Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Fylkir
1
1
KA
0-1 Harley Willard '17
Ólafur Karl Finsen '52 , víti 1-1
03.09.2023  -  14:00
Würth völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Fínt hitastig og smá sól en ansi hvasst.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 425
Maður leiksins: Elís Rafn Björnsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
9. Pétur Bjarnason
16. Emil Ásmundsson ('79)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
20. Sveinn Gísli Þorkelsson
24. Elís Rafn Björnsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
80. Ólafur Karl Finsen

Varamenn:
12. Jón Ívan Rivine (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
4. Stefán Gísli Stefánsson
6. Frosti Brynjólfsson
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('79)
14. Theodór Ingi Óskarsson
25. Þóroddur Víkingsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Nikulás Val Gunnarsson ('68)
Arnór Gauti Jónsson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan. Jafnræði í fyrri hálfleik en Fylkismenn mun betri í þeim seinni. KA menn munu spila í neðri hlutanum. Vonbrigði.
90. mín Gult spjald: Andri Fannar Stefánsson (KA)
89. mín
Gilli með stórkostlegan sprett upp allan völlinn. Klúðrar þessu þegar hann reynir að koma boltanum í gegn á Pétur. Léleg sending með hægri. Hefði viljað hafa þennan á vinstri.
88. mín Gult spjald: Arnór Gauti Jónsson (Fylkir)
87. mín
Arnór Breki með frábæra fyrirgjöf beint á hausinn á Óla Kalla. Óli skallar rétt yfir. Fylkir verið frábærir í seinni.
85. mín
Benedikt Daríus með fyrirgjöf ætlaða Pétri. Fer af Dusan og Jajalo grípur.
83. mín
Stórkostleg varsla!!! Elís Rafn með boltann hægra meginn. Köttar inn og hamrar boltanum í átt að fjærstönginni. Jajalo eins og köttur og ver þetta.
81. mín
Inn:Pætur Petersen (KA) Út:Harley Willard (KA)
Markaskorarinn útaf.
79. mín
Inn:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
76. mín
Mark en rangur! Fullkominn fyrirgjöf frá Arnóri Breka sem Pétur Bjarna kemur inn fyrir línuna. Flaggaður rangstæður. Ansi tæpt
75. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA)
70. mín
Fylkismenn átt seinni hálfleikinn og líta út fyrir að ætla að sækja sigurmarkið.
68. mín
KR búnir að jafna í Eyjum. Lítur illa út fyrir KA.
68. mín Gult spjald: Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Brýtur á varamanninum Jakobi.
65. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
64. mín
Stöngin! KA menn hafa lítinn áhuga á því að verjast þessa stundina.

Óli og Pétur tveir á tvo. Óli gar fundið Pétur í góðri stöðu en fer sjálfur og á skot í stöngina.
59. mín
Elfar Árni niður í teignum eftir hornið. Arnór Gauti fer yfir bakið á honum. Hefði verið harður dómur en stúkan vill víti.
58. mín
Grímsi með þrumuskot í varnarmann og í horn.
56. mín
Sveinn Margeir við það að sleppa í gegn en kletturinn úr Seljahverfi Sveinn Gísli með frábæra tæklingu.
52. mín Mark úr víti!
Ólafur Karl Finsen (Fylkir)
Gott víti! Jajalo í rétt átt en kemur ekki vörnum við!
51. mín
VÍTII!!!!!! Óli Kalli niður í teignum.

Jajalo missir boltann og kemur Ívari í erfiða stöðu og hann brýtur á Óla.
50. mín
Dauðafæri! Fín sókn hjá KA mönnum!

Grímsi einn á móti Óla en skýtur langt framhjá!

Verður að gera betur.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
Hálfleikur
KA í efri hlutanum!! KR eru lentir undir í Eyjum! KA í efri hlutanum eins og staðan er núna.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleiksflautið komið. Ágætur hálfleikur hjá báðum liðum en KA menn leiða 1-0.
45. mín Gult spjald: Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Rífur Pétur niður í upphafi hraðrar sóknar.
45. mín
Ingimar með skot af löngu fær sem svífur framhjá samskeytinni.
42. mín
Fylkir fær horn. Endar með tveim skotum frá Emil í varnarmann.
41. mín
Danni Hafsteins finnur Grímsa fyrir utan teig sem lætur vaða en skotið rétt framhjá. KA með öll völd eins og er.
40. mín
Grímsi alltof seinn og neglir Orra niður. Heppinn að sleppa við spjald.
35. mín
Ívar Örn nær skalla en í varnarmann og aftur fyrir í annað horn. Fylkismenn hreinsa svo í burtu.
34. mín
KA fær horn
30. mín
ÚFF Klaufagangur í vörn KA manna og Emil fær boltann fyrir utan teig með opið mark en skýtur framhjá!
21. mín
Fylkir fær horn Ívar flautar á brot í teigum og aukaspyrna sem KA fær
17. mín MARK!
Harley Willard (KA)
Stoðsending: Daníel Hafsteinsson
Fyrsta markið Daníel Hafsteins gerir vel í að koma boltanum í gegn á Harvey sem að gerir enginn mistök.

Pétur Bjarnason var nýbuinn að klikka á svipuðu færi 30 sekúndum áður. Dýrkeypt.
14. mín
Fylkir fær sitt fyrsta horn. Spyrnan slök og yfir allan pakkann.
14. mín Gult spjald: Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA)
Ingimar tekur Pétur niður við teiginn.
11. mín
Arnór Breki missir boltann aftur fyrir og vill horn. Ívar ekki á sama máli. Stúkan tryllist.
9. mín
Pétur Bjarnason vinnur boltann framarlega á vellinum og Dusan hamrar hann niður við teiginn en Ívar flautar rangstöðu.
7. mín
Fylkismenn bægja hættunni frá.
7. mín
Skallað aftur fyrir í annað horn.
6. mín
KA fær horn
6. mín
Smá darraðadans í teignum eftir hornið en heimamenn hreinsa.
5. mín
KA fær horn
1. mín
Leikur hafinn
Komið af stað
Fyrir leik
Allt að verða til reiðu Liðin eru að ganga til vallar. Ívar Orri flautar senn leikinn á!
Fyrir leik
Byrjunarliðsfréttir Rúnar Páll Simgundsson, þjálfari Fylkis gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu gegn KR. Ragnar Bragi Sveinsson, Benedikt Daríus Garðarsson fara út og inn koma þeir Pétur Bjarnason og Birkir Eyþórsson.

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA gerir þrjár breytingar, Ásgeir Sigurgeirsson, Jóan Edmundsson og Hrannar Björn Steingrímsson fara út frá sigrinum gegn FH. Sveinn Margeir Hauksson, Andri Fannar Stefánsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson koma inn í stað þeirra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fylkir í fallbaráttu Fylkir er eins og er í bullandi fallbaráttu. Þeir sitja í 9. sæti með 20 stig. Fram er í 10. með 19 stig og Eyjamenn í 11. með 20 stig. Því er morugnljóst að Fylkir geti verið í fallsæti komandi inn í tvískiptinguna þó að það verði að teljast ólíklegt. Liðið hefur átt erfitt frá því að Óskar Borgþórsson samdi við Sogndal í norsku B Deildinni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Hvað þarf að gerast til að KA komist í efri hlutann Fyrst og fremst þarf liðið að vinna Fylki til að eiga möguleika en liðið þarf að auki að treysta á önnur úrslit.

- Með sigri endar KA í efri hlutanum á kostnað KR ef liðið vinnur sinn leik og ÍBV leggur KR.

- KA getur einnig náð efri hlutanum á kostnað FH ef Hafnfirðingar tapa gegn Breiðabliki en þá þarf markatalan líka að sveiflast. KA er með -8 í markatölu en FH -5.

(Sem dæmi þá heldur KA sér uppi með 2-0 sigri ef FH tapar 2-0)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Lokaumferð í Lautinni Hér fer fram bein textalýsing á leik Fylkis og KA í 22. umferð Bestu deildarinna sem er jafnframt sú seinasta fyrir tvískiptingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
8. Harley Willard ('81)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
14. Andri Fannar Stefánsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('75)
30. Sveinn Margeir Hauksson ('65)

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Gabriel Lukas Freitas Meira
8. Pætur Petersen ('81)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('75)
21. Mikael Breki Þórðarson
29. Jakob Snær Árnason ('65)
32. Sigurður Brynjar Þórisson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Hólmar Örn Rúnarsson

Gul spjöld:
Ingimar Torbjörnsson Stöle ('14)
Sveinn Margeir Hauksson ('45)
Andri Fannar Stefánsson ('90)

Rauð spjöld: