Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
FH
2
4
Breiðablik
Steven Lennon '11 1-0
Atli Guðnason '17 2-0
2-1 Viktor Örn Margeirsson '23
Davíð Þór Viðarsson '54
2-2 Höskuldur Gunnlaugsson '57
2-3 Thomas Mikkelsen '62
2-4 Thomas Mikkelsen '73
26.08.2019  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Rigning og hægur vindur
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Thomas Mikkelsen - Breiðablik
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson
3. Cédric D'Ulivo
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson ('66)
7. Steven Lennon
8. Þórir Jóhann Helgason ('63)
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason ('58)
16. Guðmundur Kristjánsson
27. Brandur Olsen

Varamenn:
1. Gunnar Nielsen (m)
8. Kristinn Steindórsson
11. Jónatan Ingi Jónsson
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('63)
21. Guðmann Þórisson ('58)
22. Halldór Orri Björnsson ('66)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Ólafur H Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Brandur Olsen ('19)
Pétur Viðarsson ('82)

Rauð spjöld:
Davíð Þór Viðarsson ('54)
Leik lokið!
Blikar með öflugan sigur!

Staðan var 2-1 fyrir FH þegar rauða spjaldið fór á loft og þá fór allt í steik hjá heimamönnum!

Annað sætið er Blika áfram og þeir eru sjö stigum frá toppliði KR.
90. mín
Gísli Eyjólfs með skot en hittir ekki rammann.

Uppbótartíminn er að minnsta kosti 3 mínútur.
86. mín
Inn:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
82. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
78. mín
Breiðablik vann fyrri leikinn gegn FH 4-1 svo liðið hefur skorað átta mörk á FH í Pepsi Max-deildinni í sumar.
76. mín
Fyrirgjafirnar hafa verið að gefa í kvöld. Bakverðir í brasi!
74. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
73. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
LEIK LOKIÐ?

Viktor með fyrirgjöf frá hægri, Daði misreiknar boltann og grípur í tómt. Mikkelsen kemur þessum bolta í netið.
72. mín
FH MEÐ SLÁARSKOT!!!!

ÞESSI LEIKUR! ÞESSI LEIKUR!!! Brandur skaut í slá úr aukaspyrnunni.
70. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Brot rétt fyrir utan teig! FH fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
68. mín
Höskuldur með skot beint á Daða. FH varla að komast yfir miðju þessa stundina.
67. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik)
66. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (FH) Út:Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
64. mín
Leikurinn hefur að mestu verið spilaður á eitt mark í seinni hálfleiknum! Gulli er áhorfandi.
63. mín
Inn:Þórður Þorsteinn Þórðarson (FH) Út:Þórir Jóhann Helgason (FH)
62. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
BLIKAR ERU KOMNIR YFIR SKYNDILEGA!!!

Guðjón Pétur Lýðsson fær boltann frá Alfons, geggjuð fyrirgjöf frá Gauja á kollinn á Mikkelsen sem skallar knöttinn inn!
61. mín
Alfons Sampsted búinn að eiga frábærar fyrirgjafir í kvöld.
60. mín
Guðjón Pétur með skot fyrir utan teig, yfir. Allur meðbyr með Blikum núna, ellefu gegn tíu!
58. mín
Inn:Guðmann Þórisson (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
Skipting í kjölfarið á rauða spjaldinu.
57. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Alfons Sampsted
BLIKAR JAFNA METIN!!!!

Guðjón Pétur rennir boltanum á Alfons sem á fyrirgjöfina! Höskuldur skallar knöttinn inn við markteigslínuna!

Frábær fyrirgjöf!
55. mín
Brynjólfur Darri tekur aukaspyrnuna en skýtur í vegginn!

Leikurinn er orðinn enn áhugaverðari!
54. mín Rautt spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
ALFONS Í DAUÐAFÆRI EN DAVÍÐ ÞÓR VIÐARSSON TOGAR Í HANN RÉTT FYRIR UTAN TEIG!

FYRIRLIÐI FH REKINN AF VELLI! Hárréttur dómur.

Í kjölfarið fékk Breiðablik hörkufæri en FH náði að bjarga.

Senur!
53. mín
ÞARNA MUNAÐI NÁNAST ENGU!!!!

Sending í gegn. Mikkelsen að sleppa í gegn en Cedric bjargar með geggjaðri tæklingu.
52. mín
THOMAS MIKKELSEN reynir hérna klippu í teignum en boltinn framhjá. Hættuleg sókn.
50. mín
Cedric D'Ulivo sólar menn upp úr skónum á miðjum vellinum. Skemmtileg tilþrif og FH-ingar í stúkunni klappa.
48. mín
Hættuleg sending á Lennon sem vinnur hornspyrnu. Björn Daníel með sendinguna. Blikar bægja hættunni frá eftir hornið.
46. mín
Blikar búnir að sparka seinni hálfleik í gang.
45. mín
Það HELLIRIGNIR núna! Verður áhugaverð barátta eftir hlé. En engar áhyggjur af mér, ég hef það fínt í fréttamannastúkunni.
45. mín
Hálfleikur
Hressandi leikur og áhorfendur eru líka í "stuði".

Öskrað á hvern einasta dóm, baulað og tuðað. Kannski er það veðrið en fólk er voðalega neikvætt í dag.

Rétt fyrir halfleik átti Alfons stórhættulega fyrirgjöf sem Blikar voru nálægt því að komast í en boltinn flaug framhjá öllum.
44. mín
Atli Guðna flaggaður rangstæður. Það er líf og fjör í stúkunni og stuðningsmenn FH öskra "NEEEEIII!!!".
43. mín
Elfar Freyr fellur í teignum! Dæmir leikaraskap á Elfar en spjaldar ekki.
41. mín
FH-ingar fá aukaspyrnu sem þeir taka snöggt og Lennon er sloppinn í gegn en Vilhjálmur Alvar leyfir þeim ekki að framkvæma spyrnuna strax.

FH-ingar verulega ósáttir og það er baulað í stúkunni.
40. mín
STÓRHÆTTA við mark Blika! Atli Guðnason með sendingu fyrir, Steven Lennon í baráttunni í blautum teignum og er á endanum dæmdur brotlegur.
38. mín
Lennon með lúxus tilþrif, kemur boltanum á skemmtilegan hátt á Brand með hælnum. Brandur lætur vaða fyrir utan teig en hittir ekki á rammann.
37. mín
Það hefur bætt í vind og rigningu.
34. mín
Alfons með BANEITRAÐA fyrirgjöf! Pétur Viðars rennitæklar í knöttinn og Blikar fá hornspyrnu.

Ekkert merkilegt kemur úr hornspyrnunni.
33. mín
FH-ingar sækja mikið upp hægra megin og ná alltaf að koma sér í fyrirgjafarstöðu.
31. mín
Alfons með fyrirgjöf sem FH-ingar bjarga í hornspyrnu. Boltanum rennt á Davíð Ingvarsson úr horninu og hann skýtur himinhátt yfir.
29. mín
FH-ingar með góðan sprett upp vinstra megin en missa boltann á endanum útaf.
28. mín
Alvöru fótboltaleikur hér í gangi. FH-ingar verið betri en þetta mark hjá Breiðabliki galopnar allt aftur.
23. mín MARK!
Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Stoðsending: Brynjólfur Darri Willumsson
BLIKAR MINNKA MUNINN!!!

FH-ingar voða kærulausir þarna. Brynjólfur Darri fór auðveldlega framhjá Hirti Loga og renndi boltanum á Viktor sem var rétt fyrir utan teig og setti boltann smekklega í fjærhornið.
22. mín
Blikar voru einnig lentir 2-0 undir á þessum tíma í síðasta leik, viðureigninni gegn Val sem endaði 3-3.
19. mín Gult spjald: Brandur Olsen (FH)
Brot við hliðarlínuna.
17. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
FYRSTA DEILDARMARK ATLA Í SUMAR!!!

Breiðabliksvörnin er algjörlega í bullinu.

Steven Lennon á hægri kantinum og rennir boltanum fyrir og Atli skorar af stuttu færi.
16. mín
Fram kemur á mbl.is að Gunnleifur Gunnleifsson sé að leika sinn 300. leik í efstu deild. Aðeins sá þriðji sem afrekar það en hinir eru Birkir Kristinsson (321) og Óskar Örn Hauksson (305).
15. mín
FH NÁLÆGT ÞVÍ AÐ TVÖFALDA FORYSTUNA!

Þórir Jóhann í dauðafæri eftir frábæra stungusendingu en Gunnleifur nær að verja.
13. mín
Björn Daníel með skot af lööööngu færi. Vel yfir.
11. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Brandur Olsen
FH-INGAR FENGU TVÆR HORNSPYRNUR Í RÖÐ!

Brandur með flotta spyrnu í seinna skiptið og Steven Lennon skallaði knöttinn inn úr markteignum.

Léleg dekkning hjá Blikum en Lennon var þarna milli Alfons og Mikkelsen. Vondur varnarleikur.
9. mín
STÖNGIN!!!!

Dmir með sendingu til baka á Gunnleif, Lennon fer í pressuna og Gunnleifur sparkar boltanum í hann og hann hafnar svo í fjærstönginni!
7. mín
GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON BJARGAR Á LÍNU!

Blikar fengu aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi FH-inga. Baneitruð sending og skyndlega var Höskuldur kominn í hörkufæri, boltinn fer tilviljanakennt framhjá Daða markverði en Guðmundur er réttur maður á réttum stað á línunni!
5. mín
Brandur Olsen kemur boltanum til vinstri á Hjört Loga sem á fyrirgjöf meðfram jörðinni, Gunnleifur handsamar boltann af öryggi.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru FH-ingar sem hefja leik. Þeir sækja í átt að Keflavík i fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Fylgstu með...

Brandur Olsen
Hefur verið funheitur með FH-ingum að undanförnu. Færeyingurinn er loksins farinn að skjóta á markið, eins og Óli Kristjáns segir! Hann skoraði bæði mörk FH í 2-1 sigrinum gegn Fylki í síðustu umferð.

Brynjólfur Darri Willumsson
Sóknarmaðurinn ungi er fullur sjálfstrausts og hefur sýnt að hann eigi heima í byrjunarliðinu. Ef FH-ingar hafa ekki góðar gætur á honum í kvöld þá gæti hann 'saggað pandawalkið' í kvöld.
Fyrir leik
Aron Elís Þrándarson spáir 2-2
FH komnir á 'run' og líta miklu betur út en þeir gerðu. Fínt fyrir Blika að ná í stig í Krikanum. Mikkelsen með bæði mörk Blika, Lennon og Björn Daniel skora fyrir FH.
Fyrir leik
Morten Beck, sóknarmaður FH, fékk rautt spjald í sigri Fimleikafélagsins gegn Fylki og tekur út leikbann í dag. Þórður Þorsteinn Þórðarson fer líka út úr byrjunarliðinu hjá FH.

Inn koma Cédric D'Ulivo og Davíð Þór Viðarsson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Hjá Breiðabliki er spilað með þriggja hafsenta kerfi og Elfar Feyr Helgason kemur inn eftir leikbann. Thomas Mikkelsen kemur einnig inn en Alexander Helgi Sigurðarson og Gísli Eyjólfsson setjast á bekkinn.

Brynjólfur Darri Willumsson var í 'níunni' í síðasta leik en er nú settur á vænginn.

Fyrir leik
Það rignir í Krikanum en nánast logn og hitinn um tólf gráður svo það eru fínustu aðstæður. Hvet fólk til að mæta á völlinn, það fer vel um fólk í stúkunni hér.

Byrjunarliðin eru að detta inn.
Fyrir leik
Þessi leikur átti upphaflega að vera í gærkvöldi en var færður aftur um sólarhring til að spila við betri aðstæður. Það var gríðarlegt rok og mikil rigning í gær.
Fyrir leik
Breiðablik og FH eiga að baki 109 mótsleiki frá upphafi. Í öllum 109 skráðum leikjum liðanna frá 1964 til 2018 sigra Blikar 38 leiki, jafnteflin eru 21 og FH hefur sigur í 50 leikjum.
Fyrir leik
FH-ingar eiga harma að hefna frá fyrri deildarleik þessara liða í sumar. Breiðablik vann 4-1 sigur í Kópavoginum í byrjun júní.

Aron Bjarnason, sem er horfinn á braut til Belgíu, skoraði tvívegis í þeim leik. Andri Yeoman og Thomas Mikkelsen skoruðu einnig fyrir Blika en mark FH skoraði Brynjar Ásgeir Guðmundsson, sárabótamark.
Fyrir leik
Evrópubarátta!

Breiðablik er enn í öðru sæti Maxarans en það eru 10 stig upp í topplið KR sem gerði markalaust jafntefli við KA í drepleiðinlegum leik í gær.

Breiðablik er með 30 stig en FH, sem hefur verið á þrusuflottri siglingu að undanförnu, er í þriðja sæti með 28 stig.

Talnaglöggir lesendur átta sig á því að með sigri fer FH upp í annað sætið!
Fyrir leik
Morten Beck, sóknarmaður FH, fékk rautt spjald í sigri Fimleikafélagsins gegn Fylki og tekur út leikbann í dag.
Fyrir leik
Hæhæ! Velkomin með okkur í Kaplakrika þar sem FH og Breiðablik eigast við í 18. umferð Pepsi Max. Hér verður klárlega mikið stuð.

Besti dómari okkar Íslendinga í dag, Vilhjálmur Alvar, heldur um flautuna.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('86)
9. Thomas Mikkelsen
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
26. Alfons Sampsted
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('74)
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('67)

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('74)
8. Viktor Karl Einarsson ('67)
11. Gísli Eyjólfsson ('86)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
17. Þórir Guðjónsson
18. Arnar Sveinn Geirsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Viktor Örn Margeirsson ('70)

Rauð spjöld: