Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Fylkir
1
1
Breiðablik
Elís Rafn Björnsson '14 1-0
1-1 Guðjón Pétur Lýðsson '33
11.06.2014  -  19:15
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Valdimar Pálsson
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson
Daði Ólafsson ('77)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f) ('81)
9. Hákon Ingi Jónsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('60)
16. Tómas Þorsteinsson
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
7. Gunnar Örn Jónsson ('77)
8. Viktor Örn Guðmundsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson ('60)
22. Ryan Maduro
26. Sadmir Zekovic ('81)

Liðsstjórn:
Kristján Valdimarsson

Gul spjöld:
Oddur Ingi Guðmundsson ('94)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl !!

Hér mun fara fram textalýsing fyrir leik Fylkis og Breiðabliks í Pepsi deild karla.

Leikurinn er áhugaverður fyrir margar sakir, meðal annars þær að þetta er fyrsti leikur Breiðabliks undir stjórn nýs þjálfara, Guðmundar Benediktssonar.

Einnig eru Fylkismenn að vígja nýja stúku, sem er vægast sagt glæsileg í alla staði, til hamingju Fylkismenn nær og fjær!
Fyrir leik
Plötusnúðurinn í Lautinni fer hamförum, vægast sagt. Liðin eru í óða önn að hita upp fyrir komandi átök.
Fyrir leik
Stórmeistarinn Haukur Ingi Guðnason stjórnar upphitun Fylkismanna. Einhver er reynslan á bakinu á honum!

Ekki er hann síðri sem stjórnar upphitun Blika, Willum Þór Þórsson dömur mínar og herrar. Maðurinn er klæddur í Blikadressið, uppháir sokkar, takkaskór og stuttbuxur. Wow.

Athygli vekur að Ryan Maduro er á bekknum hjá Fylkismönnum.

Elfar Árni Aðalsteinsson kemur svo inn í lið Breiðabliks fyrir Árna Vill, sem er í banni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Stjörnunni í síðasta leik.
Fyrir leik
Guðmundur Benediktsson er mættur hjá varamannaskýlinu sínu og byrjar á því að spjalla við dómarana, mikilvægt að hafa þá á sínu bandi!

G.Ben er einstaklega snyrtilegur til fara og ætlar greinilega að halda uppi þessum háa standard sem Óli Kristjáns setti í klæðnaði.
Fyrir leik
Svo ég segi það aftur. Þessi stúka er augnakonfekt. Enginn Fylkismaður ætti að missa af þessum leik. Sól, hamborgaralykt, fótbolti, glæný stúka og Lautin sjaldað litið betur út. Það væri glæpur að missa af þessu!
Hlynur Magnússon @hlynurm

Blikar sigra 4-0 í kvöld. Heyrðuð það fyrst hér. #fótbolti
Fyrir leik
Liðin labba inn á völlin og eru á sama tíma kynnt til leiks. Þetta er að skella á, Fylkismenn klappa duglega fyrir sínu liði!
Fyrir leik
Dagur B. Eggertsson sennilega verðandi borgarstjóri Reykjavíkur rífur í spaðann á leikmönnum fyrir leik.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
3. mín
Þetta fer allt saman rosa rólega af stað, miðjubolti svokallaður.
4. mín
Fyrsta skotið kemur eftir 4 mínútur, það er Oddur sem tekur það eftir góðan undirbúning Hákons. En skotið því miður langt framhjá og máttlaust.
6. mín
Hættuleg sókn Blika, flottir taktar hjá Tómasi Óla sem kemur boltanum inn fyrir á Elfar Árna en Bjarni Þórður ver frá honum.
8. mín
Fylkismenn fá aukaspyrnu vinstra megin við vítateiginn út við endalínu. Kjörið að krulla boltann fyrir markið.

Ekkert varð úr spyrnunni.
11. mín
Fyrsta alvöru færið. Blikar fá aukaspyrnu mitt á milli miðju og vítateigs, góð spyrna frá Guðjóni sem hittir á kollinn á Elvari Páli, en skallinn rétt framhjá.
14. mín MARK!
Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
FYLKISMENN ERU KOMNIR YFIR!!

Klafs inn í vítateig eftir hornspyrnu Fylkis. Elís Rafn fær boltann hjá vítapunkti, tekur hann niður, skýtur inn í þvöguna og mér sýndist boltinn fara af Höskuldi varnarmanni Blika og í fjærhornið.
16. mín
Sjálfsmark eða ekki, staðan er 1-0. Það er það eina sem telur í knattspyrnunni.
17. mín
Ási Arnars þjálfari Fylkis í ráándýrum jakkafötum á hliðarlínunni fór hamförum þegar markið kom. Passion.
19. mín
Egill Einarsson er að mæta fyrst núna. Maður hefði haldið að Bliki nr.1 myndi láta sjá sig fyrr. Nei ég segi svona!
25. mín
Leikurinn hefur heldur betur róast síðan markið kom. Engar alvöru sóknir.
26. mín
Willum og Gummi Ben leggja á ráðin hvað sé hægt að gera og hvernig sé best að bregðast við. Þetta er ágætis brekka sem Breiðablik eru staddir í núna.
28. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Fer í háskalega tæklingu og hreytir svo einhverjum orðum í áttina að Gunnari Erni. Reiði í Guðjóni.
Bjarki Freyr @B_crackinBoy

10 af 11 uppaldnir hjá fylki í dag #fact #fotbolti #grjothart
31. mín
Hákon Ingi mætti kannski fara að passa rangstæðuna. Hann hefur verið dæmur rangstæður oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.
33. mín
Blikar fá aukaspyrnu vinstra megin á vítateigslínunni, fólk hélt um tíma að þetta væri víti !
33. mín MARK!
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Wooooooooowwwww !!!!

Þetta er bullandi leikur gott fólk. Guðjón Pétur smyr boltann í nærhornið eftir aukaspyrnu úr þröngu færi vinstra megin á vítateigslínunni. Þetta var mark af dýrari gerðinni.

Þetta er gott fyrir leikinn!
35. mín Gult spjald: Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik)
Klaufalegt brot hjá guttanum. Fer aftan í Ragnar Braga af litlu tilefni.
37. mín
Guðjón Pétur Lýðsson klikkar úr DAUÐAFÆRI !!

Klárlega besta færi leiksins hingað til, sleppur einn í gegn á móti Bjarna eftir klaufagang í Fylkisvörninni. En skotið framhjá!
38. mín
Mikið ofboðslega sem Breiðablik hefur vaknað við þetta mark! Verður þetta vendipunkturinn á sumrinu hreinlega?
39. mín
Annað DAUÐAFÆRI sem fer forgörðum!!

Tómas Óli fær skoppandi bolta hjá markmannsteigslínunni, en hittir boltann illa, í varnarmann Fylkis og yfir.

Úr hornspyrnunni skalla Blikar framhjá.
41. mín
Það er allt að gerast hérna í Lautinni. Fylkir komast í gott færi, Gunnar Örn á skot rétt fyrir utan teig sem fer í varnarmann Breiðabliks og Gunnleifur Gunnleifsson þarf að hafa sig allan við að skipta skyndilega um stefnu og fara í hitt hornið, en markvarslan glæsileg.

Hornspyrna Fylkis fer svo forgörðum.
45. mín
Willum farinn að láta í sér heyra á hliðarlínunni, Birkir Sigurðsson aðstoðardómari segir honum hins vegar að róa sig.
45. mín
Hálfleikur

Fanta flottur fyrri hálfleikur hjá báðum liðum. Mikil skemmtun.
45. mín
Liðin tölta á völlinn. Þetta er að hefjast aftur, vonandi fáum við sömu skemmtun og í fyrri hálfleik og fleiri mörk!
45. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Það er eins gott að fólk hafi borið á sig sólarvörn því sólin skín beint í andlitið á fólkinu. Ekkert að því svosem.
49. mín
Aukaspyrna sem Breiðablik á, vinstra megin við vítateig Fylkis, á svipuðum stað og markið kom.

Guðjón Pétur tekur spyrnuna en hún lendir í þetta skiptið í lófunum á Bjarna Þórði.
51. mín
Elfar Árni með fast skot í Stefán Ragnar, boltinn fer afturfyrir endamörk, hornspyrna...

... Sem ekkert verður úr.
53. mín
Frábær sending frá Hákoni Inga inn fyrir vörn Blika, beint á Ragnar Braga, en ekki nægilega vel klárað hjá honum og Gulli ver.
55. mín
Bakhrindingar hægri vinstri hérna á vellinum, Valdimar Pálsson hefur í nægu að snúast eins og staðan er núna, kæmi mér ekki á óvart ef rautt spjald myndi líta dagsins ljós hér í kvöld.
58. mín
Gott færi hjá Breiðablik, föst sending fyrir frá vinstri kanti, skotið gott, en markvarslan hjá Bjarna í heimsklassa!
59. mín
Gífurlegur hiti í stuðningsmönnum Fylkis núna, þeir vanda Valdimari dómara ekki kveðjurnar.
60. mín
Inn:Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Ég ætla að vera hreinskilinn. Andrés Már hefur átt betri daga á fótboltavellinum, og sérstaklega í Lautinni.
62. mín
,,Horfðu á leikinn vitleysingur!" segir reiður stuðningsmaður í stúkunni.
64. mín
Hættuleg aukaspyrna sem Blikar eiga, 3-4 skrefum fyrir utan vítateig vinstra megin. Frábært færi fyrir GPL.
64. mín
Frábær aukaspyrna!!

Fer í stöngina og endar svo undir Bjarna Þórði.
65. mín
1303 áhorfendur í Lautinni segja gárungarnir! Vel að verki staðið.
70. mín
Get lofað ykkur því að Valdimar dómari fær engin jólakort frá stuðningsmönnum Fylkis. Menn fórna höndum eftir hvern dóm hjá manninum.
72. mín
Fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér. Þá er BONGÓ blíða í Árbænum. Fólk getur ennþá kíkt á leikinn, það kemur allavega eitt mark í viðbót, 100%.
73. mín
Skot á volley-inu frá Arnóri Svein, beint í hausinn á Guðjóni Pétri, sem á skalla rétt framhjá markinu.
74. mín
Mikil ró komin á leikinn allt í einu. Bæði lif ansi hugmyndasnauð þegar kemur að einhverju sem tengist sóknarleik
75. mín
Flott hornspyrna frá Fylki, boltinn hins vegar fer í gegnum allan pakkan óáreittur.
77. mín
Inn:Gunnar Örn Jónsson (Fylkir) Út:Daði Ólafsson (Fylkir)
81. mín
Inn:Sadmir Zekovic (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
81. mín
Inn:Ellert Hreinsson (Breiðablik) Út:Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik)
81. mín
Skipting hjá sitthvoru liðinu. Skulum vona að það hleypi smá lífi í leikinn.
85. mín
Hjörtur Hermannsson fyrrverandi leikmaður Fylkis og núverandi leikmaður PSV í Hollandi er meðal áhorfenda og hvetur sína menn til dáða hérna síðustu mínútur leiksins. Passion.
86. mín
Inn:Jordan Leonard Halsman (Breiðablik) Út:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
Fyrsti byrjunarliðsleikur Arnórs endar með meiðslum. Svekkjandi.
87. mín
Það þarf kraftaverk til að þessi leikur endi ekki með jafntefli. Ofboðslega lufsulegt þessa stundina. Menn hugsa meira um að henda sér í tæklingar en að skora mörk.
89. mín
Inn:Páll Olgeir Þorsteinsson (Breiðablik) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Síðasta skipting Breiðabliks.
90. mín
Nú verður allt VITLAUST á vellinum, virðist vera togað í Zekovic inn í vítateig, Valdimar sér ekkert athugavert við þetta. Hefði verið ansi harður dómur.
91. mín
Þarna fór sennilega síðasta tækifæri Blika, áttu hraða skyndisókn, en fyrigjöfin frá Ellerti ekki upp á marga fiska og boltinn fer beint í hendurnar á Bjarna.
93. mín
Þetta er að fjara út.
93. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Groddaralegt brot á hægri kantinum. Sópun hefði einhver kallað þetta.
94. mín Gult spjald: Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Leik lokið!
Bragðdauft í seinni hálfleik, vægast sagt !!
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('86)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
7. Stefán Gíslason
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('89)
17. Elvar Páll Sigurðsson ('81)
18. Finnur Orri Margeirsson
27. Tómas Óli Garðarsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
6. Jordan Leonard Halsman ('86)
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Guðmundur Friðriksson
22. Ellert Hreinsson ('81)
26. Páll Olgeir Þorsteinsson ('89)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('93)
Tómas Óli Garðarsson ('35)
Guðjón Pétur Lýðsson ('28)

Rauð spjöld: