Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Víkingur Ó.
2
0
Vestri
Gonzalo Zamorano '43 1-0
Harley Willard '75 2-0
20.06.2020  -  14:00
Ólafsvíkurvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Gonzalo Zamorano Leon
Byrjunarlið:
1. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Michael Newberry
6. James Dale (f)
7. Ívar Reynir Antonsson ('70)
10. Indriði Áki Þorláksson ('76)
11. Harley Willard
11. Billy Jay Stedman ('70)
13. Emir Dokara ('95)
17. Kristófer Jacobson Reyes
18. Ólafur Bjarni Hákonarson
19. Gonzalo Zamorano ('95)

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
8. Daníel Snorri Guðlaugsson ('70)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('70)
20. Vitor Vieira Thomas ('76)
21. Pétur Steinar Jóhannsson ('95)
22. Vignir Snær Stefánsson ('95)
33. Kristófer Daði Kristjánsson

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Jón Páll Pálmason (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Einar Magnús Gunnlaugsson
Atli Már Gunnarsson

Gul spjöld:
Ívar Reynir Antonsson ('31)
Harley Willard ('57)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Dómarinn flautar leikinn af.
95. mín
Inn:Pétur Steinar Jóhannsson (Víkingur Ó.) Út:Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó.)
95. mín
Inn:Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.) Út:Emir Dokara (Víkingur Ó.)
91. mín
Vestri kemst í dauða færi eftir flotta stungusendingu en Brynjar Atli ver með löppunum í marki Víkinga
90. mín
Og uppúr þessu fara Víkingar í skyndisókn eftir glæsilega snertingu Gonzalo sem stingur varnarmann Vestra af kemur honum yfir á Harley Willard og hann tekur skotið sem er blokkað af varnarmanni Vestra
89. mín
Vestri koma upp hægri kantinn eftir glæsilega stungusendingu, Rafael Jose Navarro kemst framhja varnarmanni Víkings, svo kemur maður í bakið á honum og hann fellur í jörðina, leikmenn Vestra heimta víti sem þetta hefði alveg getað verið en dómarinn segir nei ekkert víti
76. mín
Vestri gerði sína þriðju og síðustu skiptingu, Leikmaður númer 21 Viktor Júlísson fer útaf en leimaður 13 sem kom inná var ekki á skýrslu og get ekki nafngreint hann.
76. mín
Inn:Vitor Vieira Thomas (Víkingur Ó.) Út:Indriði Áki Þorláksson (Víkingur Ó.)
Þriða skipting heimamanna
75. mín
Inn:Isaac Freitas Da Silva (Vestri) Út:Sergine Fall (Vestri)
Seinni skiptingg hjá Vestra
75. mín MARK!
Harley Willard (Víkingur Ó.)
með glæsilegt skot utan teigs sem syngur í netinu
73. mín
Samstuð á miðjunni í skallaeinvígi milli Daníels Snorra hjá Víking og Daniel Osafo, fengu báðir höfuðhögg, dómari stöðvar leikinn til að láta kíkja á þá. sem betur fer var þetta ekkert alvarlegt og báðir leikmenn geta haldið áfram
70. mín
Inn:Bjartur Bjarmi Barkarson (Víkingur Ó.) Út:Billy Jay Stedman (Víkingur Ó.)
Víkingar gera tvöfalda skiptingu
70. mín
Inn:Daníel Snorri Guðlaugsson (Víkingur Ó.) Út:Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.)
Fyrsta skipting Víkinga,
66. mín
Vestri færa boltann á hægri kantinn, koma með góða fyrirgjöf inni box, Brynjar Atli markmaður Víking og sóknarmaður Vestra Vladimir Tufegdzic lenda í samstuði, dómari stöðvar leikinn
64. mín
Ekkert varð úr horni Víkinga, skallað í burtu
63. mín
Víkingar sækja upp vinstri kantinn, Gonzalo stingur á vinstri bakvörðinn unga og efnilega Ólaf Brynjar Hákonarson sem græðir horn
58. mín
Inn:Sigurður Grétar Benónýsson (Vestri) Út:Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Vestri gera sína fyrstu breytingu
57. mín Gult spjald: Harley Willard (Víkingur Ó.)
Bakhrinding, augljóst spjald
55. mín
Vestri undirbýr skiptingu
53. mín
Vestri sækir og fær hornspyrnu, en Emir Dokora fyrirliði Víkinga skallar í burtu
52. mín
Harley Willard tekur aukaspyrnuna sjálfur og það er vel varið hjá markmanni Vestra
51. mín
Haley willard leikmaður Víkings hleypur upp hægri kantinn með mann í bakinu, og endar með að láta brjóta á sér alveg við vítateigs línuna!
48. mín
Vestri byggðu uppí sókn sem endaði með fyrirgjög frá hægri en beint á markmann Víkinga
47. mín
Víkingar heimta Víti eftir smá hrintingar ínni boxinu, en fengu ekkert
46. mín
Víkingar byrja vel og byggðu upp í góða sókn sem endaði í engu hættulegu, en sækja horn
45. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur kominn af stað
45. mín
Hálfleikur
43. mín MARK!
Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó.)
Gonzalo fær boltan á vinstri kantinum, fer inn á hægri fótinn og leggur hann í fjærhornið alveg upp við stöng! glæsilega gert
41. mín
Gonzalo leikmaður Víkings með glæsilegan sprett frá hægri kantinum og inní box , leggur hsnn til vinstri á Ívar Reynir sem tekur vel á móti honum og á skot á nærstöng en markmaður Vestra ver glæsilega
36. mín
Skot Harley Willard hjá Víking vel framhja
33. mín Gult spjald: Rafael Navarro (Vestri)
Peysutog á miðjuvallarins á Ívar Reynir
31. mín Gult spjald: Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.)
Ívar Reynir Antonsson með tæklingu hátt uppi á vinstri kantinum sem endar í Gulu spjaldi
29. mín
Emir Dokora fyrirliði Víkings með glæfralega tæklingu á Sergine Modou Fall, og fær tiltal frá dómóra
25. mín
Vestri sækja vel, fá innkast hátt uppi
25. mín
Þung sókn að baki hjá Víkingum en Vestri verst vel
23. mín
Skyndisókn Vestra upp vinstri kantinn, Vladimir Tufegdzic komst einn í gegn en Brynjar Atli varði vel
20. mín
Hörku tækling hjá Michael Newberry varnarmanni Víkings, á Viktori Júliusyni sem var réttilega dæmt sem aukaspyrnu. Fyrsta brot Michaels, og fékk því ekki gult spjald
19. mín
Gonzalo Sóknarmaður Víkings með flott skot eftir góða uppbyggingu, en vel varið hjá markmanni Vestra Robert Blakala
18. mín
Vestri að koma meira og meira inní leikinn. Pressa hátt núna
18. mín
Indriði Áki leikmaður Víkings með skot utan teigs yfir
15. mín
Harley Willard leikmaður Víkings með skot utan teigs en gott blokk hjá Daniel Osafo miðjumanni Vestra
12. mín
Vestri er að komast meira inn í leikinn, ern Víkingar eru meira með boltann
9. mín
Glæsileg skyndisókn Vestra, og leikmaður númer 77 Sergine Moudo Fall með hörku skot sem Brynjar Atli markmaður Víkings ver glæsilega

8. mín
´Víkingar að spila vel á milli manna að reyna brjóta upp góða varnarlínu Vestra
5. mín
Vestri eiga aukaspyrnu á góðum stað, Viktor Júlíusson átti flottan bolta inní teig en flaug yfir 2 leikmenn Vestra og rétt framhja
3. mín
Ívar Reynis leikmaður Víkings með skot hátt yfir, hefði geta gert betur þar sem markmaður Vestra var kominn langt út úr markinu
2. mín
Ekkert varð úr horninu hjá Víkingum. Markspyrna
1. mín
Gonzalo Leikmaður Víkings hljóp upp kantinn eftir skemmtilega sendingu Ívars Reynis og átti skot í varnarmann
1. mín
Leikur hafinn
Víkingar byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn og gerð voru mínutu þögn fyrir leik, því systir Michael Newberry leikmanns Víkings lést skyndilega fyrir nokkrum dögum.
Fyrir leik
Kóngurinn er mættur.
Fyrir leik
Fullkomið fótboltaveður komið hér í Ólafsvík, alveg stillt og hlýtt í lofti.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hjá báðum liðum, Kristófer Reyes kemur inní byrjunarliðið hjá Víkingum fyrir Pétur Steinar Jóhannsson sem byrjaði alla æfingarleikina hjá þeim. bæði lið stilla upp sterkum liðum í fyrsta leik.
Fyrir leik
Víking Ólafsvík er spáð 7.sætinu og Vestri í fallbaráttu. Núna er það bara að sjá hvað gerist í sumar hjá þessum liðum, en þau ætla sér alveg örugglega að reyna koma spáspekingum á óvart.
Fyrir leik
Fótboltasumarið hófst formlega um síðustu helgi þegar efstu deildirnar fóru af stað og nú er komið að lengjudeildinni sem er ekki síður spennandi í ár. Flestir spá fallliðunum tveimur frá því í fyrra, ÍBV og Grindavík upp úr Lengjudeildinni en ljóst er að fleiri lið munu berjast um hítuna og ekkert verður gefið eftir!
Fyrir leik
Góðan Dag lesendur góðir og velkominn með okkur í beina textalýsingu frá leik Víking Ólafsvík og Vestri.
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
Daniel Osafo-Badu
4. Rafael Navarro
5. Ivo Öjhage
7. Zoran Plazonic
7. Vladimir Tufegdzic
18. Hammed Lawal
21. Viktor Júlíusson
22. Elmar Atli Garðarsson ('58)
26. Friðrik Þórir Hjaltason
77. Sergine Fall ('75)

Varamenn:
2. Milos Ivankovic
11. Isaac Freitas Da Silva ('75)
19. Viðar Þór Sigurðsson
20. Sigurður Grétar Benónýsson ('58)

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Heiðar Birnir Torleifsson (Þ)
Brenton Muhammad
Sigurgeir Sveinn Gíslason
Gunnlaugur Jónasson
Friðrik Rúnar Ásgeirsson

Gul spjöld:
Rafael Navarro ('33)

Rauð spjöld: