Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Rosenborg
3
1
Valur
Nicklas Bendtner '55 , víti 1-0
Anders Trondsen '72 2-0
2-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '85 , víti
Nicklas Bendtner '94 , víti 3-1
Patrick Pedersen '94
18.07.2018  -  17:45
Lerkendal
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Dómari: Stefan Apostolov (Búl)
Maður leiksins: Nicklas Bendtner - Rosenborg
Byrjunarlið:
1. Andre Hansen (m)
2. Vegar Hedenstad
3. Birger Meling
4. Tore Reginiussen
7. Mike Lindemann Jensen
9. Nicklas Bendtner
15. Anders Trondsen ('86)
16. Even Hovland
17. Jonathan Levi ('81)
23. Pål André Helland
25. Marius Lundemo

Varamenn:
24. Arild Østbø (m)
10. Matthías Vilhjálmsson ('86)
14. Alexander Söderlund ('81)
21. Erlend Reitan
26. Besim Serbecic
35. Emil Konradsen Ceide
36. Olaus Skarsem

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
95. mín
Ótrúlega svekkjandi úrslit fyrir Valsmenn. Dómgæslan ekki boðleg og margir með óbragð í munninum. Allt virtist vera að spilast eftir uppskrift Vals en Búlgarinn breytti öllu. Það botna fáir í ákvörðunum hans hér í kvöld.

Hendum inn viðtölum, umfjöllun og fleiru í kvöld.
Leik lokið!
Við biðjumst afsökunar á að bilun kom upp í lok leiksins svo við náðum ekki að uppfæra leikinn í uppbótartímanum. Rosenborg vann á endanum 3-1 og fer áfram með 3-2 sigri.
Hafliði Breiðfjörð
94. mín Rautt spjald: Patrick Pedersen (Valur)
Þjálfari Vals sýnir peningamerki upp í stúku til merkis um að dómarinn hafi verið keyptur og Patrick Pedersen fær rauða spjaldið fyrir mótmæli.
Hafliði Breiðfjörð
94. mín Mark úr víti!
Nicklas Bendtner (Rosenborg)
ANTON ARI VER Í SLÁ OG INN!

Ekki eðlilega svekkjandi. Þetta eru ótrúlegar senur.
Hafliði Breiðfjörð
93. mín
HA? Dómarinn ætlar ekki að dæma víti en skiptir skyndilega um skoðun. Dæmd hendi á Arnar Svein Geirsson. Enn eitt bullið frá þessum dómara. Meira kjaftæðið.
90. mín
Rosenborg leggur allt í sóknina. Uppbótartími. 5 mínútum bætt við.
88. mín
86. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Rosenborg) Út:Anders Trondsen (Rosenborg)
85. mín Mark úr víti!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
JÁÁÁÁ!!!!!!


ANDRE HANSEN FER Í RÉTT HORN EN BOLTINN ALVEG ÚT VIÐ STÖNG!!!

VALUR ER Á LEIÐ ÁFRAM EINS OG STENDUR!!!
84. mín
VALUR FÆR VÍTI!!! HENDI!!! HEIMAMENN MÓTMÆLA ÁKAFT EN DÓMNUM VERÐUR EKKI HAGGAÐ... eða hvað? Dómarinn fer að ræða við aðstoðardómarann,

Það er víti!!!

KOLRANGUR DÓMUR!!! Boltinn fór í andlitið á leikmanni Rosenborg. Það eru senur! Það eru senur!
83. mín
NEIIII!!!!! FRÁBÆR SÓKN HJÁ VAL... Einar Karl á geggjaða sendingu á Tobias Thomsen í teignum. Hann á hörkuskot sem Andres nær að verja frábærlega. Munaði mjóu!
82. mín
Gaui Lýðs með hornspyrnu frá vinstri. Auðvelt fyrir Andre Hansen sem tekur knöttinn örugglega í fangið.
81. mín
Inn:Alexander Söderlund (Rosenborg) Út:Jonathan Levi (Rosenborg)
Kemur Söderlund inn. Hjá Val er Dion að gera sig til.
81. mín
Hættuleg sókn hjá Rosenborg en Eiður Aron bjargar í hornspyrnu. Heimamenn ná ekki að ógna neitt eftir hornið.
79. mín
Siggi Lár með fyrirgjöf frá vinstri en hún er algjörlega misheppnuð, fer í innkast hinumegin.
78. mín
Úfff... Levi hefði getað klárað þetta þarna. Fékk flott skotfæri í teignum en þrumaði yfir.
77. mín
Munum að ef Valur nær inn marki, og leikar enda 2-1, þá fer Valur áfram á útivallarmarki. Það er allt galopið í þessu enn.

Gaui Lýðs með skalla á markið en ekki erfitt fyrir Andre Hansen.
76. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Ólafur Karl Finsen (Valur)
Fleiri ferskir fætur að mæta inn á völlinn.
74. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Vonandi getur Gaui Lýðs komið með meira bit í sóknarleikinn. Hlutirnir hafa ekkert gengið sóknarlega hjá Val í seinni hálfleiknum.

Haukur Páll með einhver vel valin orð við fjórða dómarann þegar hann fer af velli. Verðskulduð orð væntanlega.
72. mín MARK!
Anders Trondsen (Rosenborg)
Það er mikil þreyta í leikmönnum Vals og það hefur sést hérna í seinni hálfleik.

Boltinn fyrir og Trondsen mætir á siglingu, er einn og yfirgefinn við fjærstöngina, skallar hann í tómt markið. Bendtner með stoðsendingu.
72. mín
Rosenborg í hættulegri sókn en Eiður Aron stöðvar hana með GEGGJAÐRI tæklingu!
71. mín
Það er RAFMAGNAÐ andrúmsloft hér á Lerkendal! Rosenborg hefur átt tvær stórhættulegar sóknir síðustu mínútur en í bæði skiptin hefur búlgarski dómarinn dæmt sóknarbrot.
68. mín
Valsmenn verjast vel.
63. mín
Skot hátt yfir úr aukaspyrnu hjá Rosenborg.
61. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Valur)
Stoppaði hraða sókn Rosenborgar með því að taka Levi niður.
59. mín
Það kom smá meðbyr með Rosenborg eftir markið. Eiður Aron kom í veg fyrir gott færi með því að eiga magnaða tæklingu. Svo kom hættulegt skot sem ekki fór á rammann.
55. mín Mark úr víti!
Nicklas Bendtner (Rosenborg)
Anton Ari fór í rétt horn en spyrnan frá Bendtner feykilega örugg.
55. mín
Rosenborg fær víti eftir að hafa gert harða atlögu að marki Vals. Dæmd hendi á Hauk Pál. Valsmenn mótmæla en Búlgaranum verður ekki snúið.

Haukur Páll var með hendina upp við líkamann. Þetta var alveg ótrúlega strangt hjá Búlgaranum! Hreinlega rangt! Hvar er VAR?
53. mín
Valsmenn með flott spil en tapa svo boltanum, Rosenborg komst í skyndisókn þar sem Valsmenn voru fjölmennari fram á við en áður í leiknum. Sem betur fer náðu heimamenn ekki að nýta sér þessa skyndisókn.
51. mín
VÁÁÁ!!! Boltinn flaug rétt við marklínuna á marki Vals og endaði svo í hornspyrnu. STÓRHÆTTA. Hedenstad tekur hornið en Valur nær að bægja hættunni frá.
49. mín
Hér í textalýsingunni er hægt að nálgast nokkrar myndir úr fyrri hálfleiknum en þær myndir tók góðvinur okkar Richard Sagen hjá Adresseavisen.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað. Bendtner með upphafsspyrnu hans.
45. mín
Eitt er ljóst. Ég ætla að skella mér niður í Rosenborg-verslunina eftir leik og kaupa diskinn með stuðningsmannalögunum. Þvílíkt úrval af eðal efni!
45. mín
Hálfleikur
Rétt fyrir hálfleik átti Meling fyrirgjöf sem Anton Ari handsamaði glæsilega.

Valur leiðir enn í þessu einvígi, en þar er ansi erfiður seinni hálfleikur framundan!
45. mín
Skot af löngu færi frá Helland. Anton ver og slær boltann til hliðar. Tveimur mínútum bætt við þennan fyrri hálfleik.
44. mín
Valur fékk aukaspyrnu í miðjuhringnum, sending inn í teiginn þar sem Haukur Páll náði að reka höfuðið í knöttinn en hátt yfir. Skráist ekki sem marktilraun í mínum bókum.
42. mín
BENDTNER Í DAUÐAFÆRI Á FJÆRSTÖNGINNI... Anton Ari ver, en það var búið að flagga rangstöðu. Hefði ekki talið. Vel gert engu að síður hjá Antoni.
41. mín
Skotleyfis-Anders lætur enn og aftur vaða fyrir utan teig en bölvanlega gengur honum að hitta rammann. Vonandi nær hann ekki að stilla miðið nægilega vel.

Anton Ari tekur markspyrnuna og gefur sér góðan tíma. Búlgarski dómarinn flautar á hann að drífa sig.
39. mín
Valur er að fá tækifæri inn á milli.. væri gaman að sjá eitt þannig detta! Tobias fékk langa sendingu en móttakan sveik hann. Stuðningsmenn Rosenborg syngja látlaust. Ég er alveg til í að sjá hvernig þeir bregðast við ef þeir lenda undir.

Anton Ari verið þrusuflottur í marki Vals hér í upphafi. Handsamar bolta sem koma inn í teiginn af miklu öryggi.
35. mín
Anders Trondsen er með skotleyfi og er duglegur að nýta það. Hann með skot fyrir utan teig. Slappt. Boltinn siglir meðfram jörðinni og vel framhjá. Anders hristir hausinn og horfir niður í grasið.
34. mín
Rosenborg í sókninni þegar Meling á sendingu beint út af. Þessi misskilningur fer í taugarnar á hvítklæddum mönnum inni á vellinum og fólki í stúkunni. Fögnum því ef það er að bætast á pirrings-banka heimamanna með hverri mínútunni!
31. mín
Lofandi sókn hjá Val en sending Arnars Sveins á Tobias, sem var við vítateigslínuna, ekki nægilega góð svo sá danski gat ekki gert sér mat úr henni. Þurfti að teygja sig aftur.
29. mín
LÚMSKT skot frá Tobias Thomsen! Var í þröngri stöðu en náði skoti á markið. Andre Hansen í smá vandræðum með þetta, missti boltann frá sér, en samt ekki mikil hætta.

Rosenborg upp og Trondsen átti skot sem fór framhjá. Anton Ari snerti boltann en búlgörsku dómararnir vissu ekkert hvað þeir áttu að gera. Enduðu á því að dæma markspyrnu.
24. mín
Arnar Sveinn kemst í fyrirgjafarstöðu hægra megin og sendir fyrir. Úr verður fallhlífarbolti sem Andre Hansen á ekki í neinum vandræðum með.
23. mín
Hedenstad í dauðafæri!!! Snýr af sér varnarmenn Vals og kemst í svakalegt skotfæri. Sem betur fer er skot hans slapp og beint á Anton í markinu.
21. mín
Rosenborg átti tvær hornspyrnur í röð en ekki náði liðið að láta reyna á Anton Ara í þeim.
20. mín
Hættuleg sókn Valsmanna sem sigrast á rangstöðugildru Rosenborg! Tobias á hörkusprett inn í teiginn og ætlar að senda á Patrick Pedersen en sendingin fer alls ekki á hann. Samskiptaörðugleikar hjá dönsku sóknarmönnunum sem hafa snörp orðaskipti í kjölfarið. Þarna var möguleiki illa nýttur.
17. mín
Eftir sóknarþunga heimamanna áðan er leikurinn aftur kominn í 'eðlilegra horf'. Anders Trondsen sem þurfti aðhlynningu áðan er mættur aftur á völlinn og fær klapp frá stuðningsmönnum.
15. mín
Ólafur Karl Finsen lætur vaða af löngu færi, hittir boltann afleitlega og skotið víðsfjarri markinu. Leikurinn stöðvaður því einn leikmaður Rosenborg liggur eftir á vellinum.
13. mín
BENDTNER MEÐ SKOT Í SLÁ!!! VÁ! Hörkuskot sem hafnar í slánni, kom upp úr horninu. Svo dettur boltinn á Anders Trondsen sem tekur þrumufleyg sem Anton Ari nær að verja með tilþrifum!

Þarna skall hurðinni óþægilega nálægt hælunum!
11. mín
Skot úr aukaspyrnunni, í varnarmann og yfir markið. Rosenborg fær horn.
10. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll fyrirliði Vals dæmdur brotlegur fyrir utan vinstra vítateigshornið og Búlgarinn gefur gult spjald. Togaði andstæðing niður.

Það er möguleiki fyrir Rosenborg... og að sama skapi vont að hafa Hauk á gulu spjaldi!
8. mín
Rosenborg í sókn. Ólafur Karl Finsen vinnur vel til baka og truflar menn. Sóknin endar með skalla frá Bendtner sem var í erfiðri stöðu og skallinn eftir því. Auðveldlega varið hjá Antoni.
6. mín
Mike Jensen með langa sendingu fram en sendingin slök, endar í fangi Antons.
5. mín
Fyrsta tækifærið hjá Rosenborg. Fyrirgjöf á Levi í teignum en hann er aðþrengdur og nær ekki tökum á boltanum. Anton Ari handsamar boltann.
4. mín
Valsmenn þurfa að halda aga og skipulagi. Leikplanið að liggja til baka og notast við skyndisóknirnar, rétt eins og liðið gerði á Hlíðarenda í síðustu viku.

Stuðningsmenn Rosenborg söngglaðir. Það er stuð í stúkunni fyrstu mínúturnar. Vonandi slekkur Valur niður í því stuði!
2. mín
JAHÁ! Valur sendir skilaboð strax í byrjun! Sending á Ólaf Karl Finsen sem kemur á fleygiferð inn í teiginn en er ekki í jafnvægi þegar hann tekur skotið. Framhjá!
1. mín
Leikur hafinn
Boltinn berst aftur á Andre Hansen í marki Rosenborgar, fyrrum leikmaður KR þar á ferðinni.
Fyrir leik
Vallarþulurinn les upp liðin. Lið Rosenborg kynnt með talsvert meiri tilþrifum, eins og oft vill vera hjá heimaliðinu. Nóg af lausum sætum en samkvæmt mínum upplýsingum var búist við um 7 þúsund áhorfendum á þennan 20 þúsund manna leikvang.
Fyrir leik
Það má sjá myndskeið frá Þrándheimi á snappinu okkar (Fotboltinet), ég hitti reynslumikla stuðningsmenn Vals fyrir utan leikvanginn.
Fyrir leik
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Þróttara, henti á mig línu á Twitter: Mike Jensen #7 leikstjórnandi Rosenborg er greinilega gæðaleikmaður miðað við leikinn á Hlíðarenda. Var í HM hóp Dana en komst ekki í lokahópinn. Ljóst að Danirnir Mike og Bendtner þurfa að stíga upp ef þeir eiga að slá Val út.
Fyrir leik
Það eru um 20 manna stuðningshópur Vals á vellinum í kvöld. Með Íslendingum sem eru búsettir í Þrándheimi, eigum við ekki að giska á alls um 30 áhorfendur á bandi Valsmanna í stúkunni í kvöld?
Fyrir leik
Hinn afar litríki Nicklas Bendtner á sínum stað í byrjunarliði Rosenborg. Kominn með nýja kærustu kallinn. Vonandi verður honum haldið eins vel í skefjum og í fyrri leiknum. Matthías Vilhjálmsson staðfestur á bekknum eins og greint var frá í dag.
Fyrir leik
Valsmenn tefla fram sama byrjunarliði og í fyrri leiknum.

Dion Acoff er að jafna sig af meiðslum og er í leikmannahópi Vals í fyrsta sinn í ansi langan tíma. Dion byrjar á bekknum, gæti hann reynst leynivopn fyrir gestina í dag?

Kristinn Ingi Halldórsson er utan hóps.
Fyrir leik
Fyrir leik
Heimamenn hljóta að óttast útivallamarkaregluna í kvöld. Í ljósi úrslita fyrri leiksins þarf Rosenborg þrjú mörk ef Valur nær að skora eitt. Valsmenn hafa nóg af leikmönnum sem kunna að skora svo þetta verður í meira lagi áhugavert! Ég er allavega ákaflega spenntur!
Fyrir leik
Það hefur verið góður gír á Valsmönnum í undirbúningnum fyrir þennan leik og allir heilir og klárir í slaginn. Byrjunarliðið kemur inn á eftir en samkvæmt okkar upplýsingum verður Dion kantmaðurinn Dion Acoff í hóp en hann hefur ekkert spilað með Val í tæpa tvo mánuði vegna meiðsla.
Fyrir leik
Ef Valur nær að slá út Rosenborg?
Yrði það eitt besta Evrópuafrek hjá íslensku liði. Ljóst er að andstæðingurinn í næstu umferð yrðu Íslandsvinirnir í Celtic frá Glasgow.

Ef Valur fellur úr leik gegn Rosenborg?
Færast Íslandsmeistararnir í forkeppni Evrópudeildarinnar og mæta þar Santa Coloma frá Andorra.
Fyrir leik
Það yrði gríðarlegt áfall fyrir norskan fótbolta ef Valur myndi slá Rosenborg út. Þetta verður virkilega erfitt verkefni fyrir Íslandsmeistarana enda Rosenborg öflugt á sínum heimavelli, Lerkendal.

Við eigum einn Íslending í Rosenborg, Matthías Vilhjálmsson sem áður lék með FH. Matti er á bekknum í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann er í hóp síðan hann meiddist illa á hné í fyrra. Þjálfari norska liðsins hefur sagt að Matti leiki varla meira en tíu mínútur í dag.
Fyrir leik
Dómari leiksins er frá Búlgaríu, Stefan Apostolov heitir hann og er þrítugur. Hann hefur ekki dæmt mjög stóra leiki hjá UEFA, aðallega leiki yngri landsliða. Hann er því í sínu stærsta verkefni á ferlinum til þessa.
Fyrir leik
Þrándheimur heilsar! Hér verður bein textalýsing frá mikilvægum leik í forkeppni Meistaradeildarinnar, seinni viðureign Rosenborg og Vals. Noregsmeistararnir gegn Íslandsmeisturunum!

Fyrri leikurinn endaði með 1-0 sigri Vals þar sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði eina markið seint í leiknum. Frábær úrslit hjá Valsmönnum og komu þau mörgum á óvart.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('74)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Arnar Sveinn Geirsson
19. Tobias Thomsen
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
71. Ólafur Karl Finsen ('76)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('76)
5. Sindri Björnsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('74)
16. Dion Acoff
17. Andri Adolphsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('10)
Birkir Már Sævarsson ('61)

Rauð spjöld:
Patrick Pedersen ('94)