Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Selfoss
1
2
Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '50
0-2 Kristinn Ingi Halldórsson '81
James Mack '89 1-2
27.07.2016  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Undanúrslit Borgunarbikarsins
Aðstæður: Verða ekki mikið betri. 20 gráður, léttskýjað og heit gola. Völlurinn glæsilegur, sumar á Selfossi.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 572
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
4. Andy Pew (f)
5. Jose Teodoro Tirado Garcia ('87)
8. Ivan Martinez Gutierrez
12. Giordano Pantano
13. Richard Sæþór Sigurðsson ('78)
16. James Mack
18. Arnar Logi Sveinsson ('59)
20. Sindri Pálmason

Varamenn:
28. Daniel James Hatfield (m)
3. Birkir Pétursson
17. Haukur Ingi Gunnarsson ('59)
19. Arnór Gauti Ragnarsson
23. Arnór Ingi Gíslason ('87)

Liðsstjórn:
Ingi Rafn Ingibergsson
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:
Sindri Pálmason ('40)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með sigri Vals og eru þeir komnir í ÚRSLIT bikarsins annað árið í röð!

Til hamingju Valsmenn!

Takk fyrir mig
90. mín
Arnór Ingi í FRÁBÆRU færi inní teig Vals en skýtur beint á rammann og Anton Ari grípur!
90. mín
Selfyssingar eru komnir fáránlega framarlega á völlinn! NÁ ÞEIR JÖFNUNARMARKINU?
89. mín MARK!
James Mack (Selfoss)
Stoðsending: Ivan Martinez Gutierrez
MAAAAAAAAARK!!!

SELFYSSINGAR ERU AÐ MINNKSA MUNINN! FÁUM VIÐ DRAMATÍK!!

Hornspyrna sem Gutierrez tekur beint á kollinn á JC Mack sem skallar í netið, EINFALT!

ROSALEGAR MÍNÚTUR FRAMUNDAN.
89. mín
FRÁBÆRT færi sem Selfyssingar fá!

Gutierrez með frábæra sendingu inní teig á Inga Rafn sem skallar RÉTT framhjá, virðist hafa farið í Valsmenn því Selfyssingar fá horn.
87. mín
Inn:Arnór Ingi Gíslason (Selfoss) Út:Jose Teodoro Tirado Garcia (Selfoss)
84. mín
Inn:Daði Bergsson (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
84. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
81. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
MAAAAAAAAAAAAARK!!!

VALSMENN ERU AÐ KLÁRA ÞETTA!

Fyrirgjöf frá vinstri kanti sem Bjarni Ólafur á, Orri Ómarsson á skallann sem Vignir ver stórglæsilega en boltinn berst út í teig til Kristins Inga sem klárar auðveldlega!
79. mín Gult spjald: Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (Selfoss)
Peysutog.
78. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Út:Richard Sæþór Sigurðsson (Selfoss)
75. mín
Valsmenn fá hornspyrnu núna þegar 15 mínútur eru til leiksloka. Guðjón Pétur tekur spyrnuna sem Selfyssingar ná að hreinsa burt.
71. mín
Jafnræði með liðunum þessa stundina. Skiptast á að vera með boltann en ekkert í gangi þannig séð.
66. mín
Inn:Rolf Toft (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
61. mín
Kristian Gaarde reynir hér skot utan teigs, fast en framhjá.
59. mín
Inn:Haukur Ingi Gunnarsson (Selfoss) Út:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Fyrsta skipting leiksins.
56. mín
DAAAAUÐAAAAAFÆRI HJÁ SELFYSSINGUM OG ÞAÐ ÞRJÚ Í RÖÐ!

Gutierrez með frábæra takta inní vítateig Vals, fer framhjá tveimur varnarmönnum og skýtur. Anton Ari ver útí teig þar sem Richard Sæþór fær hann beint í lappir, Anton Ari kemst fyrir það og út berst boltinn til Arnars Logi sem skýtur HÁTT yfir!

Ótrúlegt að þessi hafi ekki endað í markinu!
53. mín
Verður afar athyglisvert að sjá hvernig Selfyssingar bregðast við þessu. Ætla þeir að færa sig eitthvað framar á völlinn eða bíða þeir?
50. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
MAAAAAAAAAAAARK!!!

Valsmenn brjóta hér ísinn og það er enginn annar en KRISTINN FREYR SIGURÐSSON!

Kristinn tekur aukaspyrnuna, setur boltann yfir vegginn og upp í bláhornið, Vignir á ekki breik í þennan bolta. Stórkosleg spyrna!
49. mín
Gestirnir fá hér aukaspyrnu á STÓRhættulegum stað, rétt utan vítateigs. Kristinn Freyr spyrnir.
48. mín
Frábært færi sem sem Valsmenn fá!

Sigurður Egill með takta á vinstri kantinum, kemur með sendingu inní á hausinn á Kristni Inga sem skallar rétt framhjá.
46. mín
Ekki liðnar 10 sekúndur af seinni hálfleik þegar Valsmenn fá hornspyrnu.

Enn og aftur, ekki mikil hætta útfrá þeim.
46. mín
Jæja seinni hálfleikur farnn af stað.

Óska eftir mörkum í þennan leik.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Selfossi.

Selfyssingar byrjuðu mun betur en Valsmenn hafa síðan hægt og rólega tekið undirtökin.
45. mín
Heimamenn fá hér fínt tækifæri til þess að skapa einhvern usla áður en hálfleikurinn skellur á, fá aukaspyrnu á fínum stað sem Þorsteinn ákveður að skjóta úr í stað þess að senda. Boltinn hátt yfir.
45. mín
Valsmenn vaða hér í hornspyrnum rétt fyrir hálfleik, afskaplega lítil hætta sem skapast útfrá þeim.
42. mín
Arnar Logi hefur orðið fyrir einhverju hnjaski og liggur hér, lítur ekkert svakalega vel út. Heldur utan um bakið, fær aðhlynningu.
40. mín Gult spjald: Sindri Pálmason (Selfoss)
Sindri aðeins of seinn í tæklingu, líklega rétt.
39. mín
Andri Fannar liggur hér á vellinum eftir stimpingar við James Mack. Andri harkar þetta af sér og heldur áfram.
36. mín
ÞRJÁR hornspyrnur í röð hérna hjá Val. Mishættulegar en Selfssyingar ná að verjast vel.
33. mín
Darraðadans í teig Selfyssinga!

Vignir er aðeins útúr markinu eftir hornspyrnu sem Valur fékk, boltinn berst til Bjarna Ólafs sem ætlar að vippa yfir Vigni sem kemur á sprettinum í átt að honum, það tekst en Andy Pew mætir og nær að hreinsa boltann í horn áður en hann endar í netinu!
31. mín
Það er rólegt yfir þessu eftir ansi fjöruga byrjun. Valsmenn ívið sterkari án þess að skapa sér hættuleg færi.
27. mín
Kristinn Ingi á sprettinum upp vinstri kantinn og fer upp að marklínu Selfyssinga þar sem hann missti boltann alveg klárlega útaf, Erlendur leyfir leiknum að halda áfram. Kristinn Ingi nær sendingunni út í teig á Andra Fannar sem skýtur en skotið yfir.

Selfyssingar hrúgast að sprotadómaranum og skamma hann fyrir að hafa ekki séð þetta, augljóst!
24. mín
Valsmenn mun líklegri þessa stundina. Eru að ná að búa til flottar sóknir en það verður að hrósa vörn Selfyssinga, skipulögð og öguð.
20. mín
Sigurður Egill með fína tilraun á markið rétt fyrir utan teig, fer af varnarmanni Selfoss og afturfyrir. Hornspyrna sem Valur á.

Selfyssingar koma boltanum í burt áður en Þorvaldur dæmir aukaspyrnu á sóknarmann Val.
18. mín
Valsmenn aðeins að komast inn í leikinn. Eiga hérna tvær flottar sóknir í röð sem Selfyssingar ná að verjast.

Það er líf í þessu!
14. mín
STÖNGIN!!!

Selfyssingar eru að byrja þennan leik frábærlega!

Aukaspyrna sem þeir fá rétt við miðjuna, Þorsteinn Daníel tekur hana, beint á hausinn á Teo sem skallar í stöngina!
11. mín
DAUÐAFÆRI!

Selfyssingar fá aukaspyrnu hér úti á hægri kanti. Þorsteinn Daníel tekur spyrnuna, lúmsk spyrna sem fer í gegnum allan pakkann, Richard Sæþór er á fjærstönginni og kemur í seinni bylgjunni en rétt missir af boltanum!
9. mín
Flott sókn hjá Val.

Sigurður Egill kemur með góðan bolta inní teig þar sem Andri Adolphsson er, nær skallanum sem er þó laus og Vignir handsamarboltann.
7. mín
Guðjón Pétur ætlar að reyna sendingu innfyrir vörn Selfyssinganna. Aðeins of föst, Vignir kemur út og hirðir boltann.
5. mín
Selfyssingar fá aðra hornspyrnu hérna!

Eru að byrja þetta af miklum krafti.
4. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er Selfyssinga. Gutierrez spyrnir en Valsmenn koma þessu frá auðveldlega.
3. mín
Selfyssingar heimta hér aukaspyrnu við hornfána Vals. Vilja meina að brotið hafi verið á Garcia, Erlendur segir honum að standa upp. Ekkert rugl á hans vakt.
1. mín
Leikur hafinn
Erlendur flautar og leikurinn er kominn af stað. Valsmenn sem hefja leik og sækja í átt að Tíbrá!

Góða skemmtun kæru lesendur!
Fyrir leik
Hér ganga liðin út á völlinn. Erlendur Eiríksson fremstur manna, lítur virkilega vel út kallinn.

Valsmenn leika í sínum varabúningum, fallega bláir. Selfyssingar í vínrauðu eins og vanalega.
Fyrir leik
Bæði liðin farin inní búningsklefa, 10 mínútur í veisluna.

Fullt af fólki mætt á völlinn og ætlar að freista þess að sjá alvöruleik í kvöld á milli tveggja góðra liða.
Fyrir leik
Fólk er farið að streyma á völlinn enda engin ástæða til annars. Veðrið leikur svoleiðis við mannskapinn.

Sjóðheitir burgerar á grillinu. Þetta er ekki að fara að klikka, lofa ykkur því.
Fyrir leik
Liðin að týnast hér út á völl og eru að hefja upphitun.

Óli Jó labbaði marga hringi á grasinu hérna rétt áðan, líst greinilega vel á það. Ekki annað hægt, völlurinn hér í TOPPstandi!
Fyrir leik
Sömu sögu er að segja af Valsliðinu, allt frekar hefðbundið þar.

Haukur Páll byrjar þó á varamannabekknum en hann var í byrjunarliði gegn Fylki í síðustu umferð. Bjarni Ólafur Eiríksson er fyrirliði Vals í dag.

Rasmus Christiansen tekur út leikbann.
Fyrir leik
Nokkuð hefðbundið hjá Selfyssingum. Svavar Berg tekur út leikbann í kvöld og Stefán Ragnar er frá út tímabilið. Richard Sæþór byrjar líklegast uppi á topp.

Sigurður Eyberg og Andy mynda hafsentapar.
Fyrir leik
Hér detta byrjunarliðin í hús!

Fyrir leik
Sprotadómarar í undanúrslitum Borgunarbikars.

Eins og fram kom hér á Fótbolti.net fyrr í dag verða sprotadómarar á leiknum í kvöld. Það þýðir að 6 dómarar koma að leiknum.

Dómarar kvöldsins:
Dómari - Erlendur Eiríksson
Aðstoðardómari 1 - Frosti Viðar Gunnarsson
Aðstoðardómari 2 - Oddur Helgi Guðmundsson
Endalínudómari 1 - Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Endalínudómari 2 - Gunnar Jarl Jónsson
Varadómari - Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Fyrir leik
Sú staðreynd blasir við að Selfoss hefur aldrei unnið Val í meistaraflokk karla. Liðin hafa samtals mæst 10 sinnum, Valur unnið í 9 leiki og jafntefli niðurstaðan í eitt skiptið.

Síðast mættust liðin 3.júní 2015, einmitt í Borgunarbikarnum. Valur kláraði þann leik þægilega, 4-0. Patrick Pedersen með þrennu.
Ég hvet ykkur til þess að taka þátt í veislunni hér í kvöld og nota kassamerkið #fotboltinet á Twitter!
Fyrir leik
Liðin hafa ekki átt góðu gengi að fagna í deildinni uppá síðkasti.

Valsmenn sitja í 8.sæti Pepsideildarinnar en það er langt undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins fyrir mót.

Selfyssingar eru nokkurnvegin á pari miðað við spár fyrir mót. Liðið situr í 8.sæti Inkasso deildarinnar.
Fyrir leik
Valur hafa farið erfiða leið í átt að þessum leik.

Fyrst var það Fjölnir, 0-1 sigur á þeim á Extravellinum í Grafarvogi. Liðið dróst síðan gegn Víkingi frá Reykjavík í 16-liða úrslitum en sá leikur fór í framlengingu, 2-2 eftir venjulegan leiktíma. Nikolaj Hansen reyndist hetja Vals þegar hann skoraði sigurmark þeirra á 120' mínútu leiksins.

Fylkir reyndist lítil fyrirstaða fyrir Val í 8-liða úrslitum en Valur kláraði þann leik þægilega, 5-0.
Fyrir leik
Leið Selfyssinga í þennan leik hefur verið ansi hreint áhugaverð.

Liðið byrjaði á því að sigra Njarðvík 2-1. Næst lá leiðin í Frostaskjólið þar sem Selfyssingar sigruðu KR eftirminnilega 1-2 eftir framlengingu. Arnar Logi með sigurmarkið þar.

Flestir gerðu ráð fyrir því að Selfyssingar ættu greiða leið í 8-liða úrslitin þegar liðið dróst gegn Víði í 16-liða. Annað kom á daginn og þurfti framlenginu til þess að knýja fram úrslit í þeim leik. 4-3 sigur í mögnuðum leik.

Það var síðan Fram í 8-liða úrslitum. Leikurinn var spilaður á Laugardalsvelli og vann Selfoss nokkuð þægilegan 0-2 sigur.
Fyrir leik
Gott kvöld og gleðilegan Borgunarbikarsdag!

Það er engin smá leikur sem fer fram hér á JÁVERK-vellinum í kvöld en við erum að fara að fylgjast með leik Selfoss og Vals í undanúrslitum bikarkeppninnar.

Vertu með!
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
2. Andreas Albech
3. Kristian Gaarde
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('84)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson ('66)
17. Andri Adolphsson ('84)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
1. Ingvar Þór Kale (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
6. Daði Bergsson ('84)
9. Rolf Toft ('66)
16. Tómas Óli Garðarsson
22. Sveinn Aron Guðjohnsen ('84)

Liðsstjórn:
Haukur Páll Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: