Leiknir R.
3
2
Afturelding
Sólon Breki Leifsson
'25
1-0
1-1
Alexander Aron Davorsson
'43
, víti
Stefán Árni Geirsson
'54
2-1
2-2
Andri Freyr Jónasson
'66
Arnór Gauti Jónsson
'69
Sævar Atli Magnússon
'80
3-2
16.07.2019 - 19:15
Leiknisvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Nýsleginn, blautur og glæsilegur Leiknisvöllur
Dómari: Bjarni Hrannar Héðinsson
Maður leiksins: Stefán Árni Geirsson
Leiknisvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Nýsleginn, blautur og glæsilegur Leiknisvöllur
Dómari: Bjarni Hrannar Héðinsson
Maður leiksins: Stefán Árni Geirsson
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Ósvald Jarl Traustason
Sólon Breki Leifsson
2. Nacho Heras
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Stefán Árni Geirsson
8. Árni Elvar Árnason
('85)
10. Sævar Atli Magnússon (f)
15. Kristján Páll Jónsson (f)
('76)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
('73)
Varamenn:
6. Ernir Bjarnason
10. Daníel Finns Matthíasson
('73)
10. Ingólfur Sigurðsson
14. Birkir Björnsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
('85)
20. Hjalti Sigurðsson
('76)
26. Viktor Marel Kjærnested
Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Diljá Guðmundardóttir
Hlynur Helgi Arngrímsson
Gul spjöld:
Ósvald Jarl Traustason ('39)
Sævar Atli Magnússon ('49)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Seiglusigur Leiknismanna í hreint út sagt frábærum fótboltaleik.
Þessi hafði upp á allt að bjóða
Takk fyrir samveruna
Viðtöl og fleira koma hingað inn eins fljótt og auðið er.
Þessi hafði upp á allt að bjóða
Takk fyrir samveruna
Viðtöl og fleira koma hingað inn eins fljótt og auðið er.
90. mín
+5
Afturelding vinnur aukaspyrnu. Dæla þessu upp. Leiknismenn vinna fyrsta boltann og Stefán Árni næstum einn innfyrir á miðju en þreytan fleytir honum ekki alla leið.
Afturelding vinnur aukaspyrnu. Dæla þessu upp. Leiknismenn vinna fyrsta boltann og Stefán Árni næstum einn innfyrir á miðju en þreytan fleytir honum ekki alla leið.
90. mín
+5
Leiknismenn vinna hornspyrnu. Er þetta að fjara út fyrir gestina. Stutt hornspyrna
Leiknismenn vinna hornspyrnu. Er þetta að fjara út fyrir gestina. Stutt hornspyrna
90. mín
Það er háspenna þessar mínútur. Engin opin færi svo sem en spennustigið er hátt. No nonsense all over. Afturelding elta jöfnunarmarkið. Leiknismenn virka aðeins stressaðir og færa Aftureldingu þetta trekk í trekk með slökum ákvörðunum.
SPENNAN!!
SPENNAN!!
88. mín
Inn:Tristan Þór Brandsson (Afturelding)
Út:Andri Þór Grétarsson (Afturelding)
Andri Þór Grétarsson ekki klár í að halda leik áfram eftir höfuðhöggið. Þessi skipting hefði átt að koma 5 mínútum fyrr.
86. mín
Afturelding að halda Leiknisliðinu í sótthví á vítateignum. Dæla svo inn í boxið en Nacho stígur Alexander vel út og Eyjólfur grípur inn í.
Smá andrými fyrir næstu lotu
Smá andrými fyrir næstu lotu
85. mín
Áhorfendur í Leiknisstúkunni láta í sér heyra. Ásgeir Örn í bardaga við Sólon. Virðist slá höndinni í andlit Sólons í þessum viðskiptum. Virtist óviljandi. Spennustigið er hátt
85. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.)
Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
Ærlegt dagsverk hjá ÁEÁ.
Ferskir fætur.
Ferskir fætur.
84. mín
Þrjár mínútur af "rólegheitum"
..og svo er þetta aftur komið á fulla ferð. Stefán Árni reynir fyrirgjöf eftir góðan leikkafla Leiknismanna en uppsker horn.
..og svo er þetta aftur komið á fulla ferð. Stefán Árni reynir fyrirgjöf eftir góðan leikkafla Leiknismanna en uppsker horn.
81. mín
Andri Þór markvörður Aftureldingar liggur eftir. Höfuðmeiðsli. Lenti í samstuði við Hjalta sem ætlar að reyna að hoppa yfir Andra sem kom aðvífandi og handsamaði boltann á síðustu stundu.
80. mín
MARK!
Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Stoðsending: Stefán Árni Geirsson
Stoðsending: Stefán Árni Geirsson
Þvílík afgreiðsla og þvílíkur undirbúningur!!
Stefán Árni notar hraðabreytinguna svo vel í að losa sig og keyrir svo í svæði - þræðir Sævar Atla í nálaraugað. Sævar vinstra megin í teignum með Ásgeir Örn á hælunum. Sker svo á hægri fótinn og leggur hann í markhornið fjær.
Þessi íþrótt!
Stefán Árni notar hraðabreytinguna svo vel í að losa sig og keyrir svo í svæði - þræðir Sævar Atla í nálaraugað. Sævar vinstra megin í teignum með Ásgeir Örn á hælunum. Sker svo á hægri fótinn og leggur hann í markhornið fjær.
Þessi íþrótt!
79. mín
Hornið finnur Sævar Atla á nær sem reynir skot en í varnarmann og aftur í hann. Markspyrna. Hættulegt!
78. mín
Leiknismenn færa sig ofar. Liggja nokkuð þungt á gestunum. Sævar Atli með skottilraun sem endar úti horni og Leiknismenn vinna svo horn í kjölfarið.
76. mín
Inn:Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.)
Út:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Önnur skipting Leiknismanna. Hjalti kemur beint í hægri bakvörðinn. Var farið að draga af Kristjáni, skiljanlega.
76. mín
Gestirnir líklegri þessa stundina. Jason gerir vel og finnur Hafliða sem ætlar að setja boltann í hornið fjær (vinstra megin úr teignum) en beint á Eyjólf sem missir boltann - en nær honum á síðustu stundu aftur í greipar sér.
73. mín
Alexander Aron rís upp - skallar að marki og þetta virðist vera á leið í mark vinkilinn en Kristján Páll hreinsar á línu.
73. mín
Leiknismenn þá orðnir mann fleiri með þessari síðustu skiptingu.
Þoka að færast yfir völlinn.
Afturelding vinnur hornspyrnu
Þoka að færast yfir völlinn.
Afturelding vinnur hornspyrnu
73. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)
Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Vuk heldur ekki leik áfram eftir þetta brot Arnórs Gauta.
70. mín
Inn:Roger Banet Badia (Afturelding)
Út:Djordje Panic (Afturelding)
Taktísk skipting hjá Arnari Halls. Roger Banet Badia kemur í miðvörðinn
69. mín
Rautt spjald: Arnór Gauti Jónsson (Afturelding)
Seinna gula. Fer á fullri siglingu í gegnum Vuk Óskar. Kemur inn í hann á stoðfótinn. Vuk liggur eftir og skal engann undra. Svona lagað á bara að vera beint rautt. Hverju sem sentímetrum eða sekúndubrotum líður.
67. mín
Leiknismenn fara upp og vilja vítaspyrnu. Svipaðar aðstæður og í vítaspyrnudóminum sem Afturelding fékk í fyrri hálfleik.
Erfitt að greina hversu þung snertingin var og hversu auðfús Leiknismaður var að falla. En það var snerting þarna.
Erfitt að greina hversu þung snertingin var og hversu auðfús Leiknismaður var að falla. En það var snerting þarna.
66. mín
MARK!
Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Stoðsending: Ásgeir Örn Arnþórsson
Stoðsending: Ásgeir Örn Arnþórsson
Þvílíka neglan! Kemur eins og köld vatnsgusa. Ásgeir finnur Andra hægra megin í teignum. Andri tekur boltann með sér og hamrar úr mjög þröngu færi. Hausar Eyjólf í markinu. Þetta var ekkert smá afl í þessu!
65. mín
Vuk Óskar með góðan sprett frá vinstri og inn á teiginn. Ætlar að teikna boltann innanfótar í fjærhornið með hægri en nær boltanum ekki nógu utarlega og hann sveigir í öruggar hendur Andra Þórs.
64. mín
Þriðja mark Leiknismanna liggur í loftinu. Frábær sókn sem endar á frábærri fyrirgjöf frá Kristjáni Páli. Sævar Atli rennir sér í teignum en nær ekki til boltans á markteignum.
59. mín
Gult spjald: Arnór Gauti Jónsson (Afturelding)
Klippir Stefán Árna niður í vinstra horninu. Stefán með góða snertingu framhjá Arnóri Gauta sem kemur of seint inn í þetta.
58. mín
Hafliði með góðan sprett frá vinstri inn á völlinn. Finnur Alexander Aron sem hamrar að marki en beint á Eyjólf
57. mín
Góð hápressa frá Aftureldingu. Setja Ósvald Jarl í erfiða aðstöðu. Gestirnir nálægt því að nýta sér baslið en Nacho kemur til bjargar og markspyrna niðurstaðan
57. mín
Afturelding með góða sókn. Vinstri bakvörðurinn Sigurður Kristján með tvær fyrirgjafir sem Bjarki og Nacho koma úr teignum en bara rétt svo. Endar svo á skottilraun sem fer himinhátt yfir.
56. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Út:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)
Skipting hjá gestunum. Miðjumaður út og sóknarmaður inn.
54. mín
MARK!
Stefán Árni Geirsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Sævar Atli Magnússon
Stoðsending: Sævar Atli Magnússon
Sævar Atli leggur af stað í leiðangur. Kemst inn í glórulausa sendingu Aftureldingu á miðsvæðinu. Keyrir frá miðjuboga að teignum - framhjá tveimur og setur svo Stefán Árna einan innfyrir.
Stefán sallarólegur. Tekur tvær vigtaðar snertingar og chippar svo yfir markvörð gestanna.
Stefán sallarólegur. Tekur tvær vigtaðar snertingar og chippar svo yfir markvörð gestanna.
52. mín
Galopið og eins og áður segir þá koma fleiri mörk.
"Book them and they will come"
Bæði lið á hörkutempói og læti á sóknarþriðjungum beggja liða.
"Book them and they will come"
Bæði lið á hörkutempói og læti á sóknarþriðjungum beggja liða.
49. mín
Afturelding fer svo rakleiðis upp eftir þetta tilþrifa session Sævars Atla en í stað þess að enda með skoti þá dribbla þeir sig í ógöngur og færið rennur út í sandinn. Þ.e.a.s. þessi þrjú skotfæri sem opnuðust.
48. mín
Flott sókn hjá heimamönnum. Þræða sig í gegnum. Stefán Árni í teignum og stimplar á Árna Elvar en skotið blokkerað!
Stuttu seinna gerir Sævar Atli svo vel að ég finn ekki lýsingaorðin. Snýr á Loic Ondo sem er að nippinu með ökklana. Endar svo á að klobba hann áður en hann setur boltann létt í stöngina og út.
Þetta var einfaldlega svo fallegt að þetta átti skilið að fara inn.
Stuttu seinna gerir Sævar Atli svo vel að ég finn ekki lýsingaorðin. Snýr á Loic Ondo sem er að nippinu með ökklana. Endar svo á að klobba hann áður en hann setur boltann létt í stöngina og út.
Þetta var einfaldlega svo fallegt að þetta átti skilið að fara inn.
Framkvæmdastjórinn à basli à Pogo á Leiknisvelli. Erfitt að fara à hátt og langt à Pogo
LÃÂf og fjör á Leiknisvelli àhálfleik. Pogo völlurinn vel nýttur af ungum sem öldnum. Seinni hálfleikur að hefjast þar sem staðan er 1-1. pic.twitter.com/jkSEvTBQEz
— Leiknir ReykjavÃÂk FC (@LeiknirRvkFC) July 16, 2019
45. mín
Hálfleikur
Bjarni Hrannar blæs til hálfleiks.
Fjörugur hálfleikur.
Sterkt fyrir gestina að ná inn jöfnunarmarkinu. Móralskt erfitt fyrir heimamenn að ná ekki að tóra. En það eru sjálfsagt 1-2 jafnvel 3 mörk eftir í þessu.
Fjörugur hálfleikur.
Sterkt fyrir gestina að ná inn jöfnunarmarkinu. Móralskt erfitt fyrir heimamenn að ná ekki að tóra. En það eru sjálfsagt 1-2 jafnvel 3 mörk eftir í þessu.
43. mín
Vítið dæmt á Ósvald. Fer að því er virðist aftan í Aftureldingsmann sem finnur snertinguna og lætur sig falla.
Ætla ekki að fella dóm á þetta. En samkvæmt þeim sem voru í betri aðstöðu að þá var þetta snerting.
Ætla ekki að fella dóm á þetta. En samkvæmt þeim sem voru í betri aðstöðu að þá var þetta snerting.
43. mín
Mark úr víti!
Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Setur hann sallarólegur á mitt markið. Sleikir takkana á skónnum hans Eyjólfs í markinu sem dýfði sér til vinstri.
42. mín
Vítaspyrna dæmd á Ósvald Jarl. Boltinn í hönd hans? Sá það bara ekki nógu vel. En Bjarni Hrannar dæmir vítaspyrnu
42. mín
Ósvald Jarl með stórhættulega fyrirgjöf frá vinstri. Smellhitti þennan og tengir við Sólon sem keyrir á nær en skotið laust og varið.
41. mín
Afturelding eru aggresívari þessa stundina. D.Panic gerir vel við hægra vítateigshornið. Sker inn og skýtur að marki. Leit ágætlega út. En fer í varnarmann áður en þetta gat reynt á Eyjólf í marki Leiknis.
39. mín
Gult spjald: Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)
Allt brjálað! Ósvald í bókina. Réttilega.
Aukaspyrna fyrir framan varamamannabekk Leiknis. Afturelding dælir inn Rúnar Kristins´esque bolta vs France en Eyjólfur gerir það sem Fabien Barthez gat ekki og grípur næsta auðveldlega. Vantaði sennilega Rikka Daða þarna í boxið
Aukaspyrna fyrir framan varamamannabekk Leiknis. Afturelding dælir inn Rúnar Kristins´esque bolta vs France en Eyjólfur gerir það sem Fabien Barthez gat ekki og grípur næsta auðveldlega. Vantaði sennilega Rikka Daða þarna í boxið
38. mín
Afturelding vinnur aukaspyrnu í vinstra horninu. Verulega slappur bolti sem endar á fyrsta manni og aukinheldur fyrir aftan pakkann sem var að keyra inn að marki.
Margar regnhlÃfar á lofti. Staðan annars góð! Sólon kom okkur yfir 1-0. @saevarolafs er með beina textalýsingu á .Net: https://t.co/XQSvYuTd6Q #stoltbreiðholts pic.twitter.com/3UiJKpJsmJ
— Leiknir ReykjavÃk FC (@LeiknirRvkFC) July 16, 2019
35. mín
Leiknismenn svara með flottum spilkafla. Tengja einhverjar 30 (slump) sendingar áður en Afturelding nær að stöðva Ósvald Jarl í vinstra horninu. Fallegt.
33. mín
Afturelding með góðan leikkafla. Halda Leiknisliðinu niðri á vítateig en ná ekki að finna glufu.
31. mín
Góð lína! Nú er það Jason Daði sem teikar Stefán Árna sem er að komast á hörkusprett með Jason í eftirdragi.
Bjarni Hrannar kallar Jason til og gefur tiltal.
Bjarni Hrannar kallar Jason til og gefur tiltal.
28. mín
Þetta er hörkuleikur. Fullt að gerast hjá báðum liðum. Leiknismenn hafa fengið hættulegri færi en gestirnir hafa átt góðar rispur og eru til alls líklegir.
25. mín
MARK!
Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Stefán Árni Geirsson
Stoðsending: Stefán Árni Geirsson
Var að skrifa að það væri tímaspursmál hvenær fyrsta mark leiksins kæmi. Strokaði það út hratt og örugglega þegar Stefán Árni átti þrusu fyrirgjöf frá hægri. Fastur með jörðinni sem Ásgeir Örn náði ekki að afgreiða.
Sólon hirti upp leifarnar og kláraði með power-finish´i í markhornið. Sóðalegt en fallegt
Sólon hirti upp leifarnar og kláraði með power-finish´i í markhornið. Sóðalegt en fallegt
22. mín
Afturelding bjargar á línu! Sentímetrar hreinlega. Leiknismenn vinna boltann. Sævar gerir vel í að setja Sólon innfyrir sem fer framhjá aðvífandi Andra í markinu. Er í slæmu jafnvægi - rennir boltanum í autt markið en Arnór Gauti með tímamóta tæklingu og hreinsar á línu. Vá!!
Prik á AD2 sem var mættur á endamörk á réttum tíma. Fótavinnan
Prik á AD2 sem var mættur á endamörk á réttum tíma. Fótavinnan
19. mín
Dauðafæri hjá Leiknismönnum! Sólon Breki setur þennan framhjá. Langt innkast finnur Stefán Árna í hægra horninu. Stefán setur boltann í 45 gráðurnar þar sem Sólon rykkir til baka, ætlar að læða boltanum í nær hornið en boltinn framhjá. Andri Þór í marki Aftureldingar var farinn í hitt hornið.
14. mín
Fyrsti sénsinn hjá Aftureldingu sem virðast vel peppaðir og klárir í þennan vatnaslag hér í Breiðholti. Sending frá hægri (Jason) sem varnarmenn Leiknis ná ekki að afgreiða almennilega. Djorde (sýndist mig) fyrstur í frákastið en boltinn framhjá markinu úr teignum.
11. mín
Djorde Panic gerir hér vel. En fyrst gerir Ásgeir Örn mætavel undir pressu. Finnur hlaupið hans Djorde sem kemur sér með góðri snertingu framfyrir Ósvald sem fer aftan í hann. Aukaspyrna.
Bekkur UMFA vill spjald en Bjarni Hrannar gefur aðeins tiltal.
Þetta átti að vera spjald allan daginn.
Bekkur UMFA vill spjald en Bjarni Hrannar gefur aðeins tiltal.
Þetta átti að vera spjald allan daginn.
10. mín
Hættulegt! Vuk Óskar vinnur horn eftir blokkerað skot. Árni Elvar með frábæran bolta beint í vasann fyrir aftan nærsvæðið. Nacho rís upp en skallinn rétt yfir markið.
9. mín
Gestirnir líflegir. Stíga upp og pressa Leiknisliðið sem í tvígang hefur sloppið með illa vigtaðar sendingar í/og úr öftustu línu
4. mín
Jason Daði vinnur hér boltann af værukærum Nacho Heras. En Daði Bærings gerir vel í að vinna undir þunga snertingu frá Jasoni sem átti að gera betur með leikstöðuna.
Erfiðar aðstæður.
Erfiðar aðstæður.
3. mín
Fer fjörlega afstað. Leiknismenn koma sér í ágætisstöðu. Kristján Páll með tvær fyrirgjafir frá hægri. Sú fyrsta var skölluð frá á nær af Ondo en sú síðari endaði á fjær þar sem enginn Leiknismaður var staddur.
1. mín
Leikur hafinn
Leikur er hafinn. Afturelding byrjar með knöttinn. Sækja í áttina að Breiðholtslauginni.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn
Útsýnið er í gegnum mosaík filter. Skyggni ekki gott.
Útsýnið er í gegnum mosaík filter. Skyggni ekki gott.
Jæja. Siggi er búinn að leggja lÃnurnar. 19:15. Leiknir vs Afturelding. #intÃgullwetrust #StoltBreiðholts #fotboltinet pic.twitter.com/ebh8oX217h
— Leiknir ReykjavÃk FC (@LeiknirRvkFC) July 16, 2019
Fótboltaleikur er eintóm gleði... @LeiknirRvkFC tekur þetta 4-1! pic.twitter.com/oOMvKyhXxy
— Eyþór Bjarnason (@ljonshjarta) July 16, 2019
Fyrir leik
Leyfi/Fjarverandi
Ingólfur Sigurðsson leikmaður Leiknis er skráður á bekk - en hann er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Ingólfur er að glíma við meiðsl í hásin.
Ingólfur Sigurðsson leikmaður Leiknis er skráður á bekk - en hann er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Ingólfur er að glíma við meiðsl í hásin.
Fyrir leik
Jæja rétt rúmar 10 mínútur í að þetta verði blásið á.
Carnival de Paris að keyra af stað og ómar af steypuflykkinu Asparfelli.
Haugasjór hér í Breiðholti. Rignir og rignir og rignir!
N-England halló. Newcastle Upon Tyne. Rigningardekk (skrúfutakkaskór) eru must hér í dag ef menn ætla ekki að vera í ruglinu.
Já ég kom með F1 líkingu.
Carnival de Paris að keyra af stað og ómar af steypuflykkinu Asparfelli.
Haugasjór hér í Breiðholti. Rignir og rignir og rignir!
N-England halló. Newcastle Upon Tyne. Rigningardekk (skrúfutakkaskór) eru must hér í dag ef menn ætla ekki að vera í ruglinu.
Já ég kom með F1 líkingu.
Fyrir leik
Leiknir R
Leiknir R hefur tapað síðustu tveimur fótboltaleikjum. Nú síðast gegn Fram í Safamýrinni sem var helst til ósanngjarnt (en það er svo sem ekki spurt að því). Liðið hefur sótt þrjú stig af þeim síðustu níu sem keppt hefur verið um.
Lykilleikmenn
Sævar Atli Magnússon
Alltaf líklegur, iðinn og með háa fótboltagreind. Hefur ekki alveg komist á það skrið sem vænta mætti og færi en hafa ber í huga að Sævar er fæddur ´00 en hann er klár lykilleikmaður.
Árni Elvar Árnason
Ef til vill setja einhverjir sem þekkja til spurningamerki þarna, en Árni er einfaldlega eins og svissneskur vasahnífur á miðjunni. Tekur til sín varnarlega og getur aukinheldur skilað lykilsendingum sóknarlega. Aðrir miðjumenn liðsins tikka í fleiri box annað hvort sóknarlega eða varnarlega.
Eyjólfur Tómasson
Fyrirliði liðsins þarf að vera klár í það sem kemur. Aðstæður eins erfiðar og þær verða fyrir markmenn. Eyjólfur stendur hinsvegar eins og bautasteinn milli stanganna og sjálfsagt sönnun þess að vélmenni koma til með taka yfir á endanum.
Tölfræðin
5 sigurleikir 0 jafntefli 6 tapleikir
Markatala 17 - 19
----
Afturelding
Gestirnir hafa sótt eitt stig af þeim níu síðustu sem í boði hafa verið. Stigið sótti Afturelding af harðfylgi á lokamínútunum gegn Þrótti R í síðustu umferð. Sköpuðu mosfellingar urmul færa í þeim leik sem öll fóru forgörðum, eða þangað til Andri Freyr Jónasson jafnaði á 87 mínútu.
Lykilleikmenn
Ásgeir Örn Arnþórsson
Kvikur, iðinn og ávallt líklegur til að brjóta upp leikinn.
Andri Freyr Jónasson
Raðaði inn mörkunum í fyrra í 2.deildinni. Er búinn að skora 3 mörk í 11 leikjunum sem búnir eru. Aftureldingsliðið þarf mörk og Andri Freyr er þeirra helsti markaskorari með rétt undir fjórðung marka liðsins.
Jason Daði Svanþórsson
Efnilegur piltur fæddur ´99 sem var frábær í síðsta leik liðsins gegn Þrótti, þar sem honum héldu engin bönd. Skapaði hann fullt af sénsum fyrir liðsfélaga sína. Gestirnir koma sjálfsagt til með að leita til hans á hægri vængnum í von um að Jason endurtaki leikinn
Tölfræðin
3 sigurleikir - 1 jafntefli - 7 tapleikir
Markatala: 13 - 24
Leiknir R hefur tapað síðustu tveimur fótboltaleikjum. Nú síðast gegn Fram í Safamýrinni sem var helst til ósanngjarnt (en það er svo sem ekki spurt að því). Liðið hefur sótt þrjú stig af þeim síðustu níu sem keppt hefur verið um.
Lykilleikmenn
Sævar Atli Magnússon
Alltaf líklegur, iðinn og með háa fótboltagreind. Hefur ekki alveg komist á það skrið sem vænta mætti og færi en hafa ber í huga að Sævar er fæddur ´00 en hann er klár lykilleikmaður.
Árni Elvar Árnason
Ef til vill setja einhverjir sem þekkja til spurningamerki þarna, en Árni er einfaldlega eins og svissneskur vasahnífur á miðjunni. Tekur til sín varnarlega og getur aukinheldur skilað lykilsendingum sóknarlega. Aðrir miðjumenn liðsins tikka í fleiri box annað hvort sóknarlega eða varnarlega.
Eyjólfur Tómasson
Fyrirliði liðsins þarf að vera klár í það sem kemur. Aðstæður eins erfiðar og þær verða fyrir markmenn. Eyjólfur stendur hinsvegar eins og bautasteinn milli stanganna og sjálfsagt sönnun þess að vélmenni koma til með taka yfir á endanum.
Tölfræðin
5 sigurleikir 0 jafntefli 6 tapleikir
Markatala 17 - 19
----
Afturelding
Gestirnir hafa sótt eitt stig af þeim níu síðustu sem í boði hafa verið. Stigið sótti Afturelding af harðfylgi á lokamínútunum gegn Þrótti R í síðustu umferð. Sköpuðu mosfellingar urmul færa í þeim leik sem öll fóru forgörðum, eða þangað til Andri Freyr Jónasson jafnaði á 87 mínútu.
Lykilleikmenn
Ásgeir Örn Arnþórsson
Kvikur, iðinn og ávallt líklegur til að brjóta upp leikinn.
Andri Freyr Jónasson
Raðaði inn mörkunum í fyrra í 2.deildinni. Er búinn að skora 3 mörk í 11 leikjunum sem búnir eru. Aftureldingsliðið þarf mörk og Andri Freyr er þeirra helsti markaskorari með rétt undir fjórðung marka liðsins.
Jason Daði Svanþórsson
Efnilegur piltur fæddur ´99 sem var frábær í síðsta leik liðsins gegn Þrótti, þar sem honum héldu engin bönd. Skapaði hann fullt af sénsum fyrir liðsfélaga sína. Gestirnir koma sjálfsagt til með að leita til hans á hægri vængnum í von um að Jason endurtaki leikinn
Tölfræðin
3 sigurleikir - 1 jafntefli - 7 tapleikir
Markatala: 13 - 24
Fyrir leik
Leiknir R
Heimamenn finna sig í 7.sæti Inkasso deildarinnar. Merkilegt nokk að liðið er aðeins sex stigum frá Gróttu sem sitja í 2.sæti deildarinnar og fimm stigum frá Aftureldingu sem sitja í fallsæti. Eins og þessi deild er að spilast þá gæti jafnvægi og smá "run" breytt miklu á síðari hluta tímabilsins.
Liðið hefur verið laust við allan stöðugleika í sumar en Leiknisliðið hefur hinsvegar sýnt frábæra spilamennsku og veruleg gæði á köflum. En þess á milli hefur liðið dottið niður á blokkflautubyrjanda-level.
Þjálfari liðsins er Sigurður Heiðar Höskuldsson sem tók við taumunum eftir að Stefán Gíslason tók við þjálfarastarfi Lommel í Belgíu.
Afturelding
Gestirnir og nýliðarnir í Inkasso eru í 11.sæti deildarinnar með 10 stig. Liðið hefur gengið í gegnum nokkra endurnýjun frá því að Arnar Hallsson tók við liðinu, en hann hefur sótt unga leikmenn í stað eldri og reyndari leikmanna sem voru burðarás liðsins um margra ára skeið. Það er margt í liðið spunnið og mikil þörf fyrir félagið að halda sér í deildinni og ná stöðugleika í Inkassodeildinni.
Arnar Hallsson er eins og áður segir þjálfari Aftureldingar. Hann tók við liðinu fyrir tímabilið 2018.
Heimamenn finna sig í 7.sæti Inkasso deildarinnar. Merkilegt nokk að liðið er aðeins sex stigum frá Gróttu sem sitja í 2.sæti deildarinnar og fimm stigum frá Aftureldingu sem sitja í fallsæti. Eins og þessi deild er að spilast þá gæti jafnvægi og smá "run" breytt miklu á síðari hluta tímabilsins.
Liðið hefur verið laust við allan stöðugleika í sumar en Leiknisliðið hefur hinsvegar sýnt frábæra spilamennsku og veruleg gæði á köflum. En þess á milli hefur liðið dottið niður á blokkflautubyrjanda-level.
Þjálfari liðsins er Sigurður Heiðar Höskuldsson sem tók við taumunum eftir að Stefán Gíslason tók við þjálfarastarfi Lommel í Belgíu.
Afturelding
Gestirnir og nýliðarnir í Inkasso eru í 11.sæti deildarinnar með 10 stig. Liðið hefur gengið í gegnum nokkra endurnýjun frá því að Arnar Hallsson tók við liðinu, en hann hefur sótt unga leikmenn í stað eldri og reyndari leikmanna sem voru burðarás liðsins um margra ára skeið. Það er margt í liðið spunnið og mikil þörf fyrir félagið að halda sér í deildinni og ná stöðugleika í Inkassodeildinni.
Arnar Hallsson er eins og áður segir þjálfari Aftureldingar. Hann tók við liðinu fyrir tímabilið 2018.
Fyrir leik
Góðir gestir
Héðan frá Leiknisvelli verður lifandi textalýsing um gang mála í viðureign Leiknismanna og Aftureldingar.
Bind nokkrar vonir við að þetta verði hress og skemmtilegur leikur. Aðstæðurnar ættu að geta boðið upp tempó, tæklingar og sjálfsagt alveg helling af tæknifeilum.
Vonandi fáum við fullkominn kokteil af þessu hér í kvöld.
Héðan frá Leiknisvelli verður lifandi textalýsing um gang mála í viðureign Leiknismanna og Aftureldingar.
Bind nokkrar vonir við að þetta verði hress og skemmtilegur leikur. Aðstæðurnar ættu að geta boðið upp tempó, tæklingar og sjálfsagt alveg helling af tæknifeilum.
Vonandi fáum við fullkominn kokteil af þessu hér í kvöld.
Byrjunarlið:
30. Andri Þór Grétarsson (m)
('88)
Alexander Aron Davorsson
2. Arnór Gauti Jónsson
4. Sigurður Kristján Friðriksson
5. Loic Mbang Ondo (f)
6. Ásgeir Örn Arnþórsson
7. Hafliði Sigurðarson
10. Jason Daði Svanþórsson (f)
11. Róbert Orri Þorkelsson
14. Jökull Jörvar Þórhallsson
('56)
18. Djordje Panic
('70)
Varamenn:
13. Tristan Þór Brandsson (m)
('88)
8. Kristján Atli Marteinsson
9. Andri Freyr Jónasson
('56)
10. Kári Steinn Hlífarsson
12. Hlynur Magnússon
17. Valgeir Árni Svansson
19. Roger Banet Badia
('70)
25. Georg Bjarnason
Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Arnar Hallsson (Þ)
Margrét Ársælsdóttir
Elvar Magnússon
Gul spjöld:
Arnór Gauti Jónsson ('59)
Arnór Gauti Jónsson ('69)
Rauð spjöld:
Arnór Gauti Jónsson ('69)