Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Fjölnir
2
2
Grótta
0-1 Pétur Theódór Árnason '10
Axel Freyr Harðarson '44 1-1
1-2 Tómas Johannessen '54
Máni Austmann Hilmarsson '57 2-2
08.06.2023  -  19:15
Egilshöll
Lengjudeild karla
Aðstæður: Alltaf logn í Egilshöll
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Maður leiksins: Tómas Johannessen
Byrjunarlið:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
6. Sigurvin Reynisson ('78)
8. Óliver Dagur Thorlacius
10. Axel Freyr Harðarson
11. Dofri Snorrason
23. Hákon Ingi Jónsson ('82)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('89)
77. Máni Austmann Hilmarsson

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
2. Samúel Már Kristinsson
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('89)
16. Orri Þórhallsson ('78)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
20. Bjarni Þór Hafstein ('82)
37. Árni Steinn Sigursteinsson

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Guðrún Marín Viðarsdóttir

Gul spjöld:
Reynir Haraldsson ('32)
Júlíus Mar Júlíusson ('39)
Axel Freyr Harðarson ('40)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið. Liðin skipta með sér stigunum
94. mín
Fjölnismenn vilja víti á 4. mínútu uppbótartíma þegar Daníel Ingi fer niður en þetta var soft og dómarinn dæmdi ekkert
90. mín
Sýnist vera 4 mín í uppbót
89. mín
Inn:Daníel Ingvar Ingvarsson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
87. mín
Stutt eftir. Fáum við dramatík í restina?
82. mín
Inn:Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir) Út:Hákon Ingi Jónsson (Fjölnir)
80. mín
Axel með sendingu inn á Mána sem á skot naumlega framhjá. Boltinn virtist hafa farið í netið og stuðningsmenn Fjölnis fögnuðu
78. mín
Inn:Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta) Út:Valtýr Már Michaelsson (Grótta)
78. mín
Inn:Hilmar Andrew McShane (Grótta) Út:Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
78. mín
Inn:Orri Þórhallsson (Fjölnir) Út:Sigurvin Reynisson (Fjölnir)
75. mín
Tómas Jóhannesen í Gróttu liggur eftir viðskipti við Sigurvin Reynisson þegar dómarinn sá ekki til. Aftur að myndast hiti
74. mín
Full lítið að gerast núna eftir fjöruga byrjun á seinni hálfleiknum.
69. mín
Inn:Patrik Orri Pétursson (Grótta) Út:Sigurður Steinar Björnsson (Grótta)
Fyrsta skipting leiksins. Sigurður Steinar settist í grasið og gaf strax til kynna að hann gæti ekki haldið leik áfram. Patrik Orri Pétursson kemur inn á
65. mín Gult spjald: Tómas Johannessen (Grótta)
64. mín
Guðmundur Karl (Fjölni) með skot rétt fyrir utan teig sem Rafal ver án mikillar fyrirhafnar.
57. mín MARK!
Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
Stoðsending: Axel Freyr Harðarson
Fjölnismenn ekki lengi að jafna!! Heimamenn voru ekki lengi að þessu. Svipuð uppskrift og í Gróttumarkinu rétt áðan. Axel með sendingu frá hægri á Mána Austmann sem stangaði boltann í netið
54. mín MARK!
Tómas Johannessen (Grótta)
Stoðsending: Arnar Númi Gíslason
Gestirnir aftur komnir yfir Annað skallamark hjá Gróttu. Arnar númi með góða fyrirgjöf frá vinstri sem Tómas skallar í netið af stuttu færi.
48. mín Gult spjald: Arnar Þór Helgason (Grótta)
Tók ekki nema rúmar tvær mínútur að fá fyrsta spjald hálfleiksins. Arnar Þór stígur fyrir sóknarmann Fjölnis
46. mín
Gestirnir ná í horn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks en ekkert kemur úr horninu
46. mín
Leikur hafinn
Vonandi fáum við meira fjör Seinni hálfleikur er farinn af stað. Vonandi fáum við áfram sama fjörið
45. mínHart barist í fyrri hálfleik.

5 gul spjöld komin. Þrjú á Fjölni og tvö á Gróttu
45. mín
Hálfleikur
45. mín Gult spjald: Sigurður Steinar Björnsson (Grótta)
Nóg að gera við skrif seinustu mínúturnar. er of seinn í boltann
44. mín MARK!
Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
Stoðsending: Reynir Haraldsson
Heimamenn hafa jafnað Tíðindamiklar mínútur hjá Axel Frey núna. Eftir sókn Fjölnis á Reynir fyrirgjöf sem endar hjá Axel sem hamrar boltanum í netið úr teignum
43. mín
Allt í einu var Axel sloppinn einn í gegn eftir stungusendingu og er nálægt því að jafna en skotið naumlega framhjá
40. mín Gult spjald: Arnar Númi Gíslason (Grótta)
Smá læti núna. Axel Freyr brýtur af sér og í kjölfarið verða smá stympingar sem enda með því að bæði Axel (Fjölni) og Arnar Númi (Gróttu) fá spjald.
40. mín Gult spjald: Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
Hiti Smá læti núna. Axel Freyr brýtur af sér og í kjölfarið verða smá stympingar sem enda með því að bæði Axel (Fjölni) og Arnar Númi (Gróttu) fá spjald.
39. mín Gult spjald: Júlíus Mar Júlíusson (Fjölnir)
Skólabókardæmi um spjald. Tapar boltanum og togar niður leikmanninn sem er að fara framhja honum.
36. mín
Hiti á milli bekkja. Chris Brazell vill fá annað gult spjald á leikmann Fjölnis og lætur aðstoðardómarann heyra það. Úlfur Arnar, þjálfari Fjölnis biður hann ákveðið að loka á sér munninum.
32. mín Gult spjald: Reynir Haraldsson (Fjölnir)
Reynir Haraldsson fær fyrsta gula spjald leiksins. Skömmu áður hafði Máni Austmann komist í ágætis færi en Rafal varði í markinu. Reynir tók svo niður Fjölnismann í kjölfarið sem var að komast til boltans.
30. mín
Gróttumenn eru meira með boltann og reyna að finna glufur á vörn Fjölnis en heimamenn reyna að beita skyndisóknum
22. mín
Fjölnismenn eiga marktilraun eftir að hafa átt erfitt uppdráttar síðustu minútur. Hans Viktor með skot við enda vítateigsins sem fer þó vel yfir
20. mín


Hafliði Breiðfjörð er mættur með myndavélina á völlinn og náði þessari mynd af fögnuði Gróttuliðsins eftir markið.
17. mín
Fjölmiðlastúkan í Egilshöll er alveg við varamannabekkina svo hróp og köll heyrast ansi vel.

Fyrstu 17 mínúturnar hefur Chris Brazell, þjálfari Gróttu, verið vægast sagt líflegur á hliðarlínunni og er ekki feiminn við að láta sínar skoðanir í ljós.
13. mín
Markið kom gegn gangi leiksins miðað við fyrstu mínúturnar en eftir markið hafa Gróttumenn verið líklegri til að bæta við
10. mín MARK!
Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Stoðsending: Kristófer Orri Pétursson
MAAAARK Grótta fær aukaspyrnu á álitlegum stað hægra megin við vítateginn. Hún fer beint á kollinn á Pétri sem skorar. Flott fyrirgjöf hjá Kristófer
3. mín
Heimamenn fá horn eftir snarpa sókn sem endaði með því að Axel Freyr átti fyrirgjöf sem var skölluð aftur fyrir. Ekkert kemur úr horninu
1. mín
Fjölnismenn eru í sínum hefðbundnu gulu búningum en Grótta spilar í hvítu
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn farinn af stað
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp hérna. Fólk að mæta í stúkuna.
Fyrir leik
Bein útsending á Youtube
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Harður vetur og vor enn að trufla Fjölnismenn Einn harðasti vetur í manna minnum og versti maí frá upphafi mælinga veðurfarslega er enn að trufla Fjölnismenn því grasvöllurinn þeirra í Dalhúsum er ekki enn tilbúinn.

Því þurfti að færa leikinn í Egilshöllina en þetta er þriðji leikur liðsins í húsinu það sem af er tímabilinu.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Sævar Atli Magnússon spáði í umferðina fyrir Fótbolta.net

Fjölnir-Grótta 2-1
Máni Austmann er búinn að aflita sig, þarf að segja eitthvað meira eða?


Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fjölnir er fyrir leikinn á toppi deildarinnar með 13 stig úr fyrstu fimm umferðunum, hafa unnið fjóra en gerðu jafntefli við Þrótt.

Gestirnir í Gróttu hafa aðeins unnið einn leik til þessa og gert þrjú jafntefli. Þeir eru í 6. sætinu með 6 stig. Eini sigurleikurinn í sumar var gegn Leikni síðastliðinn föstudag en þá unnu þeir 5 -1 heimasigur.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Twana Khalid Ahmed sem hefur verið í fréttum að undanförnu eftir að hann dæmdi sinn fyrsta leik í Bestu-deild karla, er dómari leiksins í dag.

Hann er með þá Hrein Magnússon og Nour Natan Ninir sér til aðstoðar á línunum.

Gamla brýnið Einar Örn Daníelsson sem dæmdi í fjölda ára hér á landi er eftirlitsmaður KSÍ og tekur út dómgæsluna og umgjörð leiksins.
Twana dæmir leikinn í kvöld
Einar Örn er eftirlitsmaður KSÍ.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í Egilshöll Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu úr Egilshöll.

Hér mætast í kvöld Fjölnir og Grótta í Lengjudeild karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Rafal Stefán Daníelsson (m)
0. Pétur Theódór Árnason
2. Arnar Þór Helgason
3. Arnar Númi Gíslason
8. Tómas Johannessen
10. Kristófer Orri Pétursson (f) ('78)
11. Sigurður Steinar Björnsson ('69)
22. Tareq Shihab
25. Valtýr Már Michaelsson ('78)
26. Arnar Daníel Aðalsteinsson
28. Aron Bjarki Jósepsson

Varamenn:
31. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
5. Patrik Orri Pétursson ('69)
6. Ólafur Karel Eiríksson
11. Ívan Óli Santos
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('78)
14. Arnþór Páll Hafsteinsson
19. Kristófer Melsted
21. Hilmar Andrew McShane ('78)

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Arnar Þór Axelsson
Dominic Ankers
Paul Benjamin Westren
Gareth Thomas Owen
Viktor Steinn Bonometti

Gul spjöld:
Arnar Númi Gíslason ('40)
Sigurður Steinar Björnsson ('45)
Arnar Þór Helgason ('48)
Tómas Johannessen ('65)

Rauð spjöld: