Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
KR
5
2
Víkingur R.
Óskar Örn Hauksson '5 1-0
Hólmbert Aron Friðjónsson '6 2-0
Gary Martin '38 3-0
3-1 Erlingur Agnarsson '45
3-2 Haukur Baldvinsson '47
Óskar Örn Hauksson '53 4-2
Gary Martin '60 5-2
03.10.2015  -  14:00
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Leiknir Ágústsson
Áhorfendur: 344
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson ('31)
7. Skúli Jón Friðgeirsson
7. Gary Martin
8. Jónas Guðni Sævarsson
9. Hólmbert Aron Friðjónsson ('56)
11. Almarr Ormarsson ('70)
19. Sören Frederiksen
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Rasmus Christiansen
4. Gonzalo Balbi Lorenzo ('31)
16. Kristinn Jóhannes Magnússon
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Atli Hrafn Andrason ('56)
23. Guðmundur Andri Tryggvason ('70)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gonzalo Balbi Lorenzo ('67)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vonbrigðatímabili hjá báðum liðum er hér lokið! Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Frábær björgun hjá Víkingum! Fyrirgjöf endaði næstum á Guðmundi Andra en boltinn var tæklaður í horn.
90. mín
3 mín í viðbót
89. mín
Hallgrímur með þrumuskot í fangið á Stefáni Loga.
86. mín
344 áhorfendur hér í dag. Þeir fengu sannarlega fyrir peninginn.
86. mín
Inn:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.) Út:Haukur Baldvinsson (Víkingur R.)
85. mín
Óskar Örn með skot í slána! Eða svona skot fyrirgjöf einhver sem endaði í slánni.
84. mín
Guðmundur Andri kemst í fínt færi en á máttlaus skot. Hefði átt að gera betur þarna.
80. mín
Guðmundur Andri fellur í teignum eftir sendingu frá Gary. Stuðningsmenn KR vilja víti en það hefði verið strangur, jafnvel rangur, dómur.
80. mín
Stefán Logi handsemur knöttinn.
80. mín
Hallgrímur með stórhættulega fyrirgjöf og var Sören nálægt því að setja boltann í eigið net. En horn.
77. mín
Atli Hrafn fær sendingu inn fyrir og er réttstæður. Nielsen hleypur út í þetta og tæklar boltann vel. Hann meiddist aðeins við þetta og var leikurinn stoppaður í smá stund en er hafinn að nýju.
71. mín
Maaaaark!!! Guðmundur Andri skorar gott mark!!! En nei, flaggið fór á loft.
70. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (KR) Út:Almarr Ormarsson (KR)
67. mín
Inn:Stefán Þór Pálsson (Víkingur R.) Út:Rolf Glavind Toft (Víkingur R.)
67. mín Gult spjald: Gonzalo Balbi Lorenzo (KR)
64. mín Gult spjald: Haukur Baldvinsson (Víkingur R.)
Vel gert hjá Leikni. Haukur reyndi að tækla KR-ing í skyndisókn en hitti hann ekki. Klár ásetningur og fékk Haukur spjald þegar leikurinn stoppaði.
60. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Stoðsending: Pálmi Rafn Pálmason
Skallamark! Vel gert hjá Gary að vinna einvígið við varnarmann Víkings. Pálmi með stoddara.
60. mín
Inn:Bjarni Páll Runólfsson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
59. mín
Hallgrímur með aukaspyrnuna en hún var afleit.
58. mín
Erlingur með skot en búið var að brjóta á honum, mörgum sinnum, og fær Víkingur auka á hættulegum stað.
56. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (KR) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (KR)
Kjúklingur fær sénsinn hér í dag. Fögnum því.
56. mín
Erlingur með skot yfir.
53. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Gary Martin
Hornspyrna Gary endaði á kollinum á Óskari sem skoraði sitt annað skallamark í dag! Laglegt mark.
50. mín
Víkingar byrja síðari mjög vel. Horn sem ekkert varð úr.
47. mín MARK!
Haukur Baldvinsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Davíð Örn Atlason
Allavega eru Víkingar byrjaðir í seinni hálfleik! Flott sókn og renndi Davíð Örn á Hauk Baldvinsson sem skoraði í autt markið. Við erum komin með leik!
45. mín
Hálfleikur
Ég fékk óskalag og er From the rivers of Babylon með Bony M farið að óma hér í hálfleik.
45. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Viktor Bjarki Arnarsson
Frábær sending hjá Viktori og Erlingur sneri og þrumaði í markið. Mjög fínt mark.
45. mín
Dauðafæri hjá Víkingum eftir flotta sókn. Hallgrímur skaut fram hjá.
45. mín

38. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Það hlaut að koma annað mark í þetta hjá okkur og var það með spaugilegra móti. Gary fékk sendingu upp hægri kantinn og ætlaði að gefa fyrir en boltinn í Halldór Smára og yfir Nielsen. Spurning hvort spekingarnir dæmi þetta sjálfsmark.
37. mín
Jónas með skot á autt mark en rétt fram hjá. Gary fékk sendingu inn fyrir og Nielsen komst í boltann sem barst til Jónasar.
33. mín
Ívar með skot hátt yfir.
31. mín
Inn:Gonzalo Balbi Lorenzo (KR) Út:Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
Gunnar þarf að fara af velli og kemur mágur Suarez inn á í hans stað. Sören fer yfir í vinstri bak og Balbi kemur í hægri.
30. mín
Leikurinn er búinn að vera stopp í nokkrar mínútur og er hlúð að Gunnari Þór. Við misstum af því sem gerðist.
28. mín
Þó að það sé kalt hugsa stelpurnar í sjoppunni um okkur. Kaffi, gos, pítsur og bros.
26. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Braut á Hólmberti
24. mín
Víkingar með horn en beint í lúkurnar á Stefáni.
23. mín
KR með ágæta sókn en náði ekki að skapa gott færi.
16. mín
Horn frá Ívari en frekar slakt.
15. mín
Þarna skall hurð nærri hælum! Sören með fyrirgjöf og er flikk á fjærstöng og Gary var mjög nálægt því að skora.
14. mín
Gunnar Þór er leikmaður ársins hjá KR, að mati Friðgeirs Bergsteinssonar #friðgeirsvaktin
13. mín
Finnur tók Óskar ansi groddaralega niður en slapp við spjald.
10. mín
Viktor Bjarki með skot sem fór af samherja og út af.
9. mín
Sören með hættulega fyrirgjöf en Nielsen kýldi boltann í burtu.
7. mín
15 sekúndur á milli markanna! Þetta er magnað.
6. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (KR)
Hólmbert Aron!!!! Hvað er að gerast??? Skaut og Nielsen varði en Hólmbert náði frákastinu og skoraði.
5. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
KR ekki lengi að komast yfir! Óskar skoraði með góðum skalla.
1. mín
Skúli Jón í RUGLINU. Erlingur pressaði hann og barst boltinn til Hallgríms sem þaut upp en átti slakt skot.
1. mín
Leikur hafinn
Veislan er byrjuð.
Fyrir leik
Viktor Bjarki er með bandið hjá Víkingum í dag. Hann lék um árabil með KR.
Fyrir leik
Víkingar leika í langermabolum en KR í stutterma. Víkingar leika í fagurrauðum varabúningum í dag og fá þeir toppeinkunn hjá mér fyrir búninginn.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn og Heyr mína bæn ómar í kerfinu.
Fyrir leik
Erlingur Agnarsson er í byrjunarliði Víkings í dag, sem og í síðasta leik. En til gamans má geta að hann er fæddur 1998. Sama ár og Zidane skoraði tvö mörk gegn Brasilíu í 3-0 sigri frakka í úrslitaleik HM.
Fyrir leik
Fjölmiðlaaðstæðan hér í dag er til skammar. Það er skítkalt hér í stúkunni og engar ráðstafanir gerðar fyrir okkur fjölmiðlamenn. Leikur er ekki hafinn og kominn hrollur í menn. Þetta hefur verið svona lengi og eitthvað sem Kiddi Kernisted og félagar verða að bæta úr. - Þetta var pilla dagsins.
Fyrir leik
Tryggvi Páll hjá Vísi spáir í leikinn: "Ég held að Víkingar taki þetta eitt núll."
Fyrir leik
"Það eru fleiri í blaðamannastúkunni en stúkunni sjálfri," segir Páll Sævar og hristir hausinn yfir mætingu dagsins.
Fyrir leik
Páll Sævar sér um stemninguna á Alvogen vellinum í dag. Stuðningsmaður Víkings kom færandi hendi og lét Pál fá tónleikadisk með hljómsveitinni Rush. Nú er rokk í Vesturbænum sem aldrei fyrr!
Fyrir leik
Fáskrúðsfirðingar eru byrjaðir að setja pressu á KSÍ fyrir næsta sumar. Krafan er sú að dómari dagsins, Leiknir Ágústsson, dæmi leik Leiknis Fásk og Leiknis Rvk næsta sumar. Spurning hvaða Leiknir yrði bestur í þeim leik?
Fyrir leik
Snjór er á hliðarlínunni en dómarar hafa gefið grænt á þetta. Snjórinn er lítill en kanturinn hlýtur að vera örlítið sleipur.
Fyrir leik
Jacob Schoop er ekki í hóp í dag. Sömu sögu má segja um Þorstein Má Ragnarsson. Á útleið frá KR?
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik KR og Víkings í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

KR tryggði sér þriðja sæti deildarinnar með sigrinum gegn Leikni í síðustu umferð.

Igor Taskovic verður ekki með Víkingi í dag þar sem hann tekur út leikbann. Víkingar eru í níunda sæti en gætu endað í sjöunda sæti með sigri í dag og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum.

Leiknir Ágústsson dæmir sinn fyrsta leik í Pepsi-deild karla en hann hefur um margra ára skeið dæmt í neðri deildum.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Thomas Nielsen (m)
3. Ívar Örn Jónsson
7. Erlingur Agnarsson
7. Hallgrímur Mar Steingrímsson
8. Viktor Bjarki Arnarsson
9. Haukur Baldvinsson ('86)
10. Rolf Glavind Toft ('67)
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson
23. Finnur Ólafsson
24. Davíð Örn Atlason ('60)

Varamenn:
Stefán Þór Pálsson ('67)
11. Dofri Snorrason
12. Kristófer Karl Jensson
14. Bjarni Páll Runólfsson ('60)
16. Milos Zivkovic
22. Alan Lowing
29. Agnar Darri Sverrisson ('86)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Arnþór Ingi Kristinsson ('26)
Haukur Baldvinsson ('64)

Rauð spjöld: