Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Stjarnan
2
1
Breiðablik
0-1 Rakel Hönnudóttir '21
Anna Björk Kristjánsdóttir '26 1-1
Harpa Þorsteinsdóttir '45 2-1
05.06.2015  -  19:15
Samsung völlurinn
Borgunarbikar kvenna
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 179
Maður leiksins: Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
5. Shannon Elizabeth Woeller
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
17. Rúna Sif Stefánsdóttir ('69)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir ('82)

Varamenn:
Theodóra Dís Agnarsdóttir
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
4. Björk Gunnarsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen ('69)
11. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('82)
14. Beverly D. Leon
20. Sigríður Þóra Birgisdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið!

Stjarnan komið í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir 2-1 sigur á Breiðablik á heimavelli. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.

Viðtöl síðar í kvöld.
90. mín
Svava Rós með fyrirgjöf frá hægri en yfir markið fór boltinn.
89. mín
Þetta er að renna út í sandinn hjá Blikum...
86. mín
Fjolla Shala á skot yfir mark Stjörnunnar.

Fjolla er komin inná miðjuna og Arna Dís í hægri bakvörðinn.
85. mín
Inn:Arna Dís Arnþórsdóttir (Breiðablik) Út:Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Fyrirliðinn, tekinn af velli og tekur Fanndís við bandinu.

Arna Dís kemur inná, fyrrum leikmaður Stjörnunnar.
83. mín
Klaufaleg mistök hjá Guðrúni í vörn Blika og Írunn vinnur boltann af henni.

Guðrún gerir hinsvegar vel og hleypur Írunni uppi og tekur boltann af henni að ný.
82. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Stjarnan) Út:Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan)
Ana Cate fer þá í hægri bakvörðinn og Guðrún Karítas á hægri kantinn.
81. mín
Inn:Fjolla Shala (Breiðablik) Út:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Fer beint í hægri bakvörðinn fyrir Ástu.
80. mín
Áhorfendur í kvöld 179. Það er svona svipað og á góðum handboltaleik í Olís deild karla.
78. mín
Hornspyrna Aldísar ágæt, en Stjörnustelpur eru fjölmennar í boxinu og skalla boltann frá.
78. mín
Sókn Blika aðeins farin að þyngjast. Fanndís vinnur horn nú rétt í þessu, ekki fyrsta horn Blika í kvöld.
74. mín
Fanndís með skot að marki, en auðvelt fyrir Söndru Sigurðar.
73. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
71. mín
Harpa með skot innan teigs. Skotið hálf máttlaust og beint á Sonný Láru í markinu.
69. mín
Inn:Lára Kristín Pedersen (Stjarnan) Út:Rúna Sif Stefánsdóttir (Stjarnan)
Rúna hefur átt fínar rispur í þessum leik. Var hættuleg síðustu mínútur en er nú tekin útaf.
68. mín
Aftur reynir Sandra að slá boltann frá eftir horn frá Aldísi.

Nú eru Stjörnustelpur hinsvegar undan í annan boltann og hreinsa frá. Breiðablik heldur pressunni og vinna annað horn í kjölfarið.
68. mín
Telma Hjaltalín með fyrirgjöf sem Anna Björk skallar aftur fyrir. Horn sem Aldís Kara tekur.
67. mín
Rúna Sif með góða fyrirgjöf frá vinstri sem Ana Cate skallar framhjá. Mjög gott færi en skallinn dapur.
67. mín
Léleg hornspyrna frá Önu Cate sem endar ofan á þaknetinu.

Það þarf að gera betur!
66. mín
Vó!

Rúna Sif með fyrirgjöf/skot sem endar í fjærstönginni. Þar datt boltinn út í teiginn og Blikastelpur hreinsa í horn.
61. mín
Telma Hjaltalín er mætt aftur inn á völlinn.
58. mín Gult spjald: Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan)
Ásgerður Stefanía er með brúsa í hendinni út við hliðarlínunni þegar boltinn berst þangað. Ásgerður fer í baráttu um boltann með brúsann í hendinni en það er bannað. Garðar Örn rífur upp gula spjaldið
58. mín
Eftir baráttu við Shannon Woeller liggur Telma Hjaltalín eftir.
52. mín
Harpa Þorsteins. liggur eftir, eftir atgang inn í vítateig Stjörnunnar úr horninu.

Hún er þó staðin upp og verður líklega komin inn á völlinn fyrr en síðar.
50. mín
Fanndís gerir vel og pressar Shannon Woeller og vinnur horn í kjölfarið.
47. mín
Almarr Ormarsson leikmaður KR er mættur að horfa á unnustu sína, Ásgerði Stefaníu og sömu sögu er að segja um Pablo Punyed.

Jóhannes Karl fyrrum þjálfari Stjörnunnar er mættur í stúkuna að vanda, að horfa á markadrottinguna, Hörpu Þorsteinsdóttur, sem öllum að óvörum er búin að skora í kvöld.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður!
45. mín
Hálfleikur
Ekki sá endir fyrir Breiðablik sem þær óskuðu eftir.

Eftir að hafa lent 0-1 undir hafa Stjörnustelpur svarað með tveimur mörkum og leiða í hálfleik 2-1.
45. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
VÁÁÁÁ! Þvílíkt mark!

Hún lætur vaða nokkrum metrum fyrir utan teig og Sonný Lára á ekki séns í þennan bolta.

Hverjum dettur það í hug að leyfa Hörpu að fá þetta skotfæri?
44. mín
Rakel Hönnudóttir brýtur á Önnu Maríu og Garðar dæmir réttilega aukaspyrnu.
40. mín
Hallbera með afleitlega hornspyrnu sem drífur ekki inn í teig og endar aftur fyrir markið.
39. mín
Bryndís Björnsdóttir með skot/fyrirgjöf sem endar framhjá fjærstönginni.
35. mín
Gaman að sjá að stelpurnar í Breiðablik eiga öfluga kærasta sem koma og fylgjast með þeim á vellinum.

Að minnsta kosti eru þeir Bergsveinn Ólafsson leikmaður Fjölnis, Brynjar Benediktsson leikmaður Fram, Einar Karl Ingvarsson leikmaður Vals og Alexander Freyr Sindrason leikmaður Hauka mættir á völlinn.

Bergsveinn vill líklega fara sjá sína dömu inn á vellinum, en hún vermir varamannabekkinn hjá Blikum í dag.
32. mín
Fanndís Friðriksdóttir með hörkuskot sem Sandra ver í horn. Blikar eru beinskeittari fram á við.
29. mín
Garðar Örn Hinriksson fær gott kredit fyrir dómgæsluna sína í marki Stjörnunnar. Kristinn Friðrik Hrafnsson aðstoðardómari 2 dæmdi Önnu Björk ranglega rangstæða í markinu.

Garðar Örn hljóp til Kristins og leiðrétti hann og dæmdi þar með markið gott og gilt.
28. mín
Telma Hjaltalín í dauðafæri!

Kemst ein innfyrir á móti Söndru, sem gerir vel og ver í horn.

Stjarnan hreinsar síðan frá, eftir hornið.
26. mín MARK!
Anna Björk Kristjánsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
Eftir aukaspyrnu Ásgerðar, flikkaði Hallbera boltann inn í teiginn. Þar datt boltinn fyrir fætur Önnu Bjarkar sem átti ekki í erfiðleikum með að setja boltann framhjá Sonný Láru í markinu.

Klaufalegt hjá Hallberu!
22. mín
Það má setja spurningarmerki við Söndru Sigurðar. í marki Blika. Annað hvort hefði hún átt að grípa boltann eða slá hann yfir markið.

Það má þó ekki taka það af Rakeli, að hún var vel staðsett og ákveðin í að ná boltanum, þegar tækifærið gafst.
21. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Aldís Kara Lúðvíksdóttir
Eftir hornspyrnu frá Aldísi Köru sló Sandra boltann nokkra cm upp í loftið. Þaðan datt boltinn niður í teiginn. Þar var Rakel Hönnudóttir fyrst að boltanum og stýrði honum í netið.
20. mín
Ana Cate brotleg eftir að hafa farið harkalega í Málfríði Ernu. Garðar Örn með allt á hreinu.
17. mín
Ég er ekki farinn. Ég er hér enn. Það er bara lítið að skrifa um þessar mínúturnar.
10. mín
Fanndís Friðriksdóttir fær ágætis skotfæri innan vítateigs Stjörnunnar eftir hornspyrnu frá Hallberu. Fanndís hittir boltann illa og boltinn framhjá.
6. mín
Þetta byrjar allt saman rosalega rólegt hérna. Bæði lið reyna byggja upp sóknir sem renna út í sandinn eftir nokkrar sendingar.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er byrjaður. Blikar sækja í átt að Kópavogi. Stjarnan að Hafnarfirði.
Fyrir leik
Breiðablik leikur í hvítum búningum, stuttbuxum og sokkum. Einhverjar með hanska aðrar ekki.
Fyrir leik
Stjörnustúlkur hafa tvisvar sinnum unnið bikarkeppnina, árin 2012 og svo síðast í fyrra. Þær eru því ríkjandi bikarmeistarar.
Fyrir leik
Rúna Sif kemur inn í liðið fyrir Sigrún Ellu, sem er veik. Sendum baráttukveðjur til Sigrúnar.
Fyrir leik
Leikmenn liðanna eru farnir inn í klefa og líklega að peppa sig endanlega í gang. Í stúkunni eru um 20 manns. Sex mínútur í leik.
Fyrir leik
Það er freistandi að sita heima og lesa textalýsinguna mína frá þessum leik og jafnvel að horfa á leikinn í beinni á SportTV með Tómas Meyer sem lýsanda.

En það er enn meira freistandi að mæta hingað, koma við í hamborgarasölunni fyrir framan stúkuna og mæta svo í stúkuna. Ég get lofað ykkur alvöru borgurum, frá Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara meistaraflokks liðs Stjörnunnar í karlaflokki.

Fyrst hélt ég að Jurgen Klopp væri að grilla hamborgarana, en svo var þetta bara Rúnar Páll.
Fyrir leik
Engin Sigrún Ella Einarsdóttir er að finna í leikmannahóp Stjörnunnar í kvöld.
Fyrir leik
Athygli vekur að Blikar eru aðeins með fjóra leikmenn á bekknum.
Fyrir leik
Stjarnan og Breiðablik eru búin að mætast tvisvar sinnum á þessu tímabili. Í úrslitaleik Lengjubikarsins og í Meistarakeppni KSÍ. Stjarnan hefur haft betur í báðum þessum leikjum.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna detta hingað inn klukkan 18:15. Klukkutíma fyrir leik.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Samsung-vellinum í Garðabæ.

Hér í kvöld eigast við Stjarnan og Breiðablik í risaslag 16-liða úrslitanna í Borgunarbikar kvenna.

Drífið ykkur á völlinn - eða fylgist með hér í allt kvöld.
Byrjunarlið:
1. Rakel Hönnudóttir (m) ('85)
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('73)
Sonný Lára Þráinsdóttir
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
6. Aldís Kara Lúðvíksdóttir
8. Málfríður Erna Sigurðardóttir
10. Jóna Kristín Hauksdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('81)
14. Hallbera Guðný Gísladóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('73)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('85)
7. Hildur Sif Hauksdóttir

Liðsstjórn:
Fjolla Shala

Gul spjöld:

Rauð spjöld: