Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Stjarnan
4
0
KA
Eggert Aron Guðmundsson '29 1-0
Ísak Andri Sigurgeirsson '51 2-0
Hilmar Árni Halldórsson '62 3-0
Emil Atlason '83 4-0
02.06.2023  -  18:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Hálfskýjað og 11 stiga hiti.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 503
Maður leiksins: Ísak Andri Sigurgeirsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
5. Guðmundur Kristjánsson (f) ('46)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson ('69)
7. Eggert Aron Guðmundsson
9. Daníel Laxdal
11. Adolf Daði Birgisson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
24. Björn Berg Bryde
30. Kjartan Már Kjartansson ('85)
32. Örvar Logi Örvarsson ('19)
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('69)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
2. Heiðar Ægisson ('19)
6. Sindri Þór Ingimarsson ('85)
10. Hilmar Árni Halldórsson ('46)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
20. Sigurbergur Áki Jörundsson ('69)
22. Emil Atlason ('69)
23. Joey Gibbs

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Þór Sigurðsson
Egill Atlason

Gul spjöld:
Davíð Sævarsson ('20)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sanngjörnum yfirburðasigri Stjörnumanna 4 - 0. Er þetta þriðji leikurinn af síðustu fimm sem KA tapar 4 - 0.

Viðtöl og umfjöllun koma innan skamms
90. mín
Tvær mín í uppbót Að minnsta kosti
89. mín
Sending frá Sigurbergi á Emil inn í teig KA en Emil hittir boltann ekki nægilega vel og skotið yfir markið.
89. mín
Þetta er að fjara út Stjörnumenn fá aukaspyrnu nærri vítateignum vinstra meginn á vellinum.
85. mín
Inn:Sindri Þór Ingimarsson (Stjarnan) Út:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
83. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Eggert Aron Guðmundsson
LITLA SÓKNIN! EGGERT ARON GUÐMUNDSSON!!!

Hann vinnur boltann á sínum vallarhelming, geysist upp völlinn í gegnum þrjá (amk) leikmenn KA og leggur boltann fyrir Emil Atlason sem var við D-bogann og á geggjað skot í vinstra hornið. Óverjandi!
79. mín
Inn:Pætur Petersen (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
73. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (KA)
69. mín
Áhorfendur rísa úr fætum Klappa Ísaki Andra lof í lófa fyrir frábæran leik.
69. mín
Inn:Emil Atlason (Stjarnan) Út:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
69. mín
Inn:Sigurbergur Áki Jörundsson (Stjarnan) Út:Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
68. mín
Þrjú skot að marki Held ég sé búinn að vera að telja þetta rétt og KA menn eru búnir að eiga þrjú skot að marki og það þriðja var að koma rétt í þessu.

Ekki beisin framistaða það.
67. mín
Inn:Birgir Baldvinsson (KA) Út:Þorri Mar Þórisson (KA)
67. mín
Inn:Sveinn Margeir Hauksson (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
65. mín
Áður en markið kom var ég að fara að skrifa að það væri eitthvað að lifna yfir KA-mönnum en nú er ég hræddur um að þetta sé game over fyrir þá. Sé þá ekki koma til baka úr þessu.
62. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Er þetta komið hjá Stjörnunni? Frábær sókn Stjörnumanna. Eggert Aron með stórgóða fyrirgjöf á Ísak sem nær illa til boltans en kemur honum að marki í loftinu. Adolf var á leiðinni í boltann en fellur í teignum, boltinn berst út til Hilmars Árna sem er við teigslínuna og nær góðu skoti að markinu og í netið.
60. mín Gult spjald: Harley Willard (KA)
57. mín
Hallgrímur Mar með bakfallsspyrnu í átt að marki en skotið ekki nógu fast og Árni ekki í vandræðum með að grípa boltann.

Hinum meginn á vellinum fékk Kjartan geggjaða sendingu frá Hilmari og óð að marki KA og náði skoti en Jajalo varði það og Ísak Andri svo stuttu seinna með gott skot sem Jajalo varði í horn.
56. mín
Haddi búinn að fá nóg KA gerir hér tvöfalda sóknarsinnaða skiptingu. Þjálfarateymið greinilega búnir að fá nóg af leik sinna manna það sem af er.
55. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Jakob Snær Árnason (KA)
55. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
51. mín MARK!
Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
Stoðsending: Kjartan Már Kjartansson
LITLA MARKIÐ! ÍSAK ANDRI SIGURGEIRSSON HNEIGÐU ÞIG DRENGUR!

Kjartan Már sendir boltann fyrir markið og Ísak Andri hælspyrnir boltann í netið. Ekki fast en virkilega lúmskt!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Seinni hálfleikur hafinn.
46. mín
Inn:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) Út:Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
Hilmar Árni er kominn inn á og með bandið. Gummi Kristjáns væntanlega eitthvað tæpur.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Stjarnan er verðskuldað yfir. Leikurinn var hundleiðinlegur fyrstu 30 mín eða svo. KA menn eru arfaslakir og hafa varla skapað neitt. Eitthvað sem segir mér að Haddi Jónasar láti sína menn heyra það í klefanum.
45. mín
+6 Dauðafæri hjá Stjörnunni þar sem Ísak Andri fíflaði varnarmann KA og lyfti boltanum yfir höfuðið, aftur fyrir sig. Geystist upp völlinn og sendi boltann fyrir og þar var Eggert Aron mættur inn í teig en náði ekki nógu góðu skoti að marki.
45. mín
+4 Daníel Hafsteins með góða sendingu inn í teig þar sem Rodri fær boltann en hittir hann illa, besta og eina færi KA í leiknum.
45. mín
6 mínútur í uppbót Að minnsta kosti!
45. mín
Rangstaða Stjörnumenn koma boltanum í netið eftir hornspyrnu, Guðmundur Baldvin tók skæri, Jajalo varði boltann út, Ísak renndi sér í boltann og inn í netið en dæmdur rangstæður
42. mín
Leikurinn heldur áfram eftir smá stopp og Þorri er kominn aftur inn á eftir aðhlynningu á hliðarlínunni.

Það verða einhverjar mínútur í uppbótartíma, það er ljóst.
41. mín
Nú liggur Þorri Mar niðri Hann fékk högg í andlitið að mér sýndist og liggur eftir og fær aðhlynningu.
39. mín
Hallgrímur Mar fær stungusendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar og er næstum því búinn að ná til boltans en sendingin of föst og Árni Snær vel vakandi og kemur fljótt út til að ná til boltans.
32. mín
Stjörnumenn eru búnir að ná yfirhöndinni síðustu mínútur og KA-menn eru á hælunum. Ná engu spili upp í sinn leik og ógna Stjörnunni ekki neitt.
29. mín MARK!
Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Stoðsending: Ísak Andri Sigurgeirsson
Bætti upp fyrir mistökin áðan! Eggert Aron vinnur boltann á miðjunni, sendir á Ísak Andra sem kemst inn í teig, fellur við en nær að koma boltanum á Eggert Aron sem er í virkilega þröngu færi og nær að setja boltann í netið.

Virkilega vel gert!
28. mín
Skot yfir markið í dauðafæri! Eggert Aron fær frábæra sendingu inn í teig frá Ísaki, er fyrir framan opið markið því sem næst en skot hans hátt yfir.
26. mín
Ég er að berjast við að reyna finna eitthvað til að skrifa um. En það er bara ekkert í gangi. Eilíf stöðubarátta bara sem skilar engu.
20. mín Gult spjald: Davíð Sævarsson (Stjarnan)
Bekkurinn hjá Stjörnunni fær spjald Sá ekki hver það var sem fékk spjaldið og set það því á þjálfarann.

Eftirá breyting: Það er liðstjóri hann Davíð Sævarsson sem fékk gula spjaldið fyrir tuð. Var búinn að fá tiltal og Jökull var búinn að biðja hann um að hætta en hann hætti ekki og fékk því spjald.
19. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Stjarnan) Út:Örvar Logi Örvarsson (Stjarnan)
Örvar er kominn út á hliðarlínu eftir töluvert langa bið og í kjölfarið gerir Jökull skiptingu. Hann fékk olnbogaskot í höfuðið frá Jakobi Snæ
17. mín
Örvar Logi liggur eftir á vellinum en hann fékk högg á höfuðið.
13. mín
Fyrsta skot í átt að marki Það voru Stjörnumenn sem áttu fyrsta skot að marki í leiknum.
10. mín
Þetta er afskaplega tíðindalítið það sem af er....
6. mín
Liðin hafa verið að þreifa á hvort öðru. Stjörnumenn fengu aukaspyrnu af c.a. 30 metrum, sending inn í teig sem KA skalla út fyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað. Stjörnumenn í sínu bláu búningum og KA í sínum gulu. KA byrjar með boltann og spila í átt að Kópavoginum.
Fyrir leik
Dómarar klæðast hvítum bolum fyrir leik Á bolunum stendur ,,Engir dómarar, enginn leikur" #Ekkitapaþér
sem er herferðin sem KSÍ stendur fyrir þessa dagana til þess að minna fólk á að haga sér almennilega í samskiptum við dómara.
Fyrir leik
Mætið á völlinn! Það er engin ástæða til þess að hanga heima og koma ekki á völlinn. Flott veður, 11 stiga hiti og allar aðstæður til þess að bjóða upp á flottan knattspyrnuleik.
Fyrir leik
Tvær breytingar hjá KA Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gerir tvær breytingar á sínu liði frá síðasta leik. Jakob Snær og Ívar Örn koma inn í liðið. Ívar var fjarri góðu gamni í síðasta leik.

Ásgeir Sigurgeirsson tekur sér sæti á bekknum en Kristoffer Paulsen er ekki í hópnum. Birgir Baldvinsson snýr aftur í hóp KA eftir meiðsli. Ívar ber fyrirliðabandið hjá KA þar sem Ásgeir er á bekknum.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Fjórar breytingar hjá Stjörnunni Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, gerir fjórar breytingar á sínu liði frá síðasta leik. Ísak Andri, Adolf Daði, Kjartan Már og Róbert Frosti koma allir inn. Ísak Andri var fjarri góðu gamni í síðasta leik.

Emil Atlason, Hilmar Árni Halldórsson og Joey Gibbs taka sér sæti á bekknum en Baldur Logi Guðlaugsson er ekki í hópnum. Heiðar Ægisson kemur inn í hópinn í stað Baldurs.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Pétur Guðmundsson dæmir leikinn Hann var í viðtali í Innkastinu fyrr í dag.
Elvar Geir Magnússon
Frítt inn fyrir 16 ára og yngri!
Fyrir leik
Drengir Hadda Jónasar unnu sinn síðasta leik sem var á móti Fram fyrir norðan, 4 - 2. Var það fyrsti sigur KA í þrjá leiki en þeim leikjum höfðu þeir tapað með markatölunni 10 - 0. Töpuðu 0 - 4 fyrir Val, 2 - 0 fyrir Blikum og 0 - 4 fyrir Víkingum. Sitja KA menn í 5. sæti deildarinnar með 14. stig.
Fyrir leik
Drengir Jökuls Elísabetarsonar sitja í 11. sæti deildarinnar með 7. stig. Þeir byrjuðu vel eftir þjálfaraskiptin og unnu ÍBV 4 - 0 og gerðu svo 2 - 2 jafntefli við Fylki. En í síðustu umferð töpuðu þeir 1 - 0 fyrir KR í Vesturbænum.
Fyrir leik
Velkomin í Garðabæ Verið hjartanlega velkomin í Garðabæinn, þar sem leikur Stjörnunnar og KA í 10. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu fer fram. Leikurinn hefst kl. 18:00
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson ('67)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('55)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('79)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
27. Þorri Mar Þórisson ('67)
29. Jakob Snær Árnason ('55)
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson ('67)
8. Pætur Petersen ('79)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('55)
14. Andri Fannar Stefánsson
30. Sveinn Margeir Hauksson ('67)
37. Harley Willard ('55)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Hólmar Örn Rúnarsson

Gul spjöld:
Harley Willard ('60)
Birgir Baldvinsson ('73)

Rauð spjöld: