David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
ÍR
3
2
Selfoss
0-1 Hrvoje Tokic '18
Axel Sigurðarson '32 1-1
1-2 Guðmundur Axel Hilmarsson '56
Gilles Ondo '86
Jón Gísli Ström '90 2-2
Jón Gísli Ström '96 , víti 3-2
26.07.2018  -  19:15
Hertz völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Þurrt og logn
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Jón Gísli Ström (ÍR)
Byrjunarlið:
Helgi Freyr Þorsteinsson
4. Már Viðarsson (f)
6. Gísli Martin Sigurðsson
7. Jón Gísli Ström
7. Jónatan Hróbjartsson ('68)
9. Ágúst Freyr Hallsson
10. Stefán Þór Pálsson
13. Andri Jónasson ('81)
16. Axel Sigurðarson
22. Axel Kári Vignisson
24. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('68)

Varamenn:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
6. Ívan Óli Santos ('81)
10. Jóhann Arnar Sigurþórsson
10. Viktor Örn Guðmundsson
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson ('68)
19. Brynjar Óli Bjarnason
23. Skúli E. Kristjánsson Sigurz

Liðsstjórn:
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Brynjar Þór Gestsson (Þ)
Styrmir Erlendsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Ólafur Þór Gunnarsson

Gul spjöld:
Styrmir Erlendsson ('86)
Stefán Þór Pálsson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍR vinnur mesta rugl sigur sem ég hef séð og senda Selfoss í fallsæti!!
96. mín Mark úr víti!
Jón Gísli Ström (ÍR)
Ström skorar öruggt á 96 mínútu. Hvaða rugl leikur er þetta. Þvílíkur karakter! Bingó í sal!!!!
95. mín
VÍTI!!!!! Guffi er felldur af Inga Rafni.
94. mín
Nú á Stebbi skot langt yfir markið, þetta er að renna út.
93. mín
Gísli Martin með bjartsýnisskot lang yfir, síðan geysast Selfoss í sókn en Helgi er á tánum.
92. mín Gult spjald: Stefán Þór Pálsson (ÍR)
90. mín Gult spjald: Hrvoje Tokic (Selfoss)
90. mín MARK!
Jón Gísli Ström (ÍR)
Stoðsending: Ívan Óli Santos
Seeenur!!! Boltanum er lyft upp kantinn á unga strákinn sem gerir frábærlega og setur hann fyrir á Ström vélina sem getur ekki annað en skorað.
89. mín
ÍR eru að setja allt púðrið í sóknarleikinn þessa stundina og eru alveg líklegir til að jafna.
86. mín Gult spjald: Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
86. mín Gult spjald: Styrmir Erlendsson (ÍR)
86. mín Rautt spjald: Gilles Ondo (Selfoss)
Ondo með glórulaus tilþrif, liggur og hoppar upp með takkana á undan sér í Axel. Hárrétt ákvörðun.
83. mín
Guuuuuufffffi ég hef aldrei séð annað eins, fíflar þrjá Selfyssinga mjög illa og er kominn í dauðafæri en Stefán ver skotið hans mjög vel.
81. mín
Inn:Ívan Óli Santos (ÍR) Út:Andri Jónasson (ÍR)
Ívan fæddur árið 2003 og er að koma inná í sínum fyrsta heimaleik.
79. mín
Leikurinn er að leysast upp í miðjumoð og algjört rugl.
76. mín
ÍR vilja fá víti í þrítugasta skipti í leiknum, ekkert á þetta.
75. mín Gult spjald: Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (Selfoss)
73. mín
Leikurinn hefur dottið aðeins niður en Ingi Rafn vinnur aukaspyrnu á álitlegum stað fyrir gestina.
68. mín
Inn:Guðfinnur Þórir Ómarsson (ÍR) Út:Jónatan Hróbjartsson (ÍR)
68. mín
Inn:Styrmir Erlendsson (ÍR) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍR)
67. mín
ÍR fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og Ágúst gerir alveg eins og í fyrri hálfleik, setur hann yfir vegginn en æfingabolti.
66. mín
Stefán tekur aukaspyrnuna og kemur með góðan bolta inn í teiginn en gestirnir hreinsa frá.
65. mín Gult spjald: Bjarki Leósson (Selfoss)
Bjarki að bjóða upp á eina lélegustu varnarvinnu sem ég hef séð og ýtir Jón Gísla í bakið. ÍR fá aukaspyrnu út á kanti.
63. mín
Axel er að fífla Selfoss hérna trekk í trekk, núna sækir hann upp visntri, setur hann yfir á hægri og á gott skot sem Stefán ver vel.
61. mín
ÍR komast í góða skyndisókn. Jónatan geysist upp kantinn og sendir hann fastan meðfram jörðinni og Ágúst er nálægt því að komast í boltann en Selfoss ná að hreinsa.
56. mín MARK!
Guðmundur Axel Hilmarsson (Selfoss)
Selfoss taka hornspyrnu en ég sá ekki hver tók hana því ég sit svo langt í burtu en ungstirnið Guðmundur svífur manna hæst í teignum og skallar hann inn.
54. mín
ÍR eru miklu öflugri hérna í byrjun og ekkert að gerast í sóknarleik gestanna.
49. mín
ÍR-ingar eru brjálaðir og vilja fá víti. Ég sá þetta ekki almennilega en Ágúst lá í teignum og boltinn ekki nálægt.
46. mín
Leikur hafinn
Við erum komin af stað aftur og ég er kominn á þriðja staðinn, upp á svalir í ÍR heimilinu.
45. mín
Hálfleikur
Frábærum fyrri hálfleik lokið og leikar eru jafnir.
45. mín
Hrós á stuðningsmannasveit Selfoss sem samanstendur af einhverjum yngri flokk stúlkna eru að reyna að peppa stúkuna aðeins.
43. mín
Kristófer Páll með einhverja Ronaldo takta og setur hann síðan í varnarmann og framhjá.
40. mín
Jón Gísli er kominn í álitlega stöðu í teignum og er klár í að sveifla skotfótinum þegar hann er tekinn niður. Gamli skólinn myndi segja aum öxl í öxl og ég styð það.
38. mín
Ágúst tekur spyrnuna sjálfur og hún lítur vel út en er tiltörulega auðveld fyrir Stefán Loga.
37. mín
Ágúst fer illa með Guðmund Axel í vörn gestann og hleypur að vítateignum og fiskar aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
35. mín
Sending innfyrir vörn heimamanna og Ingi Rafn tekur hann í fyrsta en slæsar hann framhjá.
32. mín MARK!
Axel Sigurðarson (ÍR)
Það kemur langur bolti innfyrir vörn Selfoss, Þorsteinn í vörn gestanna misreiknar sig svakaleg og boltinn berst á Axel sem leikur á varnarmann og setur hann með vinstri sláin inn!!


25. mín
ÍR eru búnir að ráða lögum og lofum þessar fyrstu 25 mínútur. Nú vinnur Andri boltann og setur hann á Ágúst sem lyftir honum inn á Jón Gísla. Jón tekur frábærlega á móti honum en á skot í varnarmann og framhjá.
22. mín
Axel Sig með stórhættulega hornsðyrnu sem Selfyssingar skalla rétt framhjá eigin marki. Önnur hornspyrna.
20. mín
Gísli lyftir honum yfir vörnina og Ágúst tekur hann á kassann og leggur hann fyrir sig en skotið er hátt yfir með vinstri.
18. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Selfoss)
Uppúr aukaspyrnunni kemur mark! Löng spyrna inn í teiginn þar sem mér sýnist Ingi eiga skot sem Helgi ver frábærlega. Tokic er hinsvegar mættur út í teig og setur hann öruggt í þaknetið.
17. mín
Stebbi Páls fer hérna upp í misheppnaðasta skallabolta allra tíma, misreiknar sig og fær hann í höndina. Selfoss fá aukaspyrnu við miðjubogann.
16. mín
Lítið að gerast þessa stundina, annar hver áhorfandi er niðurlútur í snjalltækinu.
9. mín
Hörkufæri hjá ÍR! Gísli Martin með fasta fyrirgjöf beint á pönnuna á nýja manninum Ágústi en hann skallar framhjá.
8. mín
ÍR hafa verið töluvert sterkari hér í byrjun. Fremstu fjórir hjá Selfoss eru Ondo, Tokic, Kristófer Páll og Ingi Rafn, litla ruglið sem það er.
4. mín
Jón Gísli kemur með góðan bolta inn á teig Selfoss en Stebbi Páls ræður ekki við hann og skallar hann beint upp í loft.
2. mín
Ég er mættur í stúkuna undir berum himni. Blaðamannstúkan var ekki að gera mikið fyrir mig, ég bið fyrir því að það haldist þurrt.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og ÍR hefja leik.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völl, fámennt en góðmennt í stúkunni. Rúnar Kristins og Bjarni Guðjóns þjálfarar KR eru á vellinum. Líklega að leita að sóknarmanninum sínum.


Fyrir leik
Leikmenn sem ég ætla að fylgjast sérstaklega með í leiknum í dag:

Hrvoje Tokic

Tokic er mættur aftur í Inkasso og verður þetta annar leikurinn hans með Selfoss. Fólk hefur verið fljótt að dæma Tokic eftir misheppnaða dvöl en það má ekki gleymast að síðast þegar hann spilaði í þessari deild var hann með 12 mörk í 8 leikjum. Ég spái marki í dag.

Axel Kári Vignisson

Fyrirliði ÍR hefur verið virkilega öflugur upp á síðkastið í miðverðinum. Axel er að upplagi bakvörður og byrjaði þetta tímabil illa og var færður í miðvörðinn þar sem ÍR eru mjög fáliðaðir. Hann hefur staðið vaktina mjög vel undanfarið en verkefnið í dag er alvöru þar sem hann þarf að kjást við Tokic og Ondo.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús.

Binni Gests gerir tvær breytingar á liði sínu frá 2-1 tapinu gegn Ólafsvík. Jóhann Arnar og Brynjar Óli setjast á bekkinn og í þeirra stað koma Ágúst Freyr Hallsson sem er nýgenginn í raðir liðsins og Gísli Martin.

Gunni Borgþórs gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Fram. Svavar Berg, Hafþór Þrastarson og Kenan Turudija far út og í stað þeirra koma Guðmundur Axel, Ingi Rafn og Gilles Ondo.
Fyrir leik
Baldur Sigurðsson leikmaður Sthörnunnar var spámaður umferðarinnar.

Hann hafði þetta að segja um leikinn:

ÍR 3 - 3 Selfoss (klukkan 19:15 í kvöld)
Hef ekkert séð þessi lið í sumar en við vonum bara að þetta verði mikil skemmtun og mörg mörk fyrir áhorfendur.

Hér má sjá spánna í heild sinni.
Fyrir leik
ÍR eru sem stendur í fallsæti með 10 stig á meðan Selfoss sitja í 9. sæti með 11 stig. Það má því með sanni segja að um sex stiga leik sé að ræða hér í kvöld.

Tímabil Selfyssinga hefur hins vegar ollið miklum vonbrigðum miðað við hversu öflugan hóp þeir eru með og vilja margir meina að Gunnar Borgþórsson sé orðinn ansi valtur í starfi.
Fyrir leik
Í síðustu umferð töpuðu ÍR 2-1 á mót Víking Ólafsvík með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Selfyssingar töpuðu hins vegar illa á heimavelli gegn Fram 3-1.

Liðin mættust í 2. umferð á Selfossi þar sem ÍR fóru heim með öll stigin eftir 2-0 sigur.
Fyrir leik
Komiði margblessuð og sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍR og Selfoss í 13. umferð Inkasso deildar karla.
Byrjunarlið:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson
Stefán Logi Magnússon
2. Guðmundur Axel Hilmarsson
8. Ivan Martinez Gutierrez
9. Gilles Ondo
9. Hrvoje Tokic
18. Arnar Logi Sveinsson
20. Bjarki Leósson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
22. Kristófer Páll Viðarsson

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
3. Gylfi Dagur Leifsson
3. Þormar Elvarsson
4. Jökull Hermannsson
7. Svavar Berg Jóhannsson
15. Brynjólfur Þór Eyþórsson
17. Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson

Liðsstjórn:
Gunnar Borgþórsson
Jóhann Bjarnason
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson
Arnar Helgi Magnússon

Gul spjöld:
Bjarki Leósson ('65)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson ('75)
Ivan Martinez Gutierrez ('86)
Hrvoje Tokic ('90)

Rauð spjöld:
Gilles Ondo ('86)