
Þróttur R.
0
3
ÍBV

0-1
Jón Jökull Hjaltason
'57
0-2
Jack Lambert
'78
0-3
Róbert Aron Eysteinsson
'89
26.09.2020 - 14:00
Eimskipsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Rigning og vindur til skiptis, stundum bæði
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: Ekki of margir
Maður leiksins: Jón Jökull Hjaltason (ÍBV)
Eimskipsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Rigning og vindur til skiptis, stundum bæði
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: Ekki of margir
Maður leiksins: Jón Jökull Hjaltason (ÍBV)
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
Magnús Pétur Bjarnason
('87)

5. Atli Geir Gunnarsson
7. Daði Bergsson (f)
('14)

9. Esau Rojo Martinez
10. Guðmundur Axel Hilmarsson
14. Lárus Björnsson
('77)

15. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
18. Tyler Brown
('87)


22. Oliver Heiðarsson

23. Guðmundur Friðriksson
33. Hafþór Pétursson
Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Árni Þór Jakobsson
('87)

6. Birkir Þór Guðmundsson
('14)
('46)


8. Sölvi Björnsson
('87)

20. Djordje Panic
('77)

Liðsstjórn:
Gunnar Guðmundsson (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Baldur Hannes Stefánsson

Srdjan Rajkovic
Páll Steinar Sigurbjörnsson
Sigurður Már Birnisson
Gul spjöld:
Tyler Brown ('47)
Oliver Heiðarsson ('65)
Baldur Hannes Stefánsson ('74)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá flautar Gunnar Oddur til leiksloka. Eins og staðan er núna í deildinni er Þróttur í fallsæti þar sem að markatala þeirra og Leiknismanna frá Fáskrúðsfirði er jöfn en Þróttur hefur skorað færri mörk. ÍBV heldur lífi í vonum sínum um að spila í Pepsi Max deildinni að ári.
89. mín
MARK!

Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV)
Stoðsending: Felix Örn Friðriksson
Stoðsending: Felix Örn Friðriksson
Uppfært eftir leik: eftir nánari eftirgrennslan (og ábendingu) þá var þetta mark Róberts, en ekki Jack Lambert. Eyjamenn verið miklu betri í seinni hálfleik og verðskuldað. Skot frá Felixi sem fer í varnarmann Þróttara og eina sem Róbert þarf að gera er að pota boltanum í netið.
88. mín

Inn:Breki Ómarsson (ÍBV)
Út:Gary Martin (ÍBV)
Helgi Sig gerir líka breytingu, Breki kemur inn fyrir Gary sem hefur verið ágætur í leiknum.
83. mín
DAAAUUUUÐAAAFÆRI
Geggjuð fyrirgjöf frá Magnúsi inn á teiginn og Jón Kristinn mætir út á móti Oliver sem skallar boltann yfir Jón og markið sömuleiðis.
Geggjuð fyrirgjöf frá Magnúsi inn á teiginn og Jón Kristinn mætir út á móti Oliver sem skallar boltann yfir Jón og markið sömuleiðis.
78. mín
MARK!

Jack Lambert (ÍBV)
Stoðsending: Jón Jökull Hjaltason
Stoðsending: Jón Jökull Hjaltason
Þarna kom það. Góð fyrirgjöf frá Jóni inn á teiginn eftir atgang frá Eyjamönnum og Lambert leggur boltann í hornið.
74. mín
Gult spjald: Baldur Hannes Stefánsson (Þróttur R.)

Rétt. Fer af krafti í tæklingu og hittir ekki boltann.
72. mín
Fyrsta alvöru færi Þróttara í seinni hálfleik. Magnús Pétur brunar upp kantinn og á fyrirgjöf meðfram jörðinni á Oliver sem nær ekki góðu skoti.
71. mín
Tvöföld skipting hjá ÍBV, aðeins hægst á Sito í seinni og Sigurður virðist verða fyrir hnjaski og þarf að hætta leik.
65. mín
Gult spjald: Oliver Heiðarsson (Þróttur R.)

Erfitt að sjá. Oliver duglegur að pressa og fer af hörku í Bjarna en erfitt að sjá hvort þetta hafi verðskuldað spjald. Treysti Gunnari, gult á Oliver.
62. mín
Sito dansar í teig heimamanna en skotið hans með hægri rétt framhjá. ÍBV búið að vera mikið mun betri aðilinn síðustu tíu mínúturnar.
60. mín
Staðan fyrir Austan er þannig að Ólsarar eru komnir í 0-2 forystu gegn Leikni Fásk strax í byrjun seinni hálfleiks þannig að Þróttur er ekki komið niður í fallsæti heldur ennþá jafnir Austfirðingum að stigum og með tveimur mörkum betri markatölu.
57. mín
MARK!

Jón Jökull Hjaltason (ÍBV)
Stoðsending: Sito
Stoðsending: Sito
Bjarni Ólafur kemst vinstra megin inn í teig og á góða fyrirgjöf inn á teig heimamanna þar sem Sito virðist bara fá hann í sig áður en boltinn berst á Jón Jökul sem potar honum í netið.
54. mín
Oliver Heiðars skokkar auðveldlega framhjá Bjarna Ólafi en sendingin í fyrsta varnarmann Eyjamanna.
48. mín
Bjarni Ólafur að reyna að gefa heimamönnum mark, fallegt af honum. Lárus keyrir í sendingu sem er léleg frá Bjarna á Jón Kristinn en Jón er rétt svo á undan í boltann og hreinsar frá á síðustu stundu.
47. mín
Gult spjald: Tyler Brown (Þróttur R.)

Hörkutækling áður en Guðjón kemst í skotið og rétt hjá Gunnari.
46. mín
Leikurinn farinn af stað að nýju og það eru Eyjamenn sem komast í fyrstu sókn seinni hálfleiks en ekkert verður úr þeirri sókn.
46. mín

Inn:Baldur Hannes Stefánsson (Þróttur R.)
Út:Birkir Þór Guðmundsson (Þróttur R.)
44. mín
FRANKOOO LAAALIIIC
Birkir Þór er bara að reyna að gefa Eyjamönnum mark. Komast upp vintra megin, sending frá Sito á Gary sem leggur boltann fyrir sig með kassanum og dúndurskot sem Franko ver í slána og yfir.
Birkir Þór er bara að reyna að gefa Eyjamönnum mark. Komast upp vintra megin, sending frá Sito á Gary sem leggur boltann fyrir sig með kassanum og dúndurskot sem Franko ver í slána og yfir.
43. mín
Gunnar Oddur, var þetta ekki víti? Rojo í baráttu inn á teig Þróttara og virtist vera togaður niður en er ekki viss.
38. mín
Aukaspyrna vinstra megin á vallarhelmingi ÍBV dæmd Jón Ingason eftir brot á Lárusi Björnsyni. Sendingin inn í fín, enginn Þróttari nær honum í fyrstu tilraun en svo nær Birkir Þór boltanum, stekkur framhjá tveimur Eyjamönnum og skotið yfir.
34. mín
Birkir Þór í ruglinu. Missir boltann til Sito sem kemur honum á Gary og skotið framhjá frá "The Kid From Darlo".
32. mín
ROJOOOOOO
Stangarskot frá Spánverjanum af meters færi eftir roooosalega fyrirgjöf frá Englendingnum Tyler Brown.
Stangarskot frá Spánverjanum af meters færi eftir roooosalega fyrirgjöf frá Englendingnum Tyler Brown.
27. mín
Lalic tæpur! Missir boltann eftir fyrirgjöf frá Guðjóni Erni en heimamenn bægja hættunni frá.
23. mín
Oliver stelur boltanum af Jóni Kristni! Keyrir strax inn á teig, fer framhjá tveimur ÍBV mönnum og missir svo boltann á Jón.
22. mín
Eyjamenn komast fjórir á þrjá gegn Þrótturum en þessi sókn endar á lélegu skoti Sito sem er auðvelt fyrir Lalic.
19. mín
Gary Martin með langskot sem fer af varnarmanni Þróttara og í horn en ekkert verður úr horninu.
14. mín

Inn:Birkir Þór Guðmundsson (Þróttur R.)
Út:Daði Bergsson (Þróttur R.)
Uppfært: Þetta var Birkir en ekki Baldur sem kom inn á. Daði getur ekki haldið leik áfram. Hafþór Péturs tekur við fyrirliðabandinu af Daða.
12. mín
Daði Bergsson liggur eftir á vellinum og virðist vera að fara af velli. Lýsendurnir telja þetta vera tognun í nára.
10. mín
FRANKO LALIC
Rosalegt færi sem Guðjón Ernir kom sér í inn á teig Þróttara eftir að fara framhjá Tyler Brown en Franko mættur í boltann. Skotið af stuttu færi og erfitt fyrir Franko en frábærlega gert.
Rosalegt færi sem Guðjón Ernir kom sér í inn á teig Þróttara eftir að fara framhjá Tyler Brown en Franko mættur í boltann. Skotið af stuttu færi og erfitt fyrir Franko en frábærlega gert.
8. mín
Halldór Páll Geirsson, aðalmarkvörður ÍBV er ekki í byrjunarliðinu í dag eftir rauða spjaldið sem hann fékk í síðasta leik þegar Eyjamenn gerðu jafntefli við Þórsara á Hásteinsvelli.
4. mín
Oliver Heiðarssooon! Dauðafæri eftir sendingu frá Daða Bergs sýndist mér. Stungusending og hraði Olivers gerðu þetta færi að veruleika en ungstirnið skóflaði boltanum yfir.
3. mín
Franko Lalic handsamar boltann eftir skot frá Guðjóni Erni en þetta fer skemmtilega af stað.
Minnum á að leikur Þróttar 🆚 @IBVsport núna kl 14.00 á Eimskipsvellinum er streymt beint. Hér er linkur á streymið: #Lifi👊https://t.co/nbPQYS6WZV
— Þróttur (@throtturrvk) September 26, 2020
Fyrir leik
Fyrir áhugasama er hægt að horfa á leikinn á streymi sem Silli og Bolli ætla að lýsa.
Fyrir leik
Athygli vekur að karlalið ÍBV spilar í dag en leik kvennaliðsins við Breiðablik sem átti sömuleiðis að fara fram núna klukkan 14:00 var aftur á móti frestað. Undirritaður fór á stúfana og fann út hvernig á þessu stæði en liðin eru einmitt staðsett á sömu eyjunni. Karlaliðið ferðaðist hins vegar til meginlandsins í gær og gisti eina nótt á Hótel Cabin.
Fyrir leik
Á meðan á upphitun stendur þá hefur byrjunarlð heimamanna breyst. Svo virðist sem að hann hafi meitt sig í upphituninni. Þróttur byrjar hins vegar ekki með 12 leikmenn eins og stendur hér vinstra megin heldur kemur Tyler Brown inn í byrjunarliðið fyrir Gumma.
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða fór fram á Hásteinsvelli þann 27. júlí í sumar þar sem Gary Martin skoraði öll þrjú mörkin í 3-0 sigri Eyjamanna.
Fyrir leik
ÞÝÐINGARMIKILL LEIKUR FYRIR BÆÐI LIÐ
Þróttur Reykjavík situr fyrir leikinn í tíunda sæti deildarinnar með 12 stig. Eyjamenn eru í fjórða sætinu með 27 stig.
Bæði lið þurfa öll þrjú stigin hér í dag í þeirri baráttu sem liðin eru í. Þróttarar eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og Eyjamenn eru á síðasta séns að blanda sér inn í toppbaráttuna um að komast upp í Pepsí Max-deildina að ári.
Þróttur Reykjavík situr fyrir leikinn í tíunda sæti deildarinnar með 12 stig. Eyjamenn eru í fjórða sætinu með 27 stig.
Bæði lið þurfa öll þrjú stigin hér í dag í þeirri baráttu sem liðin eru í. Þróttarar eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og Eyjamenn eru á síðasta séns að blanda sér inn í toppbaráttuna um að komast upp í Pepsí Max-deildina að ári.
Byrjunarlið:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
Óskar Elías Zoega Óskarsson
Jón Ingason
2. Sigurður Arnar Magnússon (f)
('71)

6. Jón Jökull Hjaltason

7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
9. Sito
('71)

10. Gary Martin
('88)

17. Róbert Aron Eysteinsson

26. Felix Örn Friðriksson
32. Bjarni Ólafur Eiríksson
- Meðalaldur 5 ár
Varamenn:
21. Birkir Haraldsson (m)
4. Jack Lambert
('71)


11. Víðir Þorvarðarson
18. Eyþór Daði Kjartansson
19. Breki Ómarsson
('88)

20. Eyþór Orri Ómarsson
- Meðalaldur 33 ár
Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Ian David Jeffs
Elías J Friðriksson
Þorsteinn Magnússon
Óskar Snær Vignisson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: