Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
KR
1
0
Stjarnan
Ægir Jarl Jónasson '79 1-0
28.05.2023  -  19:15
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Smá dropar og rok, ágætlega hlýtt samt, völlurinn erfiður
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Jóhannes Kristinn Bjarnason
Byrjunarlið:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Olav Öby ('46)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('61)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('61)
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
9. Benoný Breki Andrésson ('61)
17. Luke Rae
29. Aron Þórður Albertsson ('46)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('61)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Hrafn Tómasson
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Olav Öby ('2)
Aron Þórður Albertsson ('64)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR SIGUR!!

Mjög jöfnum en tíðindalitlum leik lokið hér í Vesturbænum!

KR voru betra liðið í seinni hálfleik og ég held að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða.

Þakka fyrir samfylgdina, viðtöl og skýrsla væntanleg í kvöld.
90. mín
+3 í uppbót

Það stefnir allt í 3 stig fyrir KR-inga!!
84. mín
Enn eitt færið!!

Sigurður Bjartur fær geggjað tækifæri í teignum, reynir skot í fjærhornið sem Árni gerir vel og ver í horn
84. mín
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan) Út:Emil Atlason (Stjarnan)
84. mín
Inn:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
83. mín
FÆRI! Allt í einu kemst Emil Atla inn fyrir vörn KR og á skot sem Aron ver vel í horn

Svo kom flaggið mjööög seint á loft
79. mín MARK!
Ægir Jarl Jónasson (KR)
Stoðsending: Jóhannes Kristinn Bjarnason
MAAAARKKK!!!! KR eru komnir yfir!! Gat nú verið að markið kom úr föstu leikatriði!!

Jóhannes Kristinn með frábæra hornspyrnu inn á markteig þar sem að Ægir Jarl svona flikkar honum aftur fyrir sig yfir Árna Snæ í markinu

Game on!!
78. mín Gult spjald: Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
Ein hressileg á Jóhannes Kristinn
78. mín
Svona Salah --> Trent útfærsla fyrir Ægi Jarl sem á hörkuskot í varnarmann!
76. mín
KR fá aukaspyrnu á hættulegum stað, kjörið tækifæri fyrir Atla Sigurjónsson!
75. mín
Inn:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) Út:Joey Gibbs (Stjarnan)
69. mín
FINNUR TÓMAS!!! Frábær sókn hjá KR þar sem að Sigurður Bjartur finnur JKB í teignum sem á sendingu á Finn Tómas af öllum mönnum sem á skot í fyrsta sem Árni ver með hægri fætinum

Besta færi KR!!
68. mín
"Unnið deildina oftast, bikarinn oftast, oftar en allir aðrir" Fær að hljóma frá Miðjunni eins og enginn sé morgundagurinn
67. mín
64. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
Aron með eina groddaralega á Hilmar Árna

Hann er sjóðandi heitur hann Aron Þórður
61. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
61. mín
Inn:Benoný Breki Andrésson (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
60. mín
Inn:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) Út:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan)
60. mín
Flott sókn hjá KR sem endar á því að Kiddi Jóns kemst upp að endamörkum og reynir sendingu fyrir markið en of innarlega, Árni Snær tekur þennan bolta örugglega
58. mín
Aron Þórður með eina FULLORÐINS tæklingu beint í boltann og þaðan í innkast

Lifnaði vel yfir stúkunni við þessa tæklingu!
53. mín
52. mín
Völlurinn er hræðilegur
50. mín
FÆRI!! Flott sókn KR þar sem að Aron Þórður fær sendingu fyrir utan teig og á þrususkot í nærhornið en Árni ver þetta vel í hornspyrnu!
46. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (KR) Út:Olav Öby (KR)
46. mín
Inn:Sindri Þór Ingimarsson (Stjarnan) Út:Björn Berg Bryde (Stjarnan)
46. mín
Seinni farinn af stað !
45. mín
Hálfleikur
Jóhann flautar í flautu sína og liðin halda inn í búningsklefa. Mjög jafn leikur og hann verður það líklega í seinni líka

Tökum okkur stutta pásu!
45. mín
Hætta á ferðum!!

Frábær hornspyrna inn á teig sem dettur á Guðmund Baldvin inn í teignum og hann á lúmskt skot réééétt yfir markið

Stutt í hálfleik
45. mín
Kennie keyrir upp völlinn og rennir honum til hliðar á T Elmar sem á laust skot beint á Árna Snæ í markinu.
44. mín
Hornspyrna inn á teig Stjörnunnar sem er skölluð út fyrir teiginn þar kemur Theodór Elmar og á fast skot í varnarmann og rétt framhjá markinu!!
40. mín
Ægir Jarl með hörkuskot í átt að marki Stjörnunnar en BBB setur fótinn í þetta og bjargar mögulega marki!!
36. mín
Það er kominn alvöru hiti í þennan leik

Miðjan er að láta Gumma Kristjáns heyra það, búnir að vera á bakinu á honum frá fyrstu mínútu

Tæklingar fljúga um allan völl
34. mín
Skot-fyrirgjöf frá Jóhannesi sem fer í varnarmann og þaðan í hendurnar á BBB

Það liggur eitthvað í loftinu hérna í Vesturbænum
29. mín
JAKOB BJARGAR MARKI!! Fyrirgjöf inn á teig sem dettur fyrir Danna Lax í teignum sem á skot með tánni í fjærhornið en þar er Jakob Franz sem fær hann í fótinn og þaðan í hornspyrnu

Smá líf komið í þennan leik!
28. mín
Emil Atla sleppur inn fyrir vörn KR en að ég held var hann ranglega flaggaður rangstæður
28. mín
GBN liggur niðri eftir höfuðhögg en mér sýnist nú vera í lagi með kappann
24. mín
Örvar Logi einnig með hræðilega fyrirgjöf sem endar eiginlega sem skottilraun

Menn eru í bölvuðu brasi með þennan blessaða völl
22. mín Gult spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)
Stoppar skyndisókn
17. mín
Geggjuð aukaspyrna inn á teig frá Hilmari Árna en það missa allir af honum, BBB reynir að teygja sig í boltann en missir af honum einnig

Besta tækifæri Stjörnunnar
12. mín
Baldur Logi með tilraun af verstu fyrirgjöf tímabilsins hingað til, fór einhverja 20 metra yfir markið

Skrifa þetta á völlinn samt sem er erfiður
10. mín
ATLI !!! Hvað er Árni að brasa í markinu...

Ætlar að spila út frá marki en gefur bara beint á Atla sem kemst einn í gegn og á skot yfir markið. BBB gerir vel og setur smá pressu á hann sem gerði skotið erfiðara

Þetta var færi og gjöf frá Árna Snæ
8. mín
Lið Stjörnunnar Árni
Gummi Kri - Bryde - D Lax - Örvar
Baldur Logi - Guðmundur Baldvin - Eggert - Hilmar Árni
Gibbs - Emil
7. mín
Lið KR Aron
Kennie - Jakob - Finnur
Jóhannes - Ægir - Öby - Kiddi Jóns
Atli - Flóki - T Elmar
5. mín
Völlurinn erfiður Sending frá D Lax til baka á Árna þar sem að Árni ætlar að taka við boltanum en skoppar yfir fótinn á Árna og rúllar í átt að markinu en Árni reddar þessu
2. mín Gult spjald: Olav Öby (KR)
Jóhann er byrjaður!

Fyrsta tækling leiksins og gult spjald niðurstaðan
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn!

Megi þessi leikur vera frábær skemmtun á þessu blauta kvöldi í Vesturbænum!
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin Ísak Andri Sigurgeirsson einn besti leikmaður deildarinnar er utan hóps í dag en samkvæmt heimildum fréttamanns er Ísak tæpur og enginn séns tekinn með hann í dag. Jökull Elísabetarson gerir tvær breytingar á sínu liði frá 2-2 jafnteflinu gegn Fylki en Ísak Andri og Adolf Daði koma út fyrir Joey Gibbs og Baldur Loga. Rúnar Kristinsson gerir tvær breytingar frá 1-2 sigrinum gegn Fram en Aron Snær kemur inn í markið fyrir Simen Kjellevold og Kristján Flóki kemur inn fyrir Sigurð Bjart Hallsson.
Fyrir leik
Dómari leiksins Jóhann Ingi Jónsson fær það verðuga verkefni að dæma þennan leik í dag og trúi ég ekki öðru en það verður mjög krefjandi verkefni í þessum aðstæðum! Honum til aðstoðar verða Andri Vigfússon og Bergur Daði Ágústsson
Fyrir leik
Spámaðurinn Máni Austmann Hilmarsson, skólabróðir minn og meistari, er næstur til þess að reyna fyrir sér. Máni er leikmaður Fjölnis sem situr á toppi Lengjudeildarinnar. Máni samdi við Fjölni í lok félagaskiptagluggans eftir að hafa leikið með FH árið á undan. Hann er jafnmarkahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar með fjögur mörk skoruð í fjórum leikjum. Svona spáir hann leiknum.
" Kristján Flóki samstarfsmaður og kynlífsfíkill skorar 2 og Grétar Snær ákveður að loka búrinu hjá KR. Ísak Andri mun samt eiga stórkostlegan leik eins og alltaf. Eggert er líka nettur. Leikurinn endar 2-0 KR"
Fyrir leik
Jölli á heimaslóðum Þjálfari Stjörnunnar stýrir sínu liði í fyrsta sinn sem aðalþjálfari gegn uppeldisfélaginu sínu en Jökull lék með KR frá 2001 - 2005.


Fyrir leik
Bæði lið á ágætis róli KR-ingar koma fullir sjálfstrausts inn í leikinn en þeir hafa unnið síðustu tvo leiki en þeir unnu Fylki 4-3 í bikarnum svo unnu þeir Fram 1-2 í Úlfarsárdalnum í síðustu umferð. Stjörnumenn eru hins vegar taplausir undir stjórn Jökuls Elísabetarsonar en þeir eru með tvo sigra og eitt jafntefli undir hans stjórn með markatöluna 10-2
Fyrir leik
Veðrið og aðstæður... Það stefnir allt í að klukkan 19:15 þegar leikurinn verði flautaður á verði grenandi rigning og rok þannig það verður mjög áhuagvert að sjá hvernig þessi leikur spilast. KR spilaði síðast á heimavelli gegn Breiðablik þann 13.maí og völlurinn fékk ekki mikið lof á samfélagsmiðlum þannig verður spennandi að sjá hvað Maggi Bö er búinn að gera við völlinn síðan þá
Fyrir leik
Gott og blessað kvöldið kæra fólk og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Meistaravöllum þar sem að KR og Stjarnan mætast í 9.umferð Bestu deildar karla.

Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Björn Berg Bryde ('46)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
7. Eggert Aron Guðmundsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson ('84)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason ('84)
23. Joey Gibbs ('75)
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('60)
32. Örvar Logi Örvarsson

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
6. Sindri Þór Ingimarsson ('46)
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('84)
11. Adolf Daði Birgisson ('60)
30. Kjartan Már Kjartansson ('75)
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('84)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Sigurbergur Áki Jörundsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Þór Sigurðsson
Egill Atlason

Gul spjöld:
Daníel Laxdal ('22)
Kjartan Már Kjartansson ('78)

Rauð spjöld: