Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayerrn
Breiðablik
4
4
Keflavík
0-1 Aron Rúnarsson Heiðdal '5
Guðjón Pétur Lýðsson '36 1-1
1-2 Elías Már Ómarsson '45
Höskuldur Gunnlaugsson '47 2-2
2-3 Hörður Sveinsson '50
2-4 Frans Elvarsson '69
Stefán Gíslason '87 3-4
Baldvin Sturluson '96 4-4
06.08.2014  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
2. Gísli Páll Helgason
5. Elfar Freyr Helgason ('82)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
7. Stefán Gíslason
10. Árni Vilhjálmsson
18. Finnur Orri Margeirsson
22. Ellert Hreinsson ('66)
30. Andri Rafn Yeoman ('72)
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
6. Jordan Leonard Halsman
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('66)
17. Elvar Páll Sigurðsson
21. Baldvin Sturluson ('72)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli.

Hér í kvöld eigast við Breiðablik og Keflavík í 14. umferð Pepsi-deildar karla.
Fyrir leik
Breiðablik eru með 13 stig eftir 13 umferðir á meðan Keflvíkingar eru með 17 stig. Keflvíkingar hafa ekki unnið deildarleik í síðustu fjóru umferðum.

Breiðablik hefur hinsvegar krækt sér í sjö stig í síðustu fjóru leikjum.
Fyrir leik
Engin breyting er á liði Blika frá 1-1 jafnteflisleik þeirra gegn KR í síðustu umferð.
Fyrir leik
Það eru tvær breytingar á byrjunarliði Keflavíkur frá bikarleiknum þeirra gegn Víking á miðvikudaginn í síðustu viku. Aron Grétar og Bojan Stefán koma inn í byrjunarliðið í stað Endre Brenne og Magnúsar Sverris.
Fyrir leik
Völlurinn ætti að vera vel blautur að minnsta kosti er hlaupabrautin það.
Fyrir leik
Oliver Sigurjónsson er í fyrsta sinn í leikmannahóp Breiðabliks en hann kom heim í Voginn í júlí eftir þrjú ár hjá AGF í Danmörku.
Fyrir leik
,,Að lokum var það Breiðablik sem varð fyrir valinu. Mér fannst það rétt skref fyrir mig. Markmið mitt er auðvitað að komast aftur út. Það eru hinsvegar spennandi tímar framundan hjá mér og Breiðablik. Ég veit hinsvegar ekkert hversu lengi ég verð heima. Ég þarf að sanna það að ég sé nægilega góður til að spila í Pepsi-deildinni og ef ég næ því þá eru allir möguleikar opnir til að fara út aftur." - sagði Oliver Sigurjónsson í samtali við Fótbolta.net 23. júlí.

Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=171353#ixzz39dgVsxUK
Fyrir leik
Eins og staðan er núna, er Breiðablik aðeins þremur stigum frá botnsætinu.

Fylkismenn eru að komast í 14 stig - haldi þeir forystunni sinni en staðan í hálfleik 2-0 fyrir Fylki gegn ÍBV.

Þór og Fram eru að gera jafntefli fyrir norðan 0-0 í hálfleik.
Fyrir leik
Það er ágætlega mætt enn sem komið er. Miðað við að það eru rúmlega 10 mínútur í leik.

Töluvert fleiri Blikar.
Fyrir leik
Leikmenn liðanna farnir inn í klefa og því fer veislan að hefjast. Vonum að þetta verði veisla hér í Kópavoginum.
1. mín
Leikurinn er byrjaður. Það er sól í voginum.
2. mín
Liðs uppstilling Blika:
Gunnleifur
Gísli Páll - Elfar Freyr - Finnur Orri - Arnór Sveinn
Stefán Gísla - Andri Yeoman
Höskuldur - Guðjón Pétur - Ellert Hreinsson
Árni Vilhjálms.
3. mín
Liðs uppstilling Keflavíkur:
Jonas
Aron Grétar - Aron Heiðdal - Haraldur Freyr - Magnús Þórir
Elías Már - Sindri Snær - Frans - Jóhann Birnir - Bojan
Hörður
5. mín MARK!
Aron Rúnarsson Heiðdal (Keflavík)
Stoðsending: Haraldur Freyr Guðmundsson
Sonur handboltakempunar, Rúnars Sigtryggssonar hefur skorað sitt fyrsta mark fyrir Keflavík og það með skalla!

Uppúr horni kemur boltinn á fjærstöngina þar sem Haraldur Freyr skallar boltann fyrir markið og þar nær Aron fyrstur manna til að skalla að marki við markteigslínuna.
6. mín
Það er rosalega deyfð yfir þessu öllu saman og það fór lítið fyrir þessu marki.
9. mín
Árni Vill. búinn að eiga tvær mark-tilraunir hingað til.

Eitt skot hans langt fyrir utan teig fór framhjá markinu eftir skógarúthlaup frá Jonasi í markinu. Stuttu síðar átti hann skalla sem náði engum krafti.
12. mín
Vó! Þarna varði Jonas vel frá Guðjóni Pétri og Magnús Þórir bjargar á síðustu stundu.

Aron Heiðdal full langt frá sóknarmanni Blika inn í teig sem lagði boltann út á Guðjón sem átti fínt skot meðfram grasinu en Jonas vel á verði.
16. mín
Opinn og fjörugur leikur hingað til. Bæði lið skiptast á að sækja og eru menn oft á tíðum með mikið pláss inn á miðsvæðinu.
16. mín
Hörður einn gegn tveimur varnarmönnum Breiðabliks fyrir utan teig, lætur vaða en boltinn beint í varnarmann Blika og aftur fyrir. Horn.
22. mín
Keflvíkingar eru vel skipulagðir og geta fá færi á sér. Aron og Haraldur að leika vel í miðri vörn Keflvíkinga enn sem komið er.
23. mín
Árni Vill. klókur, berst í gegnum vörn Keflvíkinga en nær ekki fríu skoti og Aron Heiðdal kemur fæti fyrir skotið og boltinn í horn.
23. mín
Skemmtileg útfærsla á horni hjá Breiðablik.

Guðjón Pétur sendir stutt á nærstöngina á Árna sem tekur blinda sendingu aftur fyrir sig á Stefán Gísla. hann rennur boltanum aftur út á Guðjón sem leikur inn í teiginn, gefur á Árna Vill sem á skot að marki en í hliðarnetið. Töff þetta!
30. mín
Athylisvert að Freyr Alexandersson og Davíð Snorri þjálfarar Leiknis í 1.deildinni eru mættir á Kópavogsvöllinn. Þeir eru líklega farnir að skoða andstæðinga sína fyrir næsta tímabil en Leiknismenn eru komnir með aðra löppina (Þó ekki löppina á Bödda löpp) upp í Pepsi-deildina.
31. mín
Höskuldur með skot utan teigs en beint í fangið á Jonasi. Blikar sóttu stíft en Keflvíkingar fjölmennir inn í teig.
35. mín
Guðjón Pétur mundar skot fótinn, Breiðablik eiga aukaspyrnu á hættulegum stað.
36. mín MARK!
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Hvort var þetta frábær spyrna eða lélega gert hjá Jonasi?

Boltinn alveg út við nærstöngina en Jonas virtist vera alveg með þetta og við héldum að þetta hafi farið í hliðarnetið en nei. Boltinn söng í netinu og Blikar eru búnir að jafna!
39. mín
Miklu meira líf í Blikum.

Ellert Hreinsson og Árni með laglegt þríhyrningarspil sem endar með því að Árni er kominn inn í teig með boltann en Jonas ver skot hans í horn.
40. mín Gult spjald: Aron Grétar Jafetsson (Keflavík)
Brýtur á Árna Vill. við vítateigslínuna, vinsta megin við teiginn.
43. mín
Árni er allt í öllu hérna. Núna með frábæra fyrirgjöf milli varnar og markmanns og Guðjón Pétur kemur á sprettinum en nær ekki til boltans.
45. mín MARK!
Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Þetta var skrýtið mark!

Fyrirgjöf sem Gunnleifur fer upp í, sóknarmaður Keflvíkinga truflar Gulla sem nær ekki að slá boltann í burtu, varnarmaður Breiðabliks fær boltann beint í lappirnar við markið og á einhvern ótrúlegan hátt hreinsar hann í þverslánna og boltinn beint fyrir fætur Elíasar sem stýrði boltanum í netið.
45. mín
Blikarnir búnir að vera töluvert hættulegri síðustu mínútur og er þetta því rándýrt mark fyrir Keflvíkinga rétt fyrir hálfleik.
45. mín
Hálfleikur.

Opinn og fjörugur hálfleikur, þrjú mörk og gestirnir yfir.

Gunnleifur og Stefán Gíslason hlaupa strax í áttina á Guðmundi Ársæli dómara og láta nokkur vel valin orð falla. Gísli Páll og Finnur Orri koma einnig hlaupandi í átt að dómara tríó-inu.
45. mín
Áhorfendatölur: 802
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
46. mín
Fyrsta færið eftir 26 sekúndur.

Árni Vill. kemur sér inn í vítateig á skot í varnarmann og Stefán Gíslason eltir boltann en er í þröngri stöðu og skot hans í hliðarnetið.
47. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Árni Vilhjálmsson
Vel gert drengur!

Fær frábærasendingu innfyrir vörnina og gerir allt hárrétt með boltann og sendir boltann framhjá Jonasi í markinu. Þvílik byrjun á seinni hálfleiknum.
50. mín MARK!
Hörður Sveinsson (Keflavík)
Stoðsending: Elías Már Ómarsson
Jóhann Birnir með fyrirgjöf frá hægri á nærstöngina, þar nær Elías Már að snerta boltann áður en Hörður Sveinsson klárar sóknina með marki!
54. mín
Þetta er ekki smá byrjun á seinni hálfleiknum. Maður veit hreinlega ekki hvað maður á að segja. Keflvíkingarnir seigir og hafa nýtt sínar sóknir fáránlega vel.
59. mín
Inn:Ray Anthony Jónsson (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
61. mín
Þrumuskot langt fyrir utan teig rétt framhjá fjærstöng Blika.
61. mín Gult spjald: Ray Anthony Jónsson (Keflavík)
Þvílík innkoma hjá Ray. Beint með takkana í rasskinnina á Andra Yeoman sem liggur sárkvalinn eftir.
63. mín
Elfar Árni skokkar að varamannabekknum og er að gera sig kláran til að koma inná í liði Blika.
64. mín
Dampurinn aðeins dottið úr leik Blika síðustu mínútur og leikurinn róast aðeins og meiri barátta í mönnum. Fleiri brot og leikurinn oftar stop.
65. mín
Aron Heiðdal brýtur á Höskuldi beint fyrir utan vítateigslínuna. Stórhættulegur staður fyrir löpp eins og Guðjón Pétur er með.
66. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) Út:Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Elfar getur ekki gert minna en það sem Ellert gerði í þessum leik.
66. mín
Spyrna Guðjóns beint í varnarvegginn. Illa farið með ákjósanlega stöðu.
69. mín MARK!
Frans Elvarsson (Keflavík)
Stoðsending: Elías Már Ómarsson
Hvað er að gerast?!?!

Frans og Elías Már áttu gott samspil sem endaði með stungu sendingu innfyrir vörnina og þar renndi Frans boltanum framhjá Gunnleifi í markinu.

Nú er þetta orðið svart fyrir Breiðablik.
70. mín
Og strax eftir þetta áfall meiðist Andri Yeoman og er farinn inn í klefa. Baldvin Sturluson er að koma inná.
72. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
72. mín
Þvílík varsla hjá Jonasi eftir skot frá Höskuldi!

Boltinn datt fyrir fætur Höskulds við markteigslínuna sem snýr boltanum í fjærhornið en Jonas slær boltann yfir markið. Vel gert!
73. mín
Arnór Sveinn í DAUÐAFÆRI eftir hornið, hann renndi sér í átt að boltanum við fjærstöngina en hvernig fór boltinn yfir markið ?!?!
76. mín
Keflvíkingar eru þessa stundina allir fyrir aftan miðjulínuna og reyna þétta varnarmúrinn. Ekki nema korter eftir.
81. mín
Enn og aftur þarf sjúkraþjálfair Keflvíkinga að koma inná völlinn. Nú er það Bojan sem liggur.
82. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
84. mín
Aron Heiðdal fer aðeins í fæturna á Árna sem stóð það af sér og átti lélegt skot í erfiðri stöðu.

Þarna hefðu einhverjir ónefndir leikmenn látið sig falla og heimtað víti.
85. mín
Blikar brjálæðir. Jonas tæpur að taka boltann upp utan teigs. Hann var þó held ég á línunni.
85. mín
Inn:Hilmar Þór Hilmarsson (Keflavík) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
87. mín MARK!
Stefán Gíslason (Breiðablik)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
Stefán átti lang skot sem fór í varnarmann og í horn.

Guðjón Pétur tekur spyrnuna og Stefán Gíslason tekur boltann með hælnum. Varnarmaður Keflvíkinga stóð á línunni og hreinsaði frá en boltinn fór greinilega innfyrir línuna því Óli Njáll aðstoðardómari flaggaði mark.
89. mín
Strax í næstu sókn kemst Magnús Þórir inn í teig en Gulli ver vel og boltinn rúllar framhjá fjærstönginni.

Það er allt að gerast!
90. mín
Uppbótartíminn er fimm mínútur!
91. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Elías Már Ómarsson (Keflavík)
96. mín MARK!
Baldvin Sturluson (Breiðablik)
Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
Þvílík dramatík!

Baldvin Sturluson skorar stuttu eftir að Blikar vildu fá víti!
96. mín
Í næstu sókn vilja Keflvíkingar fá óbeina aukaspyrnu eftir að Gunnleifur tók boltann upp með höndum eftir að varnarmaður Blika hafði sent boltann til baka.
Leik lokið!
Átta marka leik er lokið.

Þvílíkur leikur - þessi leikur hefði getað verið spilaður í nokkra klukkutíma og ENGINN hefði fengið leið á því.

Maður veit ekki hvað skal setja, sanngjörn úrslit eður ei. Keflvíkingar vissulega tveimur mörkum yfir þegar fjórar mínútur eru eftir og svoleiðis stöðu á maður ekki að geta glutrað!
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('59)
6. Sindri Snær Magnússon
10. Hörður Sveinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic ('85)
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
2. Anton Freyr Hauksson
6. Einar Orri Einarsson
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('91)

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Ray Anthony Jónsson ('61)
Aron Grétar Jafetsson ('40)

Rauð spjöld: