Leik lokið!
	
	
				GUÐ MINN GÓÐUR! HVER HEFÐI TRÚAÐ ÞESSU FYRIR NOKKRUM ÁRUM. 
ÍSLAND Á EM (STAÐFEST)
		
	
	 						
			90. mín
		
	
				Uppbótartíminnn er ein mínúta..
AAAAAAAAAAA EIN MÍNÚTA Í STAÐFEST EM SÆTIIIIIIIIII
		
	
	 						
			90. mín
				 Rautt spjald: Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
		Rautt spjald: Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
	
	
				Fær sitt annað gula spjad efti tæklingu eftir að Kári missti boltann klaufalega. 
		
	
	 					
			89. mín
		
	
				Þetta lið frá Kasakstan er að svæfa mig. 
Nú þurfum við einhverja eðal dramatík í þetta!
Annars erum við nú bara nokkrum augnablikum frá staðfestu EM sæti. 
		
	
	 						
			85. mín
				 
		
			Inn:Viðar Örn Kjartansson (Ísland)
			Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
		
	
	
				Koma svo Viðar!
Jón Daði búinn að eiga ágætis leik. 
		
	
	 						
			83. mín
		
	
				Stas Pokatilov elskar að tefja leikinn þrátt fyrir að það sé nóg eftir. Hundleiðinlegur gaur. 
		
	
	 						
			80. mín
				 Gult spjald: Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
		Gult spjald: Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
	
	
				Aron Einar klaufi, ætlaði að veiða spjald á Kasaka með að taka aukaspyrnu í hann. Úkraínski dómarinn lætur leikinn halda áfram og Aron er ekki sáttur við það og fer í ljóta tæklingu. 
		
	
	 					
			78. mín
		
	
				Jói Berg gerir frábærlega þegar hann fer framhjá tveimur varnarmönnum. Hann fer síðan niður rétt við vítateiginn en úkraínski dómarinn dæmir ekki neitt. 
		
	
	 						
			77. mín
		
	
				Það hellirignir alveg í Laugardalnum. 
Þetta er veður fyrir drama. Seint drama. 
Mig langar svo ótrúlega mikið vinna þennan leik. Líklegast eins og ykkur öllum. 
		
	
	 						
			76. mín
				 
		
			Inn:Aleksei Schetkin (Kasakstan)
			Út:Tanat Nuserbayev (Kasakstan)
		
	
	
			
	
	 						
			75. mín
				 Gult spjald: Alexander Merkel (Kasakstan)
		Gult spjald: Alexander Merkel (Kasakstan)
	
	
				Fór fyrir boltann er Birkir Bjarna ætlaði að taka aukaspyrnu. 
		
	
	 						
			71. mín
		
	
				Frábær fyrirgjöf frá Jóhanni Berg beint á kollinn á Jón Daða en boltinn fer hársbreidd framhjá. Vonandi að þetta færi gefi okkar mönnum kraft. 
		
	
	 						
			70. mín
				 Gult spjald: Yuri Logvinenko (Kasakstan)
		Gult spjald: Yuri Logvinenko (Kasakstan)
	
	
				Fór illa í Jón Daða og verðskuldað gult spjald fer á loft. 
		
	
	 					
			70. mín
		
	
				20 mínútur eftir. Ísland á leiðinni á EM eins og þetta er. 
Við viljum hins vegar vinna leikinn. Koooohooooomasvo!
		
	
	 						
			67. mín
		
	
				Jóhann Berg á fyrirgjöf sem fer yfir allan pakkann og endar hjá Aroni sem reynir sendingu fyrir en Stas grípur boltann. 
		
	
	 						
			66. mín
		
	
				Fyrirgjöf sem Kasakar ná að skalla í horn. 
		
	
	 						
			65. mín
		
	
				Svipaður staður og áðan. Gylfi fær annan séns. Setjum kröfu á hann setji hann yfir vegginn. 
		
	
	 						
			64. mín
				 Gult spjald: Gafurzhan Suyumbayev (Kasakstan)
		Gult spjald: Gafurzhan Suyumbayev (Kasakstan)
	
	
			
	
	 					
			64. mín
		
	
				En það er nóg eftir. Koma svo!
		
	
	 					
			63. mín
		
	
				Íslenska liðið skapaði sér meira í fyrri hálfleik en þeir hafa gert í þeim seinni. 
Hefur ekki alveg smollið eftir hlé. 
		
	
	 					
			62. mín
		
	
				Tanat, á gulu spjaldi brýtur harkalega af sér en hann sleppur. Hlýtur að vera hans síðasti séns. 
		
	
	 					
			59. mín
		
	
				Gylfi tekur aukaspyrnuna í vegginn. Er ekki með tölu á skiptum sem varnarmenn Kasaka hafa verið fyrir. 
		
	
	 					
			58. mín
		
	
				Brotið á Birki Bjarna og Ísland fær aukaspyrnu á STÓRHÆTTULEGUM STAÐ. Rétt utan vítateigs. Kooooooooooma svo!
		
	
	 					
			56. mín
		
	
				Ég endurtek: ÍSLAND ER Á LEIÐINNI Á EM EINS OG STAÐAN ER NÚNA. 
Bara svona láta ykkur vita. 
		
	
	 					
			55. mín
		
	
				Það verður að segjast eins og er að það er lítið í gangi hérna eins og er. Sem er enginn heimsendir. Ísland er á leiðinni á EM eins og staðan er núna. 
		
	
	 					
			51. mín
		
	
				Konysbayev fer illa í Birki Bjarna en fær ekki gult kort. Klárt gult í mínum bókum. 
		
	
	 					
			49. mín
		
	
				Smakov við það að vera kominn í dauðafæri eftir vandræðagang hjá íslenska liðinu en sem betur fer var Hannes vel vakandi. 
		
	
	 					
			47. mín
		
	
				Jón Daði skooooraðu!!!!
Allt í einu er Selfyssingurinn kominn einn í gegn eftir klaufagang hjá gestunum en Stas varði vel með löppunum. 
		
	
	 					
			45. mín
		
	
				Seinni hálfleikur er kominn af stað
KOMA SVO!!!
		
	
	 						
			45. mín
				 
		
			Inn:Alexander Merkel (Kasakstan)
			Út:Baurzhan Dzholchiyev (Kasakstan)
		
	
	
			
	
	 						
			45. mín
				Hálfleikur
	
	
				Markalaust í hálfleik. Íslenska liðið virtist heldur stressað í upphafi leiks og var lengi í gang. Þeir lifnuðu svo við eftir því sem leið á hálfleikinn og hefðu svo sannarlega getað skorað. 
		
	
	 						
			45. mín
		
	
				Tvær mínútur í uppbótartíma. 
		
	
	 						
			45. mín
		
	
				Ari Freyr, sem er búinn að vera mjög góður í leiknum hingað til á flotta fyrirgjöf beint á kollinn á Kolbeini en skallinn hans hittir ekki markið. 
		
	
	 						
			44. mín
		
	
				Aron er kominn inná og hann vinnur hornspyrnu. 
Kolbeinn á síðan skalla en enn og aftur kemst varnarmaður fyrir. Varnarmenn gestanna eru að vinna fyrir kaupinu sínu í dag. 
		
	
	 						
			42. mín
		
	
				Aron liggur eftir en hann virtist hafa fengið olnboga í andlitið frá Bauyrzhan Islamkhan. Vonum auðvitað að hann harki þetta af sér. 
Spurning þar sem dómarinn dæmir hvort hann verði ekki að spjalda Kasakann. Ljótt brot. 
		
	
	 						
			41. mín
		
	
				Enn eitt skotið hjá íslenska liðinu. Jóhann Berg tekur boltann á kassann og reynir stórkostlegt mark. Tekst ekki í þetta skipti. 
Stas þarf að fá að gera meira í markinu. 
		
	
	 						
			40. mín
				 Gult spjald: Tanat Nuserbayev (Kasakstan)
		Gult spjald: Tanat Nuserbayev (Kasakstan)
	
	
				Tanat að tuða sig í spjald. 
		
	
	 					
			40. mín
		
	
				Eftir langt innkast Arons berst boltinn á Jóhann Berg sem á skot í varnarmann og í horn. 
		
	
	 					
			39. mín
		
	
				Nú er það Áfram Ísland stúkanna á milli. 
Ég veit að forsetinn er á vellinum og ég trúi ekki öðru en að hann taki undir. 
		
	
	 					
			38. mín
		
	
				LAUGARDALSVÖLLUR ER STAÐINN UPP!!
Stuðningsmennirnir finna það sama og ég, þetta er að fara að koma. Þetta mun koma. Koma svo!!!
		
	
	 					
			37. mín
		
	
				Aron, Ragnar og Kári fá allir skotfæri í sömu sókninni en það er mættur varnarmaður fyrir þá í öll skiptin. 
Það er spurning hvenær en ekki hvort þetta fari að detta. 
		
	
	 					
			36. mín
		
	
				Langt innkast endar með því að Ragnar Sig skallar boltann fyrir Gylfa sem á skot í varnarmann og í horn. 
Ísland á leikinn þessa stundina. 
		
	
	 					
			34. mín
		
	
				Jón Daði með stóóóóóóórkostlega hælspyrnu sem sendir Gylfa í gott færi. Hann nær fínu skoti en Stas ver vel frá honum. 
Flottasta sókn Íslendinga hingað til. 
		
	
	 						
			33. mín
		
	
				KOOOOOOOOLLLBEINNN... aaaah, varnarmaður kemst fyrir skotið hans eftir að Jón Daði hafði gert vel. Boltinn berst síðan á Gylfa sem á skot framhjá. 
Svoooooona, allt að koma hjá okkar mönnum. 
		
	
	 						
			33. mín
		
	
				Aftur góð hornspyrna hjá Gylfa en enginn nær að komast í boltann. 
Aðeins að lifna við í sóknarleik Íslendinga. 
		
	
	 						
			32. mín
		
	
				Gylfi tekur hornið og eftir smá vandræðagang í vörn gestanna er dæmt annað horn. 
		
	
	 						
			31. mín
		
	
				Birkir Már ræðst á vörn Kasaka og vinnur horn.... 
		
	
	 						
			30. mín
				 Gult spjald: Baurzhan Dzholchiyev (Kasakstan)
		Gult spjald: Baurzhan Dzholchiyev (Kasakstan)
	
	
				Fyrsta spjald Kasaka. Þetta er fínt. Svona má þetta alveg vera. 
Braut á Ara Frey. 
		
	
	 						
						
			28. mín
		
	
				Ari Freyr gerir gífurlega vel er hann fer upp vinstri vænginn og kemur með stórhættulega fyrirgjöf. Kolbeinn nær hins vegar ekki skoti á markið og Stas nær boltanum á endanum og þetta rennur út í sandinn. 
		
	
	 						
			27. mín
		
	
				Við bíðum ennþá eftir fyrsta færi Íslands í leiknum. Kasakar hafa varist vel hingað til. 
		
	
	 						
			23. mín
		
	
				Stas á í einhverjum vandræðum með fyrirgjöf Ara Freys en Kasakar ná að koma boltanum í innkast. Upp úr innkastinu kemur fyrirgjöf en brot dæmt á Íslendinga. 
		
	
	 						
			22. mín
		
	
				Ef eitthvað er þá hafa gestirnir verið örlítið betri síðustu mínútur. Engin stórhætta myndast engu að síður. 
		
	
	 						
			21. mín
		
	
				Nuserbayev á skot framhjá. Ekki mikil hætta í þessu. 
		
	
	 						
			19. mín
				 Gult spjald: Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
		Gult spjald: Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
	
	
				Fyrsta spjald leiksins. Stoppar snögga sókn Kasaka. Ekki nauðsynlegt hjá honum þar sem allir varnarmenn Íslands voru fyrir aftan boltann. 
		
	
	 					
			18. mín
		
	
				Kasakar með einhvern samba bolta allt í einu, Ulan Konysbayev kemst fyrir aftan íslensku vörnina, hann á síðan fyrirgjöf á Nuserbayev en skot hans er ekki merkilegt og Hannes ver örugglega. 
		
	
	 					
					
			14. mín
		
	
				Fínir spilakaflar hjá íslenska liðinu hingað til en ekkert áberandi færi litið dagsins ljós ennþá. 
Þetta gæti verið þolinmæðisverk í dag. 
		
	
	 					
			13. mín
		
	
				Íslendingar hættulegir. Fyrst á Ari Freyr frábæra sendingu á Jón Daða sem er í fínni stöðu, hann reynir fyrirgjöf sem er of föst en endar á Jóhanni Berg sem á aðra fyrirgjöf. Að lokum hafnar boltinn hjá Birki Bjarnasyni en sendingin hans fer í varnarmann og þaðan í fangið af Stas í markinu. 
		
	
	 					
			9. mín
		
	
				Bauyrzhan Islamkhan á fyrsta skot Kasaka í leiknum en það er hættulítið og fer framhjá. 
Nú glymur: Ísland á EM í stúkunni.  
		
	
	 					
			6. mín
		
	
				Nokkuð löng sókn hjá íslenska liðinu, sem lítur vel út í byrjun leiks. Ari Freyr á fyrirgjöf sem endar á Jóhanni Berg hinum megin. Jóhann tekur sinn mann á en rennur síðan og boltinn fer aftur fyrir. 
		
	
	 					
			4. mín
		
	
				Og þá byrja stúkurnar að syngja sín á milli. ÁFRAM ÍSLAND, með því fallegra sem ég hef heyrt. 
		
	
	 					
			3. mín
		
	
				Ísland er með boltann fyrstu mínúturnar en annars fer leikurinn rólega af stað. 
		
	
	 					
			2. mín
		
	
				Svo virðist sem bæði lið spili nokkurn vegin 4-4-2 í dag. 
		
	
	 					
			Fyrir leik
		
	
				Eins og vonandi allir vita þá er Ísland í bláu í dag. Kasakstan spilar í gulu. 
		
	
	 					
			Fyrir leik
				Leikur hafinn
	
	
				ÞETTA ER BYRJAÐ! KOMA SVO!!!
Við viljum gera Ísland á EM (Staðfest) frétt í dag. 
		
	
	 					
					
			Fyrir leik
		
	
				Þjóðsöngvarnir voru rétt í þessu spilaðir. Guð minn almáttugur, þessi stemning. 
Þetta er okkar staður, þetta er okkar stund. ÁFRAM ÍSLAND!!!
Tvær mínútur í sögufrægasta leik knattspyrnusögunnar í þessu landi. 
		
	
	 					
					
			Fyrir leik
		
	
				Og þá kemur gæsahúð númer tvö. Leikmennirnir labba inn á völlinn. 
Mósaíkin sem á að mynda Ísland gengur betur en oft áður. Allt gengur upp þessa dagana.
		
	
	 					
			Fyrir leik
		
	
				Fánar landanna eru á vellinum og nú er beðið eftir að leikmennirnir gangi inn á völlinn. 
Á meðan er, Ég er kominn heim, spilað og það er sungið gífurlega mikið með. Þvílík gæsahúð.. Samt tæplega tíu mínútur í leik.
Er búinn að fá gæsahúð einu sinni. Um það bil 234 skipti eftir. 
		
	
	 					
			Fyrir leik
		
	
				Já, það er að koma tími. Það er verið að kynna liðin til leiks. Þvílíkur fiðringur sem maður er með. 
Aaaaaaaaaaaaaalt að gerast dömur mínar og herrar!
		
	
	 					
					
			Fyrir leik
		
	
				Ísland er landið er nú spilað, hátt og vel. Þvílík tilfinning sem maður fær við að heyra þetta. Gæsahúð og nánast tár, ætla samt að geyma þau í bili enda er kvöldið rétt að byrja. 
		
	
	 					
			Fyrir leik
		
	
				Og nú koma fyrstu Tólfumenn í stúkuna með fána og tilheyrandi. Þeir láta vel í sér heyra enda ekki nema hálftími í leik. 
		
	
	 					
					
			Fyrir leik
		
	
				Ievgenii Aranovskyi - Aðaldómari 
Oleksandr Voytyuk - Aðstoðardómari 
Volodymyr Volodin - Aðstoðardómari 
Igor Al'okhin - Fjórði dómari 
Anatoliy Abdula - Sprotadómari 
Yuriy Mozharovskyy - Sprotadómari
Svona er dómara uppstilling kvöldsins. Án efa eðal menn en þeir hafa mikla reynslu af því að dæma í Evrópu. 
		
	
	 					
			Fyrir leik
		
	
				Fyrstu áhorfendurnir eru byrjaðir að koma sér fyrir á Laugardalsvellinum. 
Liðin voru rétt í þessu að ganga inn á völlinn og hita upp. Það er eitthvað í loftinu í kvöld, ég finn það! 
		
	
	 					
					
					
					
			Fyrir leik
		
	
				Fyrir þá sem ekki vita þá dugir Íslandi eitt stig til að tryggja sér á EM. Það er ekki flóknara en það. Liðið ætlar sér að sjálfsögðu stigin þrjú samt sem áður. 
Liðið getur hins vegar verið búið að tryggja sér þátttökurétt á mótinu, fari svo að Tyrkland og Holland geri jafntefli en sá leikur hefst kl 16:00 og getur Ísland því verið komið á EM, áður en blásið verður til leiks í kvöld. 
		
	
	 					
			Fyrir leik
		
	
				Nokkrir meðlimir Tólfunar verða tæpir á að mæta á réttum tíma þar sem þeir gerðu sér glaða ferð til Amsterdam að fylgjast með liðinu. Þeir lenda á Keflavík stuttu fyrir leik og verða heldur betur að hafa hraðar hendur. 
		
	
	 					
			Fyrir leik
		
	
				Uppselt var á leikinn á um það bil 30 mínútum. Eitthvað sem segir mér að fyrir einhverjum árum hefði verið eitthvað um auð sæti á leik þessara liða. Nú er hins vegar öldin önnur og sannkallað fótboltafár búið að taka yfir landið. 
		
	
	 					
			Fyrir leik
		
	
				Það eru ekki nema um 6.000 km á milli höfuðborga þessara landa. 
Kasakar komu hins vegar við í Tékklandi þar sem þeir mættu hinu sterka liði Tékka. Þar komust þeir yfir og virtust ætla taka stig en Tékkar tryggðu sér sigur undir lokin. 
		
	
	 					
					
			Fyrir leik
		
	
				Það er ýmiss tölfræði með Íslendingum í þessum leik. Ísland hefur ekki tapað í síðustu sex heimaleikjum en Slóvenía var síðasta liðið sem mætti á Laugardalsvöll og fór heim með þrjú stig. Á sama tíma hefur Kasakstan ekki unnið í síðustu 14 útileikjum sínum og þar af tapað 13 af þeim. 
		
	
	 					
			Fyrir leik
		
	
				Liðin hafa aðeins einu sinni áður mættst í keppnisleik en það var einmitt fyrri leikur liðana í sömu undankeppni. Eins og flestir vita þá vann Ísland góðan 3-0 sigur. Eiður Smári skoraði fyrsta mark leiksins og Birkir Bjarnason hin tvö. 
		
	
	 					
			Fyrir leik
		
	
				Jevhen Aranovskij dæmir leik kvöldsins en hann kemur frá Úkraínu. 
		
	
	 					
			Fyrir leik
		
	
				Fótbolti.net spáir sama byrjunarliði og var gegn Hollendingum enda engin ástæða til þess að breyta. Allir eru heilir og í góðu standi. 
		
	
	 					
			Fyrir leik
		
	
				Ég hef varla trú á því að það sé til einstaklingur á þessu landi sem veit ekki af afreki strákanna á fimmtudaginn þegar þeir unnu stórbrotinn sigur á Hollendingum í Amsterdam og tóku svöðulega stórt skref í áttina að EM. 
		
	
	 					
			Fyrir leik
		
	
				Heilir og sælir elskulegu lesendur og til hamingju með daginn.
Dagurinn 6.september, ætti héðan í frá að vera hátíðlegur, því þetta er jú dagurinn sem Ísland mun komast á sitt fyrsta stórmót A-landsliða karla.