Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Breiðablik
2
0
ÍA
1-0 Gylfi Veigar Gylfason '21 , sjálfsmark
Aron Bjarnason '86 2-0
27.08.2017  -  18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Hæg gola að markinu Sporthúsmegin, skýjað og 11 stiga hiti. Völlurinn virkar geggjaður.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 702
Maður leiksins: Aron Bjarnason
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
10. Martin Lund Pedersen
11. Aron Bjarnason
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('73)
18. Willum Þór Willumsson ('80)
19. Kristinn Jónsson ('59)
21. Dino Dolmagic
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
8. Arnþór Ari Atlason ('59)
9. Hrvoje Tokic ('73)
16. Ernir Bjarnason ('80)
21. Guðmundur Friðriksson
35. Brynjar Óli Bjarnason
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Olgeir Sigurgeirsson
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson

Gul spjöld:
Dino Dolmagic ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar taka stigin þrjú í kvöld.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
+1

Tokic skallar framhjá eftir sengingu frá Arnþóri.
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma.
90. mín
Steinar með skot utan teigs en hátt yfir.
89. mín
Geggjuð varsla hjá Árna, Davíð kemst upp vinstri og sendir inní á Aron sem á góðan skalla úr markteignum sem Árni slær í þverslá og hirðir svo frákastið.
86. mín MARK!
Aron Bjarnason (Breiðablik)
Stoðsending: Ernir Bjarnason
Game over.

Blikar komast upp hægra megin, Dino sendir á Erni í dauðafæri en afskaplega óeigingjarnt leggur hann boltann á Aron sem setur hann af yfirvegun í markið.
85. mín Gult spjald: Albert Hafsteinsson (ÍA)
Stoppar Andra í skyndisókn.
84. mín
Inn:Patryk Stefanski (ÍA) Út:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (ÍA)
Sóknarsinnuð skipting
84. mín
Tokic með flotta tilraun úr teignum en rétt framhjá.
82. mín
Dino brýtur hér á Albert úti við línu og Skagamenn vildu fá seinna gula á hann hér, en án árangurs.
81. mín
Aron í frábæru færi eftir sendingu Arnþórs en Árni ver virkilega vel. Aron mátti þó skjóta þessum fastar.
80. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Breiðablik) Út:Willum Þór Willumsson (Breiðablik)
Willum búinn að vera frábær í kvöld, Ernir kemur beint inn í hans stöðu sýnist mér.
79. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Hafþór Pétursson (ÍA)
78. mín
Uppúr horninu á Þórður lúmskt skot sem Gulli ver naumlega úti við stöngina.

Gestirnir færast nær.
77. mín
Albert með skot sem Elfar hendir sér fyrir og bjargar í horn.
76. mín
Guðmundur Böðvar með skot af löngu færi en langt framhjá.

Skaginn að reyna áhlaup hér...
73. mín
Inn:Hrvoje Tokic (Breiðablik) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Tokic mættur aftur á völlinn eftir langa fjarveru.

Sveinn átti erfitt uppdráttar í kvöld.
72. mín
Þar kom færið upp úr horni, Garðar fær skallafæri úr markteignum en hátt yfir.
71. mín
Það er ekki nokkur vafi að Skagamenn eru komnir ofar á völlinn þessar mínútur, hafa hér náð í nokkur horn á stuttum tíma en ennþá ekki skapað sér hættu úr þeim.
66. mín
Með innkomu Stefáns Teits hafa Skagamenn fengið nýtt vopn sem eru löng innköst. Blikar enn náð þó að verjast þeim.

Það munar enn bara einu marki á þessum liðum...og miði er án vafa möguleiki enn hjá gestunum.
63. mín
Vel varið Árni Snær.

Falleg sókn Blika endar á að Sveinn leggur á Aron í upplögðu skotfæri en Árni ver vel út í teiginn aftur á Aron sem nær ekki valdi á frákastinu.
61. mín Gult spjald: Dino Dolmagic (Breiðablik)
Kjánaspjald. Dæmd hendi á hann langt inni á vallarhelmingi Skagamanna og hann sparkar boltanum í pirringi.

Þarf pottþétt að leggja inn í sektarsjóð fyrir þessu spjaldi!
60. mín
Blikar í skyndisókn en þarna gerir Gylfi vel og stöðvar Aron á teignum í 1-on-1 tækifæri.
59. mín
Inn:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) Út:Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Hrein skipting væntanlega.
57. mín
Lund Petersen vinnur sig í skotfæri af teignum en neglir hátt yfir.
56. mín
Aftur bjargar Hafþór á línu!

Þung sókn Blika endar á skoti frá Kristni sem stefnir inn en Hafþór nær að henda sér fyrir það og hreinsar.
53. mín
Stuðningsfólk Skagans á heiður skilinn hér í kvöld.

Það er þeirra megin sem hvatningin berst inn á völlinn.
50. mín
Skagamenn án vafa komnir ofar á völlinn og eru meira að fara upp vinstra megin hjá Stefán Teit.
46. mín
Leikur hafinn
Innkoma!

Skagamenn byrja með boltann langur bolti upp vinstri og þar stekkur Stefán Teitur upp og lendir í samstuði við Dino sem steinliggur....ekkert dæmt þó.
46. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Út:Rashid Yussuff (ÍA)
Hálfleiksskipting,

Stefán verður á kanti og Ólafur í bakverði.
45. mín
Hálfleikur
A.m.k. sanngjörn staða.

Blikar miklu sterkari hingað til.
45. mín
Kristinn snýr af sér varnarmenn og skýtur að marki en Árni Snær blakar yfir og í horn sem ekkert verður úr.
44. mín
Enn vaða Blikar upp völlinn vinstra megin, Davíð kemst í gott færi til að krossa en sendingin fer í gegnum allan teiginn án snertingar.
43. mín
Færi hjá Skagamönnum.

Þórður með aukaspyrnu inn í teiginn en Arnór skallar hátt yfir markið.
40. mín
Blikar aðeins að slaka á klónni, virðast ætla að sigla svona til hálfleiks.
37. mín
Illa farið með!

Garðar dúndrar í vegginn, Rasid fær frákast og dúndrar í vegginn...og Blikar hreinsa.
36. mín
Þá fá Skagamenn séns.

Brotið á Ólafi rétt utan teigs og aukaspyrna í dauðafæri!
33. mín
Sóknarleikur Skagamanna er ekki sjáanlegur í dag.

Þeir ná varla að hnýta saman meira en 2 sendingar áður en boltinn tapast á ný.
31. mín
Blikar virðast hafa öll tök á leiknum hérna, eru ansi oft við það að detta í gegn, bakverðir gestanna verið í miklu basli.

Framlínan hjá Blikum þarf þó að verða mun beittari en hingað til.
27. mín
BJARGAÐ Á LÍNU!

Blikar færa boltann í teignum frá vinstri yfir á hægri og að lokum er Sveinn aleinn í fínu skotfæri, fast skot hans fer framhjá Árna en Hafþór bjargar frábærlega á línu og Skaginn hreinsar.
24. mín
Fyrsta færi Skagamanna kemur úr horni, Ólafur sendir inn á teig á Arnór en skallinn er laus og beint í fang Gunnleifs.
21. mín SJÁLFSMARK!
Gylfi Veigar Gylfason (ÍA)
Jesús minn Skagamenn!

Blikar taka horn, steinsofandi varnarleikur, Lund rennir á Aron sem fær tíma til að snúa og negla inn í markteiginni. Gylfi stingur út fæti og boltinn er klíndur í slána og inn.

Hryllilegur sofandaháttur!
19. mín Gult spjald: Hafþór Pétursson (ÍA)
Tæklar Lund hraustlega hér ofarlega á vellinum.
15. mín
Skagamenn leyfa Blikum að vera með boltann og hafa mjög stutt á milli línanna.

Enn hafa Blikar ekki náð að finna lausn á þessum varnarleik en eru örugglega 70% með boltann.
12. mín
Aron kemur sér í hálffæri í teignum en skotið framhjá á fjær.
9. mín
Skagamenn daðra hér í dag við 4-4-2

Árni

Hafþór - Gylfi - Arnór - Rashid

Þórður - Guðmundur - Albert - Ólafur

Arnar - Garðar

Arnar dettur vissulega niður á milli en grunnuppstillingin held ég að sé þessi.
7. mín
Blikar stilla upp sínu hefðbundna 4-1-4-1

Gunnleifur

Dino - Damir - Elfar - Davíð

Andri

Lund - Kristinn - Willum - Aron

Sveinn

3. mín
STÖNGIN!

Hvernig fór þessi ekki inn!?!?!?

Martin Lund tók stutt horn, fékk hann aftur og tékkaði sig fram hjá tveim varnarmönnum Skagans og negldi að marki, boltinn small á stönginni innanverðri og síðan útaf hinu megin.

Gestirnir STÁLHEPPNIR!
3. mín
Blikar fá fyrsta hornið í dag.
1. mín
Leikur hafinn
Lagt af stað, Skagamenn unnu uppkast og ákveða að byrja gegn golunni.
Fyrir leik
Hér var verið að verðlauna Elfar Frey fyrir leik.

Sá hefur nú leikið 200 leiki fyrir klúbbinn. Er bara á 28.aldursári og getur bætt verulega við.
Fyrir leik
Vallarþulurinn hér engu gleymt, tínir upp nöfn allra sem eru að taka þátt í leik dagsins.

Ætti að hafa nafnakall í stúkunni bara líka, biðja fólk að standa upp og kynna sig.

Tæki ekki langan tíma....
Fyrir leik
Hér í kvöld er hægt að tala um viðureign "uppöldu" liðanna í deildinni.

Mér sýnist samtals vera hægt að telja 15 leikmenn samtals í þessum liðum sem hafa leikið í yngri flokkum félaganna.

6 Blikar og 9 Skagamenn.

Vel gert finnst mér...
Fyrir leik
Nú er bara komið að því að kalla neyðarkall.

Það eru 17 mínútur í leik og það er mættir 21 einstaklingur í stúkuna og bílastæðin við völlinn tóm.

Stefnir í hryllilega mætingu á Kópavogsvöll í kvöld.
Fyrir leik
Liðin á kafi í upphitun þessa stundina. Ármann Smári stýrir af röggsemi hjá gestunum í bland við Jon Þór.

Siggi Jóns og Þórður Guðjóns mættir í liðsstjórn Skagamanna.
Fyrir leik
Tek það skýrt fram að nafni minn Bö lá ekki á hliðinni í neðangreindri myndatöku...ég með skakka myndavél.

Fyrir leik
Ég minni á að þeir sem vilja henda inn umræðupunktum í þessa lýsingu setja myllumerkið #fotboltinet inn í twitterfærslur sínar yfir leiknum og ég hendi inn áhugaverðum pælingum.

Endilega hjálpa mér ef eitthvað skemmtilegt dúkkar upp!
Fyrir leik
Dómarateymi dagsins er svo skipað.

Þorvaldur Árnason flautar, honum til aðstoðar eru Jóhann G. Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson.

Fjórði dómari er Sigurður Óli Þorleifsson og í eftirlitinu í dag er Björn Guðbjörnsson.

Talandi um fagmennsku!
Fyrir leik
Fyrrnefndur Gísli tekur út leikbann vegna gulra spjalda í dag en að öðru leyti hafa Blikar fullskipaðan hóp.

Skagamenn segjast hafa úr fullmönnuðum leikmannahóp að velja.
Fyrir leik
Fyrri leik liðanna lauk með 2-3 sigri Blika uppi á Akranesi.

Arnþór Ari gerði 2 mörk Blika og Gísli Eyjólfsson eitt. Fyrir Skagamenn skoruðu Þórður Þ. Þórðarson og Arnar Már Guðjónsson.

Það var fyrsti sigurleikur Milosar sem Blikaþjálfara í sumar.
Fyrir leik
Skagamenn unnu síðast leik 19.júní þegar þeir sigruðu Fjölnismenn 3-1. Hafa fengið 2 stig í síðustu 7 leikjum, form sem hefur skilað þeim í neðsta sæti deildarinnar.

Blikar hafa verið brokkgengir í sumar en tveir sigrar í síðustu þremur leikjum hafa lyft þeim af mesta hættusvæðinu. Síðasta leik unnu þeir sannfærandi, 0-3 í Ólafsvík.
Fyrir leik
Skagamenn mæta til leiks í kvöld með nýjan þjálfara í brúnni.

Gunnlaugur Jónsson sagði starfi sínu lausu eftir 0-1 tap fyrir ÍBV í síðustu umferð og við tók Jón Þór Hauksson sem hefur gegnt starfi aðstoðarþjálfara í sumar. Gaman verður að sjá hverjir verða við hans hlið á bekknum þar sem að ansi mikil leikreynsla er falin í bakhóp ÍA.
Fyrir leik
Leikurinn hefur mikla þýðingu í botnbaráttu deildarinnar.

Með sigri í dag myndu Blikar allt að því bjarga sér frá falli úr deildinni þar sem þeir fara upp í 24 stig þá.

Skagamenn þurfa nauðsynlega þrjú stig ef þeir eiga að eygja einhverja von um áframhaldandi veru á meðal þeirra bestu, sigur kæmi þeim upp í 13 stig og smá neista, tap kallar á það að enn brattari yrði brekkan úr neðsta sætinu.
Fyrir leik
Góðan dag og velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem að grænklæddir heimamenn taka á móti gulklæddum gestum sínum af Akranesi í 17.umferð Pepsi-deildar.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Albert Hafsteinsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
15. Hafþór Pétursson ('79)
18. Rashid Yussuff ('46)
20. Gylfi Veigar Gylfason
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('84)
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
3. Aron Ingi Kristinsson
8. Hallur Flosason
10. Steinar Þorsteinsson ('79)
18. Stefán Teitur Þórðarson ('46)
18. Guðfinnur Þór Leósson
19. Patryk Stefanski ('84)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Aron Ýmir Pétursson
Ármann Smári Björnsson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Þórður Guðjónsson

Gul spjöld:
Hafþór Pétursson ('19)
Albert Hafsteinsson ('85)

Rauð spjöld: