Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
Valur
1
3
Grindavík
0-1 Viktor Guðberg Hauksson '32
0-2 Bjarki Aðalsteinsson '40
0-3 Óskar Örn Hauksson '74
Tryggvi Hrafn Haraldsson '90 1-3
18.05.2023  -  14:00
Origo völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Skýjað, 8 gráður og 7 m/s
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Bjarki Aðalsteinsson - Grindavík
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
5. Birkir Heimisson ('46)
7. Aron Jóhannsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('41)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson ('54)
19. Orri Hrafn Kjartansson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Hlynur Freyr Karlsson
4. Elfar Freyr Helgason
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('46)
24. Adam Ægir Pálsson ('41)
29. Óliver Steinar Guðmundsson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('54)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson

Gul spjöld:
Aron Jóhannsson ('38)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
VALUR 1-3 GRINDAVÍK! ÓVÆNT ÚRSLIT Góður dómari leiksins flautar til leiksloka. Tekk hattinn ofan fyrir Grindavík. Svakaleg frammistaða en Valsmenn voru heillum horfnir. Skellur fyrir þá rauðu.

Grindavík verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á morgun í hádeginu.
90. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Valur minnkar muninn Smekklegt mark úr teignum, sárabótamark.
90. mín
Uppbótartími í gangi Dagur Tausta hefði getað skorað fjórða mark Grindvíkinga en skaut framhjá.
87. mín
Myndasaga: Óskar skorar frá miðju

82. mín
Inn:Dagur Traustason (Grindavík) Út:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
82. mín
Inn:Edi Horvat (Grindavík) Út:Óskar Örn Hauksson (Grindavík)
Heiðursskipting
Ótrúlegar senur hér á Origo vellinum
77. mín
Mögnuð frammistaða Grindvíkinga, þetta er rosalegt!
74. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (Grindavík)
VÁÁÁÁÁÁÁ!!!!! ÓSKAR!!!! ÞVÍLÍKT SKOT!

Fer framhjá einum,tekur svo skotið fyrir aftan miðju, sá að Frederik var kominn vel út úr marki sínu og lét vaða úr miðjuhringnum! Boltinn söng í netinu.

Beckham gegn Wimbledon dæmi hér í gangi.
71. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Grindavík) Út:Tómas Orri Róbertsson (Grindavík)
70. mín
Cupset í kortunum Um 20 mínútur eftir.
65. mín
Fyrirpartí á myndaveislu leiksins
63. mín
Góð sókn Vals, Kristinn og Tryggvi að spila vel á milli sín en Grindvíkingar ná að bjarga í horn.
62. mín
Andri Rúnar flaggaður rangstæður, þetta var rosalega tæpt.
Það kemur Dagur eftir þennan Dag
61. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík) Út:Einar Karl Ingvarsson (Grindavík)
61. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Grindavík) Út:Dagur Örn Fjeldsted (Grindavík)
60. mín
Grindavík að fara að gera tvöfalda skiptingu.
59. mín
Skot beint í fangið á Aroni.
59. mín
Birkir Már vinnur hornspyrnu. Adam Páls með spyrnuna. Mikil barátta í teignum en Grindavík nær að hreinsa frá.
57. mín
Kristinn Freyr reynir stungusendingu á Tryggva Hrafn en Aron Dagur vel á verði og kemur út og handsamar boltann.
55. mín
Varnarlína Grindavíkur vart stigið feilspor enn sem komið er.
54. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Valur) Út:Lúkas Logi Heimisson (Valur)
53. mín
Andri Rúnar að búa sig undir að koma inná. Varð markakóngur með Grindavík á sínum tíma eins og frægt er.
51. mín
Dagur Ingi Hammer þarf aðhlynningu.
46. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Birkir Heimisson (Valur)
Ein skipting í hálfleik Seinni hálfleikur er farinn af stað.
45. mín
Kristinn Freyr er að koma inná í hálfleik. Þá ættu hjólin að fara að snúast betur í spilamennsku Vals.

45. mín
Liðin ganga hér út á leikvöllinn fyrir seinni hálfleikinn. Grindvíkingum hefur liðið nokkuð þægilega í varnarleiknum sínum g Valur þarf að spyrja fleiri spurninga.
45. mín
Hálfleikur
Jahá, þetta er eitthvað sem maður bjóst ekki við þegar maður kom sér fyrir hérna í fréttamannastúkunni. En ef það er eitthvað lið sem getur snúið þessu við þá er það Valur.

Grindvíkingar verið að spila fantavel og gefið fá færi á sér. Áhugaverður seinni hálfleikur framundan.
45. mín
Skalli í slá! Adam Ægir með frábæra fyrirgjöf, Haukur Páll skallar í slá og yfir. Í þann mund flautar Elías Ingi til hálfleiks.
45. mín
Uppbótartími í fyrri hálfleik og Valur fær horn.
44. mín
Alls ekki sami taktur á Valsliðinu og hefur verið í Bestu deildinni.
43. mín
"Við erum yfir, liggaliggalá" syngja stuðningsmenn Grindavíkur.
41. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Guðmundur Andri virðist hafa meiðst á nára þegar hann rann áðan.

40. mín MARK!
Bjarki Aðalsteinsson (Grindavík)
Stoðsending: Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
BJARKI STANGAR BOLTANN Í NETIÐ! Skorar eftir hornspyrnu, það er óvænt staða hér á Hlíðarenda.
38. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Valur)
Dagur Austmann með frábæran sprett, Aron hindrar hann með því að toga aðeins í hann.
37. mín Gult spjald: Tómas Orri Róbertsson (Grindavík)
Braut á Aroni í miðjuhringnum og Elli lyftir upp gula spjaldinu samstundis.
35. mín
Gír í Grindvíkingum sem vinna hprnspyrnu.
32. mín MARK!
Viktor Guðberg Hauksson (Grindavík)
GRINDVÍKINGAR ERU KOMNIR YFIR!!! Það tryllist allt í stúkunni!!!

Skyndilega er Viktor kominn í dauðafæri, nær að klafsa sig í gegn, og tekur skotið. Frederik var kominn út á móti og fékk boltann í sig svo hann fór í boga og endaði í netinu.

Birkir Már gerði heiðarlega tilraun til að bjarga á línu en endaði í netinu líkt og boltinn!
32. mín
Valur að einoka boltann þessa stundina en er ekki að ná að skapa sér almennileg færi.
30. mín
Rosaleg dagskrá Veislustjóri Valsmanna, Benedikt Bóas Hinriksson, er búinn að setja saman svakalega dagskrá fyrir daginn.


28. mín
Hrós á stuðningsmenn Grindavíkur

Verið afskaplega líflegir og skemmtilegir í stúkunni.
23. mín
Þá kemur flott sókn Grindavíkur. Hammer með fyrirgjöf frá vinstri á Dag Fjeldsted sem tekur skotið í fyrsta, yfir markið. Besta færi Grindvíkinga til þessa.

Fyrri hálfleikur hálfnaður.
22. mín
HÖRKUFÆRI! Sending frá hægri og Guðmundur Andri í hörkufæri en hittir boltann ekki og hann þýtur framhjá. Besta tækifæri leiksins til þessa er Valsmanna.
19. mín
Valur fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig vinstra megin, Tryggvi Hrafn tók spyrnuna og renndi boltanum á Hauk Pál sem skaut í varnarmann. Beint af æfingasvæðinu en heppnaðist ekki eftir uppskrift.
16. mín
Liggur í loftinu "Liggur í loftinu" syngja stuðningsmenn Grindavíkur. Þeirra menn að fara vel af stað en við höfum ekki fengið neitt alvöru færi ennþá í leikinn.
14. mín
Grindavík komst í lofandi stöðu hægra megin en Viktor Guðberg missti boltann of langt frá sér, við litla hrifningu Helga Sigurðssonar sem hoppar og skoppar í boðvangnum.
9. mín
Dagur Fjeldsted með fyrirgjöf sem Frederik handsamar. Grindvíkingar eru að byrja þenna leik með miklum ágætum.
8. mín
Birkir Heimissom með skot af nokkuð löngi færi, framhjá.
7. mín
3x Dagur í liði Grindavíkur Aron
Viktor - Sigurjón - Bjarki - Dagur Austmann
Einar Karl - Vardic - Tómas
Dagur Örn - Óskar Örn - Dagur Ingi
5. mín
Einar Karl tekur hornið en Frederik handsmar boltann af öryggi.
4. mín
Fyrirgjöf sem Frederik missir afturfyrir og Grindavík fær fyrstu hornspyrnu leiksins.
2. mín
Haukur Páll er í afleysingum við hlið Hólmars í hjarta varnarinnar hjá Val í dag.

Frederik
Birkir - Hólmar - Haukur - Sigurður Egill
Birkir - Aron - Orri
Guðmundur Andri - Tryggvi - Lúkas
1. mín
Leikur hafinn
Einar Karl Ingvarsson sparkar leiknum í gang Grindavík sækir í átt að gömlu góðu keiluhöllinni í Öskjuhlíð í fyrri hálfleiknum.
Fyrir leik
Adam Ægir Pálsson gengur upp að Milan Stefán Jankovic, aðstoðarþjálfara Grindavíkur, og gefur honum innilegt faðmlag nú þegar nokkrar mínútur eru í leik. Adam verður að sjálfsögðu courtside á körfuboltaleiknum í kvöld og ríkir mikil eftirvænting að sjá hvernig hann verður dressaður.
Fyrir leik
Óli Kristjáns fær sér sæti

Ólafur Kristjánsson yfirmaður fótboltamála hjá Breiðabliki mættur á staðinn. Hann er að fara að fylgjast sérstaklega vel með #5 og #17 i Grindavíkurliðinu í dag.
Fyrir leik
Það er greinilegt á þeim drykkjum sem nokkrir stuðningsmenn Grindavíkur eru með að Fjósið er opið. Þar verður stöðugt rennsli langt fram á kvöld.
Fyrir leik
Stuð hjá Grindvíkingum

Jón Júlíus framkvæmdastjóri Grindavíkur mættur í stúkuna með rjúkandi bolla og tekur létt spjall við þjálfarateymið. Hann virkar brattur fyrir leik dagsins.

Stuðningsmenn Grindavíkur ferðuðust með trommur til höfuðborgarinnar.
Fyrir leik
Ungir lánsmenn frá Blikum byrja

Tveir ungir lánsmenn frá Breiðabliki koma inn í byrjunarlið Grindavíkur frá 0-0 jafntefli gegn Gróttu í Lengjudeildinni. Það eru þeir Tómas Orri Róbertsson (2004) og Dagur Örn Fjeldsted (2005).

Kristófer Konráðsson og Guðjón Pétur Lýðsson setjast á bekkinn.
Fyrir leik
Fjórar breytingar hjá Val - Hólmar byrjar

Hólmar Örn Eyjólfsson, Haukur Páll Sigurðsson, Lúkas Logi Heimisson og Tryggvi Hrafn Haraldsson koma inn í byrjunarlið Vals frá frábærum 4-0 sigri gegn KA.

Elfar Freyr Helgason, Kristinn Freyr Sigurðsson, Adam Ægir Pálsson og Andri Rúnar Bjarnason fara á bekkinn.

Hólmar hefur verið að glíma við meiðsli og spilar sinn fyrsta leik í dag.
Fyrir leik
Dagur á Hlíðarenda

Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis, er fyrsti maður í stúkuna, hann ætlar að verja deginum á Hlíðarenda og tekur körfuboltaleikinn í kvöld líka. Baddi að fara að styðja Valsmenn hressilega og mun borða allar máltíðir dagsins í Fjósinu.
Fyrir leik
Spenna og eftirvænting Eins og venjulega er vel tekið á móti manni á Hlíðarenda og hér er óhætt að segja að það sé spenna og eftirvænting í lofti. Þá aðallega fyrir oddaleiknum í körfuboltanum í kvöld þar sem Valur eða Tindastóll mun verða Íslandsmeistari.

Fyrir leik
Stjörnum prýtt lið Grindavíkur

Grindavík er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í Lengjudeildinni. Þeir gulu ætla sér upp um deild og voru afskaplega duglegir á leikmannamarkaðnum í vetur. Meðal þekktra leikmanna liðsins eru Óskar Örn Hauksson og Guðjón Pétur Lýðsson sem á tvo Íslandsmeistaratitla að baki með Val.

Á leið sinni í 16-liða úrslit bikarsins vann Grindavík 1-0 útisigur gegn Aftureldingu þar sem Óskar skoraði sigurmarkið og lagði svo Dalvík/Reyni 2-1 þar sem Dagur Ingi Hammer og Guðjón skoruðu.
Fyrir leik
Valsmenn farið með himinskautum

Valur er með markatöluna 23-7 í Bestu deildinni og hefur unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum. Liðið er að spila stórskemmtilegan fótbolta og margir leikmenn sjóðheitir.

Valur vann 4-1 sigur gegn 5. deildarliði RB í 32-liða úrslitum. Valsmenn voru alls ekki sannfærandi í þeim leik en RB hefði getað jafnað í 2-2 áður en Valsmenn komust í 3-1 á 85. mínútu.
Fyrir leik
Fyrrum Íslandsmeistari með Val við stjórnvölinn

Helgi Sigurðsson þjálfari Grindavíkur var aðstoðarþjálfari Vals á síðasta tímabili og er einnig fyrrum leikmaður Hlíðarendaliðsins.

Hann var lykilmaður í liði Vals 2007 þegar liðið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 20 ár. Hann skoraði 12 mörk í 18 leikjum og var valinn leikmaður tímabilsins.
Fyrir leik
Elías Ingi með flautuna

Elías Ingi Árnason dæmir leikinn í dag en hann hefur verið á síðum blaðanna undanfarna daga eftir að hafa dregið vítadóm til baka í Lengjudeildinni á föstudaginn.

Guðmundur Ingi Bjarnason og Helgi Hrannar Briem eru aðstoðardómarar dagsins. Það verður að sjálfsögðu leikið til þrautar.
Fyrir leik
Velkomin með okkur á Origo völlinn Valur og Grindavík eigast við í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla, flautað verður til leiks klukkan 14:00.

Leikir dagsins:
14:00 Valur-Grindavík (Origo völlurinn)
14:00 Stjarnan-Keflavík (Samsungvöllurinn)
16:00 Þróttur R.-Breiðablik (AVIS völlurinn)
17:00 Víkingur R.-Grótta (Víkingsvöllur)
17:00 HK-KA (Kórinn)
19:45 Fylkir-KR (Würth völlurinn)

Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
Tómas Orri Róbertsson ('71)
Dagur Örn Fjeldsted ('61)
4. Bjarki Aðalsteinsson
6. Viktor Guðberg Hauksson
10. Einar Karl Ingvarsson (f) ('61)
16. Marko Vardic
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('82)
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('82)
23. Dagur Austmann
26. Sigurjón Rúnarsson

Varamenn:
24. Ingólfur Hávarðarson (m)
7. Kristófer Konráðsson ('61)
9. Edi Horvat ('82)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('61)
11. Símon Logi Thasaphong ('71)
21. Marinó Axel Helgason
95. Dagur Traustason ('82)

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Jósef Kristinn Jósefsson
Benóný Þórhallsson
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Hávarður Gunnarsson
Beka Kaichanidis

Gul spjöld:
Tómas Orri Róbertsson ('37)

Rauð spjöld: