Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Magni
3
2
Njarðvík
0-1 Andri Fannar Freysson '37 , víti
Gunnar Örvar Stefánsson '45 , víti 1-1
Gunnar Örvar Stefánsson '50 2-1
Gunnar Örvar Stefánsson '69 3-1
3-2 Andri Gíslason '75
13.06.2019  -  17:00
Grenivíkurvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: 12° og sólskin!
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Gunnar Örvar Stefánsson
Byrjunarlið:
23. Aron Elí Gíslason (m)
Frosti Brynjólfsson
Gauti Gautason
8. Arnar Geir Halldórsson
9. Gunnar Örvar Stefánsson ('82)
9. Guðni Sigþórsson
10. Lars Óli Jessen
15. Hjörvar Sigurgeirsson
17. Kristinn Þór Rósbergsson ('73)
18. Jakob Hafsteinsson (f) ('64)
26. Viktor Már Heiðarsson

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Þorgeir Ingvarsson ('64)
4. Sveinn Óli Birgisson
11. Tómas Veigar Eiríksson
18. Ívar Sigurbjörnsson ('82)
19. Marinó Snær Birgisson ('73)
27. Þorsteinn Ágúst Jónsson

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Bergvin Jóhannsson
Áki Sölvason
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Viktor Már Heiðarsson ('36)
Kristinn Þór Rósbergsson ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Arnar flautar til leiksloka! Lífsnauðsynleg þrjú stig hjá Magna í afar skemmtilegum leik! Gunnar Örvar Stefánsson mætti taka boltann með sér heim, ef við værum í útlöndum! Fagnaðarlætin eru mikil og skiljanlega. Páll Viðar Gíslason, þjálfari Magna sefur vært í nótt! Rafn Markús kannski ekki jafn mikið.
93. mín
Atli Geir á slaka sendingu fram og boltinn rennur aftur fyrir. Þetta er að koma hjá Magna.
92. mín
Frosti brunar upp hægri kantinn í skyndisókn gegn fáliðaðari Njarðvíkurvörn, hann sendir á Marinó en sendingin er of föst og boltinn skýst til Brynjars í markinu.
90. mín
3 mínútum bætt við.
88. mín
Vel varið hjá Aroni! Stefán setur hann fastan niðri í markmannshornið, en Aron er vandanum vaxinn og ver í horn. Hann grípur svo hornspyrnuna við hæsta lófatak leiksins!
87. mín
Njarðvíkingar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Magna, við gríðarlega litla hrifningu Magnamanna! Stefán Birgir er líklegastur til þess að taka spyrnuna, en Gísli Martin stendur einnig yfir boltanum.
85. mín
Guðni vinnur hornspyrnu og stuðningsmenn Magna klappa vel fyrir því. Allar tafir eru vel þegnar þegar þessi 3 stig eru í húfi. Ekkert kemur úr horninu þó og Njarðvík fær innkast.
82. mín
Inn:Ívar Sigurbjörnsson (Magni) Út:Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Þrennuhetjan kveður þennan leik og Ívar kemur inn. Varnarskipting hjá Magna.
82. mín
Njarðvíkingar vinna fyrsta skalla inní teig, en boltinn siglir í gegnum þvöguna og aftur fyrir.
81. mín
Gauti kemst inní sendingu og leikur útúr vörn Magna, en missir boltann aftur fyrir sig og brýtur af sér. Njarðvík fær aukaspyrnu útá hægri kanti.
80. mín
Pressan er þung hjá Njarðvíkingum og Kenneth Hogg kemur sér í sæmilegt skotfæri, en skotið er beint á Aron.
78. mín
MÖGNUÐ VARSLA HJÁ ARONI ELÍ!! Stefán Birgir á virkilega góða aukaspyrnu af 30 metra færi, sem að fer alveg út við stöng - en Aron Elí skutlar sér og notar allan faðminn til að koma boltanum aftur fyrir í horn. Frábært hjá báðum!
77. mín
Nú fáum við alvöru lokamínútur hér. 3-2 og þetta er algjörlega endanna á milli!
75. mín MARK!
Andri Gíslason (Njarðvík)
Stoðsending: Gísli Martin Sigurðsson
FRÁBÆRT MARK!!! Fær boltann úti vinstra megin og snýr hann í fjær, stöngin inn! Ógeðslega vel klárað hjá Andra! Andrarnir sjá um markaskorun Njarðvíkurmegin.
73. mín
Inn:Marinó Snær Birgisson (Magni) Út:Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
70. mín
Inn:Kenneth Hogg (Njarðvík) Út:Pawel Grudzinski (Njarðvík)
Kenneth kemur inn til að valda usla fram á við.
69. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Stoðsending: Frosti Brynjólfsson
HVER ANNAR!!! Fullkomnar þrennu sína og mögulega stigin þrjú fyrir Magna! Frosti er á undan varnarmanni í boltann og setur hann í fyrsta inn fyrir á Gunnar sem að á ekki í nokkrum vandræðum með að leggja boltann framhjá Brynjari í hornið! Ískaldur, að vanda. Gunnar þrennukall.
67. mín
Guðni Sigþórsson sleppur einn í gegn eftir að Kristinn Þór potar honum á hann. Hann virðist óákveðinn í því hvað hann ætlar að gera og missir boltann of langt frá sér, gæti reynst dýrkeypt í lokin!
64. mín
Inn:Þorgeir Ingvarsson (Magni) Út:Jakob Hafsteinsson (Magni)
Fyrsta breyting Magna.
63. mín
Langur bolti í gegn á Krystian sem að hefði verið einn gegn opnu marki ef að Aron Elí hefði ekki komist í veg fyrir sendingu, tók hana listavel niður á kassann!
62. mín Gult spjald: Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
Sýndist þetta vera fyrir gott og gamaldags dómaratuð.
58. mín
Einhver reikistefna á sér stað eftir að Brynjar Geir skallar boltann framhjá og þeir pirrast í Arnari Þór. Ég veit EKKERT yfir hverju þeir eru að agnúast!
57. mín
Gunnar Örvar brýtur á Gísla Martin og Njarðvíkingar fá aukaspyrnu á góðum stað útá kanti. Ekki í fyrsta sinn.
56. mín Gult spjald: Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
Hindrar Njarðvíkinga í að taka snögga aukaspyrnu. Hann er ekki sáttur.
55. mín
Inn:Krystian Wiktorowicz (Njarðvík) Út:Ari Már Andrésson (Njarðvík)
52. mín
Gunnar Örvar er ekkert hættur! Fær boltann utarlega hægra megin í vítateig Njarðvíkur og neglir boltanum í utanverða stöngina. Njarðvíkingar þurfa að vakna!
50. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Stoðsending: Frosti Brynjólfsson
ÞAÐ HELD ÉG NÚ!! Glimrandi sókn Magna! Frosti Brynjólfsson leikur upp vinstri kantinn og kemur með frábæra fyrirgjöf á Gunnar Örvar, sem gerir engin mistök! Setur boltann viðstöðulaust í fjærhornið. Gjörsamlega óverjandi. Frábær viðsnúningur hjá Magnamönnum!
47. mín
Guðni Sigþórsson brýtur á Gísla Martin og Njarðvík fá aukaspyrnu útá vinstri kantinum.
46. mín
Góður maður benti mér á að þessi leikur er auðvitað í þráðbeinni á MAGNI TV á YouTube.
46. mín
Leikur hafinn
Magni koma þessu í gang!
45. mín
Hálfleikur
+2 Jafnt í hálfleik eftir að Gunnar Örvar jafnar með flautumarki úr víti. Þetta verður spennandi seinni hálfleikur hér á Grenivíkurvelli!
45. mín Mark úr víti!
Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
GUNNAR ÖRVAR ÍSKALDUR! Leggur hann niður í hægra hornið og sendir Brynjar í vitlaust horn! 1-1 í hálfleik!!
45. mín
VÍTASPYRNA DÆMD!!! Brynjar Geir keyrir Gauta niður og Arnar Þór bendir á punktinn!
45. mín
Nú fá Magnamenn aukaspyrnu útá vinstri kanti, nálægt vítateig Njarðvíkur. Brotið á Guðna Sigþórssyni.
44. mín
Magni fær hornspyrnu þegar skammt er til leikhlés. Ná þeir að jafna fyrir hálfleiksflautið? Svarið er nei. Allavega ekki eftir þessa hornspyrnu.
39. mín
Þetta mark er smá gusa í andlit Magnamanna, sem að höfðu verið líklegri fram að þessu, án þess þó að skapa sér einhver dauðafæri.
38. mín Gult spjald: Ari Már Andrésson (Njarðvík)
37. mín Mark úr víti!
Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
KLÁRAR ÞETTA ÖRUGGLEGA! Andri Fannar setur hann ofarlega á mitt markið. Aron Elí skutlaði sér, svo að þetta var aldrei séns fyrir hann!
36. mín Gult spjald: Viktor Már Heiðarsson (Magni)
NJARÐVÍKINGAR FÁ VÍTI!! Viktor Már brýtur af sér sem aftasti maður og fær gult spjald.
33. mín
Þeir gerðu það ekki og Magna menn fá horn hinum megin eftir skyndisókn.
32. mín
Njarðvíkingar fá aukaspyrnu á góðum stað, rétt fyrir utan vítateig Magna, á vinstri kantinum. Nú gildir að nýta þetta...
30. mín
Fínasta spil hjá Hjörvari og Frosta endar með því að Guðni fær hann sirka 20 metrum utan teigs og þrumar á markið en skotið er varið. Góð tilraun og flott varsla Brynjari!
26. mín Gult spjald: Arnar Helgi Magnússon (Njarðvík)
ÚÚÚFF!! Lars Óli er sloppinn í gegn en Arnar Helgi straujar hann niður, sem aftasti maður og fær gult spjald! Rautt var meira en góður möguleiki þarna! Aukaspyrna á stórhættulegum stað. Kristinn Þór á svo aukaspyrnu langt framhjá í kjölfarið.
23. mín
Njarðvík fær aukaspyrnu útá vinstri kanti, inná vallarhelmingi Magna. Margir inní teig, en boltinn er slakur og Magni hreinsar í innkast.
18. mín
Gott samspil hjá Kristni Þór og Gunnari endar með frábæru stungusendingu Gunnars inn fyrir á Guðna. Hann kemst í fínasta færi, en lúðrar boltanum yfir mark Njarðvíkur!
17. mín
Ekkert kemur úr henni og Hjörvar fær á sig brot á miðjunni. Hann virtist bara taka boltann.
16. mín
Hjörvar nælir í hornspyrnu fyrir Magna...
15. mín
Kristinn Þór Rósbergsson með vinstri fótar langskot sem sleikir stöngina! Brynjar Atli var stjarfur á línunni.
14. mín
Arnar Geir kemur boltanum inní teig, eftir snögga aukaspyrnu og Gauti Gautason ætlar að negla boltanum á markið. Það tekst ekki betur en svo að hann þrumar í Brynjar Frey sem var á undan í boltann. Brynjari fannst þetta ekki þægilegt, en er þó staðinn á fætur.
12. mín
Gott færi hjá Njarðvíkingum! Stefán gefur hann á Pawel úti vinstra megin, hann setur hann svo inní teig á Andra Gíslason sem hælklippir hann rétt framhjá stönginni. Mátti engu muna.
8. mín
Bergþór Ingi vinnur hornspyrnu fyrir gestina, eftir baráttu við Gauta. Ekkert kemur úr henni og Magnamenn hreinsa hann lengst í burtu og Njarðvíkingar hefja nýja sókn.
7. mín
Njarðvíkingar héldu góðri pressu á Magna í nokkrar mínútur, áður en brotið var á Guðna Sigþórssyni: Magni tóku aukaspyrnuna snögg á Kristinn Þór sem var aleinn úti vinstra megin, en dómarinn stoppaði það af - við litla hrifningu heimamanna.
3. mín
Magna menn komast í hættulega stöðu þegar að Gunnar Örvar vinnur boltann ofarlega á vellinum og stingur honum á Frosta. Frost sprettir í átt að markinu og á fyrirgjöf sem er hreinsuð í innkast. Uppúr innkastinu fær Frosti svo ágætis færi eftir góðan sprett en Brynjar Atli ver skotið úr þröngri stöðu. Fín byrjun!
1. mín
Leikur hafinn
Njarðvík byrja leik og vinna innkast hátt á vallarhelmingi Magna...
Fyrir leik
Leikmenn eru að gera sig klára. Allt er til reiðu. Völlurinn lítur mjög vel út og það er bongóblíða á Grenivík!
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér verður lýst leik Magna og Njarðvíkur í 7. umferð Inkasso deild karla. Leikurinn fer fram á Grenivíkurvelli og er afar mikilvægur fyrir bæði lið. Magni hefur safnað 2 stigum í fyrstu 6 leikjunum, en Njarðvíkingar hafa 7. Svo að Njarðvík gæti með sigri skilið Magna eftir í alvondri stöðu.
Byrjunarlið:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
Brynjar Freyr Garðarsson
4. Atli Geir Gunnarsson
5. Arnar Helgi Magnússon
6. Gísli Martin Sigurðsson
7. Stefán Birgir Jóhannesson
10. Bergþór Ingi Smárason
14. Andri Gíslason
15. Ari Már Andrésson ('55)
22. Andri Fannar Freysson
27. Pawel Grudzinski ('70)

Varamenn:
31. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
8. Kenneth Hogg ('70)
11. Krystian Wiktorowicz ('55)
16. Jökull Örn Ingólfsson
21. Alexander Helgason
24. Guillermo Lamarca

Liðsstjórn:
Rafn Markús Vilbergsson
Snorri Már Jónsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Leifur Gunnlaugsson
Helgi Már Vilbergsson

Gul spjöld:
Arnar Helgi Magnússon ('26)
Ari Már Andrésson ('38)
Andri Fannar Freysson ('62)

Rauð spjöld: