir leik var smá athöfn þar sem Emil Pálsson og Steven Lennon voru heiðraðir af FH.


Lucas virðist trúa á að kraftaverk geti gerst.
Fyrir leik
Spurning dagsins

Ná Skagamenn að skora snemma?

,,Við erum ekki heimskir´´ sagði formaður ÍA í vikunni. ÍA þarf að vinna FH með tíu marka mun í dag til að halda sæti sínu. Það er ekki að fara að gerast. En það væri gaman að sjá ÍA skora snemma í leiknum og leyfa bjartsýnustu Skagamönnum að láta sig dreyma.
Fyrir leik
Liðin mætt í hús

Hjá FH eru þó nokkrar breytingar frá tapinu gegn Fram. Atli Gunnar er mættur aftur í markið í stað Gunnars Nielsen. Þá eru Ólafur Guðmundsson, Kristinn Freyr, Matthías Vilhjálmsson, Finnur Orri Margeirsson og Guðmundur Kristjánsson ekki í fyrstu 11 í dag. Í þeirra stað eru Ástbjórn Þórðarson, Haraldur Einar Ásgrímsson, Steven Lennon, Baldur Logi Guðlaugsson og Davíð Snr Jóhannson mættir í byrjunarliðið

Skagamenn gera sömuleiðis nokkrar breytingar. Oliver Stefánsson og Viktor Jónsson fara út fyrir Brynjar Snær Pálsson og Ármann Inga Finnbogason.
Fyrir leik
Leikbönn

Þrír leikmenn í heild í liðunum taka út leikbann í dag. Hjá FH eru Matthías Vilhjálssom og Kristinn Freyr Sigurðsson í skammarkróknum og fylgjast með úr stúkunni. Hjá gestunum tekur Viktor Jónsson út leikbann en það má segja að hann hafi lagt allt í sölurnar fyrir sitt lið eftir að hann byrjaði að spila eftir meiðsli. 4 gul spjöld í 6 leikjum er vel í lagt fyrir framherja.


Fyrir leik
Dómari og aðstoðarmenn

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er á flautunni í Krikanum. Honum til aðstoðar eru þeir Oddur Helgi Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson. Gunnar Freyr Róbertsson er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Viðar Helgason.


Fyrir leik
Hvað er undir?

Tölfræðilega getur ÍA ennþá bjargað sér á kostnað FH en það verður að teljast í besta falli langsótt.

4. FH 25 stig markatala: -9
5. ÍA 22 stig markatala: -28

Reikningsdæmið er nokkuð einfalt en gestirnir af Akranesi þurfa hvorki meira né minna en 10 marka sigur í Kaplakrika til þess að halda sæta sínu í deildinni. Það eitt og sér er ansi langsótt en verður eflaust ennþá torsóttara fyrir ÍA þegar horft er í þá staðreynd að liðið hefur ekki unnið sigur í Kaplakrika síðan árið 2001. Það ár vann liðið 0-1 útisigur á FH með marki frá Hirti Hjartarsyni.


Fyrir leik
FH

Ef fyrirkomulagi efstu deildar hefði ekki verið breytt fyrir þetta tímabil þá væri FH fallið. Það er sturluð staðreynd sem að engin hefði reiknað með fyrir tímabilið. Þjálfarabreytingar og málefni ótengd fótbolta lituðu tímabil FH þetta sumariö og höfðu örugglega sitt að segja um slælegt gengi liðsins. Leikmenn og aðrir sem að liðinu standa geta þó tekið góða hluti með sér frá tímabilinu en liðið komst í bikarúrslit auk þess sem ekki er hægt að segja annað en að leikmenn hafi stigið upp og róið öllum árum að því að bjarga liðinu frá falli sem virðist hafa tekist.

Fyrir leik
ÍA

Hvað er hægt að kalla tímabil Skagamanna annað en vonbrigði. Skagamenn hafa verið á eða við botnsæti deildarinnar mest allt mótið og fátt verið í kortunum lengi vel en að þeir færu lóðrétt niður í Lengjudeildina. Of margir lykilmenn voru ekki að ná sínu besta fram og þeir leikmenn sem sóttir voru fyrir tímabilið virtust því miður litlu bæta við liðið. Framundan er uppbyggingarstarf á Skipaskaga sem er eitthvað sem menn ættu að þekkja enda ekki í fyrsta sinn á undanförnum tveimur áratugum sem liðið er í þessari stöðu.


Fyrir leik
Loka loka umferðinn fer fram

Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik FH og ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla en leikið er í Kaplakrika og flautað til leiks á slaginu klukkan 13.


Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
7. Ármann Ingi Finnbogason ('88)
16. Brynjar Snær Pálsson ('68)
17. Ingi Þór Sigurðsson
18. Haukur Andri Haraldsson ('75)
18. Aron Bjarki Jósepsson ('88)
19. Eyþór Aron Wöhler
22. Benedikt V. Warén ('68)

Varamenn:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
11. Kaj Leo Í Bartalstovu ('68)
14. Breki Þór Hermannsson ('75)
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('68)
22. Árni Salvar Heimisson ('88)
39. Sveinn Svavar Hallgrímsson ('88)
44. Alex Davey

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Ármann Smári Björnsson
Daníel Þór Heimisson
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:
Hlynur Sævar Jónsson ('42)

Rauð spjöld: