Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Valur
0
1
Breiðablik
0-1 Andri Rafn Yeoman '77
Kristinn Freyr Sigurðsson '92
26.05.2019  -  19:15
Origo völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sól og hiti
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 1528
Maður leiksins: Jonathan Hendrickx
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
4. Einar Karl Ingvarsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('46)
11. Sigurður Egill Lárusson ('68)
17. Andri Adolphsson
18. Lasse Petry
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
71. Ólafur Karl Finsen ('76)

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
6. Sebastian Hedlund
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('76)
12. Garðar Gunnlaugsson ('46)
18. Birnir Snær Ingason
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('68)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Bjarni Ólafur Eiríksson ('32)

Rauð spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('92)
Leik lokið!
Breiðablik vinnur Val á útivelli 1-0. Það er alvöru krísa á Hlíðarenda!
94. mín
Nú er Eiður Aron kominn uppá topp, Valsarar með leið 1 í lokin.
92. mín Rautt spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn Freyr að láta henda sér útaf! Hleypur á eftir Kolbeini og straujar hann aftan frá í einhverju pirringskasti, ótrúlega heimskulegt hjá jafn reyndum leikmanni og Kidda.
91. mín
Fimm mínútum bætt við hér, Kaj Leó haltrar hér um völlinn, alls ekki í lagi með hann.
89. mín
Kaj Leó liggur hér eftir, Valsarar búnir með skiptingarnar svo þeir verða manni færri ef hann getur ekki haldið leik áfram.
88. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Arnar Sveinn Geirsson (Breiðablik)
Viktor Karl að koma inná fyrir Arnar Svein sem virðist gjörsamlega búinn á því.
87. mín
Andri Rafn í skotið en beint á Hannes.
84. mín
Vá þessi skelfilegi bolti frá Lasse Petry. Aukaspyrna inná teiginn gjörsamlega beint upp í loftið og æfingabolti til að grípa fyrir Gulla.
82. mín
Einar skýtur úr aukaspyrnunni úti á kanti, í hliðarnetið og Gulli líka löngu mættur í hornið.
81. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
GPL stöðvar Birki eftir að hafa misst hann framhjá sér með að ýta honum niður, gult spjald.
77. mín MARK!
Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Blikar komnir yfir! Hendrickx með fyrirgjöf sem Orri hefði getað sparkað í burtu en hann hikar og boltinn fer á Höskuld sem leggur hann út á Brynjólf. Hannes ver frá Brynjólfi en Andri Rafn er mættur í fylginguna og skorar! Afleitt hjá Orra.
76. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Ólafur Karl Finsen (Valur)
Kiddi tekur síðasta korterið í tíunni fyrir Óla Kalla.
75. mín
Galin dómur hér, Damir vinnur boltann gegn Óla Kalla á miðjum vellinum og er dæmdur brotlegur, Blikar alls ekki sáttir með dóminn.
72. mín
Höskuldur einn í gegn en Hannes ver enn eitt dauðafærið, Höskuldur var hins vegar rangstæður svo það hefði aldrei talið hefði hann skorað.
68. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Siggi Lár að koma útaf hér fyrir Kaj Leó. Bæði lið búin með tvær skiptingar.
68. mín
Hendrickx í skot vel fyrir utan en það er langt yfir.
66. mín
Siggi Lár að detta í gegn en Gulli mætir vel á móti og lokar á hann. Siggi nær skotinu en Gulli ver og nær svo að kasta sér á boltann.
65. mín
Inn:Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik) Út:Þórir Guðjónsson (Breiðablik)
Tvöföld skipting hjá Blikunum hér. Þórir og Aron út fyrir Höskuld og Brynjólf.
65. mín
Inn:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
64. mín
Arnar leggur hann út á teiginn á Kolbein sem á fínt skot niðri í fjærhornið en Hannes er mættur og handsamar boltann.
62. mín
Vindurinn flýgur framhjá Arnari Sveini og kemur svo með fyrirgjöf sem Óli Kalli reynir að flikka á Garðar sem er aleinn en Elli nær að bjarga í horn áður en boltinn berst á Garðar.
60. mín
Garðar dettur með boltann inn í teig, boltinn berst á Andra sem skýtur yfir markið.
58. mín
Kolbeinn með Zidane framhjá Orra hérna og fer í skotið en það er yfir, alvöru taktar!
55. mín Gult spjald: Arnar Sveinn Geirsson (Breiðablik)
Birkir að fá mjög ódýra aukaspyrnu þar sem hann kastar sér niður þegar hann er að hlaupa framhjá Arnari sem kemur varla við hann. Arnar fær gult fyrir mótmæli.
52. mín
Garðar skallar hann innfyrir á Andra og Damir hendir sér að boltanum, Valsmenn vilja víti en mér sýnist þetta vera rétt að dæma ekki.
50. mín
Þórir fær flugbraut og fer svo í skotið með hægri en það er beint á Hannes.
47. mín
Blikar í færi. Aron með sendingu inná teig sem Valsarar koma frá en boltinn fer á Hendrickx í þröngu færi hægra megin, skot hans er gott en fer rétt framhjá markinu.
46. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja hér seinni hálfleikinn.
46. mín
Inn:Garðar Gunnlaugsson (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Eins og ég sagði þá er Garðar að koma inná núna, Stinni út fyrir hann.
45. mín
Garðar Gunnlaugs er að koma inná í seinni hálfleikinn, kominn úr peysunni og búinn að hita upp allan hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
0-0 í hálfleik. Búið að dæma tvö mark af Völsurum og fyrra var klárlega vitlaust, það seinna virtist líka vera vitlaust miðað við að fótur Arnars var í línu við Andra. Rándýrt fyrir Valsara!
45. mín
Bíddu nú við aftur skorar Valur og það er flaggað af, nú er það Andri og svei mér þá mér sýnist þetta ekki vera rangstæða!
45. mín
Þrem mínútum bætt við. Siggi í færi síðan en Elli bjargar í horn.
44. mín
Aron skokkar aftur inná, í fínu lagi sýnist mér.
43. mín
Nú liggur Aron eftir, kveinkar sér eitthvað. Arnar er í lagi en Aron er eitthvað tæpur hér.
40. mín
Arnar Sveinn og Birkir skullu saman hérna og Arnar liggur hér eftir og fær aðhlynningu, vonandi er í lagi með hann.
39. mín
Einar Karl með aukaspyrnu inn á teiginn á Stinna sem hittir boltann engan veginn með höfðinu, boltinn berst af Stinna á Bjarna sem er rangstæður.
37. mín
Óli Kalli í ákjósanlegu skotfæri en hann keyrir of langt og Damir nær boltanum af honum, hefði átt að skjóta bara fyrr.
35. mín
Stinni í kapphlaupi við Viktor Örn og kemst framfyrir hann og nær skotinu en Gulli ver.
32. mín Gult spjald: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Bjarni Ólafur að fá gult fyrir mótmæli, hljóp að Agli að láta hann heyra það fyrir að gefa ekki Ella annað gult hérna þegar hann braut á Lasse hérna, dæmdur hagnaður og ekkert spjald á Ella.
30. mín
Markið sem Siggi skoraði áðan átti alltaf að standa, eftir að hafa séð endursýningar þá er augljóst að hann er ekki fyrir innan. Dýr mistök hjá dómaratríóinu!
29. mín Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Elli að brjóta hressilega á Andra hérna og fær gult spjald, þriðja svona brotið hjá Ella svo þetta er verðskuldað spjald.
28. mín
Hannes! Þórir getur ekki skorað á Hannes hérna! Einn í gegn en Hannes kemur á móti, lokar og ver stórkostlega frá honum, þvílíkur leikur hjá Hannesi hingað til!
26. mín
Blikar herja á mark Vals, nú fer GPL í skot inn í teig en beint á Hannes sem heldur boltanum. Valsmenn eru hálf sofandi hér undanfarnar mínútur.
24. mín
Stinni liggur eftir með skurð á höfði sýnist mér, fór í skallabolta við Ella og þeir skullu saman.
23. mín
Þórir nær ekki að skora, nú fær hann fínt skallafæri eftir fyrirgjöf Hendrickx en skallar boltann framhjá markinu.
22. mín
Annað dauðafæri og nú er það Þórir aftur! Laglegt samspil sem endar með að Þórir fær hann aleinn á móti Hannesi en setur hann beint á hann, var að reyna að klobba hann sennilega, þarna verður hann að skora!
21. mín
Arnar Sveinn í stöngina! Laglegur þríhyrningur hjá Arnari og Aroni sem endar með færi hjá Arnari og hann setur hann í stöngina, þarna munaði engu að Arnar skoraði gegn uppeldisklúbbnum.
19. mín
Einar Karl fer í skotið hér fyrir utan teig en það er vel framhjá, hefði getað sent boltann til hliðar frekar.
18. mín
Dauðafæri! Hendrickx með geggjaða fyrirgjöf beint á kollinn á Þóri sem skallar en Hannes vel á verði, skallinn beint á hann, hefði átt að gera betur þarna!
17. mín
Andri Adolphs í góðri stöðu á hægri kantinum og fer í fyrirgjöf en hún er arfaslök og fer beint í markspyrnu.
14. mín
Eftir innkast hjá Blikum dettur boltinn fyrir Hendrickx rétt fyrir utan teig og hann tekur hann í fyrsta á lofti en skotið rétt yfir. Góð tilraun.
10. mín
Mark dæmt af Sigga, Lasse með sendingu innfyrir á Sigga sem klárar laglega í fyrsta yfir Gulla í markinu en hann var flaggaður rangstæður svo þetta telur ekki.
10. mín
Þarna voru Blikar nálægt því. Aron með skot sem fer af varnarmanni og dettur fyrir Andra sem skýtur rétt framhjá markinu.
7. mín
Fínt uppspil hjá Völsurum milli Sigga, Lasse og Bjarna en endar með að Bjarni er rangstæður.
6. mín
Guðjón Pétur með mjög skrýtna hornspyrnu sem ratar út á teigshornið hinu megin og boltinn endar svo í innkasti.
1. mín
Elli fljótur að láta vita af sér, fer hér og tekur Stinna niður hressilega eftir 55 sekúndna leik.
1. mín
Leikur hafinn
Valur hefja leikinn hér.
Fyrir leik
Það eru bræður að mætast hér í kvöld. Einar Karl leikmaður Vals og Davíð Ingvarsson varamaður Blika í kvöld eru bræður. Þeir bræður eru uppaldir í Krikanum, FH-ingar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin.

Hjá Val er ein breyting frá tapinu gegn FH, Lasse Petry er búinn að jafna sig af meiðslum og kemur inn í byrjunarliðið fyrir fyrirliðann Hauk Pál sem tekur út leikbann.

Breiðablik gerir tvær breytingar frá tapinu gegn ÍA, Thomas Mikkelsen er meiddur og spilar ekki í kvöld, þá fer Höskuldur Gunnlaugsson á varamannabekkinn. Þórir Guðjónsson og Aron Bjarnason koma inn í byrjunarliðið í þeirra stað.
Fyrir leik
Þessi lið mættust á þessum velli í fyrra 27. maí og þar sigruðu Valur 2-1 eftir að hafa lent 1-0 undir. Það var leikur sem snéri tímabilinu við hjá Val og spurning hvort þeir endurtaki leikinn hér í kvöld?
Það hefur loðað við Gústa Gylfa og Blikana að þeir þori ekki að vinna stóru leikina. Til að mynda vann Valur báða leikina í deild í fyrra og í hittifyrra. Mun það snúast við í kvöld eða heldur Gústi áfram að tapa gegn stóru liðunum?
Fyrir leik
Hér eru að mætast þau tvö lið sem tóku topp tvö sætin í fyrra. Valur urðu Íslandsmeistarar og Blikar lentu í öðru sætinu.

Valur hafa farið skelfilega af stað í deildinni þetta sumarið, þeir eru með 4 stig eftir fyrstu 5 leikina og þurfa nauðsynlega sigur hér í kvöld ætli þeir að koma sér í gang. Gary Martin málið er búið svo þeir hafa engan blóraböggul í kvöld til að kenna um slæmt gengi.

Blikar hafa farið vel af stað og eru með 10 stig eftir fyrstu 5 leikina í 3.sætinu. Blikar töpuðu fyrsta leik sínum á tímabilinu gegn ÍA á heimavelli í síðasta leik og vilja klárlega koma tilbaka í kvöld með sigri á Íslandsmeisturunum.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Breiðabliks í 6. umferð Pepsí Max-deild karla á Origo vellinum.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Jonathan Hendrickx
11. Aron Bjarnason ('65)
17. Þórir Guðjónsson ('65)
18. Arnar Sveinn Geirsson ('88)
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('65)
8. Viktor Karl Einarsson ('88)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Davíð Ingvarsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('65)
77. Kwame Quee

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Elfar Freyr Helgason ('29)
Arnar Sveinn Geirsson ('55)
Guðjón Pétur Lýðsson ('81)

Rauð spjöld: