Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
Ísland
0
0
Eistland
15.01.2019  -  16:45
Jassim Bin Hamad
Vináttuleikur
Aðstæður: Logn og flottur völlur
Dómari: Abdulla Al-Marri
Byrjunarlið:
2. Birkir Már Sævarsson
3. Guðmundur Þórarinsson ('46)
3. Davíð Kristján Ólafsson
14. Kolbeinn Finnsson
19. Hilmar Árni Halldórsson ('46)

Varamenn:
13. Anton Ari Einarsson (m) ('80)
8. Eggert Gunnþór Jónsson
10. Arnór Smárason ('46)
15. Adam Örn Arnarson
15. Willum Þór Willumsson ('69)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aron Elís Þrándarson ('20)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Dómarinn frá Katar flautar til leiksloka. Þessi leikur verður ekki gefinn út á DVD um næstu jól, færin fá og rólegt yfir þessu.

Þriðja jafnteflið í röð í vináttuleikjunum hjá íslenska liðinu. Erik Hamren þarf ennþá að bíða eftir fyrsta sigrinum.

Skýrsla og viðtöl frá Doha innan tíðar!
92. mín
Arnór tekur spyrnuna en langt yfir. Líklega síðasta marktilraun leiksins.
91. mín
Ísland fær aukaspyrnu nokkrum metrum fyrir utan vítateig. Hendi á leikmann Eista.

Kolbeinn og Arnór Smára standa yfir boltanum. Fáum við sigurmark?
90. mín
Tvær mínútur í viðbótartíma. Lítið miðað við að Ingvar lá lengi eftir áðan.
85. mín
Kolbein með frábæra sendingu en Andri skallar framhjá.

,,Höldum áfram að hamra á þá," öskrar Freyr inn á. ,,Good Kolli," öskrar Hamren.
83. mín
Eistar með skalla framhjá. Þeir hafa verið að færa sig upp á skaftið undanfarnar mínútur.
83. mín
Arnór er að senda Andra í gegn en Bolvíkingurinn fellur í baráttu við varnarmenn Eista við vítateigslínu. Dómarinn frá Katar dæmir ekkert! Það var klárlega hægt að gera tilkall í aukaspyrnu þarna.
80. mín
Inn:Anton Ari Einarsson (Ísland) Út:Ingvar Jónsson (Ísland)
79. mín
Adam Örn Arnarson var að búa sig undir að koma inn á en Ingvar virðist ekki geta haldið leik áfram vegna höfuðhöggs. Það blæðir úr höfðinu á honum. Anton Ari kemur því inn á. Þetta er sjötta og síðasta skipting Íslands í leiknum.

Hjörtur, sem lá einnig meiddur eftir, getur haldið leik áfram.
77. mín
Ingvar Jónsson og Hjörtur Hermanns liggja eftir í teignum eftir samstuð. Sjúkraþjálfarar Íslands huga að þeim.
76. mín
Inn:Rasmus Peetson (Eistland) Út:Artjom Dmitrijev (Eistland)
75. mín
Boltinn í stöngina! Frank Liivak á skot frá vítateigslínu sem fer í varnarmann Íslands og þaðan í utanverða stöngina. Þarna munaði litlu!
75. mín
Kolbeinn með laglegan snúning á miðjunni og sendir inn á Andra. Andri á skot utarlega úr teignum en boltinn fer framhjá fjærstönginni.

Íslenska liðið líklegra til að brjóta ísinn hér í Katar.
72. mín
Andri nær snúning og skoti í teignum eftir hörkusókn. Meerits er vel staðsettur og ver.

69. mín
Inn:Alex Þór Hauksson (Ísland) Út:Aron Elís Þrándarson (Ísland)
69. mín
Inn:Willum Þór Willumsson (Ísland) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
Þetta hafðist loksins. Sex mínútna bið eftir skiptingu.
67. mín
Willum og Alex hafa beðið á hliðarlínunni í fjórar mínútur eftir skiptingu. Boltinn fer ekkert úr leik!
65. mín
Góður spilkafli hjá íslenska liðinu. Arnór leggur boltann á Kolbein sem tekur hlaupið upp miðjuna. Kolbeinn á síðan skot fyrir utan teig sem Meerits nær að verja til hliðar. Hann nær svo að handsama boltann á endanum.
61. mín
Flott sókn hjá íslenska liðinu. Birkir Már á fyrirgjöf á fjærstöng en þar er Arnór dæmdur brotlegur.
61. mín
Inn:Trevor Elhi (Eistland) Út:Taijo Teniste (Eistland)
60. mín
Alex og Willum að búa sig undir að koma inn á. Báðir að fara að spila sinn fyrsta landsleik.
58. mín
Kolbeinn skorar en búið að flagga rangstöðu á Andra Rúnar sem lagði boltann á hann. Réttur dómur.
56. mín
Hætta eftir langt innkast hjá Eistlandi en boltinn fer á endanum aftur fyrir.
53. mín
Flott sókn hjá Íslandi. Kolbeinn á fyrigjöf með vinstri fæti frá vítateigshorninu. Kolbeinn skrúfar boltann inn að marki og Andri Rúnar er hársbreidd frá því að ná til hans á fjærstönginni.

Kolbeinn hefur verið mjög grimmur á hægri kantinum í dag. Ákveðinn í að sanna sig.
53. mín
Ingvar Jónsson að bjóða hættunni heim. Lengi að sparka út og Henri Anier er nálægt því að ná boltanum af honum. Ingvar sleppur með skrekkinn.
50. mín
Meiri kraftur í íslenska liðinu í byrjun seinni. Lofar góðu.
47. mín
Dauðafæri! Samúel Kári á flotta fyrirgjöf eftir stutta hornspyrnu. Aron Elís er einn og óvaldaður á markteig en skalli hans fer framhjá.

Íslenska liðið byrjar síðari hálfleikinn af flottum krafti!
46. mín
Þreföld skipting hjá íslenska liðinu í hálfleik og fjórföld hjá Eistum!

Andri og Arnór núna fremstu menn Íslands, líkt og í byrjun gegn Svium. Samúel Kári kemur inn á miðjuna fyrir Gumma.
46. mín
Inn:Henrik Purg (Eistland) Út:Joonas Tamm (Eistland)
46. mín
Inn:Frank Liivak (Eistland) Út:Mark Oliver Roosnupp (Eistland)
46. mín
Inn:Henri Anier (Eistland) Út:Tristan Koskor (Eistland)
46. mín
Inn:Markus Poom (Eistland) Út:Konstantin Vassiljev (Eistland)
46. mín
Inn:Arnór Smárason (Ísland) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Ísland)
46. mín
Inn:Samúel Kári Friðjónsson (Ísland) Út:Guðmundur Þórarinsson (Ísland)
46. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Ísland) Út:Óttar Magnús Karlsson (Ísland)

45. mín
Hálfleikur
Tíðindalítill fyrri hálfleikur að baki. Vonandi fáum við íslenskt mark eða mörk í þeim síðari!

Íslenska liðið hefur fengið nokkur föst leikatriði sem hafa ekki náð að nýtast. Færin hafa hins vegar verið af skornum skammti.
44. mín
Samúel Kári og Andri Rúnar fara að hita. Líklegir inn á sem varamenn í hálfleik.
43. mín
Axel Óskar með langt innkast en Marko Meerits kemur út úr markinu og grípur boltann.
40. mín
Mjög rólegt yfir þessu núna. Þéttir varnarnmúrar.
35. mín
Fimm stuðningsmenn Eista láta nú í sér heyra í stúkunni fyrir aftan markið. Fjör!
34. mín
Besta færi Eista hingað til. Fyrirgjöf frá hægri sem Mark Oliver Roosnupp skallar yfir. Mark var ekki í góðu jafnvægi og náði ekki að stýra skallanum á markið.
32. mín
Íslenska liðið hefur náð að halda boltanum ágætlega á köflum en það vantar meiri ógn á síðasta þriðjungi.
30. mín
Jón Dagur á hættulega aukaspyrnu sem siglir á fjærstöngina en þar er enginn Íslendingur mættur. Annað skipti sem þetta gerist í leiknum.
26. mín
Hilmar Árni fær langa sendingu inn fyrir vörn Eistlendinga. Hilmar kemst fram fyrir varnarmenn en endar í þröngu færi. Skot hans fer síðan framhjá markinu. Besta marktækifærið hingað til i leikjum.
24. mín
Við bíðum ennþá eftir fyrsta alvöru færinu í þessum leik. Rólegt yfir þessu.
20. mín Gult spjald: Aron Elís Þrándarson (Ísland)
Aron með tæklingu þar sem hann fer í boltann en dómarinn frá Katar dró gula spjaldið upp á mettíma.
17. mín
Íslenska liðið er að herða tökin á leiknum.
15. mín
Íslenska liðið heldur boltanum í langan tíma og Eistar eru allir komnir aftur fyrir miðju. Axel Óskar kemur upp með boltann og reynir skot af 35 metra færi. Talsvert yfir markið.
11. mín
Ísland fær fyrstu hornspyrnu dagsins. Boltinn fer á fjærstöngna en siglir svo aftur fyrir endamörk.
7. mín
Aukaspyrna Gumma fer yfir markið. Fyrsta markskotið hér í dag.

Íslenska liðið færir sig nú framar og pressa á Eista eftir að þeir taka markspyrnu. Eistar reyna að spila út úr pressunni. Þeir hafa spilað mikið af stuttum sendingum hingað til í leiknum og ekki verið í þeim löngu.
6. mín
Ísland fær aukaspyrnu 23 metrum frá marki eftir að botið er á Hilmari Árna. Sjáum hvað gerist. Gummi ætlar að spyrna.
6. mín
Gummi Tóta fer á milli hafsentana og reynir að stjórna uppspili íslenska liðsins.
2. mín
Eistar héldu boltanum fyrstu tvær mínúturnar en gerðu nákvæmlega ekkert til að ógna marki. Spörkuðu svo á endanum út af.

Íslenska liðið byrjar pressuna við miðju og varnarmúrinn er þéttur.
1. mín
Eistar spila 3-4-3 í dag líkt og gegn Finnum. Ísland í 4-4-1-1.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Hægt er að heyra allt á vellinum þar sem áhorfendur eru í kringum 20.
Fyrir leik
Eistneski þjóðsöngurinn ansi stuttur, meðan við fengum íslenska í fullri lengd. Styttist í að leikurinn hefjist.
Fyrir leik
Abdulla Al-Marri er dómari í dag en hann er heimamaður frá Katar.
Fyrir leik
Birkir Már er fyrirliði Íslands í leiknum í dag líkt og í 2-2 jafnteflinu gegn Svíum á föstudag. Hann spilar sinn 88. landsleik og fer upp að hlið Eiðs Smára Guðjohnsen sem þriðji leikjahæsti landsliðsmaður sögunnar.
Fyrir leik
Byrjunarlið Eista má sjá hér til hliðar. Fyrirliðinn Konstantin Vassiljev er reynslumestur í liðinu í dag.
Fyrir leik
Íslenska liðið mætt út á völl í upphitun. Eistar eru ennþá inni í klefa.

Ísland verður í hvítum búningum í dag líkt og gegn Svíþjóð á föstudaginn.
Fyrir leik
Leikurinn í dag fer fram á Jassim Bin Hamad leikvanginum, en Al Sadd og Al Rayyan spila heimaleiki sína þar í úrvalsdeildinni í Katar. Á meðal leikmanna Al Sadd er spænski snillingurinn Xavi.

Leikvangurinn tekur 13 þúsund manns í sæti en búast má við að þau verði flest auð í leiknum í dag.
Fyrir leik
Auk Davíðs Kristjáns gætu fleiri nýliðar fengið sénsinn í dag. Alex Þór Hauksson og Willum Þór Willumsson eru á bekknum en þeir eiga ekki landsleik að baki.

Eiður Aron Sigurbjörnsson, Kolbeinn Birgir og Axel Óskar Andrésson spiluðu allir sinn fyrsta landsleik gegn Svíum.
Fyrir leik
Í eistneska hópnum er meðal annars miðjumaðurinn Konstantin Vassiljev hjá Piast Gliwice. Hinn 34 ára gamli Konstantin á 109 landsleiki að baki en hann er langt á eftir landsleikjahæsta leikmanni Eista frá upphafi. Martin Reim er sá leikjahæsti í sögu Eistlands með 157 landsleiki en hann þjálfar í dag liðið.

Í liði Eistlands eru einnig leikmenn að stíga sín fyrstu skref á landsliðssviðinu en nokkrir þeirra spiluðu sinn fyrsta landsleik í 2-1 sigrinum á Finnlandi á föstudaginn.

Þar á meðal er Markus Poom, 19 ára miðjumaður Flora Tallin í Eistlandi. Markus kom inn á í hálfleik gegn Finnum og gæti byrjað í dag.

Markus er sonur Mart Poom sem varði mark Derby og Sunderland á árunum 1997-2006 áður en hann lauk ferlinum á því að stoppa við hjá Arsenal og Watford.
Fyrir leik
Sjö breytingar eru á liði Íslands síðan í jafnteflinu gegn Svíum. Birkir Már Sævarsson, Hjörtur Hermannsson, Guðmundur Þórarinsson, Óttar Magnús Karlsson eru áfram í liðinu en sjö nýir koma inn.

Davíð Kristján Ólafsson, vinstri bakvörður Breiðabliks, spilar sinn fyrsta landsleik í dag. Kolbeinn Birgir Finnsson, leikmaður Brentford, fær einnig tækifæri á hægri kantinum en hann kom seint inn í landsliðshópinn eftir að Kári Árnason meiddist.

Fyrir leik
Góðan daginn! Við heilsum hér frá Jassim Bin Hamad leikvanginum í Doha í Katar en þar mætast Ísland og Eistland í vináttuleik klukkan 16:45.

Báðar þjóðir hafa verið í Doha í rúma viku. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Svíþjóð á föstudag en þá unnu Eistar lið Finna 2-1.
Byrjunarlið:
4. Joonas Tamm ('46)
5. Madis Vihmann
7. Sander Puri
14. Konstantin Vassiljev ('46)
15. Hindrek Ojamaa
19. Tristan Koskor ('46)
20. Artjom Dmitrijev ('76)
23. Taijo Teniste ('61)

Varamenn:
12. Sergei Lepmets (m)
3. Henrik Purg ('46)
6. Brent Lepistu
8. Henri Anier ('46)
13. Trevor Elhi ('61)
16. Rasmus Peetson ('76)
18. Robert Kriss
20. Markus Poom ('46)
22. Matve Igonen

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: