Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
Selfoss
0
0
Fram
09.09.2016  -  17:30
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Mjög hvasst en völlurinn lítur vel út.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 103
Byrjunarlið:
1. Vignir Jóhannesson (m)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
4. Andy Pew (f)
7. Svavar Berg Jóhannsson
8. Ivan Martinez Gutierrez
12. Giordano Pantano
13. Richard Sæþór Sigurðsson ('65)
16. James Mack ('84)
18. Arnar Logi Sveinsson ('72)
19. Arnór Gauti Ragnarsson

Varamenn:
28. Einar Guðni Guðjónsson (m)
3. Sören Lund Jörgensen
17. Haukur Ingi Gunnarsson
20. Sindri Pálmason ('72)
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson
23. Arnór Ingi Gíslason ('84)

Liðsstjórn:
Ingi Rafn Ingibergsson
Elías Örn Einarsson
Óttar Guðlaugsson
Gunnar Borgþórsson
Jóhann Bjarnason
Hafþór Sævarsson
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ekki skemmtilegasti leikur sem ég hef séð í sumar.

Markalaust og þurrt. Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
FÆRI!

Sigurður Þráinn reynir fyrirgjöf sem Selfyssingar koma í burtu, þó ekki lengra en beint á Bubalo sem er í mjög fínu skotfæri. Skotið hans fer hins vegar framhjá. Þarna var tækifæri til að stela sigrinum.
90. mín
Uppbótartíminn er kominn í gang. Það er ansi ólíklegt að við fáum mark í þennan leik miðað við hvernig hann hefur verið spilaður.
87. mín
FÆRI!!

Arnór Ingi á flotta sendingu á nafna sinn Arnór Gauta sem er í miklu kapphlaupi við Layeni. Markmaðurinn er snöggur og nær boltanum af tánum á Arnóri. Það var eins gott fyrir Ítalann að ná til boltans þarna, annars hefði þetta verið vítaspyrna og líklegast rautt spjald.
86. mín
Arnór Ingi í úrvalsfæri. Það gengur illa hjá varnarmönnum Fram að koma boltanum í burtu og á endanum dettur hann fyrir Arnór sem er í góðu færi en skotið hans fer yfir markið.
84. mín
Inn:Arnór Ingi Gíslason (Selfoss) Út:James Mack (Selfoss)
Mack verið með betri leikmönnum Selfyssinga.

Sprækustu mennirnir teknir af velli. Langar engum að vinna þennan leik?
80. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Fram) Út:Indriði Áki Þorláksson (Fram)
Indriði verið með sprækari mönnum Fram í leiknum.
79. mín
Bubalo á fínustu aukaspyrnu!

Aukaspyrna af löngu færi sem Króatinn setur yfir vegginn en Vignir var vel á verði og varði í horn.
77. mín
Orri fer svolítið hressilega í Sindra en Pétur dæmir ekki neitt. Orri heppinn þarna. James Mack reynir svo skot sem fer í varnarmann og framhjá.

Sem fyrr skapaði hornspyrnan svo ekki hættu.
72. mín
Inn:Sindri Pálmason (Selfoss) Út:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Arnar átt ágætis leik.
70. mín
Inn:Alex Freyr Elísson (Fram) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Fram)
Alex Freyr hefur komið með fínar innkomur í sumar.
68. mín
Besta færi leiksins hingað til. Ingi Rafn er nánast kominn inn í markteig en skotið hans fer beint í fangið á Layeni. Þarna átti hann að gera betur.
66. mín
Sigurður Þráinn kemur með góða fyrirgjöf sem Gunnlaugur rétt missir af. Hann var mjög vel staðsettur þarna en hann hitti ekki boltann.
65. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Út:Richard Sæþór Sigurðsson (Selfoss)
Richard ekki alveg komist nóg vel inn í leikinn.
65. mín
Bojan tekur aukaspyrnuna en hún fer framhjá öllum og Selfyssingar fá markspyrnu.
64. mín
Parlov gerir vel í að vinna aukaspyrnu við hliðarlínuna. Fínn séns hjá gestunum að bomba þessu inn í teig.
60. mín
Gleði!

Selfyssingar voru að koma með hamborgara fyrir sársvangann fréttamann. Þeir fá klárlega plús í kladdann fyrir þetta enda ekki sjálfgefið í Inkasso deildinni.

Góður hamborgari líka.
58. mín
Mack á frábæra sendingu innfyrir á Arnór sem er í fínni stöðu en hann nær ekki að skora. Flaggið var svo komið upp á loft. Mjög tæpt þarna.
57. mín Gult spjald: Ivan Parlov (Fram)
Alltof seinn í Mack og þetta er ekkert annað en gult spjald.
55. mín
Hornspyrnan er hins vegar yfir alla og í markspyrnu. Það vantaði öll gæði í þetta. Kannski svolítið dæmigert fyrir leikinn.
55. mín
Eftir þessa fínu byrjun hjá Fram í seinni hafa Selfyssingar náð að svara og eru meira með boltann. Mack var rétt í þessu að vinna hornspyrnu.
52. mín Gult spjald: Sigurður Þráinn Geirsson (Fram)
Togaði vel í Mack sem var að komast framhjá honum. Hárrétt hjá Pétri að spjalda hann.
50. mín
Framarar verið sterkari þessar fyrstu mínútur í seinni hálfelik. Indriði Áki komst í fína stöðu en fyrirgjöfin hans endaði í fanginu á Vigni.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað.

Mikið rosalega vona ég að þetta verði nú aðeins skemmtilegra eftir hlé.
45. mín
Inn:Ivan Parlov (Fram) Út:Hafþór Þrastarson (Fram)
Framarar gera skiptingu í hálfleik. Parlov getur verið mjög góður á sínum degi.
45. mín
Hálfleikur
Steindauðar síðustu mínútur í fyrri hálfleik.
39. mín Gult spjald: Hafþór Þrastarson (Fram)
Hafþór missir Richard framhjá sér og togar hann niður í kjölfarið. Alltaf gult spjald.
38. mín
Leikurinn var nú ekkert rosalega fjörlegur en núna hefur hann algjörlega dottið niður. Lítið að frétta þessa stundina.
33. mín
Arnar Log tekur spyrnuna en hún fer beint í Indriða í veggnum. Illa farið með gott færi þarna.
32. mín
Ivan Gutierrez ræðst á vörn Framara og reynir sendingu sem hafnar í hendinni á varnarmanni Fram. Aukaspyrna á hættulegum stað.
27. mín
Færi!

Selfyssingar komast í skyndisókn upp vinstri kantinn. James Mack fer upp kantinn og á fyrirgjöf sem fer á Arnór Gauta sem nær fínu skoti en Layeni er öruggur í markinu. Með betri sóknum leiksins.
25. mín
Indriði Áki stingur Svavar Berg af og Svavar endar á að brjóta á honum. Svavar heppinn að sleppa við spjald þarna.
21. mín
Arnar Logi á fyrirgjöf sem Orri endar á að skalla til baka á Layeni. Hann komst í boltann á undan Pew sem var í fínni stöðu.
18. mín
Framarar bjóða hættunni heim en sleppa.

Selfyssingar koma með hápressu á Framarana sem enda á að gefa boltann alla leið til baka á Kristófer sem er of lengi að koma boltanum frá sér og Arnór Gauti nær til hans í fínni stöðu. Kristófer nær svo að bjarga því sem bjarga þurfti, kemst fyrir sendinguna og boltinn endar hjá Layeni.

Þetta hefði getað farið verr fyrir gestina enda missti aftasti maður boltann á hættulegum stað.
15. mín
Ivan Bubalo reynir skot úr þröngu og löngu færi. Skotið er fínt en rétt yfir markið.
12. mín
Arnar Logi liggur eftir meiddur eftir tæklingu. Pétur dæmir ekkert en Framarar koma boltanum útaf.

Hann stendur síðan upp og leikurinn heldur áfram.
9. mín
Selfyssingar byrja þennan leik betur og fer hann að mestu fram inni á vallarhelmingi Framara. Þeir eru að spila boltanum ágætlega innan liðsins en ekkert alvöru færi komið ennþá.
5. mín
James Mack skorar, komst einn innfyrir vörn Framara en það var búið að flagga rangstæðu. Tæpt var það.
3. mín
Fyrsta sókn leiksins er heimamanna. Það kom fyrirgjöf frá hægri sem Richard skallar viðsfjarri markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann. Keyrum þetta í gang!
Fyrir leik
Tíu mínútur í leik og það er Grease á fóninum á Selfossi. Það á svo sannarlega að koma manni í föstudagsgír.
Fyrir leik
Selfoss tapaði fyrir KA í síðustu umferð og gerir Gunnar Borgþórsson eina breytingu á byrjunarliðinu frá þeim leik. Ivan Gutierrez kemur inn í liðið í stað Inga Rafns Ingibergssonar.

Hjá Fram koma Sigurður Þráinn Geirsson, Kritófer Jacobson Reyes og Hafþór Þrastarson allir inn í byrjunarliðið en Framarar unnu HK í síðasta leik.
Fyrir leik
Það er afskaplega hvasst á suðurlandinu í dag og var algjör úrhellis rigning í þokkabót á leið minni hingað.

Rigningin er hætt en rokið, alls ekki.
Fyrir leik
Þetta er í fyrsta skipti á ævi minni sem ég kem á JÁRVERK-völlinn á Selfossi enda borgarbarn mikið. Það er stór mynd af Jóni Daða Böðvarssyni á hlið stúkunnar og eru öll sætin í þessum fallega vínrauða lit sem einkennir Selfoss liðið. Völlurinn sjálfur lítur vel út.
Fyrir leik
Það hefur verið ákveðinn stöðuleiki í leik Fram undanfarið. Þeir vinna heimaleikina sína og tapa útileikjunum sínum. Þeir hafa unnið fjóra síðustu heimaleiki sína en tapað þrem síðustu útileikjum sínum.
Fyrir leik
Það hefur gengið hrikalega hjá Selfyssingum undanfarið og hafa þeir aðeins unnið einn leik af síðustu tíu í öllum keppnum.
Fyrir leik
Þessi lið eru bæði um miðja deild og er lítið annað en stolt að veði.

Framarar eru með 25 stig í 7. sæti en Selfyssingar eru í sætinu fyrir neðan með 23 stig.
Fyrir leik
Hæ!

Hér verður bein textalýsing frá leik Selfoss og Fram í Inkasso deildinni.
Byrjunarlið:
1. Stefano Layeni (m)
5. Sigurður Þráinn Geirsson
6. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
9. Bojan Stefán Ljubicic ('70)
10. Orri Gunnarsson
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
17. Kristófer Jacobson Reyes
20. Hafþór Þrastarson ('45)
21. Indriði Áki Þorláksson ('80)
21. Ivan Bubalo
24. Dino Gavric

Varamenn:
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
8. Ivan Parlov ('45)
9. Helgi Guðjónsson ('80)
11. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
12. Sigurður Hrannar Björnsson
14. Hlynur Atli Magnússon
19. Axel Freyr Harðarson
71. Alex Freyr Elísson ('70)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Pétur Örn Gunnarsson (Þ)
Zeljko Sankovic
Tómas Ingason
Lúðvík Birgisson
Þuríður Guðnadóttir

Gul spjöld:
Hafþór Þrastarson ('39)
Sigurður Þráinn Geirsson ('52)
Ivan Parlov ('57)

Rauð spjöld: