Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Fjölnir
4
2
Afturelding
0-1 Ivo Braz '22
Bjarni Gunnarsson '38 1-1
Júlíus Mar Júlíusson '39 2-1
Bjarni Gunnarsson '56 3-1
3-2 Bjarni Páll Linnet Runólfsson '81
Hákon Ingi Jónsson '94 4-2
31.08.2023  -  17:30
Extra völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 533
Maður leiksins: Bjarni Gunnarsson
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
4. Júlíus Mar Júlíusson
6. Sigurvin Reynisson ('71)
8. Óliver Dagur Thorlacius
9. Bjarni Gunnarsson ('82)
9. Máni Austmann Hilmarsson ('90)
10. Axel Freyr Harðarson ('82)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
20. Bjarni Þór Hafstein ('71)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson ('71)
7. Dagur Ingi Axelsson ('82)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('71)
22. Baldvin Þór Berndsen ('90)
23. Hákon Ingi Jónsson ('82)
88. Kristófer Dagur Arnarsson

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Alex Mar Bjarkason

Gul spjöld:
Júlíus Mar Júlíusson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þvílíkur leikur! Vilhjálmur Alvar flautar til leiksloka, Afturelding sótti og sótti undir lokin en fengu svo mark í andlitið á 94. mínútu.
Frábær leikur hjá Fjölnismönnum.
Viðtöl og skýrsla innan skams.
94. mín MARK!
Hákon Ingi Jónsson (Fjölnir)
HÁKON AÐ KLÁRA ÞETTA! Yevgen Galchuk með lélegan bolta sem Hákon Ingi kemst inn í og hann kemst í einn á einn stöðu og chippar yfir Galchuk snyrtilega!
92. mín
Afturelding er ekki að ná að skapa sér nein færi af viti!
90. mín
Mikil spenna í andrúmsloftinu hér á Extra-vellinum.
90. mín
Inn:Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir) Út:Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
Sóknarmaður út, varnarmaður inn.
88. mín Gult spjald: Júlíus Mar Júlíusson (Fjölnir)
87. mín
Afturelding sækir og sækir.
84. mín
Afturelding vilja fá vítaspyrnu, sá ekkert hvað gerðist en menn kvarta mikið. Vilhjálmur Alvar samt ákveðinn á því að þetta hafi ekki verið víti.
82. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fjölnir) Út:Bjarni Gunnarsson (Fjölnir)
82. mín
Inn:Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir) Út:Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
81. mín MARK!
Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding)
NÁ ÞEIR AÐ SNÚA ÞESSU VIÐ? Afturelding fær horn, boltinn fer manna á milli Andri Freyr skallar að marki og beint á Bjarna sem nær að stýra boltanum svo í netið.
Fáum við dramatík?
80. mín
Gestirnir fá horn.
79. mín
Inn:Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding) Út:Hjörvar Sigurgeirsson (Afturelding)
79. mín
Inn:Rúrik Gunnarsson (Afturelding) Út:Ásgeir Frank Ásgeirsson (Afturelding)
75. mín
Frárbært færi heimamanna! Fjölnir á fyrirgjöf frá vinstri Rasmus Christiansen kemur boltanum frá, þó ekki langt. Óliver Dagur fær boltann rétt fyrir aftan vítateig og lætur vaða en skotið fer beint á Galchuk í marki gestanna.
71. mín
Inn:Daníel Ingvar Ingvarsson (Fjölnir) Út:Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir)
71. mín
Inn:Reynir Haraldsson (Fjölnir) Út:Sigurvin Reynisson (Fjölnir)
66. mín
Afturelding fær horn þeir taka það stutt og koma boltanum svo í teiginn en Fjölnismenn skalla frá.
65. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Afturelding) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
62. mín
Fjölnismenn gefa ekkert eftir, leikurinn nánast einungis farið fram á vallarhelming gestanna eftir 3. markið.
61. mín
Inn:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding) Út:Hrafn Guðmundsson (Afturelding)
Getur Elmar snúið þessu við?
Elmar Kári með 15 mörk á þessu tímabili.
56. mín MARK!
Bjarni Gunnarsson (Fjölnir)
GJÖF!!! Ásgeir Frank á skelfilegan bolta til baka og sendir Bjarna Gunn í gegn.
Bjarni gerir vel og chippar yfir Galchuk sem kemur fingrunum á boltann en það var ekki nóg!
Þetta mark á Ásgeir Frank með húð og hári.
55. mín Gult spjald: Ásgeir Frank Ásgeirsson (Afturelding)
47. mín
Axel Freyr tekur skærin sín og fer í skotið en boltinn fer í varnarmann og rétt framhjá.
46. mín
Arnór Gauti tekur skot en boltinn fer í varnarmann en Arnór vill vítaspyrnu vegna hendi!
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað! Gestirnir byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Stórskemmtilegum fyrri hálfleik lokið! Afturelding komst yfir en gáfu svo verulega eftir, Fjölnir með viðsnúning á mettíma!
44. mín
1 mínúta og 7 sekúndur Það var 1 mínúta og 7 sekúndur á milli marka Fjölnis, ótrúlegt!
Ekki alveg 38 sekúndur eins og kom fram áðan.
39. mín MARK!
Júlíus Mar Júlíusson (Fjölnir)
Stoðsending: Axel Freyr Harðarson
HVAÐ ER Í GANGI??? Fjölnismenn vinna boltann strax eftir að Afturelding tekur miðjuna, Axel Freyr með frábæran bolta út á Júlíus Mar sem er á D-boganum og hann hamrar boltann í netið.
Þvílíkur viðsnúningur!
38. mín MARK!
Bjarni Gunnarsson (Fjölnir)
Stoðsending: Bjarni Þór Hafstein
ALVÖRU MARK! Bjarni Hafstein með hrottalegan bolta í teiginn, boltinn endar beint á kollinum á Bjarna Gunn sem stangar boltann í hornið.
Bjarnarnir tveir í stuði!
36. mín
Leikurinn búinn að vera ansi rólegur eftir mark gestanna.
32. mín
Fjölnismenn að halda vel í boltann hér þessar síðustu mínútur.
22. mín MARK!
Ivo Braz (Afturelding)
AFTURELDING AÐ KOMAST YFIR!! Sigurjón Daði markmaður Fjölnis á sendingu beint á Ivo Braz sem tekur boltann í fyrsta og setur hann yfir Sigurjón og í netið.
Þetta var algjör gjöf!
21. mín
Bjarni Páll kemst í sendingu í vörn Fjölnis og kemur boltanum í gegn á Arnór Gauta en Sigurjón gerir vel og nær að gera sig stórann áður en Arnór rennir sér á boltann og setur hann framhjá.
20. mín
Eftir gott samspil Aftureldingar kemur skoppandi bolti að Ivo Braz sem tekur skotið á lofti en boltinn fer framhjá marki Fjölnis.
16. mín
Fyrsta færi leiksins! Arnór Gauti tekur langt innkast sem fer beint á Gunnar Bergmann sem skallar boltann rétt framhjá marki heimamanna.
Gunnar ósáttur með sig þegar hann skokkar til baka.
14. mín
Afturelding fær annað horn, gestirnir að spila vel þessa stundina.
Sigurjón Daði kýlir boltann frá úr horninu.
11. mín
Gestirnir fá fyrsta horn leiksins, hornið er skallað frá og endar boltinn í annari hornspyrnu en aftur er boltanum skallað frá.
10. mín
Oliver Jensen brýtur á Bjarna Hafstein og Fjölnir fær aukaspyrnu 10 metrum frá vítateig gestanna.
Bjarni lætur sjálfur vaða en skotið er laust og beint á Yevgen Galchuk.
5. mín
Rólegar fyrstu 5.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Heimamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn! Úlfur Arnar þjálfari Fjölnis gerir þrjár breytingar á sínu liði frá síðasta leik. Inn í liðið koma þeir, Sigurvin Reynisson, Axel Freyr og Vilhjálmur Yngvi. Út úr byrjunarliðinu fara þeir Dagur Ingi Axelsson, Dofri Snorrason og Daníel Ingvar Ingvarsson.


Síðasti leikur Aftureldingar 2-0 tap gegn Leikni, Magnús Már þjálfari Aftureldingar gerir 2 breytingar á liði sínu frá þeim leik.
Þeir Ásgeir Frank og Hrafn Guðmundsson koma báðir inn í byrjunarliðið en Andri Freyr Jónasson og Bjartur Bjarmi fara báðir úr byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Sölvi Haralds spáir veislu í kvöld! Sölvi Haralds fréttamaður Fótbolti.net og einn af sérfræðingum Innkastsins, spáir í leiki umferðarinnar.


Fjölnir 3-2 Afturelding

Líklega leikur umferðarinnar. Seinasti leikur þessara liða mun seint gleymast en ég held að við fáum svipaða veislu í kvöld. Afturelding mun komast yfir í 2-0 í hálfleik. Fjölnisliðið mun samt sýna mikinn karakter og koma til baka í 2-2 með mörkum frá Mána Austmann og Júlíusi Mar. Eftir mikinn hasar og lélega færanýtingu í seinni hálfleik mun Reynir brósi dúkka upp og setja winnerinn. Eigum við ekki bara að segja á svona 90+6, beint úr aukaspyrnu. Síðan fáum við eitthvað stórbrotið viðtal við Úlla að leik loknum. Amen.

Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Fyrir leik
Er Afturelding að brotna? Afturelding var langstigahæsta lið Lengjudeildarinnar og leit það þannig út að Mosfellingar væru að fara ganga auðveldlega frá deildinni. Eftir 9-0 sigur á Selfyssingum í júlí hefur liðið einungis unnið 1 leik og gert tvö jafntefli í 6 leikjum.

Liðið er þrátt fyrir það enn á toppi deildarinnar vegna markatölu, en ÍA fylgir fast á eftir í 2. sæti.

Leikirnir sem Afturelding á eftir:

Fjölnir (Ú)
Ægir (H)
Þróttur R. (Ú)

Það verður að segjast að erfiðasti andstæðingurinn sem Afturelding á eftir sé andstæðingurinn í dag Fjölnir.

Mynd: Raggi Óla

Fyrir leik
Horfðu á leikinn í beinni
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Aukaþáttur af Innkastinu þar sem Lengjudeildin er aðalmálið - Þátturinn er í öllum hlaðvarpsveitum
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Úlfur Arnar um Aftureldingu Eftir leik Fjölnis og Ægis fyrr í sumar var Úlfur Arnar spurður um gengi Aftureldingar.
Afturelding var þá taplaust en liðinu var spáð um miðja deild fyrir tímabil.

,,Menn þurfa samt að átta sig á því að Afturelding er með mjög sterkt og rándýrt lið, þetta er eitt dýrasta liðið í deildinni. Þeir ná í leikmann úr úkraínsku úrvalsdeildinni, Arnór Gauta frá Noregi og Rasmus kemur til þeirra. Þetta er mjög sterkt lið, fólk þarf að átta sig á því. Þeir eru vel að þessu komnir en við sjáum hvað setur."

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Áhugaverð tölfræði!
Fyrir leik
Mikil spenna í deildinni Aðeins efsta liðið í deildinni fer beint upp í Bestu deildina en Afturelding er á toppnum á markatölu. Skagamenn veita þeim harða samkeppni um toppsætið.

Liðin sem enda í 2. - 5. sæti fara í úrslitakeppni um hitt lausa sætið. Leikið er í undanúrslitum heima og að heiman og svo verður hreinn úrslitaleikur um Bestu deildarsætið sem fram fer á Laugardalsvelli.

Mynd: Raggi Óla

Fyrir leik
Leikurinn færður vegna veðurs! Veðurspáin fyrir komandi helgi er vægast sagt ekki góð, upphaflega átti þessi viðureign að vera á laugardaginn ásamt viðureign Þróttar og Grindavíkur.
Vegna skemmtilegrar veðurspár töldu menn það skynsamlegra að spila í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Góðan og gleðilegan fimmtudaginn! Heilir og sælir lesendur góðir og veriði hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá stórleik 20. umferðar Lengjudeildarinnar, þar sem Fjölnir tekur á móti toppliði Aftureldingar.

Mynd: Brynjar Óli Ágústsson

Byrjunarlið:
1. Yevgen Galchuk (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('65)
13. Rasmus Christiansen
15. Hjörvar Sigurgeirsson ('79)
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson ('79)
22. Oliver Bjerrum Jensen
26. Hrafn Guðmundsson ('61)
77. Ivo Braz

Varamenn:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
8. Rúrik Gunnarsson ('79)
9. Andri Freyr Jónasson ('65)
10. Elmar Kári Enesson Cogic ('61)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('79)
26. Enes Þór Enesson Cogic
32. Sindri Sigurjónsson

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Ásgeir Frank Ásgeirsson ('55)

Rauð spjöld: