Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Stjarnan
3
0
Keflavík
Anna María Baldursdóttir '5 1-0
Jasmín Erla Ingadóttir '24 2-0
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir '62 3-0
31.05.2023  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: 85 - Kennum úrslitakeppni handboltans um þetta
Maður leiksins: Sædís Rún Heiðarsdóttir
Byrjunarlið:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('73)
9. Andrea Mist Pálsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f) ('63)
11. Betsy Doon Hassett ('46)
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir ('73)
18. Jasmín Erla Ingadóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('63)
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir ('73)
4. Eyrún Embla Hjartardóttir ('63)
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('63)
13. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir
14. Snædís María Jörundsdóttir ('73)
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('46)
77. Eyrún Vala Harðardóttir

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Hulda Björk Brynjarsdóttir

Gul spjöld:
Heiða Ragney Viðarsdóttir ('52)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigur Stjörnunnar var aldrei í hættu hér í kvöld.
Keflavík áttu fá svör við þeim í dag.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
92. mín
Gyða með tilraun en Vera ekki í neinum vandræðum.
91. mín
Við siglum inn í uppbótartíma. Geri ráð fyrir svona 3-4 mín.
87. mín
Andrea Mist með flotta hælspyrnu ætlaða Jasmín Erlu en Keflavík kemst fyrir.
82. mín
Fínasta skottilraun hjá Keflavík en færið langt og Auður ekki í teljandi vandræðum.
78. mín
Inn:Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (Keflavík) Út:Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
74. mín
Linli Tu með tilraun fyrir Keflavík en skotið slappt og beint á Auði.
73. mín
Inn:Þórhildur Ólafsdóttir (Keflavík) Út:Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík)
73. mín
Inn:Júlía Ruth Thasaphong (Keflavík) Út:Sandra Voitane (Keflavík)
73. mín
Inn:Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan) Út:Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)
73. mín
Inn:Sóley Guðmundsdóttir (Stjarnan) Út:Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjarnan)
71. mín
Stjarnan með frábært spil! Aníta Ýr vinnur boltann og kemur honum á Jasmín Erlu sem sem gefur hann svo á Andreu Mist sem var í betra færi en Vera Varis með frábæra vörslu!

Keflavík getur þakkað Veru Varis fyrir að staðan sé ekki enn meiri en hún er.
69. mín
Inn:Kristrún Blöndal (Keflavík) Út:Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík)
69. mín
Aníta Ýr kemst í frábært skotfæri en Vera Varis varði!

Stjarnan kemst í færi en Keflavík bjargar í annað horn.

Væri áhugavert að sjá hornspyrnutölfræðina.
67. mín
Stjarnan er líklegri til að bæta við ef eitthvað er.
63. mín
Inn:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan) Út:Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
63. mín
Inn:Eyrún Embla Hjartardóttir (Stjarnan) Út:Heiða Ragney Viðarsdóttir (Stjarnan)
62. mín MARK!
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Jasmín Erla Ingadóttir
STJARNAN SETUR ÞRIÐJA! Aníta Ýr með skot fyrir utan teig sem svífur yfir Veru í marki Keflavíkur og upp í bláhornið!

Frábært mark! Óverjandi!
60. mín
Aníta Ýr vinnur boltann af Mikaelu Nótt og keyrir í átt að marki og sendir á Jasmín Erlu sem finnur hana svo aftur í teignum en sendingin of föst en nær að pikka boltanum til Andreu sem á skot sem Vera Varis ver frábærlega!
60. mín
Gunnhildur Yrsa reynir skot af löngu færi en skotið framhjá.
57. mín
Dröfn Einarsdótir keyrir inn á teig Stjörnunnar og reynir fyrirgjöf fyrir markið sem svífur yfir pakkann. Þetta lítur mun betur út hjá Keflavík í síðari hálfleik en í þeim fyrri.
54. mín
Það er ögn meiri kraftur í Keflavík í síðari hálfleiknum.
53. mín
Aníta Lind með hörkuskot úr aukaspyrnunni sem fer af varnarveggnum og Auður þarf að slá boltann afturfyrir.
52. mín Gult spjald: Heiða Ragney Viðarsdóttir (Stjarnan)
52. mín
Jasmín Erla og Gyða Kristín með skemmtilegan samleik en Keflavíkurvörnin heldur.
51. mín
Aníta Lind ísköld í öftustu línu hjá Keflavík og leikur á Andreu Mist áður en hún skilar af sér boltanum.
48. mín
Stjarnan með tilraun en dettur ofan á þaknetið.
47. mín
Linli Tu með fyrirgjöf en Auður grípur vel inní.
46. mín
Keflavík tóku stuttan liðsfund úti á velli áður en síðari fór af stað. Spurning hvort þær nái að stilla saman strengi fyrir síðari háfleikinn.
46. mín
Síðari hálfleikur farinn af stað! Aníta Ýr sparkar honum í gang!
46. mín
Inn:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan) Út:Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
45. mín
Hálfleikur
Stjarnan leiðir mjög sanngjarnt í hálfleik.
Hafa stýrt leiknum algjörlega og Keflavík hafa ekki átt nein svör.
45. mín
+1 fáum líklega alveg 2-3 mín í uppbót.
45. mín
Vandræðagangur í öftustu línu Keflavíkur og Aníta Ýr vinnur boltann og keyrir að marki og lætur vaða en Vera Varis vel á verði og nær að blaka yfir markið.
44. mín
Betsy Hassett liggur eftir og virðist hafa misst andann og heldur utan um rifbeinin. Fær aðhlyningu og skokkar svo aftur inná. Vonandi í góðu lagi með hana.
41. mín
Stjarnan fær tvær hornspyrnur. Sú fyrri er skölluð afturfyrir og sú síðari endar með skoti sem Vera varði vel og Keflavík sparkar frá marki.
35. mín
Dröfn EInarsdóttir reynir fyrirgjöf fyrir Keflavík en hún svífur í gegnum alla og vantar samherja á fjærstöng.
34. mín
Arna Dís með fyrirgjöf á Gunnhildi Yrsu sem nær ekki að stýra skotinu að marki.
30. mín
Jasmín Erla með flotta takta og reynir fyrirgjöf en Keflavík nær að bjarga.
29. mín
Keflavík eiga fá svör þegar þær komast fram en Stjarnan eru alltaf mættar grimmar að loka á allar þeirra aðgerðir.
26. mín
Sædís Rún með frábært skot en Vera Varis með enn betri markvörslu!
24. mín MARK!
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Sædís Rún Heiðarsdóttir
STJARNAN TVÖFALDAR! Aukaspyrna af einhverjum 45 metrum sem er líklega ætluð sem fyrirgjöf en svífur í gegnum allan pakkan og þar á meðal Veru í marki Keflavíkur - Jasmín Erla á síðustu snertingu á leið í markið!
22. mín
Aníta Ýr með skot en framhjá.
22. mín
Hornspynur Stjörnunnar eru að valda Keflavík smá vandræðum.
20. mín
Aukaspyrna úti vinstri sem Sædís Rún tekur en Gunnhildur Yrsa nær ekki að stilla miðið á skallanum og framhjá fer hann.
19. mín
Gunnhildur Yrsa með fyrirgjöf fyrir markið sem fellur á endanum til Betsy Hassett sem reynir að ná skoti á markið en Keflavík hendir sér fyrir.
18. mín
Linli Lu leitar af opnun en Stjarnan lokar vel á hana.
16. mín
Arna Dís með lúmska tilraun sem svífur rétt yfir samskeytin.
8. mín
Keflavík í hörku færi en framhjá fer boltinn.
5. mín MARK!
Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Sædís Rún Heiðarsdóttir
STJARNAN KEMST YFIR!!! Sædís Rún kemur með hornspyrnu inn í þvöguna og leit fyrst út fyrir að Keflavík væri að bjarga á línu en aðstoðardómarinn gaf merki um mark og Gunnar Freyr gefur bendingu um mark!

Við höfum í sjálfum sér ekki hugmynd um það hver það var sem skoraði en okkar besta gisk eftir létt VAR móment hérna uppi í blaðamannastúku þá komumst við að þeirri niðurstöðu um að Anna María ætti líklega síðustu snertingu!
4. mín
Stjarnan fær fyrsta horn leiksins. Keflavík kemst fyrir fyrirgjöf Örnu Dísar.
2. mín
Gunnhildur Yrsa hleypur á bakvið vörn Keflavíkur en er flögguð rangstæð.
1. mín
VIð erum farin af stað! Linli Tu sparkar okkur af stað.
Fyrir leik
Selma Dögg spáir í 6. umferð Bestu deildar kvenna Selma Dögg Björgvinsdóttir, leikmaður Víkings, spáir í leikina í sjöttu umferðinni sem hefst í kvöld.

Stjarnan 4 - 1 Keflavík
Stjarnan á mikið inni eftir tapið á Sauðárkróki. Leiðtogar liðsins munu rífa liðið áfram og þær mæta sterkar til leiks. Jasmín verður í markaskónum og Málfríður Erna mikilvæg í vörn Stjörnunnar.

Fyrir leik
Dómarateymið Gunnar Freyr Róbertsson heldur utan um flautuna í kvöld og honum til aðstoðar verða Ásmundur Hrafn Magnússon og Magdalena Anna Reimus.
Jón Sveinsson sér um eftirlitið.


Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Samkvæmt vef KSÍ hafa þessi lið mæst 37 sinnum í mótsleik á vegum KSÍ.

Stjarnan hefur í 22 skipti (59%) borið sigurorð af Keflavík.
Keflavík hefur í 11 skipti (30%) unnið.
Liðin hafa þá skilið jöfn í 4 skipti (11%).

Síðasti sigur Stjörnunnar: Lengjubikarinn 2023
Síðasti sigur Keflavíkur: Besta deildin 2022 - fyrri hluti
Síðasta jafnteflið: Pepsi Max deild 2021 - fyrri hluti


Fyrir leik
Stjarnan Stjörnukonur hafa farið höktandi af stað og ekki enn náð að tengja saman sigra, eru líkt og Keflavík með 7 stig eftir 5 umferðir en þær eru þó ekki nema þrem stigum frá toppnum.
Stjarnan byrjaði tímabilið á tapi á heimavelli gegn Þór/KA en sóttu svo sigur í Vestmannaeyjum gegn ÍBV í næstu umferð. Gerðu svo jafntefli gegn Þrótti R. og sóttu sterkan sigur gegn Val áður en þær töpuðu svo óvænt í síðustu umferð gegn Tindastól fyrir norðan.

Stjarnan hefur skorað 4 mörk á tímabilinu til þessa og hafa þessar séð um markaskorunina:

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - 2 Mörk
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir - 1 Mark
Jasmín Erla Ingadóttir - 1 Mark


Fyrir leik
Keflavík Keflavík hefur byrjað mótið vel og eru með 7 stig eftir 5 umferðir. Þær byrjuðu á því að sækja stig norður á Sauðarkrók þegar þær gerðu markalaust jafntefli við Tindastól og fylgu því svo eftir með að leggja Þór/KA af velli fyrir norðan í kjölfarið. Keflavík tapaði næstu tveim leikjum gegn Breiðablik og FH áður en þær komust aftur á sigurbraut á heimavelli í síðustu umferð gegn Selfoss.

Keflavík hafa skorað 4 mörk á mótinu til þessa og hafa þessar séð um markaskorunina:

Linli Tu - 2 Mörk
Sandra Voitane - 1 Mark
Alma Rós Magnúsdóttir - 1 Mark


Fyrir leik
Staðan í deildinni Þegar 5 umferðum er lokið lítur staðan í deildinni svona út:

1.Valur - 10 stig
2.Þróttur R. - 10 stig
3.Breiðablik - 9 stig
4.Þór/KA - 9 stig
5.Stjarnan - 7 stig
6.Keflavík - 7 stig

---------
7.ÍBV - 6 Stig
8.Tindastóll - 5 stig
9.Selfoss - 4 stig
10.FH - 4 stig


Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Samsungvellinum í Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti Keflavík í 6.umferð Bestu deild kvenna.


Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Amelía Rún Fjeldsted ('73)
2. Madison Elise Wolfbauer
4. Caroline Mc Cue Van Slambrouck
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
7. Elfa Karen Magnúsdóttir ('69)
9. Linli Tu
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f) ('78)
13. Sandra Voitane ('73)
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
17. Júlía Ruth Thasaphong ('73)
18. Kristrún Blöndal ('69)
19. Þórhildur Ólafsdóttir ('73)

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Þorgerður Jóhannsdóttir
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Luka Jagacic
Sigurður Hilmar Guðjónsson
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: