Kópavogsvöllur
miðvikudagur 24. maí 2023  kl. 19:15
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Rok og mikið af því
Dómari: Soffía Ummarin Kristinsdóttir
Maður leiksins: Hafrún Rakel Halldórsdóttir
Breiðablik 3 - 2 FH
0-1 Mackenzie Marie George ('31)
1-1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('40)
2-1 Hildur Þóra Hákonardóttir ('75)
2-2 Mackenzie Marie George ('78)
3-2 Andrea Rut Bjarnadóttir ('90)
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Taylor Marie Ziemer
9. Katrín Ásbjörnsdóttir ('86)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('86)
17. Karitas Tómasdóttir ('69)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
28. Birta Georgsdóttir ('69)

Varamenn:
1. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('69)
10. Clara Sigurðardóttir ('86)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('69)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('86)
18. Elín Helena Karlsdóttir
27. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir

Liðstjórn:
Ólafur Pétursson
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Ágústa Sigurjónsdóttir
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Gul spjöld:
Ásta Eir Árnadóttir ('90)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Elíza Gígja Ómarsdóttir
90. mín Leik lokið!
Blikar ná í þrjá punkta hérna í blálokin.
Blikarnir voru töluvert betri í fyrri hálfleik en FH komu mjög stekrar inn í seinni hálfleikinn og mega vera svekktar með að hafa misst þetta niður í tap hér á loka mínútunum.
Eyða Breyta
90. mín
+4

FH fá aukaspyrnu og það munar engu að þær jafni
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
+4
Rífur Mackenzie niður þegar hún er að sleppa fram hjá henni inn í teiginn
Eyða Breyta
90. mín MARK! Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
Drama
+3

Hafrún Rakel fer mjög illa með Colleen og skilur hana eftir í rykinu. Hún keyrir inn á völlinn og rúllar boltanum út í teiginn þar sem Andrea er og leggur hann framhjá Aldísi
Eyða Breyta
90. mín
+2

Blikar fá horn en FH hreinsa
Eyða Breyta
90. mín
+1

Fjórum mínútum bætt við, fáum við eitthvað drama hérna í lokinn?
Eyða Breyta
88. mín
Það kemur bolti inn á teig FH frá vinstri sem fer beint á Heidi. Hún er í vandræðum og missir boltann einhvernveginn á milli lappanna á sér en Aldís er vel vakandi og stekkur út eins og köttur áður en Blikar ná til hans
Eyða Breyta
86. mín Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
86. mín Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
84. mín
Hafrún með skot utarlega í teignum en það er rétt yfir
Eyða Breyta
79. mín Berglind Þrastardóttir (FH) Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)

Eyða Breyta
78. mín MARK! Mackenzie Marie George (FH)
Þær jafna strax
Boltinn kemur hár fram en fer beint í lappirnar á Hildi sem, á einhvern óskiljanlegan hátt, nær ekki að koma boltanum í burtu. Mackenzie nýtir sér það og stelur boltanum af henni og rekur boltann aðeins áður en hún lætur vaða. Toni reynir að henda sér fyrir og boltinn fer af henni og inn. Þetta mark verður að skrifa á Hildi sem núllar þarna út markið sem hún var að enda við að skora hinum megin
Eyða Breyta
76. mín Erla Sól Vigfúsdóttir (FH) Vigdís Edda Friðriksdóttir (FH)

Eyða Breyta
75. mín MARK! Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik)
2-1
Blikar fá aukaspyrnu úti vinstra megin sem að Agla María tekur. Spyrnan er inn í fullkomið svæði fyrir Hildi sem að þarf bara rétt að ná snertingu og setur hann fram hjá Aldísi
Eyða Breyta
73. mín
Mackenzie tekur Hildi á og hefur betur, hleður í skotið en það er rétt yfir. Hildur mjög heppin þarna, hún dettur á sprettinum og hefði auðveldlega getað klippt Mackenzie með sér niður. Það hefði alveg mögulega getað verið rautt spjald.
Eyða Breyta
73. mín
Ágætis tilruan frá Katrínu en Aldís ver
Eyða Breyta
70. mín
Trommusveit Blika, þar sem meðalaldurinn er eitthvað í kring um 10 árin, er búin að tromma stanslaust síðan Soffía flautaði þennan leik á
Eyða Breyta
69. mín Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik) Birta Georgsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
69. mín Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
67. mín
Agla María er sloppin í gegn en flaggið er komið á loft
Eyða Breyta
63. mín
Geggjuð varsla
Birta sleppur í gegn og hún og Hafrún eru tvær á eina. Birta rennir honum yfir á Hafrúnu sem á skot en Aldís étur hana og kemur boltanum frá
Eyða Breyta
62. mín
Fínasta sókn Blika endar með ekki svo fínu skoti frá Birtu
Eyða Breyta
61. mín Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (FH) Esther Rós Arnarsdóttir (FH)

Eyða Breyta
61. mín
FH eru að undirbúa skiptingu. Elín Björg er að koma inn á
Eyða Breyta
58. mín
Geggjaður bolti af hægri kantinum frá Karitas sem Agla María rétt missir af
Eyða Breyta
56. mín
Blikar fá hérna ágætis sókn sem endar með þvæi að Arna neglir honum upp í loftið og er ekki langt frá því að setja hann inn í eigið mark en hann fer tæplega framhjá.

Blikar fá horn en ekkert verður úr því
Eyða Breyta
55. mín
FH hafa byrjað þennan hálfleik af krafti, Blikar komast varla af eigin vallarhelming
Eyða Breyta
54. mín
Esther á skemmtilega sendingu í hlaupaleiðina hjá Mackenzie sem að tekur Hildi á en hleypur eiginlega sjálf með boltann út af
Eyða Breyta
53. mín Gult spjald: Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)
Tekur Karitas niður og stoppar skyndisókn
Eyða Breyta
51. mín
Hildigunnur gerir vel og vinnu boltann af Karitas á hættulegum stað. Hún þræðir sig í gegn um vörn Blika en ætlar of langt sjálf og missir boltann á endanum. Esther ekki sátt með að fá ekki sendingu þarna
Eyða Breyta
46. mín
Dauðafæri
Elísa á fyrirgjöf á Hildigunni sem leggur hann fyrir sig og skýtur fram hjá. Þær verða að nýta svona færi ef að þessi seinni hálfleikur spilast eins og fyrri
Eyða Breyta
46. mín
Katrín sparkar þessu aftur í gang. Það er spurning hvernig sóknarleikur Blika mun ganga á móti vindinum
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Liðin fara jöfn inn í hálfleik. Blikar hafa verið töluvert hættulegri í dag en FH eru að verjast vel og Aldís er búin að verja vel nokkrum sinnum. Trúi ekki öðru en að við fáum fleiri mörk í seinni hálfleik
Eyða Breyta
45. mín
Þær bjarga á línu
+1
Blikar fá horn. Spyrnan kemur inn á miðjan teiginn og Birta á skot sem er varið. Boltinn berst til Toni sem nær skoti á markið en Elísa er vel staðsett á línunni og bjargar marki, Aldís nær svo að skutla sér á hann.
Eyða Breyta
40. mín MARK! Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
Þær jafna
Það hlaut að koma að því að þær kæmu boltanum inn. Þær sækja upp vinstra megin og boltinn kemur inn í. Smá krafs og boltinn berst út í teiginn þar sem Agla María nær góðu skoti sem fer í slánna. Boltinn berst aftur út í teiginn og þar þarf Hafrún bara að skalla hann í mitt markið þar sem að Aldís liggur ennþá eftir að hafa skutlað sér í skotið hennar Öglu Maríu
Eyða Breyta
39. mín
Blikar fá aukaspyrnu úti vinstra megin sem Agla María tekur inn í. Blikar ná skallanum en Aldís ver vel.
Eyða Breyta
36. mín
Allskonar vandræði í hjarta varnarinnar hjá Blikum og Esther Rós kemst á milli þeirra. Hún tekur auka snertingu sem verður til þess að Toni og Hildur sjá við henni. Blikar stálheppnar en þarna á Esther að gera betur!
Eyða Breyta
34. mín
Blikar sækja hérna hratt og setja boltann inn í en Aldís er vel vakandi og mætir út. Hún virðist verða fyrir höggi í leiðinni og liggur eftir.
Eyða Breyta
31. mín MARK! Mackenzie Marie George (FH)
Fyrsta skotið þeirra á markið
Mackenzie á hérna einleik, tekur á sprettinn upp hægri kantinn og ver ótrúlega illa með Vigdísi Lilju. Keyrir inn að markinu og þrumar honum af mjög þröngu færi. Telma ver hann en skotið er fast og það fer af henni og inn. Hún reyndi að ná aftur til hans en hann náði rétt yfir línuna áður en hún náði að moka honum út. 0-1 þvert gegn gangi leiksins.
Eyða Breyta
27. mín
Hættuleg sendin til baka frá miðjunni hjá FH sem Katrín er nálægt því að nýta sér en nær ekki alveg til boltans
Eyða Breyta
27. mín
Á meðan Colleen fær aðhlynningu halda Blikar áfram að sækja og fá horn.

Spyrnan er svo beint í hendurnar á Aldísi.
Eyða Breyta
24. mín
Colleen er í baráttu við Öglu Maríu og liggur eftir. Þetta var ekki högg frá Öglu Maríu eða eitthvað slíkt hún bara allt í einu lagðist niður
Eyða Breyta
21. mín
Hafrún Rakel keyrir upp vinstri kantinn eftir innkast og á skot beint á Aldísi sem missir boltann en er heppin og er fyrst aftur á boltann
Eyða Breyta
19. mín
Taylor reynir að finna Birtu í hlaupinu aftur fyrir vörn FH en gleymir að gera ráð fyrir vindinum og sendingin er alltof föst
Eyða Breyta
17. mín
Blikar taka hornið og spyrnan fer á fjær en þær ná ekki að nýta hana.

Blikar að sækja í sig veðrið hérna síðustu mínútur.
Eyða Breyta
16. mín
Hafrún Rakel á hérna tilraun inn í teig en það er varnarmaður sem kemst fyrir og boltinn fer aftur fyrir.
Eyða Breyta
16. mín
Agla María cutar inn frá vinstri og lætur reyna á skot fyrir utan teiginn en Aldís er í engum vandræðum og grípur það
Eyða Breyta
13. mín
Birta er að drita fyrirgjöfum hérna frá hægri en nú er hún beint í fangið á Aldísi
Eyða Breyta
11. mín
Aftur er boltinn að koma inn frá hægri og nú er það Katrín sem nær skallanum en hann er laus og beint á Aldísi
Eyða Breyta
9. mín
Agla María er hér að fá fyrsta alvöru færi leiksins. Boltinn kemur hár inn á teiginn hjá FH frá hægri og fer yfir alla varnarlínuna. Þar er Agla María en hún hittir boltann ekki nægilega vel og nær ekki að stýra honum á markið
Eyða Breyta
7. mín
Liðin eru aðeins að reyna að fikra sig áfram hérna í rokinu, lítið að frétta.
Eyða Breyta
4. mín
Fyrirgjöf frá vinstri inn í teig Breiðabliks en hún er beint í hendurnar á Telmu
Eyða Breyta
2. mín
Eins og líklega flestir hafa áttað sig á að þá er veðrir ekki frábært í dag, vonum að það hafi ekki allt of mikil áhrif á leikinn
Eyða Breyta
1. mín
FH byrja með boltann
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH
FH eru eins og stendur í 9. sæti með 4 stig og geta með sigri jafnað stigafjölda Keflavíkur og Stjörnunnar sem sitja í 4. og 5. sæti. Þær unnu sinn fyrsta leik í sumar í síðustu umferð þegar þær unnu Keflavík 3-1 í Kaplakrika.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Breiðablik
Blikar sitja í 6. sæti með 6 stig fyrir leikinn í dag en þær geta með sigri farið upp í það þriðja. Þær fóru í fýluferð norður í síðustu umferð en þar töpuðu þær 2-0.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Blikar gera fjórar breytingar á liði sínu eftir tap gegn Þór/KA í síðustu umferð. Bergþóra, Andrea Rut, Elín Helena og Áslaug Munda koma út. Inn fyrir þær koma Vigdís Lilja, Karitas Lilja, Hildur Þóra og Birta

FH gera tvær breytingar frá síðustu umferð þar sem þær sóttu sína fyrstu þrjá punkta í sumar í Kaplakrika á móti Keflavík. Sara Montoro fær sér sæti á bekknum og Shaina Ashouri tekur út leikbann. Inn fyrir þær koma Esther Rós og Vigdís Edda.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómarateymið
Soffía Ummarin Kristinsdóttir stjórnar umferðinni í dag. Henni til halds og trausts eru þau Tomasz Piotr Zietal og Magdalena Anna Reimus. Ólafur Ingi Guðmundsson er eftirlitsmaður.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Hæhæ og hó
Verið alveg hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Breiðabliks og FH í deild þeirra bestu. Þetta er fyrsti heimaleikur Blika á tímabilinu en þar var verið að leggja splunkunýtt teppi og völlurinn hefur því ekki verið nothæfur síðustu vikurnar

Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
5. Arna Eiríksdóttir
8. Valgerður Ósk Valsdóttir
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (f)
14. Mackenzie Marie George
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('79)
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('61)
20. Heidi Samaja Giles
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
33. Colleen Kennedy
40. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('76)

Varamenn:
3. Erla Sól Vigfúsdóttir ('76)
4. Halla Helgadóttir
6. Hildur María Jónasdóttir
7. Berglind Þrastardóttir ('79)
18. Sara Montoro
21. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('61)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir

Liðstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Karen Tinna Demian

Gul spjöld:
Valgerður Ósk Valsdóttir ('53)

Rauð spjöld: