Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
Grikkland
2
3
Ísland
Kostas Fortounis '19 , víti 1-0
Kostas Fortounis '31 2-0
2-1 Arnór Ingvi Traustason '34
2-2 Sverrir Ingi Ingason '70
2-3 Kolbeinn Sigþórsson '81
29.03.2016  -  17:30
Karaiskakis
Vináttuleikur
Aðstæður: 12 stiga hiti og logn
Dómari: Xavier Estrada Fernandez
Áhorfendur: 4000
Maður leiksins: Gylfi Þór Sigurðsson
Byrjunarlið:
12. Stefanos Kapino (m)
2. Marios Oikonomou
5. Vangelis Moras
6. Alexandros Tziolis
7. Nikos Karelis ('46)
15. Vassilis Torosidis ('76)
20. Chose Cholevas
21. Kostas Stafylidis
23. Dimitris Siovas
25. Thanassis Papazoglou ('46)

Varamenn:
1. Orestis Karnezis (m)
3. Giorgos Tzavellas
8. Thanassis Petsos ('76)
9. Apostolis Vellios ('46)
14. Dimitris Diamantakos ('46)
16. Dimitris Pelkas
17. Panagiotis Tachtsidis ('76)
18. Petros Mentalos

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kostas Stafylidis ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Kærkominn sigur hjá íslenska landsliðinu í vináttuleik. Eftir að hafa verið 2-1 undir í hálfleik var seinni hálfleikurinn einstefna.

Sverrir Ingi Ingason jafnaði með sínu fyrsta landsliðsmarki áður en Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið með skalla. Bæði mörkin komu eftir föst leikatriði og spyrnur frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Viðtöl og fleira á .net síðar í kvöld!
92. mín
Aukaspyrna hjá Grikkjum af 25 metrum. Beint í vegginn.
90. mín
Fjórar mínútur í viðbótartíma.
90. mín
Apotolis Vellios, fyrrum leikmaður Everton, í færi en skot hans framahjá. Sem betur fer.
89. mín
Hjörtur farinn meiddur af velli. Birkir Már fer í miðvörðinn og Theodór Elmar í hægri bak. 10 á móti 11 núna, engar fleiri skiptingar.
83. mín
Dauðafæri!! Jóhann Berg á hörkuskot sem Stefanos ver, Alfreð nær frákastinu en hittir boltann illa. Skotið er því laust og Stefanos sparkar boltanum aftur fyrir endamörk.
82. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
81. mín MARK!
Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Gylfi með frábæra hornspyrnu og Kolbeinn skallar boltann í netið. Stefano í markinu ver hann í stöng og inn.

Fyllilega verðskuldað miðað við síðari hálfleikinn.
80. mín
Jón Daði í þröngu færi eftir skyndisókn og sendingu frá Kolbeini en Stefanos Kapino slær skot hans í burtu.
78. mín
Aukaspyrna Gylfa beint í varnarvegginn.
76. mín
Inn:Thanassis Petsos (Grikkland) Út:Vassilis Torosidis (Grikkland)
76. mín
Inn:Panagiotis Tachtsidis (Grikkland) Út:Kostas Fortounis (Grikkland)
76. mín Gult spjald: Kostas Stafylidis (Grikkland)
Brýtur á Gylfa 25 metra frá marki. Gylfi klár í að taka spyrnuna....
75. mín
Grikkir eru oft opnir þegar Ísland nær skyndisóknum. Theodor Elmar setur boltann á Jóa Berg sem er að komast í dauðafæri en tækling númer tvö frá varnarmanni stöðvar för hans.
72. mín
Íslendingarnir í stúkunni láta vel í sér heyra núna þó fáir séu. Grikkir nánast ekkert ógnað í seinni hálfleik. Nú er lag, klára þetta!
71. mín
Theodór Elmar með fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Jón Daði er einn og óvaldaður. Jón Daði ætlar að skjóta á lofti en hittir ekki boltann! Illa farið með gott færi.

70. mín MARK!
Sverrir Ingi Ingason (Ísland)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
Þarna! Sverrir Ingi skorar sitt fyrsta landsliðsmark með glæsilegum skalla eftir aukaspyrnu frá Gylfa inn á teiginn.
67. mín
Ari Freyr er að fá mjög mikið pláss vinstra megin. Ekki að koma nógu mikið út úr því þó. Sendingarnar á hann ekki nákvæmar og úr takti við hlaup hans.
61. mín
Inn:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland) Út:Viðar Örn Kjartansson (Ísland)
60. mín
Kolbeinn að fara að koma inn á.
60. mín
Ísland meira með boltann og sækir meira. Vantar færin samt.
56. mín Gult spjald: Birkir Bjarnason (Ísland)
Stöðvar skyndisókn. Lítið brot en Spánverjinn spjaldar.
48. mín
Upp úr hornspyrnunni á Alexandros Tziolis skalla í slá!
47. mín
Cholevas með þrumuskot fyrir utan teig en Hannes stimplar sig inn með frábærri vörslu.
46. mín
Inn:Dimitris Diamantakos (Grikkland) Út:Nikos Karelis (Grikkland)
46. mín
Inn:Apostolis Vellios (Grikkland) Út:Thanassis Papazoglou (Grikkland)
46. mín
Birkir tekur stöðu Arons á miðjunni og Gylfi kemur inn fyrir Emil. Theodór Elmar á vinstri kantinn fyrir Arnór Ingva. Arnór var frábær í fyrri hálfleik og svo gott sem gulltryggði farseðilinn til Frakklands.
46. mín
Inn:Hannes Þór Halldórsson (Ísland) Út:Ögmundur Kristinsson (Ísland)
Fyrsti landsleikur Hannesar síðan í október. Gaman að fá hann inn.
46. mín
Inn:Birkir Bjarnason (Ísland) Út:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
46. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland) Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
46. mín
Inn:Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland) Út:Emil Hallfreðsson (Ísland)
46. mín
Gylfi Þór, Theodór Elmar og Birkir Bjarna allir að koma inn.
46. mín
Vodafone er aðalstyrktaraðilinn hér á vellinum. Ekki búið að spila sömu auglýsinguna nema 14 sinnum í hálfleik. Ágætis auglýsing reyndar.
46. mín
Núna ræðir Heimir við Theodór Elmar. Hann líklega á leið inn.
46. mín
Gylfi Þór líka að hita upp. Líklegur inn á fljótlega.
46. mín
Hannes er búinn að hita upp af krafti í lok fyrri hálfleiks og heldur nú áfram með Gumma Hreiðars. Kemur hann inn í hálfleik?

46. mín
Hálfleikur
2-1 fyrir Grikki í opnum fótboltaleik þar sem mörkin gætu auðveldlega verið fleiri.

Grikkir komust yfir þegar Emil Hallfreðsson fékk dæmda á sig klaufalega vítaspyrnu. Kostas Fortounis bætti við marki þegar Sverrir Ingi Ingason átti misheppnaða hreinsun.

Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn með sínu öðru marki í tveimur leikjum og á lokasekúndum fyrri hálfleiks átti hann síðan þrumuskot í slá!
46. mín
Váá! Ísland kemst í skyndisókn og Arnór Ingvi keyrir á fáliðaða vörn Grikkja. Hann leikur inn á miðjun og á skot frá vítateig sem smellur í slánni! Boltinn fer upp í loft og út í teiginn á Viðar Örn sem á viðstöðulaust skot á lofti en það fer talsvert framhjá.
43. mín
Nikos Karelis með skot í stöngina fyrir Grikki! Í mjög þröngu færi en á laglegt skot sem fer í stöngina og aftur fyrir endamörk.
43. mín
Skyndisókn sem Grikkirnir ná að stöðva þegar einn þeirra tæklar Viðar á vítateigslínunni. Aron Einar skýtur síðan á markið af 30 metrunum en hátt yfir.

34. mín MARK!
Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Af sama fermetranum og gegn Dönum! Eftir hornspyrnu (frá vinstri að þessu sinni) dettur boltinn út í teiginn á Arnór sem skorar með fínu skoti. Tvö mörk í tveimur leikjum!


32. mín
Glæsileg sókn íslenska liðsins endar með því að Arnór Ingvi skýtur yfir úr dauðafæri. Birkir Már hafði vippað boltanum framhjá markverðinum og varnarmanni og á Arnór Ingva. Einungis varnarmenn voru á línunni hjá Grikkjum en skot Arnórs Ingva, rétt fyrir utan markteig, fór himinhátt yfir. Það gengur bara ekkert upp í dag!
31. mín MARK!
Kostas Fortounis (Grikkland)
Grikkir komast í 2-0! Torosidis á lága fyrirgjöf frá hægri inn á teiginn og Sverrir Ingi Ingason á skelfilega hreinsun þrátt fyrir að vera ekki pressaður. Boltinn fer beint út á Fourtounis sem þakkar fyrir sig með öðru marki sínu í dag.
30. mín
Íslenska liðið heilt yfir betra fyrsta hálftímann en það er ekki spurt af því. Grikkir með eina markið úr vítaspyrnu sem var gefin á klaufalegan hátt.

21. mín
Ari með fyrirgjöf sem Dimitirs Siovas kemur aftur fyrir endamörk eftir baráttu við Jón Daða.
19. mín Mark úr víti!
Kostas Fortounis (Grikkland)
Skorar af miklu öryggi. 1-0 Grikkland.
18. mín Gult spjald: Emil Hallfreðsson (Ísland)
Grikkir fá vítaspyrnu! Taka aukaspyrnu af 30 metra færi stutt til hliðar. Fyrirliðinn Vassolis Torosidis fær boltann hægra megin í teignum og vippar yfir Emil sem fer í glórulausa tæklingu. Klár vítaspyrna og gult spjald á Emil. Algjör gjöf að fara í tæklingu þarna.
13. mín
20 manna hópur af Íslendingum lætur í sér heyra núna. Áhorfendurnir eins og fyrr segir fáir og því heyrast köll þeira vel.
12. mín
Fín sókn hjá íslenska liðinu sem endar á fyrirgjöf frá Ara Frey en Grikkirnir bjarga á síðustu stundu.
9. mín
Íslenska liðið er að finna pláss á vængjunum. Grikkir spila 3-5-2 og varnarlega eru þeir opnir á köntunum þegar íslenska liðið tvöfaldar þar.
4. mín
Þarna munaði millimetrum!! Ísland fær aukaspyrnu út á kanti eftir góða samvinnu Birkis og Jóa. Emil Hallfreðsson lætur vaða en boltinn fer í slána og út. Viðar Örn fær boltinn í hælinn og út í frákastinu, var kominn skrefi og nálægt markinu.
1. mín
Grikkirnir byrja á hápressu. Íslenska liðið leysir ágætlega úr henni í byrjun.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir búnir. Spilaðir af krafti. Allt að verða klárt. Blaðamaðurinn sem reykir vindil ofan í hálsmálið á mér mætti drepa í. Þá værum við í toppmálum.
Fyrir leik
Klukkan hér í Aþenu verður 20:30 þegar leikurinn hefst. Aðstæður eru til fyrirmyndar. Völlurinn í fínu standi, logn og 12 gráðu hiti.
Fyrir leik
Þeir fáu áhorfendur sem eru mættir gera vel í að keyra stemninguna upp. Trommur, fánar og fjör.
Fyrir leik
Við fáum nýju bláu landsliðsbúningana í kvöld. Grikkirnir hvítir.
Fyrir leik
Korter í leik og mjög fámennt á pöllunum. Risa grísk treyja bakvið annað markið og hinumegin er "útiliðs" stúkan lokuð. Ef einhverjir Íslendingar eru á vellinum þá sitja þeir bara með Grikkjunum.
Fyrir leik
Spænskir dómarar í dag. Xavier Estrada Fernandez með flautuna. Dæmdi leik Real Madrid og Sevilla um þarsíðustu helgi. Þar áður veifaði hann ellefu spjöldum í leik Granada og Sporting Gijon í byrjun mánaðarins.
Fyrir leik
Byrjunarliðið er klárt hér til hliðar. Átta breytingar eru á liðinu frá því 2-1 tapinu gegn Dönum í síðustu viku. Ögmundur Kristinsson er áfram í markinu og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson byrjar aftur. Emil Hallfreðsson byrjar líka aftur, en á miðjunni eftir að hafa verið á hægri kantinum í Danmörku.

Sverrir Ingi Ingason og Hjörtur Hermannsson byrja í hjarta varnarinnar. Sverrir er að fara að spila sinn fjórða landsleik í dag en Hjörtur þann annan.

Ari Freyr Skúlason og Birkir Már Sævarsson koma inn í bakverðina og þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason byrja á köntunum.

Framlínan er síðan frá Selfossi en hana skipa Viðar Örn Kjartansson og Jón Daði Böðvarsson.
Fyrir leik
Þrátt fyrir að búist sé við fáum áhorfendum í kvöld þá eru nokkrir sölubásar fyrir utan leikvanginn. Þar eru seldar treyjur merktar Angelos Charisteas sem skoraði sigurmarkið á EM 2004. Minna um treyjur merkta leikmönnum sem eru í liðinu í dag.
Fyrir leik
Eftir 2-1 tapið gegn Dönum á fimmtudag og dapurt gengi í síðustu æfingaleikjum þá þyrstir íslensku leikmönnunum í sigur.

Kolbeinn Sigþórsson
Yfir höfuð höfum við ekki verið frábærir í þessum æfingaleikjum. Þó að við séum ekki að ná í úrslit þar þá erum við alltaf stórhættulegir í þessum alvöru leikjum. Auðvitað erum við samt orðnir leiðir á því að tapa og ná ekki í góð úrslit í þessum æfingaleikjum.

Það er mikilvægt að vinna leiki og halda sjálfstraustinu og sigurhefðinni í liðinu. Það er gríðarlega mikilvægt að menn slaki ekki of mikið á í æfingaleikjum. Við þurfum að nýta þær mínútur sem liðið fær til að halda áfram að bæta okkur.
Fyrir leik
Það verða ekki margir á Karaiskakis leikvanginum þegar leikurinn fer fram í dag. Leikvangurinn er heimavöllur Olympiakos en þar eru sæti fyrir rúmlega 33 þúsund manns.

Grikkir unnu Svartfellinga 2-1 í vináttuleik á sama leikvangi á fimmtudag en skráðir áhorfendur þar voru 3500. Hin raunverulega áhorfendatala ku þó hafa verið eitthvað lægri.

Ekki er búist við mikið fleiri áhorfendum á leikinn gegn Íslandi en áhuginn á gríska liðinu er lítill þessa dagana eftir að það endaði í botnsætinu í undankeppni EM.

Slæmt efnahagsástand hjálpar ekki til en fólk er ekki tilbúið að kaupa miða á völlinn til að sjá gríska liðið spila.

Þá má búast við að aðsóknin á leikinn í kvöld hafi minnkað ennþá meira þegar lykilmennirnir Sokratis Papastathopoulos, Kostas Manolas, Andreas Samaris og Kostas Mitroglou fóru úr hópnum eftir leikinn gegn Svartfjallalandi.
Fyrir leik
Þetta verður í einungis þriðja skipti sem þessar þjóðir leiða saman hesta sína.

Þjóðirnar voru saman í riðli í undankeppni HM 1994 en þá unnu Grikkir báða leikina 1-0 í leið sinni á lokamótið í Bandaríkjunum.
Fyrir leik
Aron Einar Gunnarsson
Þeir spila sama kerfi og Danirnir en ég held að þetta verði erfiður leikur. Þeir eru með nýjan þjálfara og þeirra leikmenn vilja sýna sig. Þeir gefa allt í þetta þó að það sé ekki mikil stemning hjá áhorfendum fyrir þessum leik. Við erum ekki að fara að fá neitt gefins frá Grikkjum þó að þetta sé æfingaleikur. Við þurfum að hafa fyrir hlutunum. Það er klárt.
Fyrir leik
Góðan daginn. Fótbolti.net heilsar frá Aþenu!

Hér mætast Grikkland og Ísland í vináttuleik klukkan 17:30.

Um er að ræða síðasta leik íslenska landsliðsins áður en 23. manna hópurinn sem fer á EM verður tilkynntur þann 9. maí næstkomandi.
Byrjunarlið:
2. Birkir Már Sævarsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
17. Aron Einar Gunnarsson ('46)
20. Emil Hallfreðsson ('46)
21. Viðar Örn Kjartansson ('61)
22. Jón Daði Böðvarsson ('82)

Varamenn:
1. Hannes Þór Halldórsson (m) ('46)
6. Ragnar Sigurðsson
8. Birkir Bjarnason ('46)
9. Kolbeinn Sigþórsson ('61)
10. Gylfi Þór Sigurðsson ('46)
11. Alfreð Finnbogason ('82)
14. Kári Árnason (f)
25. Theodór Elmar Bjarnason ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Emil Hallfreðsson ('18)
Birkir Bjarnason ('56)

Rauð spjöld: