Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
Fylkir
2
0
Selfoss
Albert Brynjar Ingason '28 1-0
Albert Brynjar Ingason '40 2-0
23.06.2017  -  19:15
Floridana völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 401
Maður leiksins: Albert Brynjar Ingason
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
9. Hákon Ingi Jónsson ('80)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('73)
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson
24. Elís Rafn Björnsson ('75)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
4. Andri Þór Jónsson ('75)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
11. Arnar Már Björgvinsson ('80)
17. Davíð Þór Ásbjörnsson ('73)
23. Ari Leifsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson

Gul spjöld:
Emil Ásmundsson ('57)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með sigri Fylkis. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Það eru þrjár mínútur sem bætast við.
86. mín
Síðustu 15 mínútur eru svo vægt sé til orða tekið, búnar að vera hundleiðinlegar og varla neitt í gangi sem heitið getur.
80. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Fylkir) Út:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
75. mín
Get ekki sagt að mikið hafi verið að gerast í leiknum fyrir utan skiptingar og svoleiðis. Fylkismenn eru betri en það vantar dauðafæri og mörk. Hvort sem um er að ræða Fylki eða Selfoss.
75. mín
Inn:Andri Þór Jónsson (Fylkir) Út:Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
75. mín Gult spjald: Sigurður Eyberg Guðlaugsson (Selfoss)
73. mín
Inn:Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir) Út:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
71. mín
Inn:Alfi Conteh Lacalle (Selfoss) Út:Kristinn Sölvi Sigurgeirsson (Selfoss)
66. mín Gult spjald: Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss)
60. mín
Inn:Elvar Ingi Vignisson (Selfoss) Út:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
57. mín Gult spjald: Emil Ásmundsson (Fylkir)
51. mín
Ágætis spil hjá Selfyssingum upp völlinn sem endaði með alltof linu skoti að marki sem Aron Snær átti ekki í vandræðum með að verja.
47. mín
USSSSSS! Hvernig skoraði Hákon Ingi ekki úr þessu færi. Albert Brynjar með geggjaða sendingu á Hákon sem var kominn inn í teiginn, vinstra meginn við markmanninn og nýtti færið bara alls ekki neitt.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Ef fram heldur sem horfir frá fyrri hálfleik bæta Fylkismenn 2 - 3 mörkum við.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Gunnar Borgþórs þarf að vekja sína menn inni í klefa ætli þeir sér eitthvað að fá út úr þessum leik.
45. mín
Ég velti fyrir mér hvort að það geti verið að Andrew James Pew sé Selfossliðinu svona ógnarmikilvægur. Því að fram að því voru þeir alveg inn í leiknum þessar fyrstu 10 mín. Eftir það hafa Fylkismenn styrkt tök sín á leiknum og síðustu 20 mínúturnar hafa þeir átt leikinn með húð og hári.
45. mín
Þremur mín bætt við vegna meiðslanna í byrjun leiks.
40. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Hákon Ingi Jónsson
MAAAARRRKKKKKK!!!! Albert Brynjar Ingason með annað markið sitt. Fylkismenn fengu hornspyrnu, boltinn barst í teiginn þar sem Hákon Ingi flikkaði boltanum með hausnum aftur fyrir sig þar sem Albert Brynjar var einn og óvaldur og átti ekki í vandræðum með að skora.
38. mín
Selfyssingar eiga engin svör við leik Fylkismanna þessa stundina og ef Fylkismenn hefðu nýtt færin sín sem þeir hafa fengið síðustu þrjár - fjórar mínútur væri leikurinn kominn í 3 og jafnvel 4 - 0. En léleg færanýting hjá Fylkismönnum.
34. mín
Selfyssingar eru svolítið slegnir eftir að hafa lent undir og eru Fylkismenn miklu sterkari.
28. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Ásgeir Örn Arnþórsson
MAAAARRRRRKKKKK!!!! Ásgeir Örn tók rispu upp kantinn, fór illa með Þorstein Daníel og komst inn í teiginn, sendi boltann í beinni línu í gegnum teiginn og þar var Albert Brynjar mættur og setti boltann örugglega í netið.
22. mín
Það verður að segjast eins og er að Fylkismenn eru búnir að ráða lögum og lofum síðustu mínúturnar. Eru líklegri.
20. mín
Ég lagfærði síðustu færslu því það var Hákon Ingi en ekki Albert Brynjar sem átti skotið að marki Selfoss. Mér til varnar að þá eru þeir báðir að skarta hárgreiðslu sem kennd er við snúð og fegurð snúðsins glapti mig.
17. mín
Hákon Ingi með fyrsta skot leiksins að marki. Emil Ásmunds átti flotta sendingu á Hákon Inga sem tók boltann niður en náði ekki nógu góðu skoti að marki Selfoss.
15. mín
Arnar Logi er kominn aftur inná völlinn og er það gleðitíðindi fyrir Gunna Börgþórs, það væri slæmt að þurfa að vera búinn með tvær skiptingar á fyrstu 15 mín.
14. mín
Arnar Logi leikmaður Selfoss liggur hér eftir og heldur um ökklann. Hvað er að gerast fyrir Selfyssinga?
10. mín
Inn:Sigurður Eyberg Guðlaugsson (Selfoss) Út:Andy Pew (Selfoss)
Sigurður Eyberg kemur inná. Andrew liggur sárþjáður upp við endamörk og grípur um andlitið.
8. mín
Selfoss fékk hornspyrnu. Andrew Pew virðist lenda illa á ökklanum og lá sárþjáður eftir. Sjúkramenn Selfoss koma inná og hjálpa honum af velli og það er beðið um skiptingu.
6. mín
Leikurinn byrjar af krafti og það er greinilegt að rigningin í dag hefur hjálpað til því að leikurinn er ansi hraður. Spái mörkum!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Fylkismenn leika í átt að Árbæjarlaug og Selfyssingar i átt að Grafarvoginum.
Fyrir leik
Liðin labba inn á völlinn. Flautuleikari dagsins er enginn annar en Einar Ingi Jóhannsson. AD1 er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, þeir eru þó ekki bræður eftir því sem ég best veit. AD2 er Oddur Helgi Guðmundsson
Fyrir leik
Staðan í ástríðunni er stórskemmtileg. Fylkir er í efsta sæti á markatölu, Þróttur er í öðru sæti en þeir eiga leik á morgun. Fylkismenn geta því styrkt stöðu sína með að sigra í kvöld. Selfyssingar geta með sigri komist í þriðja sæti og jafnvel annað sæti ef þeir skora nógu mörg mörk.
Það er smávegis væta í lautinni. En ekki mikill vindur en mætti þó vera aðeins hlýrra. Hvet alla stuðningsmenn til að mæta. Og tjá sig líka á twitter með hastagginu #fotboltinet
Fyrir leik
Hjá Selfossi eru tvær breytingar frá leiknum á móti Leikni F sem Selfoss vann. Hafþór Þrastarson og Arnar Logi koma inn en Sigurður Eyberg Guðlaugsson fer á bekkinn og Haukur Ingi GUnnarsson er ekki í hóp.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Hjá heimamönnum í Fylki er ein breyting. Ásgeir Börkur kemur inn í liðið eftir meiðsli og Davíð Þór fer á bekkinn frá síðasta leik á móti Fram.
Fyrir leik
Selfoss er í 4 sæti Inkasso með 13 stig, þremur stigum frá Fylki. Flestir spáðu Selfyssingum því að vera um miðja deild á rólegu róli. En Maggi Már ritstjóri .net spáði þeim öðru sætinu. Það er spurning hvað gerist. Ef Selfyssingar sigra í dag að þá eru þeir að setja skilaboð út í kosmósinn um að þeir ætli sé að vera í þessari baráttu um að komast í Pepsí.
Fyrir leik
Í kjölfar sigur Fylkis á Fram var fyrrum þjálfari Fylkis, Ásmundur Arnarsson rekinn sem þjálfari Fram.
Fyrir leik
Heimamenn í Fylki eru það lið sem flestir ef ekki allir eru búnir að spá því að fari upp í Pepsí þegar talið verður upp úr hattinum í lok móts. Þeir hafa hingað til staðið undir þeirri spá. Eru í efsta sæti eftir 7 leiki með 5 sigra, 1 jafntefli og 1 tap. Tapið kom óvænt fyrir Leikni F í þar síðustu umferð. Fylkismenn komu þó til baka í síðustu umferð og unnu Fram.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan, eða blellaðan eins og sumir á Selfossi segja. Verið velkomin í textalýsingu frá Flórídanavellinum eða lautinni eða Árbænum. Hér mun leikur Fylkis og Selfoss í Inkasso ástríðunni fara fram kl. 19:15 og ætla ég að fylgja ykkur fram að leiktíma, á meðan leik stendur og hugsanlega eftir að leik er lokið með viðtölum og skýrslu.
Byrjunarlið:
1. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson
3. Gylfi Dagur Leifsson
4. Andy Pew (f) ('10)
7. Svavar Berg Jóhannsson
8. Ivan Martinez Gutierrez
13. Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('71)
14. Hafþór Þrastarson
16. James Mack
18. Arnar Logi Sveinsson ('60)

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
9. Alfi Conteh Lacalle ('71)
12. Giordano Pantano
15. Elvar Ingi Vignisson ('60)
17. Haukur Ingi Gunnarsson
19. Ásgrímur Þór Bjarnason
20. Sindri Pálmason
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Elías Örn Einarsson
Gunnar Borgþórsson
Jóhann Bjarnason
Baldur Rúnarsson

Gul spjöld:
Svavar Berg Jóhannsson ('66)
Sigurður Eyberg Guðlaugsson ('75)

Rauð spjöld: