Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Stjarnan
4
1
Breiðablik
0-1 Thomas Mikkelsen '120 , víti
Hilmar Árni Halldórsson '120 , víti 1-1
Baldur Sigurðsson '120 , víti 2-1
2-1 Oliver Sigurjónsson '120 , misnotað víti
2-1 Arnór Gauti Ragnarsson '120 , misnotað víti
Guðmundur Steinn Hafsteinsson '120 , víti 3-1
Eyjólfur Héðinsson '120 , víti 4-1
15.09.2018  -  19:15
Laugardalsvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Rennandi blautur völlur og toppaðstæður!
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Maður leiksins: Haraldur Björnsson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Jóhann Laxdal ('118)
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('77)
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson (f) ('80)

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
3. Jósef Kristinn Jósefsson
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
6. Þorri Geir Rúnarsson
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('77)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('118)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('80)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Jón Þór Hauksson
Andri Freyr Hafsteinsson

Gul spjöld:
Þorsteinn Már Ragnarsson ('36)
Alex Þór Hauksson ('61)
Guðjón Baldvinsson ('105)
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('109)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Eftir markalaust jafntefli klúðra Oliver og Arnór Gauti á meðan Stjörnumenn klikkuðu ekki einu víti og Eyjó tryggði þeim Mjólkurbikarinn 2018!
120. mín Mark úr víti!
Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
Stjarnan er bikarmeistari árið 2018!!!
120. mín Mark úr víti!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Eyjó getur tryggt þetta í næsta víti, Gummi öruggur!
120. mín Misnotað víti!
Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik)
Halli Björns skutlar sér alveg út að stöng og ver vítið frá Arnóri, frábær varsla og Blikarnir búnir að klúðra tveim vítum í röð!
120. mín Misnotað víti!
Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Ótrúlega lélegt víti, labbaði að boltanum og negldi honum svo yfir markið, hroki sem kom í bakið á honum í þessu tilhlaupi.
120. mín Mark úr víti!
Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Gulli aftur í vitlaust horn.
120. mín Mark úr víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Neglir uppi og Gulli í vitlaust horn.
120. mín Mark úr víti!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Mikkelsen skorar úr fyrsta vítinu, Halli í rétt horn en alveg út við stöng hjá Thomas. Nú taka Stjörnumenn tvö víti.
120. mín
ABBA kerfið er notað í vítaspyrnukeppninni í kvöld, fyrst tekur eitt lið spyrnu, svo tekur hitt liðið tvær spyrnur og svo koll af kolli.
120. mín
Hvað er að gerast hérna, Ævar Ingi skallar í hornið en Gulli ver það stórkostlega á Sölva sem skýtur í stöngina og Þóroddur flautar leikinn af. Vítaspyrnukeppni framundan!
120. mín
Ég skal segja ykkur það, Gauji með sendingu inná Baldur sem er í dauðafæri en neglir yfir markið!
118. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan) Út:Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Sölvi kemur hér inná fyrir Jóa Lax, á hann að taka víti?
116. mín
Gísli að prjóna sig í gegn en kemst á endanum ekki í gegnum Danna Lax.
115. mín
Arnór Gauti kominn í gott færi en Halli Björns ver skot hans mjög vel.
109. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
109. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
108. mín
Guðmundur Steinn er kominn í kjörstöðu en er alltof lengi að þessu og endar á að fara niður, þetta var hins vegar aldrei vítaspyrna.
106. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) Út:Jonathan Hendrickx (Breiðablik)
Seinni hálfleikur framlengingar hafinn og Arnór Gauti kominn inná fyrir Hendrickx.
105. mín
Hálfleikur í framlengingunni, ennþá markalaust og aðeins 15 mínútur eftir annars verður það bara vítaspyrnukeppni.
105. mín Gult spjald: Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Hendir sér niður í baráttunni við Oliver inni í teig, hárrétt gult spjald, alltaf dýfa!
104. mín
Oliver tekur spyrnuna en skýtur boltanum bara beint í fangið á Halla.
103. mín
Blikar að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað, Brynjar fer full harkalega í tæklingu á Hendrickx, tekur boltann en Þóroddur metur þetta sem brot.
101. mín
Stjarnan er að pressa stíft, nú bjargar Gummi í horn.
95. mín
Inn:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Breiðablik) Út:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Gummi Bö kemur hér inn fyrir Viktor en þetta er einungis þriðji leikurinn hans í sumar.
95. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Viktor brýtur á Gauja vinstra megin við teiginn og fær gult spjald að launum verðskuldað.
91. mín
Framlenging hafin hér á Laugardalsvelli, vonandi fáum við líflega framlengingu eftir æsispennandi lokamínútur áðan.
Elvar Geir Magnússon
90. mín
Framlenging hér á Laugardalsvelli eftir markalaust jafntefli!
90. mín
Senur! Guðmundur Steinn stangar boltann inn en hann er flaggaður rangstæður!
90. mín
Stjarnan fá aukaspyrnu hér úti á kanti, fáum við dramatískt sigurmark hér í blálokin?
90. mín
Hendrickx með bolta fyrir meðfram jörðinni, Brynjar rennir sér í hann og boltinn er á leiðinni í markið þegar Halli Björns hendir sér upp og nær að blaka boltann yfir, leikur markmannana!
88. mín
Stjörnumenn að banka, Hilmar með kross á fjær sem Gauji rétt missir af!
84. mín
Gunnleifur Gunnleifsson dömur mínar og herrar! Baldur í dauðafæri og neglir honum í hornið en Gulli er mættur og ver stórkostlega!
83. mín
Geggjað spil hjá Stjörnunni sem endar með að Ævar rennir honum á Hilmar sem hittir ekki boltann í dauðafæri. Gauji fékk boltann síðan og skaut en Gulli varði.
80. mín
Inn:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Guðmundur Steinn kemur inn fyrir Alex, Stjarnan að blása til sóknar!
79. mín
Gísli Eyjólfs prjónar sig í gegn hér en missir boltann aðeins of langt frá sér og Halli nær að henda sér á boltann.
77. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Þorsteinn Már ekki átt sérstakan leik og hann kemur hér útaf fyrir Akureyringinn Ævar Inga.
76. mín
Dauðafæri hjá Stjörnunni núna, það er Gauji Bald sem dettur í gegn en skýtur í Damir, fær hann aftur í sig og boltinn í markspyrnu.
73. mín
Mikkelsen í dauðafæri hér, fær flotta sendingu innfyrir, fer einn á einn á Halla sem lokar frábærlega á hann og ver í horn, rosalega vel gert hjá Halla!
71. mín
Inn:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Andri verið tæpur og hann kemur nú útaf fyrir Arnþór.
67. mín
Hilmar með aukaspyrnu inná teig, hún er skölluð í hornspyrnu, stemningin í stúkunni er orðin rosaleg!
62. mín Gult spjald: Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Slæmir höndinni út í Halla eftir að hann grípur boltann.
61. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Fyrir að strauja Gísla á miðjum velli.
60. mín
Inn:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) Út:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Elfar getur ekki haldið leik áfram og Kolbeinn kemur inná fyrir hann.
58. mín
Elfar Freyr þarf aðhlynningu hér, kominn inná aftur en spurning hvort hann geti klárað þennan leik.
55. mín
Gísli með flotta fyrirgjöf frá vinstri á Mikkelsen sem skallar boltann framhjá markinu.
51. mín
Vá Halli sleppur með skrekkinn, fyrirgjöf frá Gísla sem Halli ætlar að kýla en hittir ekki boltann. Þaðan fer boltinn til Davíðs sem skýtur en Jói Lax hendir sér fyrir skotið.
49. mín
Oliver með aukaspyrnu yfir vegginn en rétt framhjá markinu, alls ekki galin tilraun.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn hafinn hér.
45. mín
Hálfleikur
0-0 í tíðindalitlum fyrri hálfleik, ég kalla eftir meiri skemmtun í þeim seinni!
45. mín
Vááá Gulli Gull! Fyrirgjöf beint á Baldur sem nær að sparka á markið af stuttu færi en Gulli á tánnum og ver stórkostlega!
43. mín
Hendrickx liggur hér eftir á vellinum, fyrri hálfleikur hefur einkennst af því að menn liggja eftir, vonandi er í lagi með hann.
41. mín
Stjarnan fá hér aukaspyrnu úti á miðjum velli, vonandi förum við nú að fá einhverja skemmtun og mörk í þennan leik!
36. mín Gult spjald: Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Eyjó var að detta í gegn hérna en þegar hann var kominn í gegn eiginlega senti hann boltann á Þorstein sem var rangstæður og hann fékk gult spjald fyrir að fara harkalega í Gulla.
32. mín
Öll stúkan að taka við sér, Víkingaklappið farið í gang!
28. mín
Jói Lax með flotta fyrirgjöf hérna, köttar yfir á vinstri og kemur honum yfir pakkann en Gauji Bald rétt missir af honum.
27. mín
Mikkelsen fær fyrirgjöf hérna en Danni Lax nær að komast fyrir skot hans.
25. mín
Alex straujar hér Gísla á miðjum vellinum, full harkaleg tækling en sleppur við spjald.
21. mín
Gísli við það að komast í boltann hérna inn í teig á undan Halla en Halli var eins og köttur, þvílíkur hraði og réðst á boltann!
20. mín
Leikurinn er mjög lokaður eins og er, lítið um að liðin séu að taka sénsa en Stjörnumenn eru að fara á kostum í stúkunni!
13. mín
Mikkelsen fær hér góða sendingu inní teiginn, reynir að koma honum fyrir á Gísla en Brynjar nær að setja hann í hornspyrnu.


9. mín
Það heyrist svakalega mikið í Silfurskeiðinni hér í stúkunni, þeir eru að valta yfir Blikana í stúkunni hér í byrjun leiks!
7. mín
Gísli Eyjólfs ætlar að reyna við draumamark hér, boltinn kemur á lofti til hans og hann ætlar að negla boltanum en hittir hann alls ekki og boltinn til hliðar.
6. mín
Þorsteinn Már á leiðinni upp kantinn en Davíð nær að trufla hann og fyrirgjöf Þorsteins er ömurleg, beint útaf.
3. mín
Hilmar Árni fer hér illa með Elfar Frey, reynir svo að komast lengra en er stöðvaður, fínn sprettur hjá Hilmari.
1. mín
Spekingarnir segja mér að það séu mættir í kringum fimm þúsund manns á leikinn, óstaðfestar tölur þó!
1. mín
Leikur hafinn
Veislan er hafin hér á Laugardalsvelli!
Fyrir leik
Nú er þjóðsöngurinn spilaður, fólk er risið úr sætum og sungið er hátt með.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Liðin ganga nú á inná völlinn við mikinn fögnuð áhorfenda, Þóroddur Hjaltalín og hans teymi leiða línuna, þetta fer að byrja!
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Rétt tæpar 10 mínútur í að leikurinn hefjist og ég get hreinlega ekki beðið, stemningin er svakleg hérna!
Fyrir leik
Það er að myndast svakaleg stemning hérna í Laugardalnum, inná vellinum eru krakkar frá bæði Stjörnunni og Breiðablik og í stúkunni er mikið fjör, söngvarnir komnir á fullt. Hoppað og dansað bæði í stúkunni og á vellinum!
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Hjá Stjörnunni eru allir heilir nema Heiðar Ægisson sem er fótbrotinn. Stjarnan stillir upp hefðbundnu liði þar sem Þórarinn Ingi Valdimarsson og Jóhann Laxdal eru í bakvörðunum og Jósef Kristinn Jósefsson því á varamannabekknum.

Þá er Baldur Sigurðsson fyrirliði Stjörnunnar orðinn heill og kemur inn í byrjunarliðið og Guðmundur Steinn Hafsteinsson fer á varamannabekkinn.

Breiðablik byrjar með þrjá miðverði í kvöld þar sem Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson og Damir Muminovic byrja allir inná en miklar vangaveltur hafa verið um hvor myndi byrja, Elfar eða Viktor. Þeir byrja bara báðir.

Andri Rafn Yeoman og Oliver Sigurjónsson eru báðir í byrjunarliðinu en þeir voru báðir tæpir fyrir leikinn. Alexander Helgi Sigurðarson er enn frá vegna höfuðmeiðsla.
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Með því að smella hér má sjá leið þessara liða í úrslitaleikinn í kvöld. Flautumörk og dramatík!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Blikar eru með upphitun í Laugardalnum á Þróttarasvæðinu þar sem er boðið uppá grillaðar pylsur, gos, svala og Blikavarning.

Stjörnumenn eru með upphitun á Garðatorgi á sama tíma og bjóða svo uppá rútur á Ölver og svo er skrúðganga með Silfurskeiðinni á völlinn.

Ljóst er að það verður mikið fjör og stemning í kringum þennan stórleik og vonandi mæta sem allra flestir á völlinn!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það er einnig skemmtileg staðreynd að Breiðablik og Stjarnan mættust í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna þetta árið þar sem Breiðablik hafði betur og ljóst að mikill fögnuður verður í Garðabænum ef þeir ná að vinna báða Mjólkurbikarana.
Fyrir leik
Þetta er 3 úrslitaleikur hjá báðum þessum liðum en Breiðablik tapaði í bikarúrslitum árið 1971 gegn Víkingi Reykjavík og urðu svo bikarmeistarar árið 2009 þar sem þeir sigruðu Fram í Vítaspyrnukeppni.

Stjarnan fór í úrslitaleikinn árið 2012 þar sem þeir töpuðu 2-1 gegn KR þar sem Baldur Sigurðsson núverandi fyrirliði Stjörnumanna skoraði sigurmark KR. Þeir fóru aftur árið eftir og töpuðu þá fyrir Fram í vítaspyrnukeppni.
Fyrir leik
Á Blikar.is er að vinna alls konar tölfræði fyrir leik kvöldsins og ég hvet fólk til að kíkja þangað inn ef það hefur áhuga á að skoða tölfræði og sögu liðana í Bikarkeppni KSÍ.
Fyrir leik
Þetta er leikurinn sem allir hafa beðið eftir, nágrannarnir mætast í úrslitaleik og það á Laugardagskvöldi. Það gerist ekki mikið betra en þetta!
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá úrslitaleik Mjólkurbikarkarla þar sem Breiðablik og Stjarnan etja kappi á Laugardalsvelli klukkan 19:15.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason ('60)
7. Jonathan Hendrickx ('106)
9. Thomas Mikkelsen
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Willum Þór Willumsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('95)
30. Andri Rafn Yeoman ('71)

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
8. Arnþór Ari Atlason ('71)
11. Aron Bjarnason
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('95)
20. Kolbeinn Þórðarson ('60)
27. Arnór Gauti Ragnarsson ('106)
45. Brynjólfur Darri Willumsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Davíð Kristján Ólafsson ('62)
Viktor Örn Margeirsson ('95)
Damir Muminovic ('109)

Rauð spjöld: