Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Njarðvík
1
1
Selfoss
0-1 Guðmundur Tyrfingsson '17
Luqman Hakim Shamsudin '84 1-1
08.06.2023  -  19:15
Rafholtsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Kaldur blástur og blautt
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Maður leiksins: Guðmundur Tyrfingsson
Byrjunarlið:
12. Walid Birrou Essafi (m)
2. Alex Bergmann Arnarsson
3. Sigurjón Már Markússon
5. Arnar Helgi Magnússon
8. Kenneth Hogg
9. Oumar Diouck
11. Rafael Victor ('75)
13. Marc Mcausland (f)
14. Oliver Kelaart ('89)
17. Þorsteinn Örn Bernharðsson
22. Magnús Magnússon ('63)

Varamenn:
2. Viðar Már Ragnarsson
4. Óskar Atli Magnússon ('63)
11. Freysteinn Ingi Guðnason
18. Luqman Hakim Shamsudin ('75)
24. Hreggviður Hermannsson
25. Kristófer Snær Jóhannsson
28. Hilmir Vilberg Arnarsson ('89)

Liðsstjórn:
Arnar Hallsson (Þ)
Helgi Már Helgason
Óskar Ingi Víglundsson
Arnar Freyr Smárason
Jón Orri Sigurgeirsson
Ingi Þór Þórisson

Gul spjöld:
Walid Birrou Essafi ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞÞÞ flautar af og liðin skilja jöfn!

95. mín
Svarið er nei.
94. mín
Njarðvík fær aukaspyrnu á fínum stað fyrir fyrirgjöf.

Fáum við dramatík?
93. mín
Selfoss eru að pressa Njarðvíkingana.
91. mín Gult spjald: Walid Birrou Essafi (Njarðvík)
91. mín
Við siglum í uppbótartímann.
89. mín
Inn:Hilmir Vilberg Arnarsson (Njarðvík) Út:Oliver Kelaart (Njarðvík)
87. mín
Selfoss sækir hratt en Walid vel á verði!
86. mín
Selfoss fær hornspynru og Njarðvíkingar stálheppnir að þeir ná ekki að setja boltann á markið!
Sá ekki hver það var en það komst ljósblá tá í boltann og hann fór rétt framhjá.
84. mín MARK!
Luqman Hakim Shamsudin (Njarðvík)
NJARÐVÍKINGAR JAFNA!! Það er Luqman Hakim sem mætir á fjærstöng og setur boltann í netið!
Sá ekkert hver það var sem átti fyrigjöfina fyrir markið en ég sá þó Luqman skora á fjær og það er fyrir öllu!
83. mín
Inn:Hrannar Snær Magnússon (Selfoss) Út:Reynir Freyr Sveinsson (Selfoss)
83. mín
Njarðvíkingar í hörkufæri! Boltinn inn á teig og allskonar kraðak en Njarðvíkingar ná ekki að skólfa boltanum inn.
81. mín
Báðum liðum gengur brösulega að halda í boltann.
75. mín
Inn:Luqman Hakim Shamsudin (Njarðvík) Út:Rafael Victor (Njarðvík)
68. mín
Oumar Diouck aftur á ferðinni. Er að koma sér í færin en vantar bara að að ná að klára.
67. mín
Rafael Victor og Oumar Diouck með flotta samvinnu en Diouck ragur við að skjóta og Selfoss verst vel.
64. mín
Zamorano sýndist mér það vera sem átti fínasta skot en Walid ver. Selfoss nær frákastinu en flaggið fór á loft.
63. mín
Inn:Óskar Atli Magnússon (Njarðvík) Út:Magnús Magnússon (Njarðvík)
60. mín
Þetta er aðeins betra frá Njarðvík núna. Eru aðeins að minna á sig.
59. mín
Alex Bergmann með flottan bolta fyrir markið en Rafael Victor reynir að taka boltann niður í stað þess að ráðast bara á hann. Var alveg frír en Selfoss kemst fyrir.
58. mín
Selfoss að komast í hættulegar stöður en ná ekki að koma boltanum á markið.
56. mín
Selfoss í alvöru færi!
Gary Martin nær ekki að koma boltanum á markið!
51. mín
Inn:Jón Vignir Pétursson (Selfoss) Út:Aron Fannar Birgisson (Selfoss)
51. mín
Inn:Gonzalo Zamorano (Selfoss) Út:Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
46. mín
Við erum farin af stað aftur! Aron Einarsson sparkar okkur í gang fyrir síðari hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
ÞÞÞ bætir engu við og Selfoss leiðir í hálfleik!

Fáum vonandi aðeins meira fjör í síðari.
37. mín
Selfoss í dauðafæri! Walid með slæma sendingu og Gary Martin nær að trufla Sigurjón Már og Selfoss vinnur boltann en slæm snerting og slæmt skot frá Aron Fannari fylgir í kjölfarið.

Þarna hefðu Selfoss átt að tvöfalda.
30. mín
Lítið fréttnæmt að gerast þessar mínútur. Bæði lið að reyna finna opnanir en aðstæður sennilega ekki að hjálpa liðunum.
22. mín
Smá bras í öftustu línu hjá Njarðvík en Selfoss nær ekki að refsa að þessu sinni.
17. mín MARK!
Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
SELFOSS KEMST YFIR! SELFOSS LEIÐIR!!

Walid með slæma sendingu á varnarmann sem fékk pressuna beint í sig og Selfoss vinna boltann og koma boltanum á Gary Martin sem keyrir inn á teig og á skot sem Walid ver en Guðmundur Tyrfings nær frákastinu og skorar!
11. mín
Njarðvíkingar keyra hratt á Selfoss þar sem Oumar Diouck á svo skot sem Selfoss bjargar í horn.
9. mín
Gary Martin að komast í gott færi en skotið yfir! Maður hefur oft séð Gary skora úr svona færi.
9. mín
Guðmundur Tyrfingsson með tilraun sem fer beint á Walid.
8. mín
Smá vandræðagangur í öftustu línu hjá Njarðvík en Selfoss nær ekki að nýta sér það.
5. mín
Rafael Victor með skot en það fer beint á Stefán Þór sem heldur boltanum.
3. mín
Njarðvík að komast í flottar stöður en fyrsta snertingin svíkur Oliver Kelaart.
1. mín
Njarðvík fær fyrsta hornið en kemur lítið úr því.
1. mín
ÞÞÞ flautar þessu í gang Njarðvík byrjar - Rafael Victor á upphafssparkið.
Fyrir leik
Bein útsending á Youtube
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Sævar Atli Magnússon er spámaður umferðarinnar. Njarðvík 3 - 1 Selfoss
Þetta verður alvöru baráttuleikur, hef spilað nokkrum sinnum á Rafholtsvellinum og hef alltaf farið útklóraður og með marbletti þaðan. Marc Mcausland er búinn að finna uppá nýju vökvunarkerfi til að laga vellina á Íslandi og hann vökvar völlinn óaðfinnanlega fyrir leik og það skilar 3 stigum.

Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Þessi lið hafa mæst 24 sinnum í mótsleik á vegum KSÍ samkv. vef KSÍ og hafa viðreignirnar skipts svona:

Njarðvík hefur 12 sinnum (50%) hrósað sigri.
Selfoss hefur 8 sinnum (33%) hrósað sigri.
Liðin hafa þá 4 sinnum (17%) gert jafntefli.


Fyrir leik
Þórður Þorsteinn Þórðarson heldur utan um flautuna Það er fyrrum leikmaður og núverandi dómari Þórður Þorsteinn Þórðarson sem sér um flautuleikinn í kvöld.
Honum til aðstoðar verða Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage og Arnþór Helgi Gíslason.
Eftirlitsdómarinn í kvöld er svo Gunnar Jarl Jónsson.


Fyrir leik
Njarðvík Njarðvíkingar hafa farið heldur hægt af stað og sitja sem stendur í 8.sæti deildarinnar með 5 stig.
Njarðvíkingar byrjuðu mótið á tveim jafnteflum gegn Gróttu og Ægi áður en heimsókn í Grindavík færði þeim fyrsta tapið. Njarðvíkingar fylgu því þó eftir með sigri gegn Þrótti R. en fóru svo vestur á Ísafjörð í síðustu umferð þar sem Vestri hafði betur gegn þeim.

Njarðvíkingar hafa skorað 6 mörk til þessa í deildinni og hafa þau deilst niður á:

Rafael Victor - 2 Mörk
Oliver Kelaart - 2 Mörk
Marc McAusland - 1 Mark
Oumar Diouck - 1 Mark


Fyrir leik
Selfoss Selfoss hefur farið vel af stað í deildinni og sitja í 4.sætinu og geta með sigri í kvöld haldið pressu við toppliðin.

Selfoss hefur einungis tapað fyrir toppliðunum tveimur til þessa Aftureldingu og Fjölni en hafa unnið Leiknir R, Ægir og Þrótt R.
Selfoss hefur skorað 10 mörk til þessa í deildinni og hafa þau deilst niður á:

Guðmundur Tyrfingsson - 4 Mörk
Þorsteinn Aron Antonsson - 1 Mark
Gary Martin - 1 Mark
Valdimar Jóhannsson - 1 Mark
Jón Vignir Pétursson - 1 Mark
Adrian Sanchez - 1 Mark


Fyrir leik
Lengjudeildin Lengjudeildin hefur farið vel af stað og öll lið náð að sækja amk stig. Tvö lið eru taplaus og bara eitt lið sem á eftir að sækja sigur.
Staðan í deildinni eftir 5 umferðir lítur svona út:

1.Fjölnir - 13 stig
2.Afturelding - 13 stig
3.Grindavík - 10 stig
4.Selfoss - 9 stig
5.Þór Ak - 9 stig
6.Grótta - 6 stig
7.Vestri - 5 stig
8.Njarðvík - 5 stig
9.ÍA - 5 stig
10.Þróttur R. - 4 stig
11. Leiknir R. - 3 stig
12.Ægir - 1 stig


Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Njarðvíkur og Selfoss í 6.umferð Lengjudeildarinnar sem fram fer á Rafholtsvellinum í Njarðvík.


Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
3. Reynir Freyr Sveinsson ('83)
6. Adrian Sanchez
8. Ingvi Rafn Óskarsson (f)
9. Aron Fannar Birgisson ('51)
10. Gary Martin
17. Valdimar Jóhannsson ('51)
20. Guðmundur Tyrfingsson (f)
21. Aron Einarsson
22. Þorsteinn Aron Antonsson
23. Þór Llorens Þórðarson

Varamenn:
12. Arnór Elí Kjartansson (m)
5. Jón Vignir Pétursson ('51)
10. Þorlákur Breki Þ. Baxter
15. Alexander Clive Vokes
19. Gonzalo Zamorano ('51)
24. Elfar Ísak Halldórsson
77. Hrannar Snær Magnússon ('83)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Stefán Logi Magnússon
Arnar Helgi Magnússon
Lilja Dögg Erlingsdóttir
Eyþór Orri Árnason

Gul spjöld:

Rauð spjöld: