Leik lokið!
KR komið áfram í undanúrslit!
KR mætir Víkingi í undanúrslitum. Virkilega góður sigur gegn Stjörnunni í framlengdum leik. Ægir Jarl reyndist hetjan með sigurmarki í fyrri hálfleik framlengingarinnar.
Aftur vinnur KR Stjörnuna á Meistaravöllum.
122. mín
Baldur Logi með skot framhjá. Sennilega síðasti séns Stjörnumanna farinn þarna.
121. mín
Tveimur bætt við
119. mín
Jóhann Árni reynir að finna Gibbs í gegn en boltinn of langur og Simen handsamar boltann.
118. mín
KR á hornspyrnu. Árni Snær hleypur og stillir boltanum upp, vill að spyrnan sé tekin strax.
117. mín
Boltinn fellur út fyrir teiginn fyrir fætur Eggerts sem lætur vaða á lofti en skotið hans fer framhjá marki KR. Hitti boltann illa.
115. mín
Stjarnan leitar að jöfnunarmarki. Aðeins farnir að dæla inn á teig KR.
111. mín
Inn:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
Út:Emil Atlason (Stjarnan)
111. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Út:Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
108. mín
Finnur Tómas er búinn að vera virkilega góður hjá KR-ingum í kvöld. Stoppar núna álitlega sókn gestanna við vítateig KR.
106. mín
Seinni hálfleikur framlengingar hafinn
105. mín
Einni mínútu bætt við fyrri hálfleik
103. mín
MARK!Ægir Jarl Jónasson (KR)
Stoðsending: Benoný Breki Andrésson
Þvílííkt mark hjá Ægi!!
Klobbar Guðmund Baldvin í slúttinu.
Fær boltann frá Benoný, fer framhjá Björn Berg og lætur vaða utarlega úr teignum. Skotið með vinstri fæti í fjærhornið.
Glæææææsilega gert!
102. mín
Færi!
Baldur Logi í hörkufæri eftir langa sendingu frá BBB. Slúttið með vinstri sveik Baldur þarna.
101. mín
Inn:Benoný Breki Andrésson (KR)
Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
,,Hann kom frá Bologna og hann hatar Val"
100. mín
Baldur Logi stýrir boltann að marki KR eftir fyrirgjöf frá Eggerti en Simen aldrei í vandræðum með þennan bolta.
97. mín
Simen fljótur að kasta boltanum út, Örvar er á undan Elmar í boltann, sendir boltann til baka á Árna sem fær þunga pressu á sig frá Luke. Árni þrumar í Luke og í innkast.
96. mín
Stjarnan með fína sókn og álitleg fyrirgjöf frá Gibbs. Ægir Jarl hins vegar á réttum stað og hreinsar í horn.
95. mín
Gult spjald: Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
Braut á Eggerti Aroni.
94. mín
Guðmundur Kristjáns brýtur af sér. Hann er á gulu.
Ekkert tiltal eða neitt, fínt að halda öllum inn á, ekki mjög gróft.
Ekkert kom upp úr aukaspyrnunni.
92. mín
Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
Fer á miklum hraða í sendingarfótinn á Emil sem var búinn að koma boltinn fram völlinn.
91. mín
Spyrnan tekin stutt og boltinn berst á Grétar Snæ sem lætur vaða. Skotið í varnarmann og önnur hornspyrna niðurstaðan.
91. mín
KR byrjar af krafti og heimamenn fá hornspyrnu strax í upphafi framlengingar.
91. mín
Framlenging hafin
KR byrjar fyrri hálfleikinn.
90. mín
Framlengt!
Allt jafnt eftir 90 + uppbót.
90. mín
Gult spjald: Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
90+7
Braut á Sigurði Bjarti. Stjarnan vildi taka spyrnuna hratt en Ívar Orri vildi fá að sýna gula spjaldið.
90. mín
90+7
Róbert Frosti með það sem stefndi í geggjaðan snúning en Kennie nær að komast í boltann og hreinsa.
90. mín
DAUÐAFÆRI!
90+6
Jói Bjarna með geggjaða takta, boltinn fellur fyrir Ægi sem leggur boltann rétt fyrir utan markteiginn á Aron Þórð sem rennur í slúttinu og skóflar boltanum yfir.
90. mín
MARK!Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan)
Stoðsending: Róbert Frosti Þorkelsson
Stöngin-stöngin inn!
90+4
Stjarnan er búin að jafna!!! Það stefnir í framlengingu!
Hornspyrna tekin stutt, boltinn frá Róberti Frosta á Baldur Loga sem á skot sem fer í stöngina, í hina stöngina og svo inn.
Árni Snær var kominn inn í.
90. mín
90+1
Guðmundur Baldvin með skot utarlega úr teignum sem fer framhjá marki KR. Slæsar hann framhjá með vinstri.
90. mín
Sjö mínútur í uppbót!
88. mín
Luke Luke Luke!
Luke með hörkuskot fyrir utan teig sem Árni Snær ver aftur fyrir. Miðjan tekur Luke "chantið" í kjölfarið. Skemmtilegar hreyfingar í aðdragandanum.
Ekkert kom upp úr hornspyrnunni.
87. mín
Inn:Joey Gibbs (Stjarnan)
Út:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
86. mín
Róbert Frosti með fyrirgjöf sem Simen handsamar og kastar sér svo fram í grasið til að vinna tíma.
80. mín
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
78. mín
Hilmar Árni reyndi að finna Adolf Daða í gegn en boltinn er aaaaaðeins of langur. Frábær hugmynd.
76. mín
Hár bolti inn á teiginn sem Árni Snær nær að díla vel við, það var möguleiki á annarri hendi í andlit eins og hinumegin en Árni gerði vel.
75. mín
Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
Brýtur á Elmari.
73. mín
Misnotað víti!Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Þrumar yfir!
Jahérna hér!
72. mín
Víti!! Stjarnan fær víti!
Emil Atlason liggur í markteignum. Simen fór með hendurnar í Emil, setti þær strax upp í loftið þegar hann áttaði sig á stöðunni og þá var Ívar Orri að benda á punktinn.
67. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Þreföld
67. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (KR)
Út:Olav Öby (KR)
67. mín
Inn:Grétar Snær Gunnarsson (KR)
Út:Kristinn Jónsson (KR)
66. mín
Kristinn Jónsson meiddur og þarf að fara af velli.
65. mín
Stjarnan að banka
Örvar Logi með skalla eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Kristjáns. Fínasti skalli en Jakob Franz hreinsar meter fyrir framan línuna.
62. mín
Svakalegur hraði á Luke Rae. Hann á eftir að gera varnarmönnum Stjörnunnar lífið leitt ef hann kemst á ferðina.
60. mín
SIMEN!!!
Emil Atlason með skottilraun af stuttu færi en boltinn fer í andlitið á Simen.
Svo kemur skot rétt framhjá marki KR. Simen leggst í kjölfarið niður og þarf aðeins að hrista þetta af sér.
59. mín
Gult spjald: Kristinn Jónsson (KR)
Sýndist hann reyna hvað hann gat til að fá gult spjald.
59. mín
Allt að sjóða upp úr
Stjörnumenn vilja fá vítaspyrnu!!! Kallað eftir hendi á Finn Tómas.
Svo er dæmd aukaspyrna fyrir framan stuðningsmenn Stjörnunnar og allt sauð upp úr.
56. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan)
Út:Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
56. mín
Inn: Luke Rae (KR)
Út:Atli Sigurjónsson (KR)
55. mín
Stjarnan skorar aftur, núna dæmt brot
ÍSak Andri er dæmdur brotlegur og Jóhannes Kristinn liggur eftir. Ísak fór samt í Jakob Franz. Þegar boltinn var á leiðinni í markið hjá KR flautaði Ívar Orri.
53. mín
Theodór Elmar er listamaður með boltann! Sturluð tækni og missir bara ekki boltann.
52. mín
Finnur hjálpar Simen
Simen eitthvað að brasa, eitthvað í auganu. Finnur Tómas fljótur að hjálpa markmanni sínum, mögulega var þetta eitthvað vesen með linsu.
51. mín
Sláin
Stórgóð sókn hjá KR sem endar á fyrirgjöf frá Kristni Jónssyni eftir samspil við Elmar.
Kiddi finnur Flóka á fjær, boltinn í slána og Jóhannes Kristinn reynir að skalla í fjærhornið þegar hann nær frákastinu. Fín hugmynd en Árni Snær ekki í neinum vandræðum í því tilviki.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Liðin óbreytt.
45. mín
BEINT Í SLÁNA!
Ungur KR-ingur, Kristófer, tók þátt í Domino's leik hér á Meistaravöllum, hitti í slána frá vítateigslínunni og vinnur sér inn hörkuverðlaun.
50 þúsund króna gjafabréf.
45. mín
KA fær Breiðablik í heimsókn!
Núna verður dregið í undanúrslitin í Mjólkurbikarnum.
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, stýrir drættinum. Liðin í pottinum eru Breiðablik, Víkingur, KA og KR/Stjarnan.
Jóhannes Karl dregur KA á heimavelli og svo dregur hann Víking heima. KA mætir bikarmeisturunum Íslandmeisturum Breiðabliks og bikarmeistararnir í Víkingi mæta sigurliðinu í leiknum í kvöld.
Undanúrslitin:
KA - Breiðablik
Víkingur R. - KR/Stjarnan
Leikirnir eru settir á 3. og 4. júlí.
45. mín
Hálfleikur
Verið nokkurt jafnvægi í þessu úti á vellinum en KR hefur komið boltanum einu sinni í netið og það telur.
45. mín
Ein mínúta í uppbót
45. mín
Kristján Flóki reynir laglegan snúning í D-boganum en Eggert nær að pikka boltann í burtu.
44. mín
Laglegt spil hjá KR úti hægra megin, Flóki fær boltann inn á teignum, reynir að renna boltanum fyrir en Daníel Laxdal nær að tækla fyrir.
KR á horn. Atli tekur spyrnuna og Árni Snær handsamar boltann.
42. mín
Ekkert kom upp úr hornspyrnunni.
41. mín
Laglega gert
Jakob Franz með tilraun sem fer af varnarmanni og ofan á þaknetið. Gott hlaup hjá Jakobi, þríhyrningsspil og svo skot í Björn Berg.
38. mín
KR fór upp í skyndisókn og heimamenn fá aukaspyrnu. Öby með spyrnuna inn á teiginn en Björn Berg skallar í burtu.
37. mín
Guðmundur á rosa spretti upp hægra megin, kemur sér inn á teiginn og fellur þar við. Emil Atlason biður um vítaspyrnu en enginn annar. Líklega var þetta þá ekki neitt. Varnarleikur KR var mjög skrítinn.
Held að Guðmundur hafi einfaldlega runnið og dottið þarna.
35. mín
Eggert Aron tekur sprettinn og gerði sig líklegan við vítateig KR en þessi atlaga endaði á því að boltinn hrökk aftur á Simen í markinu.
34. mín
Árni kaldur
Árni Snær fær boltann frá hægri, fær pressu frá Flóka og þarf að pikka boltann til hliðar svo þetta endi ekki í veseni.
29. mín
Kallað eftir víti
Sókn KR hélt áfram og endar á tilraun frá Kennie sem fer í Örvar. Einhver köll eftir vítaspyrnu en Örvar virtist vera með sínar hendur í nokkuð náttúrulegri stöðu.
28. mín
Örvar Logi á sprettinum, rifið í hann, hann svo missir hann og ekkert er dæmt. KR í hörkusókn í kjölfarið og Jökull þjálfari var ekki sáttur við Ívar Orra þarna.
26. mín
Allir standa upp
Miðjan, stuðningsmannasveit KR, er að gera flotta hluti. Núna er kallað eftir því að allir standi upp og allir sem ég sé standa á fætur.
23. mín
Atli kemur með spyrnu inn á vítateig Stjörnunnar sem Árni grípur nokkuð þægilega.
20. mín
Theodór Elmar með fasta fyrirgjöf sem Daníel Laxdal skallar út fyrir teig. Þar er Ægir Jarl sem lætur vaða en skotið nokkuð þægilegt fyrir Árna í markinu.
17. mín
Elmar reynir að finna Flóka í gegn en Björn Berg kom í veg fyrir það.
17. mín
Moli
Ef þetta endar svona þá verða topp fjögur lið Bestu deildarinnar í fyrra öll í undanúrslitum bikarsins.
14. mín
Markinu fagnað
13. mín
,,Við fáum tvö fyrir skalla"
Miðjan syngur um að fá tvö mörk fyrir skallamark því það stendur 2-0 á skortöflunni.
12. mín
MARK!Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Fyrsta markið komið!!!
Kristinn Jónsson við endalínuna, kemur með boltann inn á Atla inná teignum. Hann tekur snúning og á svo geggjaða fyrirgjöf, boltinn á fjærstöngina og Flóki skallaði boltann sem fór í neðanvarða slána og inn.
Glæsilega gert hjá Atla og skallinn góður.
7. mín
Táarskot
Jóhannes Kristinn með tilraun sem fer framhjá marki Stjörnunnar. Virtist fara af Stjörnumanni en KR fær ekki horn. Þessi tilraun var með tánni (smá utanfótar kannski).
5. mín
Flóki???
Atli Sigurjónsson með mjög svo aðlaðandi bolta fyrir mark Stjörnunnar, Kristján Flóki nær ekki til boltans en maður veltir fyrir sér hvort Flóki hefði ekki átt að gera sterkari tilraun til að ná til boltans.
5. mín
Var hann kannski ekki rangur?
Guðmundur var líklega ekki rangur heyrist hér í fjölmiðlastúkunni, svekkjandi fyrir gestina.
4. mín
Lið Stjörnunnar
Árni
Guðmundur - Björn - Daníel - Örvar
Guðmundur Baldvin
Adolf- Hilmar - Eggert - Ísak
Emil
2. mín
Mark en flaggið á loft
Örvar Logi með skottilraun sem hrekkur til Guðmunds Kristjánssonar sem klárar í mark KR. Flaggið var hins vegar komið á völl.
2. mín
Smá bras á KR-ingum í upphafi leiks og Stjarnan fær fyrstu hornspyrnuna.
2. mín
Lið KR
Simen
Kennie - Jakob - Finnur
Jóhannes - Olav - Ægir - Kristinn
Atli - Kristján Flóki - Elmar
1. mín
Leikur hafinn
KR byrjar með boltann
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl
KR í hefðbundnu hvítu og svörtu. Stjarnan í bláum treyjum.
Fyrir leik
Sjö yngri landsliðsmenn sem byrja
Sjö leikmenn í byrjunarliðunum voru valdir í U21 og U19 landsliðin í dag. Fimm koma frá Stjörnunni og tveir frá KR.
Það eru þeir Ísak Andri, Guðmundur Baldvin, Adolf Daði, Örvar Logi og Eggert Aron hjá Stjörnunni og Jakob Franz og Jóhannes Kristinn hjá KR.
Á bekknum hjá Stjörnunni er svo Róbert Frosti Þorkelsson U19 landsliðsmaður og Sigurbergur Áki er í liðsstjórn.
Fyrir leik
Reynsluboltar inn í lið Stjörnunnar
Stjarnan vann 4-0 sigur á KA í síðasta deildarleik. Jökull Elísabetarson gerir tvær breytingar á sínu liði. Kjartan Már Kjartansson tekur út leikbann og Róbert Frosti Þorkelsson tekur sér sæti á bekknum. Inn koma Hilmar Árni Halldórsson og Emil Atlason.
Fyrir leik
Markmannsbreyting hjá KR
KR gerði 3-3 jafntefli gegn Fylki í síðasta deildarleik. Rúnar Kristinsson gerir tvær breytingar á sínu liði. Simen Kjellevold kemur í markið og Kristinn Jónsson kemur inn fyrir Aron Þórð Albertsson.
Fyrir leik
Dregið í hálfleik
Dregið verður í undanúrslit Mjólkurbikarsins í hálfleik á Meistaravöllum í kvöld.
Víkingur og Breiðablik verða í toppinum og þegar þetta er skrifað leiðir KA með einu marki gegn Grindavík á Greifavellinum.
Fyrir leik
Dómarateymið
Ívar Orri Kristjánsson er með flautuna í leiknum í kvöld. Birkir Sigurðsson er AD1, Eysteinn Hrafnkelsson er AD2, Helgi Mikael Jónasson er fjórði dómari og Viðar Helgason er eftirlitsmaður KSÍ.
Fyrir leik
Kjartan Már í banni
Kjartan Már Kjartansson hjá Stjörnunni tekur út leikbann í leiknum vegna tveggja áminninga í fyrstu tveimur leikjum Stjörnunnar í bikarnum.
Jóhannes Kristinn Bjarnason, Theodór Elmar Bjarnason og Finnur Tómas Pálmason eru allir á hættusvæði hjá KR - hafa fengið eitt gult spjald til þessa. Guðmundur Kristjánsson er eini leikmaður Stjörnunnar á hættusvæði.
Fyrir leik
Mættust á dögunum
Ægir Jarl Jónasson skoraði eina markið í 1-0 sigri KR gegn Stjörnunni á dögunum. Markið skoraði hann með skalla eftir hornspyrnu.
KR er í 9. sæti deildarinnar með ellefu stig. Stjarnan er í sætinu fyrir neðan með tíu stig.
Fyrir leik
Leiðin í 8-liða úrslitin
KR
KR 3-0 Þróttur V.
Fylkir 3-4 KR
Stjarnan
Stjarnan 1-0 ÍBV
Stjarnan 4-0 Keflavík
Fyrir leik
Jóhannes Kristinn í U19 og Jakob Franz í U21
Fyrir leik
Sláarkeppni í hálfleik þar sem til mikils er að vinna
Fyrir leik
Hefst klukkan 20:00 á Meistaravöllum
Grasið farið að líta betur út
Sjö Stjörnumenn í U19 og U21