Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
Breiðablik
3
1
FH
Birta Georgsdóttir '28 1-0
1-1 Snædís María Jörundsdóttir '43
Agla María Albertsdóttir '66 2-1
Clara Sigurðardóttir '72 3-1
30.09.2023  -  14:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Agla María Albertsdóttir
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
10. Clara Sigurðardóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('80)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('86)
29. Viktoría París Sabido

Varamenn:
55. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir
14. Linli Tu ('86)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
23. Helena Ósk Hálfdánardóttir
24. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir ('80)
26. Líf Joostdóttir van Bemmel

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Kjartan Stefánsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bryndís Guðnadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik hirða 3 mikilvæg stig og eru komnar langleiðina með að tryggja sér í Evrópu!
94. mín
Agla með skot úr aukaspyrnu langt fyrir utan teig, boltinn fer rétt yfir mark gestanna.
91. mín
Thelma Karen með flotta takta og kemur sér í skotið sem er ekki nægilega gott og fer boltinn framhjá.
90. mín
5 mínútum bætt við
87. mín
Andrea Rut með hörkuskot í teig FH en Aldís ver frábærlega í marki gestanna.
86. mín
Ekkert sem bendir til að FH sé að koma til baka.
86. mín
Inn:Linli Tu (Breiðablik) Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
83. mín
Inn:Thelma Karen Pálmadóttir (FH) Út:Alma Mathiesen (FH)
83. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (FH) Út:Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
81. mín Gult spjald: Lillý Rut Hlynsdóttir (FH)
Lillý fer bara í Birtu og fær réttilega gult spjald að launum.
80. mín
Inn:Sara Svanhildur Jóhannsdóttir (Breiðablik) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
Fyrsti leikur Söru fyrir Breiðablik.
79. mín
Leikurinn heldur áfram á meðan Blikar undirbúa skiptingu fyrir Katrínu.
78. mín
Katrín Ásbjörns liggur niðri vegna meiðsla.
72. mín MARK!
Clara Sigurðardóttir (Breiðablik)
Kalt er það Clara! Agla tekur hornspyrnu með jörðinni beint á Clöru sem chippar boltanum beint í fjærhornið.
Frábær útfærsla og Clara svellköld í afgreiðslunni!
71. mín
Agla María á eitraða fyrirgjöf sem enginn Bliki kemst í og Lillý Rut kemur boltanum frá.
67. mín
Inn:Andrea Marý Sigurjónsdóttir (FH) Út:Colleen Kennedy (FH)
66. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
Captain fantastic! Andrea Rut á frábæra fyrirgjöf í teiginn og þar mætir Agla sem stangar boltann inn, geggjað mark!
64. mín
Eftir frábært samspil Hafrúnar og Andreu berst boltinn á Katrínu sem tekur skotið í teig FH en Aldís ver vel.
61. mín
Gestirnir fá horn, Sunneva á góða hornspyrnu en Telma gerir vel og nær að blaka boltanum burt.
60. mín
Mackenzie með marktilraun fyrir utan teig en Telma Ívars grípur boltann auðveldlega.
55. mín
Lítið um að vera hér í byrjun síðari hálfleiks.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Blikar byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Allt í járnum þegar liðin ganga til búningsklefa. Leikurinn heilt yfir frekar lokaður. Tökum 15.
45. mín
Fjórum mínútum bætt við.
45. mín
Rachel Avant lætur vaða fyrir utan teig eftir að Guðni Eiríks öskraði ,,shoot" frá bekknum. Boltinn fór rétt yfir mark Blika.
43. mín MARK!
Snædís María Jörundsdóttir (FH)
Snædís jafnar á markamínútunni! Eftir hornspyrnu FH dettur boltinn dauður í teignum og Snædís eins og sannur hrægammur nær að pota boltanum í netið.
41. mín
Mackenzie með lúmska tilraun, chippar boltanum á fjærstöng en Telma nær að handsama boltann. Veit ekki hvort þetta átti að vera sending eða skot.
38. mín
Inn:Rachel Avant (FH) Út:Shaina Faiena Ashouri (FH)
38. mín
Shaina borin af velli á börum, óskum henni skjóts bata.
36. mín
Shaina Ashouri FH liggur niðri vegna meiðsla. Leikurinn búinn að vera stopp í um 3 mínútur.
31. mín
Telma Ívars liggur niðri og þarfnast aðhlynningar.
Telma getur haldið leik áfram.
30. mín
Hafrún Rakel með skot í teignum, en skotið fer beint á Aldísi markverði FH.
28. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Clara Sigurðardóttir
Birta brýtur ísinn! Birta fær boltann fyrir utan teig og lætur vaða. Hnitmiðað skot alveg út við fjærstöng, frábært mark!
27. mín
Andrea Rut á skot við vítateig FH en enn og aftur ver Aldís.
26. mín
Birta Georgs að sleppa í gegn en tekur þunga snertingu og Aldís kemst á undan í boltann.
24. mín
Aldís í stuði! Agla María vinnur boltann hátt uppi á vellinum og sleppur í gegn, Agla tekur skotið en Aldís í marki FH ver frábærlega. Boltinn berst út á Andreu Rut sem skýtur en aftur ver Aldís!
21. mín
Arna Eiríks með lúmskt skot að marki Blika en boltinn fer framhjá.
17. mín Gult spjald: Shaina Faiena Ashouri (FH)
Réttilega gult fyrir brot á Clöru.
13. mín
Breiðablik fær hornspyrnu, Agla tekur spyrnuna boltinn skoppar á milli manna og endar hjá Birtu Georgs sem lætur vaða en Aldís ver vel í marki gestanna.
13. mín
Ekki mikið að frétta eftir færi FH á fyrstu mínútu leiks.
1. mín
FH strax í færi FH fær fyrstu hornspyrnu leiksins, darraðadans í teignum. FH kemur skoti á markið en Telma Ívars ver vel.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Gestirnir byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn og Bestu-deildar stefið í botni, nú styttist í þetta!
Fyrir leik
Blikar í Evrópubaráttu Hart er barist um 2. sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti. Breiðablik er með tveggja stiga forystu á Stjörnuna og myndi sigur í dag fara langt með að tryggja Breiðablik annað sætið og þar af leiðandi í Evrópu.

Staðan í deildinni:

1. Valur - 48 stig
2. Breiðablik - 37 stig
3. Stjarnan - 35 stig
4. Þróttur R. - 34 stig
5. Þór/KA - 29 stig
6. FH - 28 stig
Fyrir leik
FH ekki búið að vinna leik í efri hluta Gengi FH sömuleiðis er ekki búið að vera upp á marga fiska og á liðið enn eftir að ná í sinn fyrsta sigur eftir tvískiptingu deildarinnar. FH er í sjötta og neðsta sæti efri hluta deildarinnar og hafa lítið til að keppa upp á.
Þrátt fyrir það hefur FH átt mjög gott tímabil en liðinu var fyrir tímabilið spáð neðsta sæti.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrir leik
Breiðablik að vakna til lífsins? Eftir að Breiðablik tapaði gegn Víkingi R. hefur liðið nánast brotnað. Liðið fékk aðeins 1 stig úr 5 leikjum. Þjálfaraskipti urðu á liðinu er Ásmundur Arnarsson lét af störfum. En Kjartan Stefánsson og Gunnleifur Gunnleifsson stýra núna liðinu ásamt Ólafi Péturssyni og Önu Cate.
Í síðustu umferð vann liðið þó gegn Stjörnunni en var það fyrsti sigur liðsins síðan 7. ágúst. Spennandi verður að sjá hvort að liðið nái að tengja saman 2 sigra í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Kópavogsvöllur heilsar! Góðan og blessaðan daginn lesendur góðir og veriði velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Kópavogsvelli. Besta-deild kvenna heldur áfram að rúlla eftir landsleikjahlé. Í dag mun Breiðablik taka á móti FH í 22. og jafnframt næst síðustu umferð Bestu deildar kvenna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
Shaina Faiena Ashouri ('38)
2. Lillý Rut Hlynsdóttir (f)
5. Arna Eiríksdóttir (f)
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
14. Mackenzie Marie George
14. Snædís María Jörundsdóttir
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('83)
24. Alma Mathiesen ('83)
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
33. Colleen Kennedy ('67)

Varamenn:
7. Rachel Avant ('38)
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('83)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir ('67)
35. Thelma Karen Pálmadóttir ('83)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Karen Tinna Demian
Telma Ýr Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Shaina Faiena Ashouri ('17)
Lillý Rut Hlynsdóttir ('81)

Rauð spjöld: