Nettóhöllin-gervigras
mánudagur 22. maí 2023  kl. 19:15
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Þokkalegar miðað við síðustu daga en blautt og vindur
Dómari: Reynir Ingi Finnsson
Maður leiksins: Caroline Mc Cue Van Slambrouck
Keflavík 1 - 0 Selfoss
1-0 Linli Tu ('34)
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
2. Madison Elise Wolfbauer
4. Caroline Mc Cue Van Slambrouck
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
9. Linli Tu
10. Dröfn Einarsdóttir ('80)
11. Kristrún Ýr Holm (f) ('80)
13. Sandra Voitane ('80)
14. Alma Rós Magnúsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted ('86)

Varamenn:
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
7. Elfa Karen Magnúsdóttir ('80)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
17. Júlía Ruth Thasaphong ('80)
18. Kristrún Blöndal
19. Þórhildur Ólafsdóttir ('86)
22. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir ('80)

Liðstjórn:
Þorgerður Jóhannsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Luka Jagacic
Jonathan Glenn (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir

Gul spjöld:
Kristrún Ýr Holm ('38)
Alma Rós Magnúsdóttir ('93)
Vera Varis ('95)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
95. mín Leik lokið!
Keflavík vinnur baráttusigur á liði Selfoss hér í Keflavík.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
Eyða Breyta
95. mín Gult spjald: Vera Varis (Keflavík)
Fyrir tafir.
Eyða Breyta
94. mín
Keflavík á markspyrnu eftir langt innkast frá Sif.

Tíminn hlýtur að vera renna út.
Eyða Breyta
93. mín Gult spjald: Alma Rós Magnúsdóttir (Keflavík)
Tekur nokkra snúninga með boltann þegar Selfoss á innkast.

Reyni og Selfyssingum ekki skemmt.
Eyða Breyta
92. mín
Selfoss fær hornspyrnu.

Þeirra síðasti séns?

Skallinn framhjá úr þéttum pakka í teignum. Markspyrna dæmd.
Eyða Breyta
91. mín
Sláarskot!
Allt í einu er Elfa Karen dottinn ein gegn Idun í teignum. Hún tvínónar ekkert við að láta vaða en boltinn smellur í slánni og gestirnir hreinsa.

Keflavík hefði átt að gera út um þetta þarna.
Eyða Breyta
90. mín
Við erum í uppbótartíma.

Hver hann er get ég ekki sagt ykkur.

Giskum á þrjár mínútur en það er algjörlega út í loftið.
Eyða Breyta
88. mín
Alma Rós við það að vinna sig í færi eftir hörkubaráttu í Madison en nær ekki að leggja boltann fyrir sig sem hrekkur af henni í fangi Idunar.
Eyða Breyta
87. mín
Keflavík sækir, Elfa Karen með boltann fyrir frá vinstri eftir laglegt samspil Keflavíkur liðsins. En flaggið fer á loft til marks um rangstæðu.
Eyða Breyta
86. mín Þórhildur Ólafsdóttir (Keflavík) Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík)

Eyða Breyta
83. mín
Aukaspyrna inn á teig Keflavíkur. Madison fyrst á boltann og skallar hann til baka á Veru í markinu.
Eyða Breyta
81. mín
Tíminn heldur áfram að tikka og gestunum gengur erfiðlega gegn vel skipulögðu liði Keflavíkur sem hefur verið virkilega vinnusamt til baka í dag.
Eyða Breyta
80. mín Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (Keflavík) Sandra Voitane (Keflavík)

Eyða Breyta
80. mín Júlía Ruth Thasaphong (Keflavík) Kristrún Ýr Holm (Keflavík)

Eyða Breyta
80. mín Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík) Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
78. mín Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfoss) Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Selfoss)

Eyða Breyta
78. mín Katrín Ágústsdóttir (Selfoss) Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)

Eyða Breyta
76. mín
Selfoss aðeins farið að þrýsta liðinu ofar.

Uppskera horn.
Eyða Breyta
75. mín Gult spjald: Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss)
Fyrir hvað sá eg ekki en Reynir beitti hagnaði og spjaldaði eftirá.
Eyða Breyta
74. mín
Alma Rós finnur Söndru úti til hægri. Sandra leikur aðeins inn á teiginn en boltinn beint á Idun.
Eyða Breyta
72. mín
Caroline Slambrouck hefur verið hreint út sagt frábær í hægri bakverðinum hjá Keflavík það sem af er. Fyrir utan eitt atvik í fyrri hálfleik hefur hún vart stigið feilspor í varnarleik sínum.
Eyða Breyta
70. mín
Fyrir þá sem lásu fyrri færslu merkta 87.mínútu, smá stirðleiki í fingrum í kuldanum. Átti að sjálfsögðu að vera 67.
Eyða Breyta
67. mín
Barbára með skallann að marki eftir hornið en framhjá fer boltinn.
Eyða Breyta
67. mín
Lið Selfoss vinnur hornspyrnu.
Eyða Breyta
64. mín
Sandra fer vel með boltann úti til hægri fyrir Keflavík, kemst inn á teiginn og leggur boltann á Amelíu sem á skotið en af varnarmanni og afturfyrir.
Eyða Breyta
61. mín Guðrún Þóra Geirsdóttir (Selfoss) Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss)

Eyða Breyta
57. mín
Rólegt yfir þessu eins og er. Keflavík haldið skipulagi vel og Selfossliðið lítt komist áleiðis hér í dag.
Eyða Breyta
50. mín
Madison Elise fær bjartsýnis verðlaun dagsins. 40 metra frá marki lætur hún vaða á markið. Hátt hátt yfir markið.
Eyða Breyta
48. mín
Dröfn með stórhættulegan bolta fyrir markið frá vinstri en örlítið of fastur fyrir Linli sem mætti á fjær.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn

Heimakonur hefja hér leik í aðstæðum sem verða að teljast haustlegar hreinlega. Dimmt yfir og kalt í rigningunni.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Keflavík leiðir hér eftir fínasta fyrri hálfleik í heildina. Staðan er líklega sanngjörn en Keflavík hefur leikið með vindinn í bakið í fyrri hálfleik.

Kaffi og með því og síðari hálfleikurinn að vörmu spori.
Eyða Breyta
45. mín
Mínúta var langt frá því. Við erum á +3 hér.
Eyða Breyta
45. mín
Venjulegum leiktíma í fyrri hálfleik lokið. Ekkert spjald á loft til að gefa upp uppbótartíma en við reiknum með mínútu.
Eyða Breyta
40. mín
Keflavíkurkonur óhræddar við að láta vaða á markið.
Sandra með skotið í þetta sinn, af talsverðu færi frá hægri. Alls ekki galin tilraun en hittir ekki markið.
Eyða Breyta
38. mín Gult spjald: Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
Brýtur af sér á miðjum vellinum.
Eyða Breyta
34. mín MARK! Linli Tu (Keflavík), Stoðsending: Sandra Voitane
Keflavík tekur hér forystu!
Sandra Voitane sterk úti til hægri og vinnur baráttu um boltann við að mér sýnist Barbáru. Hún setur boltann a Linli Tu sem lítur upp, sér að Idun er framarlega í markinu og lætur bara vaða af löngu færi. Idun getur ekkert annað gert en að horfa á boltann svífa yfir sig í netið

Staðsetning Idun alls ekki góð þarna og Bjössi var langt í frá sáttur með að fá á sig svona mark.
Eyða Breyta
30. mín
Caroline í brasi þegar hún reynir að skýla boltanum afturfyrir, Bergrós bara sterkari og hirðir af henni boltann. Caroline andar léttar þegar liðsfélagar hennar hreinsa frá marki.
Eyða Breyta
28. mín
Gott skot frá Amelíu Rún
Keflavík sækir og á Amelía Rún fínustu tilraun af talsverðu færi sem svífur rétt framhjá stönginni hægra megin.
Eyða Breyta
25. mín
Keflavík vinnur boltann á miðjum vellinum. Sandra og Linli tvær á tvær en eigingirni verður Söndru að falli, reynir að fara sjálf í gegn og sér ekki Linli eina og óvaldaða úti til vinstri frá sér.

Illa farið með góða stöðu.
Eyða Breyta
22. mín
Unnur Dóra reynir skot úr erfiðri stöðu, víðsfjarri markinu en fær prik fyrir að reyna.
Eyða Breyta
21. mín
Leikurinn verið rosalega lokaður til þessa, mikið um barning á miðjunni og liðin bæði mjög skipulögð og þétt.
Eyða Breyta
18. mín
Alma mætir aftur inná og virðist í lagi.
Eyða Breyta
16. mín
Madison Elise aftur að reyna sig, fínasta skot en boltinn beint í fang Idun sem staðsetti sig vel.
Eyða Breyta
15. mín
Alma fær högg á ökklann á miðjum vellinum og sest í grasið. Ræðir við sjúkraþjálfara Keflavíkur og virðist hafa lokið leik sýnist mér.

Nei ekki alveg hún er að reyna hrista þetta af sér en er enn utan vallar.
Eyða Breyta
13. mín
Heimakonur vinna boltann hátt á vellinum. Dröfn geysist upp hægri kantinn og reynir að finna Linli í hlaupinu í teignum, Sif búin að lesa það fyrir lifandis löngu og kemur boltanum frá.
Eyða Breyta
11. mín
Bergrós Ásgeirsdóttir kemst upp að endamörkum vinstra megin og leggur boltann út í teiginn. Eva Lind fyrst á boltann en nær ekki að stýra boltanum á markið sem fer hátt hátt yfir
Eyða Breyta
9. mín
Þetta fer rólega af stað hér. Selfoss verið ívið meira með boltann en liðin ekki að ógna hvort öðru að neinu ráði.
Eyða Breyta
5. mín
Keflavík sækir, Alma finnur Söndru úti til vinstri en hún nær ekki að koma boltanum fyrir markið.
Eyða Breyta
2. mín
Ég er seinn að kveikja á perunni

Virkilega gaman að sjá Ölmu Rós Magnúsdóttur fá tækifæri í byrjunarliði Keflavíkur í kvöld.

Fædd 2008 og skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild á dögunum.

Alvöru efni þar á ferð.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað, það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar hér í Keflavík

Þetta er að fara að rúlla af stað hér í Keflavík. Liðin að ganga til vallar og vallarþulurinn Axel að kynna liðin.

Við vonumst að sjálfsögðu eftir jöfnum og spennandi leik.

Góða skemmtun.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sandra spáir
Nú komið að Söndru Sigurðardóttur að spá í spilin. Sandra lagði hanskana á hilluna í vetur eftir farsælan feril. Hún hjálpaði Val að vinna tvennuna síðasta sumar og varði mark íslenska landsliðsins undanfarin ár.

Um leik Keflavíkur og Selfoss sagði hún.

Keflavík 1 - 2 Selfoss

Selfosskonur ekki með eins mörg stig og þær myndu vilja, eru að vinna í að finna takt og safna stigum. Ekkert grín að fara suður með sjó og ætla e-ð að ná í stig svo auðveldlega. Verður barningur og alveg bókað rok sem gerir öllum aðeins erfiðara fyrir. Selfoss tekur þetta á endanum 2-1.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómarinn

Reynir Ingi Finnsson er dómari leiksins. Honum til aðstoðar eru Nour Natan Ninir og Tryggvi Elías Hermannsson. Jón Sveinsson er svo eftirlitsmaður KSÍ og sér um að tríóið standi sína plikt og að framkvæmd leiks sé eftir settum reglum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri viðureignir í efstu deild frá aldamótum

Tölfræðin er á bandi gestaliðsins fyrir leik kvöldsins en þær hafa unnið alls fimm af sex viðureignum liðanna í efstu deild frá aldamótum. Eina stig Keflavíkur gegn liði Selfoss í efstu deild kom í viðureign liðanna á Selfossi fyrir rétt rúmlega ári síðan þar sem lokatölur urðu 0-0.

Markatalan er svo 11-2 Selfoss í vil
Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavík
Heimaliðið er á hinum enda spýtunnar ef miðað er við lið Selfoss. Jafntefli í fyrsta leik var fylgt eftir með sterkum útisigri gegn Þór/KA. Tvö töp gegn Breiðablik og FH hafa fylgt í kjölfarið og eru Keflavíkurkonur efalaust hungraðar í að setja fleiri stig á töfluna.

Liðið þarf þó að þora að halda betur í boltann en í undanförnum leikjum og nýta krafta Linli Tu í fremstu víglínu betur.Eyða Breyta
Fyrir leik
Selfoss

Eftir tap í fyrstu tveimur umferðum mótsins hefur verið stígandi í leik Selfossliðsins. Jafntefli við Val í þriðju umferð mótsins á Origo vellinum var fylgt eftir með sterkum 3-1 sigri á liði Tindastóls og situr liðið nú í sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig.

Það verður fróðlegt að sjá hvort að gestaliðið í dag haldi áfram á sömu braut og í síðustu leikjum og tengi saman góðar frammistöður og úrslit sem er lykilforsenda þess að liðið klífi ofar í töfluna.Eyða Breyta
Fyrir leik
Besta deildin rúllar áfram
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Selfoss í Bestu deild kvenna en flautað verður til leiks í Reykjanesbæ klukkan 19:15Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Idun Kristine Jorgensen (m)
3. Sif Atladóttir
4. Íris Una Þórðardóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir ('61)
7. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('78)
10. Barbára Sól Gísladóttir
12. Grace Leigh Sklopan
15. Unnur Dóra Bergsdóttir
16. Katla María Þórðardóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir ('78)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Varamenn:
13. Karen Rós Torfadóttir (m)
8. Katrín Ágústsdóttir ('78)
9. Embla Dís Gunnarsdóttir
21. Þóra Jónsdóttir
22. Guðrún Þóra Geirsdóttir ('61)
23. Kristrún Rut Antonsdóttir ('78)
25. Auður Helga Halldórsdóttir

Liðstjórn:
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Óttar Guðlaugsson
Björn Sigurbjörnsson (Þ)
Gunnar Geir Gunnlaugsson
Lilja Dögg Erlingsdóttir

Gul spjöld:
Unnur Dóra Bergsdóttir ('75)

Rauð spjöld: