Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Víkingur R.
3
1
Breiðablik
0-1 Árni Vilhjálmsson '8
Óttar Magnús Karlsson '40 1-1
Damir Muminovic '66
Óttar Magnús Karlsson '72 2-1
Óttar Magnús Karlsson '82 3-1
08.08.2016  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('67)
10. Óttar Magnús Karlsson
11. Dofri Snorrason ('84)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('46)
22. Alan Lowing
25. Vladimir Tufegdzic
27. Marko Perkovic

Varamenn:
Stefán Þór Pálsson
9. Viktor Jónsson ('84)
12. Kristófer Karl Jensson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Josip Fucek ('67)
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('46)
24. Davíð Örn Atlason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Arnþór Ingi Kristinsson ('47)
Alan Lowing ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 3-1 sigri Víkings.
Hafliði Breiðfjörð
87. mín
Áhorfendur eru 1.470, vel mætt. Öllum að óvörum er Óttar Magnús útnefndur maður leiksins.
84. mín
Inn:Viktor Jónsson (Víkingur R.) Út:Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Viktor Jóns kemur inn fyrir Dofra.
82. mín MARK!
Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
MAAARK!!! HALLÓ HALLÓ HALLÓ, ÞAÐ ER ÞRENNA!!! ÉG ENDURTEK, ÞAÐ ER ÞRENNA HJÁ ÓTTARI MAGNÚSI!!! ALLT SEM ÉG SAGÐI UM DRENGINN ÁÐAN TÍFALDA ÉG NÚNA!!! Kemur sér í góða stöðu fyrir utan teig og skorar með skoti í bláhornið!! Hann er að sigla þessu heim fyrir Víking!!!
79. mín
Bíddu hvað gerðist?? Blikar fá loksins færi!!! En Oliver Sigurjóns fer hrikalega illa að ráði sínu, hefði átt að negla bara á markið en reynir að gefa fyrir og Róbert nær boltanum.
72. mín MARK!
Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
MAAAAAAARK!!!!!!!! VÍKINGAR ERU EKKI LENGI AÐ NÝTA SÉR LIÐSMUNINN OG AFTUR ER ÞAÐ ÓTTAR MAGNÚS KARLSSON!!! ÞESSI DRENGUR ER STJARNA SUMARSINS!FRÁBÆR FYRIRGJÖF BERST INN Í TEIGINN OG ÓTTAR MÆTIR EINS OG GAMMUR OG KEMUR BOLTANUM Í NETIÐ!
72. mín
Inn:Kári Ársælsson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Kári Ársælsson er kominn inn á. Hann datt inn í hóp eftir meiðsli Arnórs og er núna mættur á völlinn.
70. mín
Blikar taka aukaspyrnu og það er keyrt inn í Róbert Örn. Hann meiðir sig en harkar af sér.
70. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Daniel Bamberg (Breiðablik)
Blikar gera skiptingu, Atli kemur inn fyrir Daniel Bamberg.
69. mín Gult spjald: Alan Lowing (Víkingur R.)
Alan Lowing fær að líta gult spjald fyrir að brjóta á Árna Vilhjálmssyni í hættulegri stöðu.
67. mín
Inn:Josip Fucek (Víkingur R.) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
Viktor Bjarki fer af velli og Josip Fucek kemur inn á.
66. mín
Enginn Arnór Sveinn, enginn Elfar Freyr, enginn Damir.. hvað ætla Blikar að gera með vörnina? Þeir verða í bölvuðu veseni með þetta, þeir voru að fá alveg nóg af færum á sig með 11 menn inni á.
66. mín Rautt spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
DAMIR KVEÐUR!!!!!!! FÆR AÐ LÍTA RAUÐA SPJALDIÐ EFTIR AÐ HAFA STRAUJAÐ TUFA Á MIÐJUM VELLINUM!!! HVAÐ VAR HANN AÐ SPÁ?? BLIKAR MISSA MANN AF VELLI!!!
64. mín
Alex Freyr í hörkufæri!!!! En skallar boltann yfir markið!
63. mín
Léleg spyrna hjá Ívari, beint í vegginn.
62. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
NÆSTUM VÍTI!!! Damir straujar Tufa niður en rétt fyrir utan teiginn! Hættuleg spyrna við hlið teigsins.
58. mín
VÍKINGSMARKIÐ LIGGUR Í LOFTINU!!!! Ívar Örn með hættulega hornspyrnu, boltinn endar við fætur Taskovic sem skýtur rétt framhjá markinu! ÞETTA VAR ALGJÖRT DAUUUUUUUUUUUUUUUUÐAFÆRI!!!!
56. mín
ÞARNA MUNAÐI LITLU!! Ívar Örn með lúmskt skot sem fer rétt framhjá!
53. mín
Vonbrigði, Ívar neglir boltanum beint í vegginn! Nær boltanum aftur og kemur með fyrirgjöf en skallinn frá Óttari Magnúsi ekki upp á marga fiska.. hann eiginlega fékk bara boltann beint í hausinn.
52. mín
Víkingur fær aukaspyrnu á STÓRHÆTTULEGUM STAÐ!!! Klárt brot og Ívar er mættur!
50. mín
Ágætis aukaspyrna, boltinn endar á að fara í hornspyrnu en ekkert verður úr henni.
49. mín Gult spjald: Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Víkingur fær aukaspyrnu á hættulegum stað og Davíð fær gula spjaldið fyrir að taka niður Tufa.
47. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Það tók Arnþór Inga rétt rúma mínútu að fá gult spjald fyrir að negla niður Andra Rafn Yeoman við miðju vallarins.
46. mín
Inn:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Víkingur gerði eina breytingu í leikhléi. Halldór Smári fór út af og Arnþór Ingi kemur inn í hans stað. Halldór varð fyrir ágætis höggi snemma í leiknum.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný, Víkingar byrja nú með boltann og sækja að íþróttahúsinu.
45. mín
Hálfleikur
Flautað hefur verið til leikhlés eftir hörkuskemmtilegan fyrri hálfleik! Staðan 1-1 en mörkin hefðu svo sannarlega getað verið fleiri! Hlakka mikið til seinni hálfleiksins. Mæli með því að stuðningsmenn liðanna drífi sig á völlinn í hálfleik ef þeir hafa tök á!
45. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ BLIKUM!!!! Eftir fína sókn er Gísli Eyjólfsson svo gott sem einn á móti markmanni en skot hans fer beint, beint á Róbert!!
42. mín
HVAÐ ER Í GANGI??? Tufa dæmdur brotlegur eftir viðskipti sín við Damir í loftinu, Damir liggur eitthvað eftir. Svo skyndilega er eins og hann slái til Tufa, sem liggur eftir í smá stund, en ekkert dæmt! Þarf að sjá þetta betur..!
40. mín MARK!
Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Dofri Snorrason
MAAAAAAAAAARK!!! ÞAÐ ER GOTT AÐ VERA MEÐ MARKAVÉL Í LIÐINU SÍNU OG ÓTTAR MAGNÚS ER AÐ STIMPLA SIG INN SEM EIN SLÍK!!! SETUR BOLTANN Í NETIÐ EFTIR FYRIRGJÖF FRÁ DOFRA SNORRASYNI! VÍKINGUR JAFNAR RÉTT FYRIR LEIKHLÉ!
39. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Fyrsta gula spjald leiksins lítur dagsins ljós. Gísli Eyjólfsson stöðvar skyndisókn og spjaldið fer réttilega á loft.
38. mín
Víkingur fær 238. hornspyrnuna sína í leiknum, flestar hafa verið frekar slakar. Í þetta skiptið kemur þokkalegur bolti inn í teig en Gunnleifur blakar boltanum yfir sig og Blikar hreinsa frá. Ágætis spilamennska á köflum frá Víkingi.
34. mín
ROSALEG TIKI-TAKA sókn hjá Blikum!!! Létu boltann fljóta fáránlega vel og koma honum svo á Alfons Sampsted, sem kemur honum inn í teiginn. Þar halda sendingarnar áfram en þetta enddar samt með því að varnarmaður Víkings kemst fyrir og setur boltann í horn. Ekkert varð úr hornspyrnunni.
29. mín
Ágætis hætta við teig Víkings, Bamberg kemur með fyrirgjöfina inn í teiginn en þar er enginn mættur og Róbert Örn grípur boltann.
24. mín
VÁVÁVÁ ÞVÍLÍK MARKVARSLA!!!!!!! ÍVAR ÖRN MEÐ SVAKALEGT SKOT VINSTRA MEGIN ÚR TEIGNUM EN GULLI GULL TEKUR MAGNAÐA VÖRSLU OG ÞAÐ ER HORN!!
22. mín
Jæja, eftir rólegar fimm mínútur, sem er allt of mikið miðað við tempóið á þessum leik, þá fá Víkingar aukaspyrnu vel fyrir utan teig. Ívar er mættur á svæðið og hleður í spyrnuna. Hún er fín en Gulli ver og heimamenn fá horn.
18. mín
Þvílíkt og annað eins!! Blikar fá frábært tækifæri til að copy-peista markið frá því áðan! Eftir hornspyrnu frá Víkingi geysast þeir upp og eru 5 á 2!!! Hins vegar kemur Arnþór Atli með ömurlega sendingu og Halldór Smári getur skallað boltann til baka á Róbert Örn! Aaaaalgjört klúður þarna!
17. mín
Áfram heldur fjörið, Viktor Bjarki með þrumuskot utan af velli sem Gunnleifur ver í horn.
15. mín
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA HÉRNA??? SLÁARSKOT FRÁ VÍKINGI!!!!!! Tufa var með takta í teignum og virtist sem allt hafði runnið út í sandinn, svo kemur Óttar Magnús með ALGJÖRT ÞRUMUSKOT beint í slána og niður á marklínuna!!! ÞESSI LEIKUR ER ALGJÖR VEISLA!!
14. mín
VÁ HVAÐ ÞAÐ MUNAÐI LITLU, ÞETTA ER GEGGJAÐUR LEIKUR!!!!! Daniel Bamberg með fína rispu og rosalega fyrirgjöf, þar nær Halldór Smári að bjarga meistaralega!
13. mín
Inn:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) Út:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Blikar þurfa að gera skiptingu, og því eru í raun tvær breytingar komnar á vörn liðsins frá því að skýrsla var gefin út klukkutíma fyrir leik. Elfar Freyr haltrar af velli og inn kemur Viktor Örn Margeirsson.
12. mín
ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI HJÁ VÍKINGI!!! VLADIMIR TUFEDGDZIC með rosalegan sprett og kemur boltanum fyrir, þar kemur Alex Freyr Hilmarsson á skriðinu en skýtur yfir af markteignum!!!!
8. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!!!!!! ÁRNI VILHJÁLMSSON SKORAR EFTIR SKYNDISÓKN BREIÐABLIKS!!! HORNSPYRNAN VAR ÁGÆTLEGA HÆTTULEG EN BLIKAR BÆGÐU HÆTTUNNI FRÁ, GEYSTUST UPP VÖLLINN OG ARNÞÓR ARI KOM MEÐ STÓRKOSTLEGA SENDINGU Á ÁRNA VILL! ÁRNI KLÁRAÐI SVO Í NETIÐ ÞÓ RÓBERT HAFI VERIÐ Í BOLTANUM!!!
8. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins lítur dagsins ljós eftir að Óttar Magnús kemur boltanum af velli með viðkomu í varnarmanni. Aukaspyrnu-Ívar tekyur spyrnuna.
8. mín
Halldór Smári kemur inn á völlinn á ný, gott að sjá.
6. mín
Hérna kom ein aaaaaansi hressandi tækling frá Arnþóri Ara, sem er góður drengur og vildi sjálfsagt ekkert illt. Hins vegar liggur Halldór Smári afar þjáður á vellinum og þetta lítur alls ekki vel út. Ekkert dæmt nema innkast í þokkabót.
5. mín
Fyrstu fimm mínúturnar hafa verið heldur viðburðarlitlar. Ég heiti því að láta ykkur vita ef eitthvað merkilegt gerist, þannig þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að ég sé að svíkja ykkur.
1. mín
Leikurinn er hafinn og það eru Blikarnir sem byrja með boltann.
Fyrir leik
Inn:Alfons Sampsted (Breiðablik) Út:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
ATHUGIÐ: Get ekki breytt liðinu hér til hliðar nema bara svona en Alfons Sampsted er dottinn inn í byrjunarliðið fyrir Arnór Svein Aðalsteinsson.
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn og líkt og vanalega glymur Gísli Pálmi í hátalarakerfinu, "Hverfinu".
Fyrir leik
Þá styttist heldur betur í leikinn. Blikar unnu fyrri leikinn 1-0 með marki frá Atla Sigurjónssyni, hvernig ætli þetta fari í kvöld? A.m.k. er dágóður fjöldi fólks mættur til að horfa á sín lið í sólinni og það er bara gaman.
Fyrir leik
Aron Can á fóninum og hálftími í leik, sól og blíða í Víkinni, þetta gæti ekki verið betra! Von er á hörkuleik, enda er mjög mikilvægt fyrir bæði lið að fá þrjú stig og vonandi spila þau eftir því.
Fyrir leik
Breiðablik þarf nauðsynlega sigur í kvöld til að halda titilbaráttu sinni á lífi. Liðið er í 4. sætinu með 23 stig, fimm stigum frá toppliði FH sem mætir KR í kvöld. Víkingur getur enn náð Evrópusæti, liðið er í 7. sætinu með 18 stig og þarf að ná góðu skriði til að Evrópudraumurinn lifi.
Fyrir leik
Gestirnir gera fjórar breytingar á byrjunarliði sínu. Auk Gary fara þeir Kristófer Karl Jensson, Arnþór Ingi Kristinsson og Davíð Örn Atlason úr liðinu. Róbert Örn Óskarsson snýr aftur í markið og þá koma þeir Igor Taskovic, Halldór Smári Sigurðsson og Alex Freyr Hilmarsson inn í liðið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Það fer að styttast í að byrjunarliðin komi til okkar, einungis örfáar mínútur. Ég get hins vegar greint ykkur frá því að Gary Martin verður ekki í byrjunarliði Víkings í kvöld, hann er á leið til norska félagsins Lilleström á láni þar sem hann hittir fyrir sinn gamla lærimeistara Rúnar Kristinsson.
Fyrir leik
Komið þið margblessuð og sæl og verið velkomin í beina textalýsingu hér á Fóbolta.net frá leik Víkings og Breiðabliks í 14. umferð Pepsi-deildarinnar, sem hefst í Fossvoginum klukkan 19:15.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason ('13)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('0)
8. Arnþór Ari Atlason
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson ('72)
15. Davíð Kristján Ólafsson
23. Daniel Bamberg ('70)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson
10. Atli Sigurjónsson ('70)
17. Jonathan Glenn
18. Willum Þór Willumsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('13)
26. Alfons Sampsted ('0)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gísli Eyjólfsson ('39)
Davíð Kristján Ólafsson ('49)
Damir Muminovic ('62)

Rauð spjöld:
Damir Muminovic ('66)