Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Ísland
2
0
Andorra
Arnór Sigurðsson '38 1-0
Kolbeinn Sigþórsson '65 2-0
Gylfi Þór Sigurðsson '73 , misnotað víti 2-0
14.10.2019  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni EM
Aðstæður: 7 stiga hiti, austanátt og lítils háttar rigning
Dómari: Tamás Bognar (Ungverjaland)
Áhorfendur: 7981
Maður leiksins: Kolbeinn Sigþórsson
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
3. Jón Guðni Fjóluson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
6. Ragnar Sigurðsson ('68)
8. Birkir Bjarnason ('70)
9. Kolbeinn Sigþórsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
10. Arnór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason ('64)
21. Arnór Ingvi Traustason
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
5. Sverrir Ingi Ingason ('68)
5. Aron Elís Þrándarson
6. Hjörtur Hermannsson
14. Kári Árnason
18. Samúel Kári Friðþjónsson
19. Viðar Örn Kjartansson
20. Emil Hallfreðsson ('70)
22. Jón Daði Böðvarsson ('64)

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Erik Hamren (Þ)

Gul spjöld:
Guðlaugur Victor Pálsson ('80)

Rauð spjöld:
95. mín
1-1 lokatölur í Frakklandi. Nú verðum við að öllum líkindum að tryggja okkur sæti á EM með Þjóðardeildarumspilinu. Þá gerum við það bara og mætum á EM 2020!
Leik lokið!
2-0 sigur hér á Laugardalsvelli gegn Andorra.

Lítið er eftir í Frakklandi, við verðum að vonast eftir marki í blálokin frá Frökkum!
94. mín Gult spjald: Marc Rebes (Andorra)
Pirringsbrot, sparkar í Arnór Ingva.
92. mín
Stöngin! Gylfi neglir þessari aukaspyrnu í innanverða stöngina!
91. mín
Lima brýtur á Gylfa hársbreidd fyrir utan teig, þetta er alvöru skotfæri.
91. mín
Fjórum mínútum bætt við.
90. mín
Enn eitt hornið núna, venjulegur leiktími að renna út.
88. mín
Ísland að sækja stíft, fá nú hornspyrnu en Gomes varði vel frá Arnóri Ingva rétt áðan.
87. mín
Inn:Sebastian Gomez (Andorra) Út:Jordi Alaez (Andorra)
Síðasta skipting leiksins hér, Gomez inn fyrir Alaez.
85. mín
Guðlaugur vill fá víti hér en ekkert dæmt, virtist hafa nokkuð til síns máls en ekkert dæmt.
84. mín
Tyrkir voru að jafna metin í Frakklandi, nú lýtur þetta ekki vel út fyrir okkur. Verðum að treysta á að Frakkar nái að koma inn sigurmarki.
80. mín
Inn:Marc Garcia (Andorra) Út:Alex Martinez (Andorra)
Önnur skipting gestanna, Garcia inn fyrir Martinez.
80. mín Gult spjald: Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland)
Klárt spjald, stöðvar skyndisókn með að rífa manninn niður.
78. mín
Frakkar eru komnir yfir gegn Tyrklandi, ef þetta endar svona þá erum við að fara í úrslitaleik í Tyrklandi!
77. mín
Gylfi með skot himinhátt yfir fyrir utan teig. Ekki hans besti leikur með landsliðinu en það skiptir ekki öllu þegar við erum að vinna.
73. mín Misnotað víti!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Gomes ver þetta frá Gylfa!
Gylfi setur hann til hægri en Gomes er mættur og ver spyrnuna!
72. mín
Víti!
Arnór Ingvi með boltann inná teiginn og boltinn endar í hendinni á Rebes, skoppar upp í hendina á honum.
70. mín
Inn:Emil Hallfreðsson (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
Þá er það atvinnulausa skiptingin, Birkir Bjarna kemur hér af velli fyrir Emil en báðir eru þeir án liðs. Vonum að þeir fái samning á næstunni, Birkir verið frábær í þessum landsleikjum.
68. mín
Inn:Sverrir Ingi Ingason (Ísland) Út:Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Raggi meiddist eitthvað í aðdraganda marksins og þarf að koma af velli. Sverrir Ingi kemur inná í hans stað.
65. mín MARK!
Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Stoðsending: Ragnar Sigurðsson
Þvílíkt mark!
Raggi með langa sendingu í gegn á Kolbein sem platar Llovera upp úr skónum, setur hann á rassinn og afgreiðir síðan færið laglega.

Jafnar hér markamet Eiðs Smára með 26 landsliðsmörk!
64. mín
Inn:Jón Daði Böðvarsson (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Alfreð ekki komist mikið í boltann í dag, kemur hér útaf fyrir Jón Daða.
63. mín
Gylfi í ákjósanlegri stöðu inn í teig og reynir að renna honum fyrir markið en Andorra koma boltanum aftur fyrir.
60. mín
Inn:Richard Fernandez (Andorra) Út:Marcio Vieira (Andorra)
Vieira meiddist áðan og kemur hér af velli fyrir Fernandez.
59. mín
Hornspyrnan fer af varnarmanni og í innkast hinu megin. Úr innkastinu kemur ekkert.
58. mín
Guðlaugur með fyrirgjöf í varnarmann og aftur fyrir. Fáum við mark úr þessari hornspyrnu frá Ara?
55. mín
Rodriguez að brjóta á Arnóri Ingva úti á vinstri kantinum. Gylfi undirbýr fyrirgjöf.
54. mín
Vieira liggur eftir á vellinum og fær aðhlynningu, leikurinn stopp.
51. mín
Vales reynir að smyrja hann innanfótar í fjær fyrir utan teig en Hannes vel á verði og handsamar boltann.
49. mín
Gylfi með skotið sem Gomes missir klaufalega úr fanginu en þeir ná að koma boltanum út.
48. mín
Birkir að sækja aukaspyrnu á góðum stað, bakhrinding. Gylfi skýtur þessum.
46. mín
Kolbeinn fer í skotið úr þröngu færi en Gomes grípur þennan þægilega.
46. mín
Leikur hafinn
Alfreð sparkar hér seinni hálfleiknum í gang.
45. mín
Hálfleikur
1-0 í hálfleik, gott að ná forrystunni fyrir leikhlé. Nú vonum við að Frakkarnir klári Tyrkina og við klárum þennan leik. 0-0 í hálfleik í Frakklandi.
45. mín
Fyrirgjöf frá Arnóri sem dettur fyrir fæturnar á Alfreð en Lima kemst fyrir og setur hann aftur fyrir en dómarinn dæmir markspyrnu af einhverjum óskiljanlegum ástæðum.
44. mín
Fyrirgjöf inná teiginn frá Ara sem fer á Ragga en skalli hans er yfir markið.
38. mín MARK!
Arnór Sigurðsson (Ísland)
Stoðsending: Kolbeinn Sigþórsson
Þarna kom það! Bolti inná teiginn frá Guðlaugi sem Kolbeinn skallar yfir á fjær þar sem Arnór Sigurðsson mætir og skýtur boltanum yfir línuna. Gomes var í þessu en það dugði ekki til og við erum komnir yfir hér á Laugardalsvelli!
37. mín
Það gengur afskaplega lítið hjá Íslenska liðinu að skapa sér færi, bragðdauft á síðasta vallarþriðjungi.
31. mín
Gylfi fer niður inn í teig eftir baráttu við Vales en ekkert víti dæmt. Sýnist það vera rétt en Vales var klárlega að leika sér að eldinum.
28. mín
Vales brýtur á Gylfa eftir að hann sendir boltann og hagnaður dæmdur. Eftir að boltinn fór úr leik þá var Gylfi mjög ósáttur og dómarinn ræddi við hann og Vales en ekkert spjald á loft við litla ánægju Gylfa.
24. mín
Ekkert kemur úr hornspyrnunni, boltinn endar hjá Ara vinstra megin sem er í engu jafnvægi þegar hann setur boltann langt afturfyrir úr fyrirgjöf sinni.
23. mín
Kolbeinn með fyrirgjöf í varnarmann og aftur fyrir í hornspyrnu sem Gylfi ætlar að taka.
22. mín
Arnór Sigurðsson fær boltann hérna fyrir utan teig og fer í skotið á lofti en það fer langt yfir markið.
21. mín
Mjög lítið að gerast í leiknum hingað til, Ísland að þreifa fyrir sér en Andorra vörnin er þétt.
15. mín
San Nicolas kemst í skot rétt utan teigs en það er beint á Hannes og mjög þægilegt fyrir hann að grípa.
13. mín
Ari með boltann út á kanti og reynir fyrirgjöfina á Alfreð en Gomes grípur hana þægilega.
11. mín
Gylfi með aukaspyrnu frá miðjuboganum á Kolbein sem hittir hann ekki en boltinn dettur á Alfreð, skot Alfreðs fer vel yfir markið en hann var í fínni stöðu.
10. mín
Alaez stígur hér Jón Guðna út, kemst upp að endamörkum og kemur með boltann inná teiginn þar sem Raggi hreinsar hann í hornspyrnu.
9. mín
Arnór Ingvi reynir að koma með fyrirgjöf á fjær á Alfreð sem var laus en fyrirgjöfin er slök og beint á Gomes í markinu.
6. mín
Fín sókn hjá Íslandi, Kolbeinn finnur Arnór Sigurðsson sem tekur þríhyrning við Alfreð en Andorra ná að komast fyrir sendingu Alfreðs í gegn á Arnór.
3. mín
Ari með hornspyrnuna beint á kollinn á Kolbeini sem nær góðum skalla en Gomes ver hann frábærlega, blakar honum yfir slánna. Önnur hornspyrna.
2. mín
Guðlaugur Victor kemst upp kantinn en er undir pressu og fyrirgjöf hans fer af Martinez og aftur fyrir í hornspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Andorra byrjar með boltann hér og sækir í átt að vallarklukkunni.
Fyrir leik
Liðin eru komin inná völlinn og þjóðsöngur Andorra er búinn. Nú hefst þjóðsöngur okkar Íslendinga.
Fyrir leik
Ingó Veðurguð lætur sig ekki vanta, það er ekki landsleikur án Ingó að syngja fyrir okkur. Hann byrjar á Stolt siglir fleyið mitt.
Fyrir leik
Andorra vann langþráðan sigur í undankeppni EM á föstudagskvöld þegar liðið lagði Moldóvu 1-0 á heimavelli. Andorra hafði fyrir þennan leik tapað öllum 56 leikjum sínum í undankeppni EM frá upphafi!

Þrátt fyrir sigurinn á föstudag þá eru nokkrar breytingar á liði Andorra í dag. Íslandsvinurinn Idelfons Lima er þó á sínum stað í vörninni en þessi 39 ára gamli varnarmaður er fyrirliði Andorra.

Marc Vales, sem skoraði sigurmarkið gegn Andorra, er á miðjunni en hann leikur með Sandefjord í Noregi.

Nokkrir leikmenn í liðinu spila með Santa Coloma sem er meistari í Andorra. Santa Coloma tapaði gegn Val í Meistaradeidlinni í fyrra.

Aðrir leikmenn eru margir í neðri deildunum á Spáni. Þar af eru leikmenn sem spila með FC Andorra í spænsku C-deildinni. Liðið hoppaði úr E-deildinni upp í C-deildina í sumar en Gerard Pique, varnarmaður Barcelona keypti félagið og keypti sæti í spænsku C-deildinni.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Þrjár breytingar á byrjunarliðinu síðan gegn Frakklandi. Arnór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Jón Guðni Fjóluson koma inn. Jón Guðni leysir Kára Árnason af í vörninni. Rúnar Már Sigurjónsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru meiddir og ekki með.

Ísland stillir upp í 4-4-2 í dag með Kolbein Sigþórsson og Alfreð Finnbogason í fremstu víglínu. Arnór Sigurðsson kemur inn í byrjunarliðið á hægri kantinn og Arnór Ingvi Traustason er vinstar megin. Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason eru saman á miðjunni.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Koldo Álvarez, þjálfari Andorra

"Á morgun fáum við tækifæri til að halda áfram með okkar vegferð, við unnum síðasta leik gegn Moldovíu og höfum trú á að við getum náð í jákvæð úrslit. Ísland mun stjórna leiknum og halda boltanum í 90 mínútur en við vitum að ef við leggjum hart að okkur og nýtum tækifærin okkar getur allt gerst."

"Við erum í vandræðum á miðsvæðinu en við eigum von á miklum baráttuleik, við þurfum að stýra leiknum í önnur svæði á vellinum og við finnum vonandi leiðir til þess."
Fyrir leik
Ari Freyr:

"Við getum klárlega byggt á þennan leik þó við höfum ekki verið mikið með boltann. Þessi barátta og þessi liðheild getur komið okkur langt - hún hefur gert það áður."

"Það sem við höfum gert síðustu sjö árin er að vera þéttir til baka og vinna í skyndisóknum og föstum leikatriðum. Það kom okkur á tvö stórmót og ef allt fellur með okkur núna, ef við höldum áfram með sama viðhorf og við höfðum í dag, þá efast ég ekki um að við förum á EM á næsta ári."
Fyrir leik
Erik Hamren:
"Eins og sást á úrslitum þeirra gegn Frökkum og Tyrklandi þá er erfitt að vinna þá. Við reiknum em ða það verði erfitt að brjóta þá á bak aftur á morgun. Ég er viss um að við séum klárir í slaginn."

"Það eru mikil vonbrigði eftir leikinn gegn Frökkum því að liðið og leikmennirnir verðskulduðu meira þar. Ég finn að þeir eru hungraðir í að vinna leikinn og vonast eftir góðum úrslitum hjá Frökkum (gegn Tyrkjum) svo það ráðist í síðasta landsleikjaglugga ársins hverjir fara á EM."


"Ég hreifst af því hvernig þeir spiluðu í Tyrklandi og Frakklandi og við búumst við erfiðum leik á morgun. Þeir vinna vel sem lið og verjast vel. Það er styrkleiki þeirra. Þeir eru hættulegir í skyndisóknum og í föstum leikatariðum. Ég ber mikla virðingu fyrir Andorra. Þeir gera liðunum sem þeim mæta erfitt fyrir. Við búumst við erfiðum leik á morgun þar sem verður erfitt að skora mörkin sem við þurfum að skora. Þetta er allt öðruvísi leikur en gegn Frökkum en risastór áskorun,"
Fyrir leik
Alfreð Finnbogason:

"Það eru öðruvísi atriði í undirbúningi fyrir leik á móti Frökkum og Andorra. Andorra hefur að meðaltali verið 25% með boltanns svo við gerum ráð fyrir því að við verðum 70-80% með boltann. Þá reynir á aðra eiginleka í okkar leik. Að það sé tempó í sendingum og við stjórnum tempóinu í leiknum."

"Við megum ekki láta þá fara í hausinn á okkur. Moldóvar misstu hausinn gegn þeim og fengu rautt spjald. Andorra eru sérfræðingar í að pirra andstæðinginn eins og sást í útileiknum. Við sáum á klippum í gær að þetta eru sömu klippur og í mars. Þeir haf ekki breytt um leikstíl."

"Það er alltaf erfitt að spila á móti tíu manna blokk í fótbolta, þegar þeir eru á teignum og eru þéttir. Frakkar og Tyrkir áttu erfitt með að brjóta þá á bak aftur. Við gerum þá kröfur að við klárum svona leiki, komum boltanum inn í teig og klárum þær stöður. Þetta verður þolinmæðisverk en við gerum þær kröfur að við eigum að klára þá á heimavelli."
Fyrir leik
Íslandsvinurinn Ildefons Lima var spurður út í það á blaðamannafundi í gær hvort hann væri til í að enda ferilinn hér á Íslandi:

"Ég er kannski á Íslandi núna en líf mitt er í Andorra, það hefði verið möguleiki á að spila hér ef ég væri yngri en Ísland er ekki fyrir mig eins og staðan er núna."

"Ísland er mjög vinalegt land, að því leyti eru Ísland og Andorra lík en á morgun er fótboltaleikur sem ég þarf að hugsa um og við viljum vinna."
Fyrir leik
Kári Árnason:
"Staðan er ekkert svört. Við vissum að það yrði erfitt að sækja stig á móti Frökkum, þetta eru Heimsmeistararnir. Fólk þarf aðeins að átta sig á því að við erum enn í kjörstöðu ef allt fer eins og það á að fara."

"Ef Frakkar vinna Tyrki á Stade de France, þá er það undir okkur komið að vinna Tyrki eins og við oft gert áður."
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Sagan er með okkur í liði en Ísland hefur sex sinnum mætt Andorra og unnið alla leikina með markatöluna 16-0. Andorra hefur því aldrei skorað gegn Íslandi, vonandi verður engin breyting þar á í kvöld.
Fyrir leik
Fyrri leikurinn sem fór fram í Andorra í mars endaði með 0-2 sigri okkar Íslendinga þar sem Birkir Bjarnason og Viðar Örn Kjartansson skoruðu mörkin. Birkir byrjar að öllum líkindum í kvöld, okkar besti maður gegn Frökkum og við erum þunnskipaðir á miðjunni.
Viðar hins vegar er að öllum líkindum á bekknum en hann virðist vera á eftir Alfreði Finnbogasyni, Kolbeini Sigþórssyni og Jóni Daða Böðvarssyni í goggunarröðinni.
Fyrir leik
Íslenska liðið er búið að tapa tveim leikjum í röð gegn Albaníu úti og 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka á föstudaginn hér á Laugardalsvelli.

Andorra náði í sín fyrstu stig þegar þeir unnu 1-0 sigur á Moldóva á föstudaginn. Þeir koma því með sjálfstraust í leikinn í kvöld en Íslenska liðið er samt mun sigurstranglegra.

Íslenska liðið þarf að vinna hér í kvöld og treysta á að Frakkar vinni Tyrkina heima og þá eru Íslendingar í fínum séns á að komast í lokakeppni EM 2020.
Fyrir leik
Staðan í riðlinum:

Tyrkland - 18 stig og 13 mörk í plús
Frakkland - 18 stig og 16 mörk í plús
Ísland - 12 stig og markatalan á núlli
Albanía - 9 stig og markatalan á núlli
Andorra - 3 stig og 13 mörk í mínus
Moldóva - 3 stig og 16 mörk í mínus
Fyrir leik
Gott kvöld og verið velkomin í beina textalýsingu úr Laugardalnum!

Framundan er viðureign Íslands og Andorra á Laugardalsvelli í undakeppni fyrir EM 2020. Leikurinn hefst 18:45 að staðartíma.

Verið með frá byrjun, takið þátt í umræðunni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #fotboltinet og það er aldrei að vita nema einhverjir vel valdir póstar rati inn í þessa textalýsingu.
Byrjunarlið:
1. Josep Gomes (m)
3. Marc Vales
4. Marc Rebes
6. Ildefons Lima(f)
8. Marcio Vieira ('60)
14. Jordi Alaez ('87)
15. Moises San Nicolas
16. Alex Martinez ('80)
17. Joan Cervos
20. Max Llovera
22. Victor Rodriguez

Varamenn:
13. Francisco Pires (m)
5. Emili Garcia
7. Richard Fernandez ('60)
9. Marc Ferre
10. Ludovic Clemente
11. Sergi Moreno
19. Sebastian Gomez ('87)
21. Marc Garcia ('80)
23. Adria Rodrigues

Liðsstjórn:
Koldo lvarez (Þ)

Gul spjöld:
Marc Rebes ('94)

Rauð spjöld: