Í BEINNI
Undankeppni EM U21
Ísland U21
LL
1
2
Wales U21
2
FH
3
1
KR
Kjartan Henry Finnbogason
'29
1-0
1-1
Ægir Jarl Jónasson
'50
Kjartan Henry Finnbogason
'55
, víti
2-1
Dani Hatakka
'86
3-1
07.10.2023 - 14:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 353
Maður leiksins: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 353
Maður leiksins: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Kjartan Henry Finnbogason
('87)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
('46)
4. Ólafur Guðmundsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
8. Finnur Orri Margeirsson
('24)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Davíð Snær Jóhannsson
16. Hörður Ingi Gunnarsson
('80)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
('80)
34. Logi Hrafn Róbertsson
Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
('80)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
('24)
19. Eetu Mömmö
22. Ástbjörn Þórðarson
('46)
26. Dani Hatakka
('80)
27. Jóhann Ægir Arnarsson
37. Baldur Kári Helgason
('87)
Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Andres Nieto Palma
Benjamin Gordon Mackenzie
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH vinnur þennan leik 3-1. Þá er Bestu deildinni lokið fyrir þessi lið og þau enda í 5. og 6. sæti deildarinnar. Nokkuð jafn leikur í dag en KR-ingar hefðu átt að nýta færin betur í fyrri hálfleik.
86. mín
MARK!
Dani Hatakka (FH)
FH líkast til að gera út um leikinn!
Hornspyrna hjá FH og boltinn kemur inn í teig. Það skapast mikill darraðardans sem endar í að Hatakka nær að pota boltanum í markið frá stuttu færi.
85. mín
Hornspyrna frá FH sem kemur á nær og Gyrðir nær skotinu sem fer í varnarmann og rétt framhjá.
76. mín
Sigurður Bjartur og Logi Hrafn skella saman og báðir fá aðhlynningu. Mér sýnist þeir samt báðir ætla að halda áfram leik.
74. mín
Þarna var KR nálægt því að jafna!
Jói Bjarna kemur með frábæran bolta bakvið varnarlínu FH þar sem Benóný Breki er kominn einn gegn markmanni. Færið er hinsvegar þröngt en hann nær að setja boltann milli lappana á Sindra en einnig rétt framhjá.
58. mín
Björn Daníel sér að Aron Snær er kominn töluvert út úr markinu og hann reynir að chippa hann frá miðlínu. Þetta er ágæt tilraun en boltinn fer rétt yfir og endar ofan á þaknetinu.
57. mín
Kjartani langar í þrennuna! FH sækir upp vinstri kantinn og Kjartan fær boltan vinstra megin við teiginn. Hann sækir inn að teig og lætur vaða. Skotið er fast en það fer framhjá.
55. mín
Mark úr víti!
Kjartan Henry Finnbogason (FH)
FH leiðir aftur!
Öruggt víti hjá Kjartani sem setur boltan fast í hornið og Aron Snær á ekki séns.
50. mín
MARK!
Ægir Jarl Jónasson (KR)
KR jafnar!
Virkilega vel gert frá Ægi. Hann tekur eina gabbhreyfingu framhjá einum og tekur svo skotið fast í nærhornið og boltinn syngur í neitnu.
46. mín
45. mín
Hálfleikur
FH leiðir í hálfleik. Það sést alveg ágætlega á þessum leik að það er lítið undir en KR-ingar hafa fengið þó nokkur færi til að skora mörk en verið mikið í því að skjóta og skalla yfir.
45. mín
+1
Alvöru horror sending frá Ólafi Guðmundssyni sem sendir boltan í hlaupaleiðina hjá Benóný Breka. Logi Hrafn gerir hinsvegar vel og lætur Benóný skjóta í sig þannig að boltinn fer útaf í horn.
Alvöru horror sending frá Ólafi Guðmundssyni sem sendir boltan í hlaupaleiðina hjá Benóný Breka. Logi Hrafn gerir hinsvegar vel og lætur Benóný skjóta í sig þannig að boltinn fer útaf í horn.
45. mín
Lítið eftir af seinni hálfleik og lítið um að vera síðustu 10 mínúturnar. Mikið um stöðubaráttur en fátt um góð færi.
35. mín
Langur bolti fram á Vuk sem nær að taka boltan með sér með harðfylgni og tekur lúmskt skot sem fer rétt framhjá.
31. mín
Benóný Breki aftur með frábært skallafæri inn í teig þar sem hann er einn og óvaldaður en hann skallar framhjá.
29. mín
MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (FH)
Stoðsending: Davíð Snær Jóhannsson
Stoðsending: Davíð Snær Jóhannsson
Kjartan treður einu í trýnið í sitt gamla lið
Þetta var ósköp einfalt en frábærlega gert! Davíð Snær fær boltan á hæfri kantinum og teiknar boltan á fjærstöngina þar sem Kjartan stangar boltan í netið.
24. mín
Inn:Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
Út:Finnur Orri Margeirsson (FH)
Finnur hefur eitthvað meiðst.
23. mín
Aftur fá KR-ingar að valsa upp kantinn í þetta skipti hægra megin og boltinn kemur inn í teig þar sem Benóný Breki fær að skalla boltan og FH-ingar láta hann alveg í friði. Benóný skallar hinsvegar boltan yfir.
22. mín
KR sækir hratt upp vinstri kantinn og boltinn kemur inn í teig þar sem Jói Bjarna er aleinn og hann nær skallanum en boltinn fer framhjá. Þarna hefði hann átt að gera betur, það var enginn að dekka hann.
20. mín
Hættuleg sókn frá KR þarna. KR tekur stutt horn og spila boltanum sín á milli rétt fyrir utan teig. Þá kemur Benóný Breki með frábæran bolta inn í teig þar sem Birgir Steinn nær einhvernegin að koma boltanum í átt að marki en skotið fer rétt yfir markið.
12. mín
Þvílíkt klúður!
Algjör samskiptaleysi í öftustu línu hjá FH þar sem tveir varnarmenn þvælast fyrir hvoru öðrum og senda bara boltan á Benóný Breka sem er kominn einn gegn markmanni.
Sindri Kristinn kemur vel út úr markinu en skotið frá Benóný siglir bara nokkuð vel framhjá einn gegn markmanni.
Sindri Kristinn kemur vel út úr markinu en skotið frá Benóný siglir bara nokkuð vel framhjá einn gegn markmanni.
9. mín
Mjög góð sókn hjá FH upp hægri kantinn þar sem Davíð Snær fær boltan og keyrir inn í teig. Hann tekur svo skotið sem er fast en rétt framhjá fjærstönginni.
5. mín
Glæpsamleg sending til baka á Sindra Kristinn frá Loga Hrafn. Sendingin er alltof stutt og Benóný Breki er nálægt því að stela boltanum inn í teig FH. Sindri gerir hinsvegar vel og hleypur út úr markinu og tæklar boltan burt.
3. mín
Langt innkast hjá FH skapar töluverðan usla inn í teig. Boltinn skoppar milli manna en engum tekst að ná úrslitaskotinu.
Fyrir leik
100 markamenn FH verða heiðraðir í hálfleik
Það verður 100 marka veggur vígður í hálfleik. Það eru 3 leikmenn sem hafa skorað 100 mörk fyrir FH en það eru þeir Atli Viðar Björnsson, Hörður Magnússon og Steven Lennon en þeir verða allir viðstaddir í dag.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús.
Heimir Guðjónsson þjálfari FH gerir 2 breytingar á sínu liði en þeir töpuðu 4-1 fyrir Val í síðustu umferð. Sindri Kristinn Ólafsson snýr aftur í markið eftir meiðsli og Hörður Ingi Gunnarsson kemur einnig inn í liðið. Þá fara Daði Freyr Arnarsson og Dani Hatakka á bekkinn.
Rúnar Kristinsson gerir einnig 2 breytingar á sínu liði en þeir unnu dramatískan 4-3 sigur á Breiðablik í síðustu umferð. Birgir Steinn Styrmisson og Aron Þórður Albertsson koma inn í liðið en Finnur Tómas Pálmason og Sigurður Bjartur Hallsson koma út úr liðinu.
Rúnar Kristinsson gerir einnig 2 breytingar á sínu liði en þeir unnu dramatískan 4-3 sigur á Breiðablik í síðustu umferð. Birgir Steinn Styrmisson og Aron Þórður Albertsson koma inn í liðið en Finnur Tómas Pálmason og Sigurður Bjartur Hallsson koma út úr liðinu.
Fyrir leik
Elmar Atli spáir í leikinn
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra sem verður í Bestu deildinni á næsta tímabili, spáir í lokaumferðina.
FH 1 - 3 KR (14:00)
KR kemst í 3-0 í kveðjuleik Rúnars þar sem Luke Rae setur 2 fyrir utan teig. FH setur vafasamt sárarbótamark seint í leiknum sem Aron Snær markmaður er ekki sáttur með og fær gult spjald fyrir tuð.
Elmar Atli með formanni Vestra Samúel Samúelssyni
FH 1 - 3 KR (14:00)
KR kemst í 3-0 í kveðjuleik Rúnars þar sem Luke Rae setur 2 fyrir utan teig. FH setur vafasamt sárarbótamark seint í leiknum sem Aron Snær markmaður er ekki sáttur með og fær gult spjald fyrir tuð.
Elmar Atli með formanni Vestra Samúel Samúelssyni
Fyrir leik
Dómari leiksins
Pétur Guðmundsson mun dæma þennan leik en honum til aðstoðar verða Bryngeir Valdimarsson og Antoníus Bjarki Halldórsson.
Eftirlitsmaður KSÍ er Ólafur Ingi Guðmundsson og varadómari er Þorvaldur Árnason.
Eftirlitsmaður KSÍ er Ólafur Ingi Guðmundsson og varadómari er Þorvaldur Árnason.
Fyrir leik
Rúnar Kristinsson þjálfar sinn síðasta leik með KR
Rúnar Kristinsson mun ekki halda áfram með KR á næsta tímabili og því er ljóst að þetta mun vera hans síðasti leikur sem þjálfari KR í bili. Rúnar er goðsögn hjá KR bæði sem leikmaður og þjálfari en hann stýrði liðinu til Íslands meistara titil árið 2019. Hans verður sárt saknað af mörgum KR-ingum og ég býst við því að það verður eitthvað fjölmennað á leikinn af KR stuðningsmönnum til að kveðja hann.
Fyrir leik
Hvorugt lið á séns á Evrópu
FH og KR sitja í 5. og 6. sæti deildarinnar jöfn á stigum með 37 stig og eru fjórum stigum á eftir Breiðblik þannig ljóst er að hvorugt liðið á möguleika á Evrópusæti. Það er því ekkert að spila fyrir í dag nema stoltið og að enda í sæti fyrir ofan hitt liðið.
Byrjunarlið:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
9. Benoný Breki Andrésson
11. Kennie Chopart (f)
('46)
14. Ægir Jarl Jónasson
('87)
15. Lúkas Magni Magnason
15. Lúkas Magni Magnason
('66)
16. Theodór Elmar Bjarnason
19. Kristinn Jónsson
('78)
29. Aron Þórður Albertsson
('66)
Varamenn:
1. Beitir Ólafsson (m)
8. Stefán Árni Geirsson
('46)
8. Olav Öby
('66)
10. Kristján Flóki Finnbogason
17. Luke Rae
('87)
18. Aron Kristófer Lárusson
('78)
33. Sigurður Bjartur Hallsson
('66)
Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist
Gul spjöld:
Rauð spjöld: