Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Valur
4
1
Keflavík
Einar Karl Ingvarsson '8 1-0
Haukur Páll Sigurðsson '14 2-0
3-0 Aron Kári Aðalsteinsson '19 , sjálfsmark
Dion Acoff '57 4-0
4-1 Helgi Þór Jónsson '88
29.09.2018  -  14:00
Origo völlurinn
Pepsi-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar
Maður leiksins: Kristinn Freyr Sigurðsson - Valur
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson (f)
4. Einar Karl Ingvarsson ('73)
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
16. Dion Acoff ('71)
17. Andri Adolphsson ('60)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('71)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('73)
11. Sigurður Egill Lárusson ('60)
19. Tobias Thomsen
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Dion Acoff ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið.

Valsmenn eru Íslandsmeistarar árið 2018 (Staðfest)
90. mín
Kristinn Freyr með skot sem Sindri ver til hliðar.


88. mín MARK!
Helgi Þór Jónsson (Keflavík)
Keflvíkingar minnka muninn! Hinn bráðefnilegi Davíð Snær Jóhannsson fer illa með varnarmenn Vals og kemst upp að endamörkum. Hann sendir boltann á Helga sem skorar með hælspyrnu úr markteignum. Laglegt mark.
87. mín
Valsmenn syngja ,,Ísandsmeistarar, Íslandsmeistarar" í stúkunni!
79. mín
Frans Elvarsson á skot úr vítateigsboganum sem Anton Ari ver.
77. mín
Valsmenn áfram meira með boltann. Keflvíkingar standa vörnina.
73. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) Út:Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Guðjón Pétur mögulega að spila sinn síðasta leik í Valstreyjunni. Hann er samningslaus eftir tímabilið og hefur verið orðaður við önnur félög.
72. mín
Patrick reynir áfram. Á skot á lofti úr teignum en Sindri slær boltann í horn.
71. mín
Inn:Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (Keflavík) Út:Aron Kári Aðalsteinsson (Keflavík)
Upphaflega átti Anton að koma inn á fyrir einhvern annan en Aron Kári er meiddur og verður að fara af velli.
71. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Dion Acoff (Valur)
Einar vallarþulur fagnar þessari skiptingu. Kynnir Kristinn til leiks sem Stinna stuð
70. mín
Anthony Karl Gregory, bikarhetja Valsmanna 1992, er í stúkunni. Brosir breitt.
68. mín
Valsarar vilja vítaspyrnu þegar Kristinn Freyr fellur í teignum. Vilhjálmur Alvar kaupir það ekki. Ekkert dæmt.
66. mín
Hvernig varð þetta ekki að marki?? Siggi Lár á hættulega fyrirgjöf á Dion sem er einn á markteig. Sindri ver skot hans og Dion á síðan skalla sem fer rétt framhjá. Ótrúlegt!


65. mín
Óli Jó fær klapp frá stuðningsmönnum Vals fyrir að veifa upp í stúku.
62. mín
Inn:Helgi Þór Jónsson (Keflavík) Út:Lasse Rise (Keflavík)
62. mín
Inn:Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík) Út:Leonard Sigurðsson (Keflavík)
61. mín
Siggi Lár fljótur að komast í færi. Dion með fyrirgjöf en Siggi nær ekki að stýra boltanum á markið úr erfiðu færi.
60. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
58. mín Gult spjald: Dion Acoff (Valur)
57. mín MARK!
Dion Acoff (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Kristinn Freyr sendir Dion í gegn. Dion þakkar fyrir sig með því að senda boltann á milli fóta Sindra og í netið.

Dion með sitt fjórða mark í sumar.
50. mín Gult spjald: Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Fer í hörkutæklingu á Hauk Pál og uppsker gult spjald.
49. mín
Fín sókn hjá Keflvíkingum. Lenoard á skot utarlega úr teignum sem fer yfir markið.
47. mín
Patrick Pedersen í þröngu færi en Sindri kemur út á móti og ver. Patrick er að hóta átjánda markinu í sumar. Þyrstir í markametið.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur á Origo-vellinum. Valur leiðir 3-0 og það er ljóst að Íslandsmeistarabikarinn fer á loft hérna í dag.
Hafliði Breiðfjörð
41. mín
Dion Acoff með fyrirgjöf út á Kidda en Keflvíkingar bjarga á síðustu stundu.
37. mín
Patrick Pedersen hársbreidd frá því að ná átjánda marki sumarsins!

Tekur laglegan klobba og á þrumuskot af 20 metra færi. Sindri ver í slána og yfir!
35. mín
Lítið í gangi þessar mínúturnar. Valsmenn halda boltanum og leita að glufu.


26. mín
Dion með skot sem Sindri ver vel. Valsmenn hóta fjórða markinu.
24. mín
Kristinn Freyr í dauðafæri! Leikur glæsilega á Aron Kára en reynir síðan að vippa yfir Sindra í markinu. Vippan er of há og fer yfir markið.



19. mín SJÁLFSMARK!
Aron Kári Aðalsteinsson (Keflavík)
Andri Adolphsson á frábæra fyrirgjöf frá hægri sem Aron Kári setur í eigið net.

3-0 fyrir Val. Hægt að staðfesta Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda. Eina spurningin er hversu stór sigurinn verður.
14. mín MARK!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Einar Karl Ingvarsson
Einar Karl tekur hornspyrnu og sendir lágan bolta á nærsvæðið. Þar kemur Haukur á ferðinni og smellir boltanum í netið. Beint af æfingasvæðinu!

Partýstuð í stúkunni hjá stuðningsmönnum Vals. Menn eru farnir að sjá Íslandsmeistaratitilinn.
11. mín
Hröð sókn Keflavíkur endaði á skoti Lasse Rise sem skaut í Hedlund og yfir markið. Hornspyrna sem Keflavík fær. Ekkert kom svo út úr henni.
Hafliði Breiðfjörð
10. mín
Blikar eru líka komnir yfir gegn KA en Valsmenn hafa tveggja stiga forskot og landa titlinum eins og staðan er.
8. mín MARK!
Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Stoðsending: Bjarni Ólafur Eiríksson
Stórglæsileg spilamennska Valsmanna endar með marki!

Bjarni Ólafur og Kristinn Freyr taka þríhyrningsspil, Bjarni kemst upp að endamörkum og sendir út í teiginn á Einar Karl sem þrumar í netið.
6. mín
Valsmenn stjórna ferðinni algjörlega. Spila á milli og reyna að finna glufur á vörn Keflavíkur.
2. mín
Fyrsta færið! Dion Acoff á fyrirgjöf frá vinstri. Boltinn endar hjá Kristni Frey sem á skot sem fer rétt framhjá.

1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað!
Fyrir leik
Liðin skipta um vallarhelming. Valsmenn sækja í átt að gömlu Keiluhöllinni en Keflvíkingar í átt að miðbænum.

Fyrir leik
Patrick Pedersen, framherji Vals, er með 17 mörk í deildinni í sumar. Hann getur jafnað markametið í efstu deild ef hann nær að skora tvö mörk í dag.
Fyrir leik
Fullt af krökkum úr yngri flokkum Vals niðri á velli til að taka á móti leikmönnum. Einar vallarþulur í S-inu sínu þegar hann kynnir liðin. Þetta fer að skella á!
Fyrir leik
Stúkan orðin þétt setin og ennþá 10 mínútur í leik. Valsmenn eru peppaðir enda geta þeir landað Íslandsmeistaratitli í dag.


Fyrir leik
Liðin mætt út á völl í upphitun. Mælum með að stilla inn á X-ið og hlusta á beina lýsingu frá öllu sem gerist í dag!
Fyrir leik
Verið er að vökva völlinn. Líf og fjör í Fjósinu hjá stuðningsmönnum Vals og fyrstu stuðningsmennirnir mættir í stúkna.
Fyrir leik
Liðin eru hér til hliðar. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, snýr aftur eftir leikbann og kemur inn í liðið fyrir Guðjón Pétur Lýðsson. Valsmenn eru með sama lið og gegn FH að öðru leyti.

Miðjumaðurinn reyndi Hólmar Örn Rúnarsson spilar kveðjuleik sinn með Keflavík í dag en hann var í vikunni ráðinn þjálfari hjá Víði Garði í 2. deildinni.

Sindri Þór Guðmundsson kemur inn í bakvörðinn fyrir Anton Frey Hauks Guðlaugsson hjá Keflavík. Adam Árni Róbertsson kemur einnig inn fyrir Tómas Óskarsson. Marc McAusland er fjarri góðu gamni en hann er skráður sem liðsstjóri á bekknum.
Fyrir leik
Miðjumaðurinn reyndi Hólmar Örn Rúnarsson spilar kveðjuleik sinn með Keflavík í dag en hann var í vikunni ráðinn þjálfari hjá Víði Garði í 2. deildinni.
Fyrir leik
Valsmenn höfðu betur 2-0 í fyrri leik liðanna í sumar. Hvað gerist hér í dag?
Fyrir leik
Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna, spáir í leiki umferðarinnar.

Valur 6 - 0 Keflavík
Lið sem hefur ekki unnið leik á Íslandsmótinu í 21 leik er ekki að fara á Hlíðarenda og gera vel á móti Val sem er með besta lið landsins. Valsmenn fá tækifæri til að gulltryggja þetta og þeir láta það tækifæri ekki framhjá sér fara. Þeir verja titilinn.
Fyrir leik
Sextán leikmenn eru í leikbanni í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Leikmenn Vals og Keflavíkur voru hins vegar prúðir í næstsíðustu umferðinni og enginn þeirra er í banni.

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, snýr aftur í liðið í dag eftir að hafa verið í banni í tapinu gegn FH um síðustu helgi.
Fyrir leik
Góðan daginn!

Hér verður bein textalýsing frá leik Vals og Keflavíkur í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

Valsmenn eru á toppnum fyrir leikinn og freista þess í dag að verða Íslandsmeistarar annað árið í röð. Valsmenn verða meistarar ef þeir vinna í dag og líklega mun jafntefli einnig duga þeim.

Keflvíkingar eru á botninum með fjögur stig og eru í leit að sínum fyrsta sigri í sumar.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Hólmar Örn Rúnarsson
2. Ísak Óli Ólafsson
5. Ivan Aleksic
9. Adam Árni Róbertsson
9. Aron Kári Aðalsteinsson ('71)
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Leonard Sigurðsson ('62)
23. Dagur Dan Þórhallsson
25. Frans Elvarsson (f)
99. Lasse Rise ('62)

Varamenn:
12. Jonathan Faerber (m)
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
7. Davíð Snær Jóhannsson ('62)
11. Helgi Þór Jónsson ('62)
15. Atli Geir Gunnarsson
45. Tómas Óskarsson

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Ómar Jóhannsson
Marc McAusland
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
Gunnar Oddsson

Gul spjöld:
Hólmar Örn Rúnarsson ('50)

Rauð spjöld: