Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Ísland
4
1
Ungverjaland
Elín Metta Jensen '9 1-0
1-1 Henrietta Csiszár '41
Hlín Eiríksdóttir '59 2-1
Dagný Brynjarsdóttir '64 3-1
Elín Metta Jensen '91 4-1
29.08.2019  -  18:45
Laugardalsvöllur
A-landslið kvenna - EM 2021
Aðstæður: Logn og svalt en fínasta fótboltaveður
Dómari: Abigail Marriot
Áhorfendur: 2019
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('72)
2. Sif Atladóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
10. Dagný Brynjarsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('60)
16. Elín Metta Jensen
17. Agla María Albertsdóttir ('60)

Varamenn:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
12. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('60)
8. Alexandra Jóhannsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir ('72)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
11. Ásta Eir Árnadóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
20. Guðný Árnadóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('60)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Laufey Ólafsdóttir
Ólafur Pétursson
Ian David Jeffs
Hjalti Rúnar Oddsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Ásta Árnadóttir
Ari Már Fritzson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍSLAND með sanngjarnan sigur eftir gjörsamlega frábæran seinni hálfleik.

Viðtöl og einkunnir koma inn hér rétt á eftir.
91. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Ísland)
Sko hvað sagði ég!!

Svava með fasta sendingu sem Szocs virtist vera með en boltinn barst á Elín Mettu sem var alein í heiminum og kláraði frábærlega í autt markið. Kórónar hér frábæran leik sinn!
90. mín
4 mínútum bætt við!
Nægur tími fyrir eitt mark í viðbót frá Íslandi!
87. mín
Hættuleg sókn hjá Ungverjalandi sem endar með því að Sara hendir sér fyrir boltann og boltinn í horn!
87. mín
Inn:Petra Kocsan (Ungverjaland) Út:Evelin Fenyvesi (Ungverjaland)
84. mín
Fanndís með skot sem Szocs ver.
Sá ekki hver átti sendinguna inn fyrir en hún var hárnákvæm, líklega var það Elín Metta.
79. mín
Leikurinn ögn rólegri síðustu mínúturnar en Ungverjar hafa hægt og rólega verið að stíga upp og sækja meira.

Taka hérna stutt horn og Jakabfi nær hörku skoti sem Sandra ver í horn. Ekkert verður úr seinni hornspyrnunni.
79. mín
Inn:Bernadett Zagor (Ungverjaland) Út:Fanny Vago (Ungverjaland)
72. mín
Inn:Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland) Út:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
71. mín
Fanndís allt í einu ein fyrir framan markið, með fast skot en beint á Szocs!

Stuttu seinna er Svava í DAUÐAFÆRI eftir sendingu frá Fanndísi en skallinn í hliðarnetið.
69. mín
Inn:Alexandra Ivett Toth (Ungverjaland) Út:Evelyn Mosdoczi (Ungverjaland)
Mosdoczi virkaði virklega þreytt í bakverðinum enda búin að hafa þónokkuð mikið að gera.
64. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
3-1!!!

Fanndís með langa sendingu upp á Svövu á hægri kantinum. Svava nánast komin ein í gegn og nær ágætis skoti sem Szocs ver út í teiginn. Þar var Dagný mætt og neglir honum í netið! Jón Þór vissi alveg hvað hann var að gera með þessum skiptingum.
62. mín
Fanndís með hornspyrnu eftir jörðinni frá hægri, beint á Glódísi sem beið inn á teignum. Skotið frá henni hinsvegar framhjá.
60. mín
Inn:Fanndís Friðriksdóttir (Ísland) Út:Agla María Albertsdóttir (Ísland)
60. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) Út:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Markaskorarinn útaf og ferskar fætur inn! Búin að eiga flottan leik.
59. mín MARK!
Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Þarna kom það!!

Agla kom með fyrirgjöfina frá hægri sem Elín Metta tekur snyrtilega niður og finnur Hlín í teignum. Hlín klárar í hægra hornið!
53. mín
DAUÐAFÆR!

Elín Metta með fullkomna stungu innfyrir á Dagnýju. Skot hennar er hinsvegar ekkert sérstakt og fer beint á Szocs í markinu. Svona færi verðum við að nýta!

Stuttu seinna virðist Elín Metta vera tekin niður inn í teig en ekkert dæmt!
53. mín
Elín Metta snýr bakvörðinn af sér og kemur boltanum á Söru, hún með skot á markið en það var ekki erfitt fyrir Szocs að verja það.
49. mín
Ísland fékk aukaspirnu úti á hægri kantinum, sem Agla tekur. Hún kemur með fyrirgjöf sem Glódís skallar en FRÁBÆR varsla hjá Szocs aftur fyrir, hornspyrna sem Ísland á.

Ekkert verður úr hornspyrnunni.
49. mín
Langt innkast frá Sif sem Sara skallar lengra, Dagný nær svo fínum skalla á markið en Szos ver boltann út í teiginn. Þar er Hlín mætt enn einu sinni, en skotið í varnarmann.
45. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn, engin skipting í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
1-1 niðurstaðan í hálfleik.

Íslenska liðið búið að vera ögn sterkara en er því miður ekki að ná að skapa sér nógu mikið af færum og virðist vanta ákveðni fram á við. Ungverjar unnu sig hægt og rólega inn í leikinn og náðu að lauma inn marki undir lok hálfleiksins.
45. mín
Aukaspyrna sem Agla tekur, vippar honum yfir varnarvegginn. Þar er Dagný mætt og nær hörkuskoti en Szöcs ver vel.
41. mín MARK!
Henrietta Csiszár (Ungverjaland)
Stoðsending: Fanny Vago
Ísland allt of lengi til baka!

Ungverjar sóttu hratt og var það Vágó sem var eldsnögg upp miðjuna og með frábæra sendingu yfir varnarmenn Íslands og inn á teiginn þar sem Csiszár var mætt. Csiszár klárar svo fram hjá Söndru.
34. mín
Efnileg sókn hjá Íslenska liðinu, Hlín gaf boltann inn fyrir á Söru sem náði fyrirgjöfinni en Ungverjar komu boltanum frá. Þar var Ingibjörg mætt í fína stöðu en fyrirgjöfin hjá henni slöpp og boltinn lengst út af. Það vantar aðeins bit í sóknarleikinn hjá íslenska liðinu, liðið hefur ekki náð að skapa sér mikið af færum.
27. mín
Elín Metta snýr varnarmenn Ungverjalands af sér á miðjum vellinum og stefndi allt í stórsókn Íslenska liðsins en hún aðeins of lengi að ákveða sig og ekkert verður úr sókninni.
27. mín
Aðeins hægst á leiknum síðustu mínúturnar og Ungverjaland fengið að vera með boltann en þær hafa enn lítið náð að skapa sér. Eru þó að koma sér meira inn í leikinn.
20. mín
Csiszár fyrirliði Ungverja með fyrsta skot þeirra á markið, en það var máttlaust og og Sandra grípur auðveldlega.
14. mín
Ísland heldur áfram að pressa og var Agla María nálægt því að komast í gegn en þær Ungversku koma boltanum frá.

Stuttu seinna fær Elín Metta boltann við vinstri horn fánann og kemur með fína fyrirgjöf, en íslensku stelpurnar ekki á réttum stað og boltinn því aftur fyrir.
12. mín
Hallbera með fínan sprett upp kantinn og lék á Mosdóczi í bakverðinum, sendi svo boltann með jörðinni inn á teiginn þar sem Agla María var mætt, en skotið fram hjá.
9. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Ísland)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
ÍSLAND ER KOMIÐ YFIR!

Glódís átti frábæra skiptingu yfir á Hallberu sem keyrði af stað upp kantinn og gaf inn í á Elín Mettu, sem hafði nægan tíma til að taka boltann niður og klára í hægra hornið.
8. mín
Önnur hornspyrna sem Ísland fær eftir fína sókn. Boltinn berst enn einu sinni út á Hlín sem kemur honum fyrir en eftir klafs í teignum koma Ungverjar boltanum frá.
7. mín
Ingibjörg með sendingu inn fyrir vörnina á Hlín sem fær hornspyrnu. Szocs ver hornspyrnuna út í teiginn og þar var Hlín átti hörku skot á markið en boltinn endaði einhvernveginn í Söru Björk sem var rangstæð.
3. mín
Agla María í kapphlaupi við Mosdóczi en missir boltann útaf. Íslenska liðið pressar hátt þegar Ungverska vörnin er með boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Ungverjar byrja með boltann og sækja í átt að Laugardalslaug.
Fyrir leik
Nú hafa þjóðsöngvar liðanna verið leiknir og leikmenn heilsast, þetta er alveg að bresta á!
Fyrir leik
Nú ganga liðin inn á völlinn ásamt ungum iðkendum í landsliðstreyjum og það styttist í að við fáum að heyra þjóðsöngvana.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru klár og þau má sjá hér til hliðar. Margir biðu spenntir að sjá hver stæði á milli stanganna í fjarveru Guðbjargar og nú er það ljóst að það er Sandra sem er í því hlutverki í dag.

Íslenska liðið stillir upp í 4-3-2-1 en Ungverjaland í hefðbundnu 4-3-3.
Fyrir leik
Jón Þór Hauksson þjálfari Íslands:

,,Ungverjar hafa spilað 4-4-2 og eru þéttir á miðjunni. Þeir liggja svolítið til baka en koma síðan til með að pressa okkur á köflum. Við þurfum að vera þolinmóð á boltann og hreyfa boltann hratt á milli kanta í okkar sóknarleik til að komast á bakvið þær. Ég býst við erfiðum leik. Ungverjarnir eru sýnd veiði en ekki gefin og eru með góða leikmenn innanborðs, þar á meðal þrjá leikmenn úr þýsku Bundesligunni. Þeir hafa gæði í sínu liði og verkefnið sem er framundan er erfitt."
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þetta er fyrsti keppnisleikur Íslands undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Hann tók við liðinu í fyrra af Frey Alexanderssyni og hefur stýrt liðinu í 8 æfingaleikjum á árinu. 4 hafa unnist, 1 tapast og þrír endað með jafntefli.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Í ungverska liðinu er Fanny Vágó sem spilaði með Þrótti í Pepsi Max-deildinni sumarið 2011. Hún skoraði 5 mörk í 18 leikjum það sumarið en sneri svo aftur ti lheimalandsins. Hún er 28 ára og hefur skorað 29 mörk í 53 landsleikjum.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Ísland er í 17. sæti á heimslista FIFA en mótherjar okkar í dag, Ungverjar, eru í 45. sæti og hafa verið á leið niður listann undanfarin ár. Þær unnu aðeins einn leik í undankeppni HM, gegn Króatíu sem endaði í neðsta sæti riðrilsins án sigurs.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómararnir koma frá Englandi í þetta sinn. Abigail Marriot dæmir leikinn og aðstoðarmenn hennar á línunum eru Sian Massey og Helen Byrne. Stacey Pearson er á skiltinu.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Ísland er í F-riðli undankeppni EM sem fer fram í Englandi sumarið 2021.

Auk Íslands eru Svíþjóð, Lettland, Slóvakía og Ungverjaland í riðlinum.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verði velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM kvenna 2021.

Þetta er fyrsti leikur undankeppninnar og leikið er á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og enn er hægt að fá miða á Tix.is.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Reka Szöcs (m)
3. Henrietta Csiszár
5. Anna Csiki
6. Evelin Fenyvesi ('87)
8. Viktoria Szabo
10. Fanny Vago ('79)
13. Zsanett Jakabfi
14. Evelyn Mosdoczi ('69)
15. Zsofia Racz
19. Dora Zeller
20. Lilla Turanyi

Varamenn:
12. Barbara Biro (m)
22. Anna Samu (m)
2. Anita Pinczi
4. Alexandra Ivett Toth ('69)
7. Loretta Nemeth
9. Dora Sule
11. Dora Papp
16. Diana Csanyi
17. Petra Kocsan ('87)
18. Laura Kovacs
21. Bernadett Zagor ('79)
23. Sara Pusztai

Liðsstjórn:
Edina Marko (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: