
Breiðablik
1
0
Stjarnan

Telma Hjaltalín Þrastardóttir
'42
1-0
09.06.2015 - 19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2015
Aðstæður: Fínar
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2015
Aðstæður: Fínar
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
('87)


2. Svava Rós Guðmundsdóttir
('90)

8. Málfríður Erna Sigurðardóttir
10. Jóna Kristín Hauksdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Hallbera Guðný Gísladóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
('71)

28. Guðrún Arnardóttir
Varamenn:
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
6. Aldís Kara Lúðvíksdóttir
('71)

7. Hildur Sif Hauksdóttir
('87)

Liðsstjórn:
Fjolla Shala
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik nær að vinna Stjörnuna eftir þrjú töp í röð gegn Garðbæingum. Blikar eru á toppi deildarinnar með þrettán stig eftir þessi úrslit en Stjarnan er með níu stig.
Skýrsla og viðtöl koma á Fótbolta.net á eftir.
Skýrsla og viðtöl koma á Fótbolta.net á eftir.
90. mín
Gult spjald: Írunn Þorbjörg Aradóttir (Stjarnan)

Brýtur á Svövu Rós sem var við það að komast í dauaðfæri. Blikar vilja rautt spjald en Vilhjálmur Alvar lætur gult spjald nægja. Aukaspyrna hægra megin fyrir utan vítateig.
87. mín

Inn:Hildur Sif Hauksdóttir (Breiðablik)
Út:Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Breiðablik)
86. mín
Darraðadans eftir hornspyrnu hjá Stjörnunni en Blikar ná að bjarga á síðustu stundu. Eftir aðra hornspyrnu á Ásgerður skot sem Sonný ver.
82. mín
Svava Rós á góðan sprett upp hægri kantinn og fyrirgjöf á Telmu í kjölfarið. Telma á aftur á móti skot framhjá úr fínu færi.
81. mín
Stjarnan nálægt því að jafna! Anna Björk á skalla eftir horn en Guðrún Arnardóttir bjargar á línu.
78. mín

Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Stjarnan)
Út:Shannon Elizabeth Woeller (Stjarnan)
Hrókeringar hjá Stjörnunni. Írunn fer af miðjunni niður í vörnina. Guðrún kemur fram og Harpa dregur sig aðeins aftar.
71. mín

Inn:Aldís Kara Lúðvíksdóttir (Breiðablik)
Út:Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Fanndís verið frábær í dag en virðist vera að glíma við meiðsli.
61. mín
Ásgerður þarf aðhlynningu vegna höfuðmeiðsla. ,,Ásgerður er gamall Bliki," syngja stuðningsmenn Blika.
59. mín
Fanndís leikur á Önnu Björk en Sandra ver skot hennar úr þröngu færi. Hornspyrna!
55. mín
Stjörnustúlkur meira með boltann í upphafi síðari hálfleiks en skapa sér ekkert.
48. mín
,,Blikar eru á toppnum í Pepsi-deildinni!" syngja stuðingsmenn Blika ánægðir með stöðuna. Þór/KA gerði jafntefli í kvöld og því verða Blikar einir á toppnum ef þetta verða úrslitin hér í Kópavogi.
46. mín
Þá er komið að síðari hálfleiknum. Óbreytt hjá báðum liðum. Andrés Ellert, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og líffræði kennari í Varmárskóla í Mosfellsbæ, gefur Ásgerði góðar leiðbeiningar áður en hún fer út á völl.
45. mín
Hálfleikur
Blikar leiða í hálfleik. Verðskuldað miðað við færin. Telma skoraði eina markið eftir að hafa farið illa með tvö færi í sömu sókninni skömmu áður.
1-0 #blix #stjarnan pic.twitter.com/gohf9FBJPJ
— Elfar Freyr Helgason (@elffhel) June 9, 2015
42. mín
MARK!

Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Telma bætir upp fyrir færið áðan! Fanndís kemst upp vinstri kantinn og sendir boltanum meðfram jörðinni á nærstöngina þar sem Telma er mætt og hún skorar af öryggi.
37. mín
Fanndís sleppur í gegn og afgreiðir boltann í netið en flaggið er löngu komið upp. Jóhann Ingi Jónsson, Liverpool aðdáandi með meiru, er með allt á hreinu.
36. mín
Vááááá! Telma Hjaltalín fær tvö dauðafæri í sömu sókninni. Eftir hornspyrnu Stjörnunnar kemst Breiðablik í skyndisókn. Fanndís gerir vel og sendir Telmu eina í gegn. Sandra ver fyrra skot Telmu og hún á síðan skot framhjá úr frákastinu. Þarna átti Telma að gera betur!
33. mín
Harpa Þorsteinsdóttir aðalmarkaskorari Blika dregur sig mikið út á hægri kantinn og dvelur þar löngum stundum. Hefur oft verið meira inni í vítateignum en í dag.
Textalýsing á mörgum miðlum, bein útsending á netinu og stemming í stúkunni. Jafnari deild en áður, kvennaboltinn er að færast í rétta átt.
— Hlynur Magnússon (@hlynurm) June 9, 2015
28. mín
Harpa Þorsteinsdóttir með fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Írunn Þorbjörg Aradóttir var í dauðafæri en skot hennar fer yfir markið! Langbesta færi Stjörnunnar hingað til.
10. mín
Fanndís prjónar sig í gegnum vörn Stjörnunnar og reynir að leika á Söndru í markinu. Sandra sér hins vegar við henni. Besta færi leiksins hingað til.
Fyrir leik
Það er þrumustuð í Kópavogi. Búið að kveikja á grillinu og liðin eru að hita upp. Bæði lið í léttri skotæfingu núna.
Fyrir leik
Stjarnan sigraði Val 4-0 í síðustu umferð á meðan Breiðablik vann Fylki á útivelli með sömu markatölu.
Fyrir leik
Þessi lið hafa mæst oft undanfarnar vikur. Stjarnan sigraði 2-1 þegar liðin áttust við í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudag.
Stjarnan vann einnig Breiðablik í meistarakeppni KSÍ í vor sem og í úrslitaleik Lengjubikarsins. Blikar hafa því harma að hefna í kvöld!
Stjarnan vann einnig Breiðablik í meistarakeppni KSÍ í vor sem og í úrslitaleik Lengjubikarsins. Blikar hafa því harma að hefna í kvöld!
Fyrir leik
Breiðablik er fyrir leiki kvöldsins á toppi deildarinnar með tíu stig en Stjarnan er með níu stig í þriðja sætinu.
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir

5. Shannon Elizabeth Woeller
('78)

7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
('85)

9. Sigrún Ella Einarsdóttir
('71)

10. Anna María Baldursdóttir (f)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir
Varamenn:
Theodóra Dís Agnarsdóttir
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
4. Björk Gunnarsdóttir
11. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
('78)

14. Beverly D. Leon
('85)

17. Rúna Sif Stefánsdóttir
('71)

20. Sigríður Þóra Birgisdóttir
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Írunn Þorbjörg Aradóttir ('90)
Rauð spjöld: